Morgunblaðið - 10.04.2015, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Getgáturnarum Grikk-land eru
fleiri en eyjar á
Breiðafirði. Og eins
og eyjunum þar þá
fækkar þeim eða
fjölgar eftir því hvernig stend-
ur á flóði. Strax eftir að kosn-
ingar skoluðu ríkisstjórn í rót-
tækari kantinum inn í gríska
stjórnarráðið var talað um að
tifandi tímasprengja væri kom-
in á evrusvæðið og stillt til
mjög skamms tíma.
Svo hófust fundir og margt
var skrafað og mat stjórnmála-
manna í hjarta Evrópu varð
það, að þrátt fyrir allt myndu
grískir leiðtogar sjá ljósið að
lokum. Allir ábyrgir og reyndir
stjórnmálamenn yrðu að taka
mið af því, að Grikkirnir þyrftu
tíma til að útvatna sín óábyrgu
kosningaloforð og vinda ofan af
því sem var ofsagt á heima-
markaði fyrir kosningar. Slíkt
gæti ekki bara hent stjórnmála-
menn, það henti alltaf alla
stjórnmálamenn.
Við þennan sanngirnistón
fækkaði getgátum óðar, óró-
leikinn minnkaði og sjálfs-
traustið fór vaxandi.
Þessi jákvæða þróun varð
samferða ákvörðun Seðlabanka
evrunnar um að prenta peninga
í áður óþekktum mæli og að
byrja að borga bönkum fyrir að
taka lán hjá sér. Viðskiptajöfr-
ar voru með hýrri há. Þeim
fannst þeir vakna aftur upp ár-
ið 2007 og kreppa og hrun hefði
verið martröð sem ekkert væri
að marka. Bréf af öllu tagi
hækkuðu eins og eitthvað raun-
verulega gott hefði gerst.
Skuldabréf, hlutabréf og ást-
arbréf sungu á ný eins og gaml-
ir símastaurar.
En svo skiluðu Grikkir „út-
færðum efnahagstillögum“ sín-
um til Brussel.
Í tuttugu ár í röð hafa 14
endurskoðendur ESB neitað að
undirrita og staðfesta reikn-
inga sambandsins, þar sem
ekkert væri að marka þau gata-
sigti. Þeir í Brussel kalla því
ekki allt ömmu sína í fjárhags-
legum efnum. En þegar þeir
fengu að „kíkja í pakkann“ frá
Aþenu féll þeim allur ketill í eld
og voru sumir þeirra teknir að
kalla hver annan ömmu sína áð-
ur en þeirri skoðun lauk.
Hókus pókus fyllti pakkann
allt upp undir lok hans og upp-
fyllingin var sundurlaust talna-
verk sem enginn fékk til að
stemma. Getgátunum fjölgaði
nú ört á ný.
Talað var um að „grexit“
(slangur um brottför Grikkja
úr evru) hlyti að vera á næsta
leyti. Evrusvæðismenn báru sig
mannalega og sögðu að sínir
menn hefðu reiknað út að hlaup
Grikkja út af evrusvæðinu
myndi gera sam-
starfinu næstum
ekkert til, en verða
Grikkjum stór-
skaðlegt.
En þá áttu
Grikkir næsta leik.
Fram að þessu hafði allt málið
snúist um það hvort þeir gætu
„staðið við skuldbindingar sín-
ar“ gagnvart Evrópu, sem þeir
yrðu að gera og myndu aldrei
komast hjá að gera. En þá
skutu Grikkir kunnáttusamlega
og að fornum hætti gamanatriði
inn í tragedíuna þegar síst
varði.
Þeir birtu formlegan og flott
uppsettan reikning sinn fyrir
ógreiddar skaðabætur vegna
verka sem fótgönguliðar og
aðrir enn harðsnúnari útsend-
arar Adolfs Hitlers höfðu fram-
ið í Grikklandi á meðan það var
í hans hers höndum.
Þetta taldist Grikkjum til að
myndu vera eitthvað á þriðja
hundrað milljarða evra, þótt
varlega væri reiknað og ekki
með aukastöfum.
En það er skemmst frá því að
segja að þrátt fyrir heimsþekkt
skopskyn var Þjóðverjum ekki
skemmt við þetta atriði. Varð
nú allt þungbúið.
En þá tilkynnti gríski for-
sætisráðherrann að Grikkland
hefði ákveðið að greiða skuld
sína við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn á gjalddaga nú í apríl. Þá
dró úr getgátum og taugar
styrktust á ný.
En það varð skammgóður
vermir því enn ein tilkynning
barst þá frá þeim sama. Nú
sagðist hann vera á leið til Pút-
íns forseta, enda ætti hann við
hann margþætt erindi. Því var
samhliða lekið úr gríska stjórn-
kerfinu að hafa yrði í huga að
efnahagsþvinganir ESB gagn-
vart Rússum, vegna framgöngu
í Úkraínu, rynnu út í júní nk.
