Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. A P R Í L 2 0 1 5 Stofnað 1913  87. tölublað  103. árgangur  FORRÉTTINDI AÐ VINNA MEÐ SPIELBERG RAUÐA MYLLAN SUÐ- UR MEÐ SJÓ BYGGT Á RAUN- VERULEGUM ATBURÐUM 60 NEMENDUR Í SÝNINGU 10 KVIKMYND 38AÐALHLUTVERK Í THE BFG 41 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tveir bræður á grunnskólaaldri festust í fossi sem fellur af Reykdalsstíflu í Læknum í Hafn- arfirði í gær. Karlmaður á þrítugsaldri lenti einnig í vatninu við fossinn þegar hann reyndi að bjarga drengjunum. Tilkynning barst til lögreglu rétt eftir klukkan hálfþrjú. Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar voru kölluð út, einnig kafarabíll og dælubíll. Þegar að var komið voru drengirnir fastir í fossinum en karlmaðurinn var í vatninu þar hjá. Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega vegna straums og áttu lögreglumenn erfitt með að at- hafna sig, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Eftir að búið var að koma bræðrunum á land hófust lífgunaraðgerðir. Annar þeirra komst til meðvitundar en hinum er haldið sofandi á slysadeild. Voru bræðurnir fluttir á sjúkrahús ásamt manninum sem reyndi að bjarga þeim. Líðan hans er ekki sögð alvarleg. Reynt að lágmarka slysahættu Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar voru kall- aðir á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá bænum var vatn losað úr lóninu í kjölfar slyss- ins og verða aðstæður skoðaðar í dag með það fyrir augum að reyna að lágmarka slysahættu. Þá var ræst út áfallateymi grunnskólanna. Í því eru sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar, námsráðgjafar og skólastjórnendur. Í fram- haldinu var rætt við alla kennara í þeim þrem- ur skólum sem eru næst slysstaðnum en það eru Öldutúnsskóli, Lækjarskóli og Setbergs- skóli. Einnig var sendur póstur á foreldra í skólunum þar sem sagt var frá málsatvikum. Sálfræðingar verða til taks í skólunum í dag ef einhverjum líður illa eða þarf á aðstoð að halda. Eins hefur foreldrum verið boðið upp á að hringja í sálfræðinga á vegum bæjarins ef þá grunar að barninu þeirra líði illa. Ekki í grunnskóla í Hafnarfirði Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upp- lýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar, eru drengirnir sem lentu í slysinu ekki í grunn- skóla í Hafnarfirði. „Fyrst og fremst er hugur okkar hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins,“ seg- ir Steinunn. Morgunblaðið/Kristinn Rannsókn á vettvangi Aðstæður til björgunar í Læknum voru erfiðar í gær. Hér hafa slökkviliðsmenn náð bolta upp úr fossinum. Bræður festust í fossi  Tveir bræður á grunnskólaaldri festust í fossi í Læknum í Hafnarfirði  Öðrum haldið sofandi en tókst að blása lífi í hinn  Áfallateymi kallað til Baldur Arnarson baldura@mbl.is Farin verður blönduð leið við að leysa út þá tæpu 300 milljarða sem eftir eru af aflands- krónum utan slitabúa, eða svonefndri snjó- hengju. Annars vegar verða gefin út skuldabréf í er- lendri mynt og hins vegar verða kvikar eignir færðar í langtímaeignir. Ekki hefur verið ákveðið í hvaða mynt skuldabréfin verða. Þá hef- ur ekki verið ákveðið hvort snjóhengjuleiðin og stöð- ugleikafrumvarpið verða kynnt samtímis. Stefnt er að því að sú kynning fari fram fyrir mitt þetta ár og er áformað að fyrstu skrefin til lausnar aflandskrónuvandanum verði stigin um líkt leyti. Skatthlutfallið ekki verið ákveðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, segir eftir að ákveða hversu breiður skattstofninn vegna svonefnds stöðugleika- skatts verður og hvernig útfærslan verður. Hann óttast ekki málaferli vegna frumvarps- ins. Það muni uppfylla ströngustu kröfur. