Morgunblaðið - 10.04.2015, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
VINNINGASKRÁ
49. útdráttur 9. apríl 2015
838 10224 20298 30759 42415 50647 60280 71205
940 11175 20500 31622 42458 50744 60360 71225
1266 11194 20744 31955 42943 50756 61158 71365
1293 11854 20986 32987 43260 51573 61627 72036
1462 11890 21023 33664 43277 51859 61760 72204
2323 11914 22184 34085 43389 51892 61946 72509
2517 11916 22509 34219 43849 52335 62191 72610
2981 12299 23459 34598 43915 52609 62232 73597
3755 12300 23710 34983 44394 52946 63108 74003
4016 12638 24086 35376 44539 53392 63336 74382
4087 13055 24134 36420 44573 54112 64010 75151
4286 13449 24616 36856 44742 54369 64849 75552
4563 13817 24630 37094 45409 54794 65030 75629
4569 14145 24809 37360 45470 55023 65812 75902
4998 14266 24983 37381 45533 55046 65934 76244
5247 14456 25221 37610 45651 55446 66057 76876
5409 14665 25437 37953 45919 55541 66084 77294
5958 14812 26208 38072 45967 55654 66680 77516
6186 14953 26348 38262 46143 55690 66851 77625
6290 16170 26408 38380 47480 55849 66977 77882
7161 16704 26636 38405 47499 56445 66996 77895
7175 16800 26860 38545 47896 56573 67278 78425
7374 17176 27227 39241 48296 57418 67738 78456
7468 17762 27753 39566 48962 57748 67779 78803
9156 17832 28149 40111 49567 57774 67892 79031
9332 17863 28197 40159 49773 58110 68011 79524
9426 18517 28447 40295 49853 58732 69072
9576 18946 29012 40464 49942 59096 69428
9874 19409 29249 40763 49994 59713 69644
10005 19547 29492 41083 50106 59952 70604
10157 19691 29699 42006 50630 59958 70882
10161 19724 29819 42192 50644 59979 71123
1787 9584 20126 30301 38273 48323 59453 75594
2055 11134 20308 31117 38461 48559 61855 75652
3959 11158 22163 31655 38785 49324 62711 75919
4429 12403 23034 31893 39890 50215 63624 76002
4808 12495 23952 32396 39925 50471 66462 76030
4895 13140 24805 33322 41590 51416 66677 76635
6012 13740 25018 33325 43510 51647 67871 77457
7087 14996 25197 34820 45963 53375 68255 77479
7242 15263 27007 36167 46446 55043 70698 79281
7305 16627 27656 36749 46537 55555 71391
8461 16845 28868 37120 47106 56744 71833
9354 18248 29212 37322 47787 57222 72315
9528 18471 30117 37854 48196 59322 75573
Næstu útdrættir fara fram 16, 24, & 30. apríl 2015
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
3879 9350 9718 79420
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
877 20915 23795 32756 59587 70573
2643 21146 24984 38217 61173 71971
13930 22246 27432 54419 61277 78242
15857 22551 31487 57878 66033 79145
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
7 5 9 7 2
Stjórnandi kóranna, Stephen
Yates, hefur gott lag á því að
setja sama saman skemmti-
lega dagskrá með fjölbreyttu
lagavali, að sögn Ólafs B. Val-
geirssonar. „Menn fá að
spreyta sig á hinu og þessu,
allt frá djassútsetningum
á Moon River, yfir í
ítalska miðaldatónlist
og Mozart – kirkju-
kórinn syngur m.a.
Ave Verum Corpus –
yfir í sjómannalög.
Krakkarnir eru rosa-
lega spenntir því
nú fá þeir að
syngja á lat-
ínu.“
Fjölbreytt
lagaval
TÓNLEIKARNIR
Fundur um 65 sveitarstjórnarmanna
og þingmanna á Akureyri um opnun
fleiri fluggátta inn í landið fyrir er-
lenda ferðamenn var haldinn í fyrra-
dag. Í fréttatilkynningu segir að
mikil samstaða hafi verið um að að-
koma heimamanna væri nauðsynleg
í vinnunni. Skipun starfshóps á veg-
um forsætisráðuneytisins var fagn-
að.
Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor
við Háskólann á Akureyri, flutti er-
indi um áhrif þess að hefja milli-
landaflug á Norður- og Austurland
og hvernig þjóðarbúið er að verða af
tekjum með því að nýta ekki þá inn-
viði og getu sem ferðaþjónustan á
Norður- og Austurlandi býr yfir.
Á fundinum héldu erindi fulltrúar
Air 66N – flugklasans á Norður-
landi, Atvinnuþróunarfélags Eyja-
fjarðar og flugklasans á Austur-
landi. Í máli þeirra kom fram að
fjölgun ferðamanna til landsins hef-
ur ekki skilað sér út fyrir suðvestur-
hluta landsins og geta ferðaþjónust-
unnar á Norður- og Austurlandi
væri mjög vannýtt.
Í tilkynningunni kemur fram að
Markaðsstofa Norðurlands, At-
vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, At-
vinnuþróunarfélag Þingeyinga,
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra, Eyþing, Austurbrú og Fjórð-
ungssamband Vestfirðinga hafi
staðið að fundinum. Á hann voru
boðaðir þingmenn NV-kjördæmis og
NA-kjördæmis, fulltrúar ráðuneyta
og sveitarstjórna, embættismenn og
aðrir sem að málinu koma.
Samstaða um opnun fleiri fluggátta
Ellefu starfsmenn Húsasmiðjunnar,
Byko og Úlfsins - byggingavara voru
í gær sýknaðir af ákæru sérstaks
saksóknara, en fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Byko var hins vegar
dæmdur í eins mánaðar skilorðs-
bundið fangelsi.