Efnahagsþvinganir fengjust
ekki endurnýjaðar nema full
samstaða ríkti í leiðtogaráði
ESB um það. Þrátt fyrir veru
sína í ESB liti gríska ríkis-
stjórnin þannig á að hún væri
enn í forsvari fullvalda þjóðar
og myndi því taka sjálfstæða
ákvörðun í þvinganamálinu.
Bæði hugmyndin og rökin fyrir
henni þykja mikið hneykslismál
í Brussel, ekki síst þar sem
„smáþjóð“ á í hlut, eins og það
er orðað þar. Haldi Grikkir sig
við þessa hótun óttast búró-
kratar sambandsins að önnur
smáríki, eins og Ungverjaland
og Slóvakía, komi sér upp
kjarki til að fylgja þeim. Slíkt
fordæmi væri óþolandi og að
auki mikill álitshnekkir fyrir
ESB út á við.
Það er því alls ekki útilokað
að Grikkir geti náð að halda
uppi fjörinu í Evrópusamband-
inu eitthvað fram eftir sumri.
Það hafa verið fjör-
legir sprettir í Grikk-
landsfárinu síðustu
vikurnar}
Aðþrengdur refur á
nokkrar útgönguleiðir
É
g hef þá sannfæringu að þegar
allt komi til alls sé einstaklings-
hyggjan bezta jafnréttisstefnan.
Vafalítið eru ekki allir sammála
mér um það. Sem er líka vitan-
lega hið bezta mál. En hvers vegna er ég
þeirrar skoðunar? Jú, ekki sízt vegna þess að
einstaklingshyggjan byggist í grunninn á mik-
ilvægi þess að einstaklingurinn fái að njóta
hæfileika sinna og ná árangri í lífinu á eigin
forsendum. Ennfremur að möguleikar hans í
þeim efnum séu ekki skertir af samfélaginu,
þá ekki sízt ríkisvaldinu, eða fyrir þær sakir
að vera skilgreindur sem hluti af ákveðnum
þjóðfélagshópi eða -hópum.
Þannig er sýn einstaklingshyggjunnar ekki
ýkja flókin þegar kemur að jafnréttismálum.
Áherzlan er á einstaklinginn, hæfileika hans
og getu óháð kyni hans, uppruna, þjóðerni, stétt og öðr-
um þjóðfélagshópum sem hann kann að vera skil-
greindur sem hluti af. Af samfélaginu eða ríkisvaldinu.
Einstaklingshyggjan er þannig í reynd andstaða þess að
einstaklingurinn sé látinn líða fyrir það að tilheyra
ákveðnum hópi. Eða sé á einhvern hátt hyglað fyrir þær
sakir.
Einhver kann að segja að þetta sé einfaldlega útópía.
Þannig ætti staðan að vera en sé ekki í raun. Kannski. En
er þetta þá ekki markmið sem er þess virði að stefna að?
Ég tel það alls ekki óraunhæft heldur tel ég þetta þvert á
móti vel raunhæft markmið sé að því stefnt. En það er
vissulega óraunhæft ef ákveðið er fyrirfram
að svo sé. Eins og með svo margt annað.
Eins og staðan er í dag er öll jafnréttis-
umræðan að því er virðist gegnsýrð af því
hvaða hópum fólk tilheyrir í stað þess að lögð
sé áherzla á einstaklinginn. Ég er alls ekki
viss um að það sé vænlegasta leiðin til raun-
verulegs árangurs. Það getur hæglega ýtt
undir átök, tortryggni og spennu á milli hópa
þegar áherzlan er með þeim hætti. Þá er
einnig mikil hætta á því að einstaklingar verði
fyrir barðinu á slíkum aðstæðum. Þeir fái
ekki að njóta sín sem skyldi vegna hópaflokk-
unar.
Það er auðvitað staðreynd að alls kyns
þjóðfélagshópar eru fyrir hendi og verða allt-
af. Það þarf vitanlega alls ekki að vera slæm-
ur hlutur. En spurningin er hins vegar hvort
það eigi að vera einhver helzti mælikvarðinn í þjóðfélag-
inu. Er ekki vænlegra að horfa á einstaklinginn? Þeir eru
vægast sagt ólíkir innbyrðis og miklu fjölbreyttari en
þeir þjóðfélagshópar sem til staðar eru.
Ég trúi því einfaldlega að vænlegasta leiðin til þess að
tryggja að hver einstaklingur fái að njóta sín sem bezt og
rækta hæfileika sína og getu sér sjálfum og öðrum til
hagsbóta sé einstaklingshyggjan. Hún er þó vissulega
ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk. En engu
að síður trúi ég því að hún sé bezta viðmiðið í þessum efn-
um sem skilar okkur öllum mestum árangri þegar upp er
staðið. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Bezta jafnréttisstefnan
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nýr kirkjugarður Kirkju-garða Reykjavíkur-prófastsdæma (KGRP)verður líklega suðvestan
við Úlfarsfell og austan við Vestur-
landsveg.
Fyrirspurn barst frá KGRP 11.
september 2014 þar sem óskað var
eftir því að nýr kirkjugarður yrði á
þessum stað en ekki í Geldinganesi.
Erindið var lagt fram á fundi um-
hverfis- og skipulagsráðs Reykjavík-
ur 1. apríl síðastliðinn.