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að ef vel gangi með skuldabréfaútgáfuna við lausn aflands- krónuvandans muni það liðka fyrir afnámi hafta og um leið bæta lánshæfi ríkissjóðs. Með því batni þau kjör sem ríkissjóði bjóð- ast á lánamörkuðum. „Það myndi gera þessi bréf að vænlegri fjárfestingarkosti enda leita stórir fjárfestar erlendis nú logandi ljósi að skuldabréfum stöndugra ríkja sem gefa þokkalega ávöxtun,“ segir Jón Bjarki sem tel- ur aðspurður að skuldabréfin verði vænt- anlega án kvaða um eignarhald til enda gjald- daga. Eigendurnir geti annaðhvort fengið greiðsluflæðið af bréfunum allt til lokagjald- daga eða selt þau öðrum fjárfestum á frjálsum markaði. MAflandskrónum breytt … »12 Blönduð leið við af- nám hafta  Lausn aflandskrónu- vandans er að mótast Bjarni Benediktsson  1.000 einstaklingar og fyrirtæki eru með virk leyfi frá Ferðamálastofu sem veitt eru ferðaskipuleggjendum og ferðaskrifstofum. 246 þessara leyfa eru ferðaskrifstofuleyfi, en með slíku leyfi má selja ferðir sem eru lengri en 24 tímar. Á áttunda hundrað eru með ferðaskipuleggjendaleyfi en sá sem er með slíkt leyfi má skipuleggja og selja styttri ferð- ir, allt að 24 tíma langar. Nokkuð hefur verið um það að undanförnu að slík leyfi séu veitt vegna jeppaferða. Samkvæmt lögum um skip- an ferðamála skal hver sá sem hyggst starfa sem ferðaskipuleggjandi eða ferðaskrifstofa hafa til þess þessi leyfi Ferðamálastofu. Það sem af er þessu ári hefur Ferðamálastofa veitt samtals 50 leyfi, sprenging varð í útgáfu þeirra árið 2013. annalilja@mbl.is »4 Morgunblaðið/Styrmir Kári Ferðaþjónusta Slippurinn við Icelandair Hótel Marina er vinsæll hjá erlendum ferðamönnum. Leyfi í ferðaþjónustu komin yfir þúsundið  Ekki eru umferðarmerki í Kömbunum á austan- verðri Hellisheiði. Ástæð- an er sú að það gleymdist að setja þau upp eftir breikkun vegarins en framkvæmdir hófust við breikkunina á Hellisheiði síðastliðið haust. Hvorki er þar að finna bráðabirgða- merki vegna framkvæmda né heldur viðvörunarmerki vegna hættulegra beygja, en Kambarnir eru á sérstakri undanþágu frá veghönnunar- reglum vegna hinna kröppu beygja sem þar eru. Vegagerðin hyggst bæta úr málunum sem fyrst. malin@mbl.is »19 Engin umferðarmerki í kröppum Kömbunum Merki Í Kömbunum vantar nú merkin.  Hugmyndir eru uppi um að fá dróna til að fæla gæsir og álftir frá ræktuðu landi því fuglinn veldur miklu uppskerutjóni. Bændur eru að missa þolinmæðina vegna ágangs fuglanna og hafa þeir reynt ýmsar gerð- ir af fuglahræðum í gegn- um tíðina með takmörk- uðum árangri. Hins vegar gæti verið hægt að láta dróna fljúga eftir ákveðnum leiðum og tiltek- inni hæð en þó eingöngu við góð veðurskilyrði. Þetta kom m.a. fram nýverið á ráðstefnu um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda í Gunnarsholti. helgi@mbl.is »14 Vilja nota dróna til að fæla fuglana frá Fugl Drónar nýtast sem fuglahræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.