Sérstakur saksóknari höfðaði mál-
ið á hendur starfsmönnunum í maí
síðastliðnum vegna gruns um verð-
samráð. Sakborningar neituðu allir
sök í málinu.
Þórhallur Haukur Þorvaldsson,
verjandi fyrrverandi markaðsfull-
trúa Byko, sem sýknaður var í mál-
inu, sagðist ánægður með niðurstöð-
una. „Þetta er eins og lagt var upp
með af okkar hálfu. Ákæran kom
okkur í opna skjöldu og niðurstaðan
er því í samræmi við væntingar,“
sagði Þórhallur.
90 milljónir í málsvarnarlaun
Fyrrverandi framkvæmdastjóri
byggingasviðs Byko var sakfelldur
fyrir brot sem fólst í hvatningu til
verðsamráðs milli Byko og Húsa-
smiðjunnar. Í ákærunni segir að
hann hafi þann 28. febrúar 2011 upp-
lýst annan ákærða í málinu um
hvernig hann myndi haga tilboðs-
gerð í Byko í grófvörum. Þá hvöttu
þeir hvor annan til þess að stuðla að
því að fyrirtækin tvö myndu ekki
stunda samkeppni. Alls verða um 90
milljónir króna greiddar úr ríkis-
sjóði í málsvarnarlaun verjenda.
Málið, sem var í rannsókn í rúm
þrjú ár, var gríðarlega umfangsmik-
ið og skjalafjöldinn tæplega fimm
þúsund blaðsíður. Rannsóknin hófst
í mars 2011 þegar Samkeppniseftir-
litið og efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra framkvæmdu húsleitir
hjá Byko, Húsasmiðjunni og Úlfin-
um - byggingavörum.
19 voru handteknir
Í fyrstu voru 19 manns handteknir
en þeim sleppt að loknum yfir-
heyrslum. Loks voru þrettán ákærð-
ir. Sönnunargögn í málinu eru meðal
annars tölvupóstar og símtöl á milli
starfsmanna.
Allir sýknaðir nema einn
Hvatti til verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Hefð er orðin fyrir því á Vopnafirði
að einu sinni á ári halda þrír kórar
bæjarins sameiginlega tónleika og
þar má segja að kynslóðabilið sé
brúað; þetta eru karlakór Vopna-
fjarðar, kirkjukór Hofs- og Vopna-
fjarðarkirkju og barnakór tónlistar-
skóla bæjarins. Að þessu sinni
verður sungið bæði í heimabænum
og austur á Fáskrúðsfirði.
Tónleikarnir hafa fest sig í sessi.
„Þetta er fjórða árið í röð sem við
gerum þetta,“ segir Ólafur B. Val-
geirsson, sem er bæði í karla- og
kirkjukórnum. „Það er eru á milli 40
og 50 manns sem koma fram og
þetta verður íburðarmeira eftir því
sem stjórnandinn nær betri tökum á
liðinu. Hér eru allir syngjandi sælir
og glaðir.“
Sjálfsprottin menning
Kórarnir syngja allir hver í sínu
lagi, karlakórinn og kirkjukjórinn
saman og reikna má með að allir taki
svo lagið saman í lokin.
Bretinn Stephen Yates, sem starf-
að hefur á Vopnafirði í fimm ár er
kórstjóri, auk þess skólastjóri tón-
listarskólans og organisti í kirkj-
unni.
„Nýlega byrjaði hann að spila á
hljómborð í hljómsveitinni hér á
staðnum,“ segir Ólafur. „Það band
hefur verið til í nokkuð mörg ár,
þetta eru góðir tónlistarmenn sem
spila hvað sem er en aðallega dans-
tónlist. Síðasta laugardag hélt
Skemmtifélagið einmitt samkomu
þar sem hljómsveitin spilaði en þá
voru lög Ríó tríósins sungin og sett
upp í kabarettformi. Þar unnu
margir leiksigur og óvæntir
hæfileikar komu fram hjá
mörgum!“
Skemmtifélag Vopna-
fjarðar var stofnað í febr-
úar og þetta var fyrsta verkefnið.
„Ætlunin er að menn komi saman til
að skemmta sér og öðrum og standa
fyrir einhverjum viðburðum á sem
breiðustum grundvelli. Það var ægi-
lega gaman á laugardaginn og húsið
troðfullt. Við seldum rúmlega 200
miða. Á stöðum eins og Vopnafirði
búa menn skemmtanirnar til sjálfir
og brillera á eigin forsendum.“
Gaman með börnunum
Ólafur segir einstaklega gaman að
vinna með krökkunum í barnakórn-
um. „Stjórnandinn fær þau til að
vinna svo vel og taka verkefnið al-
varlega án þess að það sé þvingun. Á
síðustu tónleikum sungu þau ramm-
flókinn, fjórskiptan keðjusöng. Það
var mjög flott og þau fara með allt
blaðlaust á meðan við, gamlingj-
arnir, höngum á textablöðunum í
bak og fyrir …“
Tónleikarnir á Vopnafirði verða í
félagsheimilinu annað kvöld en á
laugardaginn kemur hópurinn fram
á Fáskrúðsfirði. „Við fylgjumst vel
með veðrinu, því yfir fjallvegi er að
fara,“ segir Ólafur.
Ljósmynd/Magnús Már
Spennt Börnin í kór Tónlistarskóla Vopnafjarðar hlakka mikið til tónleikanna, að sögn Ólafs B. Valgeirssonar.
Syngjandi sæl og glöð
Kynslóðabilið brúað með söng á Vopnafirði Þrír kórar
bæjarins koma saman fram á tónleikum fjórða árið í röð
Saman Karlakór Vopnafjarðar og Kirkjukór Hofs- og Vopnafjarðarkirkju.
Stephen Yates