Einnig var lögð fram greinar-
gerð Helga Geirharðssonar, f.h.
stýrihóps um uppbyggingu á Hlíð-
arenda, um mun á kostnaði vegna
jarðvegsflutninga frá Hlíðarenda í
Úlfarsfell eða í Geldinganes vegna
uppbyggingar kirkjugarðs. Þá var
jafnframt lagt fram minnisblað
KGRP frá 3. desember 2014 og um-
sögn skipulagsfulltrúa frá 13. mars
2015. Umsögnin var samþykkt á
fundinum.
Saga kirkjugarðsmálsins er
rakin í umsögn skipulagsfulltrúans.
Þar kemur m.a. fram að KGRP
hefðu fengið landið við Úlfarsfell ár-
ið 2003. Land við Stekkjarbrekkur
við Vesturlandsveg, sem þá var
merkt í aðalskipulagi sem kirkju-
garður, var síðan tekið undir versl-
unarhús. Þess má geta að Korputorg
er nú á þeim slóðum.
Jarðfylling í kirkjugarð austan
við Vesturlandsveg átti að fást
vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar
suður af Úlfarsfelli. Þau áform
brustu árið 2008. Kirkjugarðsland-
inu, sem var rúmlega 20 hektarar,
var skipt út fyrir svipað land í Geld-
inganesi. Þá var talið að hægt yrði
að taka kistukirkjugarð fyrr í notk-
un í Geldinganesi en við Úlfarsfell.
Lítil skipulagsvinna hefur farið fram
í Geldinganesi og ekki búið að
ákveða hvar kirkjugarður eigi að
vera þar, samkvæmt minnisblaði
forstjóra KGRP frá 3. desember sl.
Mold frá Hlíðarenda
Talið er að um 500.000 rúm-
metrar af góðum jarðvegi fáist
vegna fyrirhugaðra framkvæmda á
Hlíðarendasvæðinu. Lætur nærri að
það muni duga til uppfyllingar á því
landi sem nú er óskað eftir að verði
aftur sett inn sem kirkjugarður við
Úlfarsfell. „Brýnt er að hefjast
handa sem fyrst til að hægt verði að
bjóða upp á kistugrafir í Reykjavík,
þegar Gufuneskirkjugarður verður
fullsettur, en talið er að slíkt geti
orðið um eða eftir 2020,“ segir í um-
sögn skipulagsfulltrúa.
Fram kemur í minnisblaði for-
stjóra KGRP að framkvæmdatími
nýs kirkjugarðs sé allt að átta ár.
Þrjú sveitarfélög eru á þjónustu-
svæði KGRP, þ.e. Reykjavík, Kópa-
vogur og Seltjarnarnes. Samkeppni
var haldin 2007 um hönnun landsins
við Úlfarsfell og varð tillaga frá
Landmótun hlutskörpust. Hún gerir
ráð fyrir hringlaga kirkjugarði.
Hægt verður að taka landsvæðið
smám saman í notkun, byrja innst
og stækka garðinn síðan út eftir því
sem þurfa þykir.
Áætlað er að Gufunes-
kirkjugarður verði fullsettur
um árið 2022. Kópavogs-
kirkjugarður mun endast leng-
ur. Nýr kirkjugarður í Reykja-
vík þarf að vera tilbúinn
nokkru áður en Grafavogs-
kirkjugarður fyllist. Annars
mun Kópavogskirkjugarður
fyllast á um áratug. Aukning á
líkbrennslu hefur áhrif á þörf
fyrir kistugrafreiti en gert er
ráð fyrir að líkbrennsla verði
um 45% af heildinni árið 2025.
Landið við Úlfarsfell myndi því
endast sem kistugrafreitur
langt fram eftir þessari öld.
Nýr kirkjugarður
líklega við Úlfarsfell
Loftmynd/Reykjavíkurborg
Kirkjugarður Guli hringurinn sýnir hvar hugmyndin er að setja kirkju-
garð norðan við Bauhaus. Rauði hringurinn sýnir eldri staðsetningu.
Borgarráð Reykjavíkur sam-
þykkti í gær verkefnislýsingu
skipulagsgerðar og umhverfis-
mat vegna breytinga á aðal-
skipulagi Reykjavíkur vegna
nýs kirkjugarðs í Reykjavík.
Áformað er að gera nýjan
kirkjugarð við Úlfarsfell, á
svæði austan við Vesturlands-
veg og norðan við Bauhaus. Í
Aðalskipulagi Reykjavíkur
2010-2030 kom fram sú stefna
að kanna möguleika á gerð
kirkjugarðs í
Geldinganesi. Nú
hefur verið fallið frá
því.
Leita á umsagna
Skipulagsstofnunar,
hverfisráðs Úlfars-
árdals, hverfisráðs
Grafarvogs, Kirkju-
garða Reykjavíkur-
prófastsdæma og
Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur um
kirkjugarðinn við
Úlfarsfell.
Breyta þarf
skipulagi
UNDIRBÚNINGUR HAFINN
Fleiri grafreiti
vantar
í Reykjavík.