Morgunblaðið - 10.04.2015, Síða 34

Morgunblaðið - 10.04.2015, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 Svavar Hall-dórsson rekurfyrirtækið Ís- lenskan mat. „Það sem ég geri er að skrifa um mat, tala um mat og ráðleggja um mat. Ég framleiði sjónvarps- þætti og er með lítið innflutningsfyrirtæki og netverslun á is- lenskurmatur.is. Fyrir rúmri viku opnaði ég Verzlunina RAM á Laugavegi 72, en þar eru til sölu alls konar tæki og tól fyrir mat- gæðinga og einnig ís- lenskt matarhandverk. Þar erum við að tala um sultur, sinnep, sölt, súkkulaði og ýmis skemmtilegheit. Stefn- an er að bjóða upp á fjölbreytta flóru af matarhandverki og matartengdri íslenskri hönnun. Fyrir utan þetta þá er ég í alls kyns ráðgjöf og markaðsvinnu fyrir samtök og stofnanir í öllu sem viðkemur mat og ferðaþjónustu. Ég hef unnið fyrir bæði íslenska og erlenda matreiðslumenn, veitinga- og ferðaþjónustufyrirtæki og tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um matarferðamennsku. Þótt þetta sé mjög fjölbreytt þá hverfist allt sem ég geri utan um ís- lenskan mat. Fyrir utan matargerð, skrif og markaðsvinnu, þá reyni ég að sinna fjölskyldunni, spila badminton og er nýbyrjaður að fara á skíði aftur, eftir 25 ára hlé. Ég var á Siglufirði um páskana og það var mjög skemmtilegt að vera í íslenskum fjöllum í blíðskapar- veðri, þá komst ég að því að þetta er svolítið eins og að hjóla, þetta gleymist ekki.“ Eiginkona Svavars er Þóra Arnórsdóttir sjónvarpskona. Börn Svavars eru Erna María 17 ára, Guðbjörg Lilja 16 ára, Rebekka Ósk 15 ára, Halldór Narfi 9 ára, Nína Sólveig 6 ára og Ásdís Hulda 2 ára. Þrjú yngstu börnin eiga þau Þóra saman. Svavar Halldórsson er 45 ára í dag Verslunareigandi Svavar var að opna Verzlunina RAM á Laugavegi. Lífið snýst um íslenskan mat Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. J enný fæddist á Akureyri 10.4. 1965 og ólst upp í Yzta-Gerði í Eyjafirði. Hún var í barnaskólanum í Sól- garði fyrstu sex árin, lauk grunnskólanámi í Hrafnagilsskóla sem þá var heimavistarskóli og stúd- entsprófum frá MA vorið 1985. Að loknum stúdentsprófum flutti Jenný til Blönduóss og kenndi við grunnskólann þar í tvo vetur: „Það var lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Þar var tekið vel á móti mér og samstarfsfólkið var frábært. Ég hafði umsjón með tveimur bekkjardeildum. Auk þess vann ég á Hótel Blönduósi, tók þátt í starfi leik- félagsins og öðru félagsstarfi.“ Jenný hóf nám við Kennaraháskóla Íslands haustið 1988 og útskrifaðist þaðan með B.Ed-gráðu vorið 1991. Þá um haustið hóf hún störf við Síðu- skóla á Akureyri og kenndi þar til 2006. Hún hóf þá störf við Miðstöð Jenný Gunnbjörnsdóttir sérfræðingur – 50 ára Í Lundskógi Jenný og fjölskylda hennar við sumarbústaðinn en þangað hjóla þau, yfir Vaðlaheiði, tvisvar á sumri. Lestur og læsi eru undirstaða menntunar Hressar mæðgur Hér er Jenný með móður sinni og fjórum systrum sínum. Ljósmynd/Auðunn Níelsson Mumbai, Indlandi Jonah Astor D’souza Einarsson fæddist 13. mars 2014 kl. 2.44. Hann vó 2.150 g og var 39,5 cm. Noah Fernando D’souza Einarsson fædd- ist 13. mars 2014 kl. 2.40. Hann vó 2.090 g og var 39 cm. Foreldrar þeirra eru Jamaima Julia D’souza og Einar Eiríkur Einarsson. Nýir borgarar KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.