Morgunblaðið - 14.04.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 14.04.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Nýtt vegarstæði Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun hefur verið umdeilt og olli mót- mælum fjölda fólks við upphaf framkvæmda. Allt fór þó friðsamlega fram en kalla þurfti til lögreglu þegar þekktir og minna þekktir menn settust niður fyrir framan stórtækar vinnu- Framkvæmdir við Álftanesveg eru langt komn- ar en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni er færsla Álftanesvegar í gegnum Gálga- hraun á áætlun og gangi allt eftir ætti framkvæmdum að ljúki 1. september á þessu ári. vélar. Þurfti þá fíleflda lögreglumenn til að bera fólk af svæðinu. Sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson er líklega sá þekktasti sem tók þátt í mótmælunum en hann hefur haldið því fram að vegurinn auki ekki það öryggi sem Vegagerðin heldur fram að hann geri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir við nýjan Álftanesveg langt komnar Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Dömubuxur með teygju í mittið 4.900 kr. • Str. 36-56 • Litir: Svart og drappað Framkvæmdir hófust í gær á Hlíð- arenda. Samkvæmt áætlunum má búast við því að allt að 800-850 íbúðir rísi á svæðinu á næstu sex árum. Í gær hófst lagning framkvæmda- vegar til þess að komast að öllum lóðunum níu á svæðinu. Framkvæmdirnar eru umdeildar. Friðrik Pálsson, annar formaður stuðningssamtaka Reykjavíkur- flugvallar, Hjartans í Vatnsmýrinni, hefur sagt að með því að hefja fram- kvæmdir á Hlíðarenda væri verið að brjóta allar brýr sáttaferlis, sem meðal annars væri unnið að innan svokallaðrar Rögnunefndar. Þá samþykkti Framsóknarflokkurinn á flokksþingi sínu í fyrradag ályktun um að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni og að „skipu- lagsmál er varði almannahagsmuni og öryggismál þjóðarinnar skuli vera í höndum Alþingis í þeim til- vikum þegar einsýnt er að ríkið stendur undir uppbyggingunni“. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að sam- göngumannvirki eins og Reykjavík- urflugvöllur falli undir þjóðarhags- muni og áðurgreind tillaga verði að líkindum tekin til umfjöllunar á Al- þingi á næstunni. Morgunblaðið/Kristinn Hlíðarendi Framkvæmdir fóru í gang í gær við svæði Valsmanna. Framkvæmdir hafnar á Hlíðarendasvæðinu Varðskipið Týr bjargaði í gær 342 flóttamönn- um af litlum tré- báti um 50 sjó- mílur norð- vestur af Trípóli. Mikill leki var kominn að bátnum, samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Landhelgisgæslunni. Týr hefur að undanförnu verið við störf í Miðjarðarhafinu fyrir Landamæra- stofnun Evrópusambandsins, Fron- tex. Fjöldi kvenna og barna var í hópnum, eða alls 135 konur og 27 börn. Nokkrar af konunum eru barnshafandi. Veður á vettvangi var þokkalegt og gengu björgunar- aðgerðir vel. Er áhöfn Týs hafði lokið við að koma öllum flóttamönnunum um borð í Tý hélt varðskipið rakleiðis að öðrum bát með um 200 flóttamenn um borð og aðstoðuðu skipverjar við að koma þeim flóttamönnum um borð í annað skip sem var á staðn- um. Þegar því lauk var Tý siglt með flóttamennina 342 til hafnar á Ítalíu. Gríðarlegur straumur flóttafólks er nú á þessu svæði og hefur á þriðja þúsund manns verið bjargað þar á síðustu dögum. Varðskipið Týr verð- ur að störfum fyrir Frontex fram í maí og síðan aftur í haust. Björguðu 342 flótta- mönnum  Varðskipið Týr enn bjargvættur Flóttamenn á Mið- jarðarhafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.