Morgunblaðið - 14.04.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.04.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Breikkun vegarins um Hellisheiði fól ekki í sér að mýkja hinar kröppu beygjur í Kömbunum. Eflaust þykir mörgum það miður og sýna víra- vegriðin í Kömbunum að það er ein- mitt í þessum kröppustu beygjum sem ökumenn missa stjórnina á bíl- um sínum. „Þessar beygjur sem þarna eru uppfylla ekki kröfur hönnunarreglna. En breikkunin, að fara með veginn í tvo plús einn og tvo plús tvo niður Kambana, var miðuð við það að veglínunni yrði ekki breytt,“ segir Kristján Krist- jánsson, forstöðumaður hjá Vega- gerðinni. Hann segir að þegar farið sé gegn veghönnunarreglum þurfi að fá leyfi hjá vegamálastjóra. „For- sendurnar fyrir öllum þessum framkvæmdum voru að þarna yrði óbreyttur vegur og hann breikk- aður,“ segir Kristján. Radíusinn í kröppustu beygj- unum er í kringum 150 metrar en reglurnar fyrir vegi með 90 kíló- metra hámarkshraða miða við að radíusinn sé 366 metrar og gefur að skilja að slíkar beygjur myndu teygja sig æði langt í Kömbunum. „Það rými er bara ekki til,“ segir Kristján. Vegurinn um Kambana er því býsna langt frá því sem reglurnar um veghönnun gera ráð fyrir og því enn ríkari ástæða til að gæta að ör- yggi við akstur á þeim slóðum, einkum og sér í lagi í erfiðri færð. Morgunblaðið/Þórður Kambar Breikkun vegarins var ekki hugsuð til að mýkja beygjurnar. Stóð ekki til að mýkja beygjurnar  Kambarnir frávik frá reglum Malín Brand malin@mbl.is Í vetur hafa nokkuð margir öku- menn fengið að kynnast því hvernig víravegrið virkar þegar bíll skellur á því. Vegriðin eru til dæmis á milli akstursstefna í Kömbunum og víðar á Suðurlandsvegi. Raunar hefur víravegriðum verið komið upp stór- an hluta leiðarinnar frá Svínahrauni að fyrsta hringtorginu við Hvera- gerði. Nýjast er vegriðið í Kömbun- um en starfsmenn Ístaks hf. luku við að breikka veginn þar í nóvember sl. Endurbætur á veginum yfir Hellis- heiði frá Hveradölum í Hveragerði hófust haustið 2014 og lýkur fyrir árslok 2015. Varasöm lagfæring Víravegrið er þannig úr garði gert að þegar ekið er utan í það gefur strekktur vírinn eftir og má í raun segja að bíllinn kastist aftur inn á veginn. Vegfarendur sem leið hafa átt yfir Hellisheiðina gætu hafa veitt því athygli að býsna margir staur- anna sem halda eiga vírnum strekkt- um liggja niðri eftir ákeyrslu. Alla jafna eru staurarnir lagfærðir eins skjótt og auðið er en síðustu vikurn- ar hefur lítið farið fyrir því. Páll Halldórsson er rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni á starfsstöð hennar á Selfossi og hefur sú starfsstöð haft viðhald vegriðsins á sinni könnu. Páll kannast við að töluvert hafi verið ek- ið utan í vegriðið að undanförnu og lagfæringar hafi ekki verið gerðar á því. „Mér er óskaplega illa við að mannskapurinn sé þarna í vitlausu veðri,“ segir Páll. Í Svínahrauni reyndist erfitt að lagfæra vírinn þar sem starfsmenn Vegagerðarinnar náðu staurunum ekki upp. Stikur á víð og dreif Um ástæður þess að ítrekað skuli vera ekið utan í vírinn á sömu veg- arköflunum vill Páll ekki fullyrða. Stikurnar meðfram veginum hafa ekki síður en vegriðin orðið fyrir barðinu á ökutækjum í vetur og eiga þar snjómoksturstæki stærstan þátt. Stikur vantar víða á löngum köflum og hafa ökumenn átt óhægt um vik í blindbyl þegar engar eru stikurnar. „Við erum ekki í stikum og vegriðum í veðri eins og verið hef- ur. Það er alltaf eitthvert fólk sem ekki tekur tillit til okkar,“ segir Páll. Þegar tímafrekar holuviðgerðirnar á vegunum eru afstaðnar ætti að gef- ast tími til að lagfæra stikur og fleira en eins og staðan er í dag má sjá gulu stikurnar, stuttar og langar, á víð og dreif í námunda við Suðurlandsveg- inn og ljóst að hreinsunarstarfið mun teygja sig langt út í mosa þegar þar að kemur. Margir ekið á vírinn í kröppum beygjum  Varasamt að senda mannskap til að gera við víravegriðin Morgunblaðið/Malín Brand Vír Víravegriðið á Suðurlandsvegi hefur ekki verið lagfært að undanförnu. Vegrið af ýmsum gerðum eru til og fer valið alfarið eftir aðstæðum hverju sinni. Tekið er mið af því hvernig landið liggur og hvort snjór kunni að safnast upp á veginum sem um ræðir. Vír hentar sums staðar en á öðrum stöðum gæti svonefnt „rör“ einnig komið til skoðunar og svo má áfram telja. Tilgangurinn er sannar- lega að takmarka þann skaða sem verður þegar bíl er ekið út af veg- inum og eru vegrið í dag þannig úr garði gerð að þau eiga að gefa eftir og halda bílnum í réttri akstursátt svo hann fari ekki yfir á akrein um- ferðarinnar á móti og framan á bíla þar, út í sjó, ofan í skurði og svo framvegis. Á kafla á Vesturlands- vegi, skammt frá Álafossi í Mos- fellsbæ, hefur verið sett rör eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Að- spurður hvort til tals hafi komið að nota rör í kröppu beygjunum í Kömbunum segir Kristján Krist- jánsson, forstöðumaður hjá Vega- gerðinni, að margar breytur hafi ver- ið í þeirri jöfnu. „Það er margt frábrugðið í Kömb- um og Mosfellsbæ. Í Kömbum erum við nokkuð hátt fyrir ofan sjávarmál. Við vitum það að áhrif í skafrenn- ingi, kófmyndun, eru miklu meiri í bitum og rörum, eða massívum veg- riðum, heldur en í vírnum. Kófið er skyggnisvandamál,“ segir Kristján. Tillit hafi verið tekið til þess og þótti ekki ráðlegt að koma upp vegriði sem mögulega gæti gert skyggni í erfiðri færð verra. „Í annan stað er það að ef ekið er á bitavegrið eða rörið þá skemmist það og er bæði tímafrekt og dýrt að koma því í samt lag aftur. Í stað þess að vír- inn má hengja upp á mjög skömmum tíma. Þannig að vegfarandi sem næstur lendir í óhappi, lendir að öll- um líkindum á vegriði sem komið hef- ur verið í samt lag, sem ekki myndi vera í hinu tilvikinu,“ segir Kristján. Það er ljóst að þegar vegrið er val- ið þarf að vega og meta fjölmarga þætti og ekki hægt að ganga út frá því að það sem vel virkar á einum stað virki vel á öðrum, enda aðstæður sjaldan samanburðarhæfar. malin@mbl.is Ljósmynd/Ólafur Guðmundsson Rör Vegrið sem hentar á Vesturlandsvegi en kannski ekki í Kömbum. Rörið laut í lægra haldi fyrir vírnum  Að mörgu að huga við val á vegriði Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía Walthers Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði, mæli hiklaust með þeim!“ Katrín Skeifunni 17 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.