Morgunblaðið - 10.04.2015, Page 19

Morgunblaðið - 10.04.2015, Page 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Reitir fasteignafélag var skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar í gær. Af því tilefni hringdi forstjóri fyr- irtækisins, Guðjón Auðunsson, inn fyrstu viðskiptin með hlutabréf fé- lagsins í húsakynnum Kauphallar- innar. Guðjón sagði í samtali við Morgunblaðið að lokinni athöfninni að það væri mjög jákvætt að stærsta fasteignafélag landsins í einkaeigu væri nú komið á markað. „Félagið var áður að stærstum hluta í eigu viðskiptabankanna eft- ir hrun og sá eignarhlutur var skil- yrtur hjá opinberum aðilum með því að það þyrftu að vera einhver endamörk á því eignarhaldi. Í huga fyrri eigenda var talið eðlilegast að skrá félagið á markað. Það er meg- inástæðan fyrir því að við stöndum hér í dag.“ Guðjón segir að fyrir markaðinn, fjárfesta, viðskiptavini og starfsfólk þá sé skráningin ekki síður áhugaverð. „Nú þurfum við ársfjórðungslega að leggja okkar vinnu fram opinberlega, skýra frá okkar rekstri og leggja fram okkar kennitölur. Vonandi munum við standa undir þeim væntingum sem markaðurinn hefur til okkar.“ Markaðurinn styrkist Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, segir að skráningin skipti miklu máli. „Reitir er leið- andi fyrirtæki í sinni grein og stórt fyrirtæki með töluvert umfang rekstrar. Þá ekki eingöngu á ís- lenskan mælikvarða heldur sómir það sér einnig vel á norrænum markaði Nasdaq.“ Páll segir að nú þegar stefni í að þriðja fasteigna- félagið komi í Kauphöllina þá sé kominn geiri sem verður áhuga- verður fyrir fjárfesta. „Með því skapast auðveldur aðgangur fyrir fjárfesta að fasteignamarkaðnum og skapar þannig nýja möguleika. Fasteignageirinn dregur að ákveðna fjárfesta þannig að fleiri augu beinast að markaðnum. Þessi aukni áhugi mun síðan ryðja braut- ina fyrir fleiri félög.“ Páll nefnir einnig að með hverju nýju félagi styrkist markaðurinn og verði meira aðlaðandi sem fjármögnun- arvettvangur. „Það verður að segj- ast að enn sem komið er hafa fyr- irtæki á síðustu árum að takmörkuðu leyti nýtt hlutabréfa- markaðinn til fjármögnunar en með því að efla markaðinn og breikka þá verður hann líklega meiri aðlaðandi kostur til að koma inn á og afla sér fjármagns. Þetta hefur því töluverða þýðingu fyrir viðskiptalífið.“ Viðskipti með Reiti hafin í Kauphöllinni  Fasteignafélög efla markaðinn segir forstjóri Kauphallar Morgunblaðið/RAX Kauphöllin Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, hringir Reiti inn í Kauphöll- ina. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, fylgist álengdar með. Markaðurinn » Með skráningu Reita eru fyrirtækin á Aðallista Kauphall- arinnar orðin 14 talsins. » Markaðsvirði hlutafjár í Reitum er um 48 milljarðar króna. » 190 milljóna króna velta var með bréf Reita fyrsta daginn. » Verðið á hlut var 63,7 krónur í lok dags en fór hæst í 64,7 krónur yfir daginn. Fyrirtækið Zymetech hlaut Nýsköp- unarverðlaun Íslands sem afhent voru á Nýsköpunarþingi á Grand hótel í gær. Zymetech er íslenskt líf- tæknifyrirtæki á sviði rannsókna, þróunar, framleiðslu og sölu nátt- úrulegra sjávarensíma sem notuð eru í húðvörur, lækningatæki og lyf. Fyrirtækið nýtir meltingarensím úr Norður-Atlantshafsþorski og fram- leiðir vörur sem seldar eru undir ýmsum vörumerkjum. Fyrirtækið hefur þróað efnablöndu sem nefnd er Penzyme og er notuð sem virka efnið í vörum fyrirtækisins. Nýjasta afurð Zymetech er lækn- ingavaran PreCold sem er munnúði til varnar kvefi. Dr. Ágústa Guð- mundsdóttir, prófessor við HÍ og rannsóknarstjóri Zymetech, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, Ragn- heiðar Elínar Árnadóttur. Í þakkar- ræðu sinni sagði Ágústa marga hafa lagt hönd á plóginn til að fyrirtækið gæti orðið að veruleika og til að efla fyrirtækið enn frekar hafi þau ný- lega fengið til liðs við sig öfluga stjórn og alþjóðlegt vísindaráð. Þá nefndi hún að fyrirtækið ætlaði að reyna fyrir sér á mörkuðum í Bandaríkjunum. Zymetech hlýtur ný- sköpunarverðlaunin  Vörurnar unnar úr þorskensímum Morgunblaðið/Golli Nýsköpun Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ágústa Guðmundsdóttir, rann- sóknarstjóri Zymetech, ásamt starfsmönnum fyrirtækisins við afhendinguna. Æ G I S G A R Ð I 2 , 1 0 1 R E Y K J A V Í K , S Í M I 5 1 2 8 1 8 1 VERIÐ VELKOMIN Á NÝJAN VEITINGASTAÐ Í RAUÐA HÚSINU VIÐ GÖMLU HÖFNINA Í REYKJAVÍK Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Sendum hvert á land sem er Asus RT-N66U router Samsung M2070W WiFi prentari König USB klippikort • Tengist beint í samband við ljósleiðarabox. • Öflugt þráðlaust • Einföld uppsetning og þægilegt viðmót • Fjölnota þráðlaus laserprentari • Prentar, skannar og ljósritar. • Eitt hylki sem kostar aðeins 9.900! Komdu gömlu spólunum á tölvutækt form Genius 45W RMS hátalarakerfi Afmælistilboð með afsláttarkóðanum “15ARA” á Computer.is net 24.990 kr. 34.990 kr. 12.741 kr. 8.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.