Morgunblaðið - 10.04.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
Glæsileg armbandsúr
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
29.200
32.500 36.990 27.300 33.800
24.700 39.900 31.500
Hörður Ægisson, viðskiptarit-stjóri Dagblaðsins, skrifar um
nýpantaða skýrslu um afnám hafta:
Ljóst er að áætlunstjórnvalda um
losun hafta grund-
vallast á þeirri stað-
reynd að peninga-
stefna landsins mun
í fyrirsjáanlegri
framtíð byggjast á
því að krónan verði
gjaldmiðill Íslands.
Sú stefna er skynsamleg.
Enginn annar raunhæfur val-kostur er í boði.
Ólíkt því sem mátti skilja af ný-legri greiningu KPMG, sem var
unnin að beiðni Samtaka atvinnulífs-
ins, Félags atvinnurekenda, ASÍ og
Viðskiptaráðs, þá er losun hafta og
möguleg innganga í evrópska mynt-
bandalagið tveir aðskildir hlutir.
Ísland getur aldrei orðið hluti afERM II-samstarfinu, formlegu
aðlögunarferli að upptöku evru,
fyrr en höftin hafa verið afnumin.
Þar er engin aðstoð í boði semnokkru máli skiptir nema það
sé pólitískur vilji fyrir því að „leysa“
greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins
með því að taka risalán í evrum til að
hleypa út erlendum krónueigend-
um.
Því verður ekki trúað að það sé af-staða forsvarsmanna atvinnu-
lífsins og verkalýðshreyfing-
arinnar.“
Nýlega var upplýst að helstu for-sendur skýrslurnar voru gefn-
ar upp við pöntun hennar!
Hörður
Ægisson
Verður ekki trúað?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 9.4., kl. 18.00
Reykjavík 0 skýjað
Bolungarvík 1 léttskýjað
Akureyri 3 skýjað
Nuuk -7 skýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 12 heiðskírt
Lúxemborg 17 heiðskírt
Brussel 17 heiðskírt
Dublin 17 heiðskírt
Glasgow 15 upplýsingar bárust ekki
London 16 heiðskírt
París 21 heiðskírt
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 15 heiðskírt
Berlín 16 heiðskírt
Vín 15 léttskýjað
Moskva 7 léttskýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 7 skýjað
Barcelona 15 heiðskírt
Mallorca 18 heiðskírt
Róm 15 heiðskírt
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg 7 léttskýjað
Montreal 5 alskýjað
New York 3 alskýjað
Chicago 19 alskýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
10. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:14 20:45
ÍSAFJÖRÐUR 6:12 20:57
SIGLUFJÖRÐUR 5:55 20:40
DJÚPIVOGUR 5:42 20:16
Lögð var fram
sátt í skaðabóta-
máli Tony Omos
gegn Gísla Frey
Valdórssyni, fyrr-
verandi aðstoð-
armanni Hönnu
Birnu Kristjáns-
dóttur innanrík-
isráðherra, í Hér-
aðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Gísli Freyr játaði á síðasta ári að
hafa lekið persónuupplýsingum um
Omos sem birtust í fjölmiðlum en
Omos krafði Gísla Frey um fimm
milljónir króna í bætur.
Ákveðið var að leita sátta í málinu
og hafa mennirnir tveir nú komist að
samkomulagi um fjárhæð sem Gísli
Freyr greiðir Omos.
Ekki fást upplýsingar um upphæð
skaðabótanna. Ólafur Garðarsson,
lögmaður Gísla Freys, sagði að-
spurður í samtali við mbl.is í gær að
Omos hefði beðið um að þessum upp-
lýsingum yrði haldið leyndum.
Gísli Freyr gerði sátt í sambæri-
legu máli sem Evelyn Glory Joseph
höfðaði gegn honum vegna leka á
trúnaðarupplýsingum.
Omos og
Gísli Freyr
ná sáttum
Krafði Gísla um
fimm milljónir kr.
Gísli Freyr
Valdórsson
Talsverðar skemmdir urðu á nefi flug-
vélar Icelandair, Herðubreið, þegar
eldingu laust niður í vélina á þriðjudag
eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í
gær átti atvikið að sögn farþega um
borð í vélinni sér stað stuttu eftir að
hún hafði hafið sig á loft frá Keflavík-
urflugvelli en vélin flaug þó áfram og
lenti heilu og höldnu í Denver eins og
áætlað var.
Fram kom í máli Guðjóns Arn-
grímssonar, upplýsingafulltrúa Ice-
landair, að flugvélar væru gerðar til
þess að taka við eldingum. „(…) þegar
þetta gerist fer auðvitað í gang ákveð-
in skoðun hjá áhöfninni. Ef ekkert am-
ar að vélinni er flogið áfram,“ sagði
Guðjón.
Myndin af skemmdunum birtist
upprunalega á 9NEWS. Að mati flug-
sérfræðings fréttastofunnar, Gregs
Feith, hefði ekki átt að halda fluginu
áfram til Denver.
„Þeir hefðu átt að snúa við. Það er
skynsamlegt að snúa við því þú veist
ekki hverjar skemmdirnar eru,“ sagði
Feith við 9NEWS.
Hann segir jafnframt að eldingum
slái aðeins niður í flugvélar einu sinni
til fimm sinnum á ári. Miðað við stutta
leit á Google og upplýsingar frá Ice-
landair eru slík atvik þó nokkuð al-
gengari en svo. Önnur flugvél á vegum
Icelandair varð fyrir eldingu í desem-
ber síðastliðnum í aðflugi til Billund.
Eldingin gataði nef flugvélarinnar
Telur að snúa hefði átt vélinni við Eldingu laust niður í vél Icelandair í desember
Ljósmynd/Skjáskot af 9News.com
Gatað nef Vélin skemmdist talsvert.