Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 44
Á fimmtudag Sunnan og suðvestan 3-10 m/s og bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast á Norðausturlandi. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 105. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Alvarlegt slys í Hafnarfirði 2. Óvíst um afdrif annars drengsins 3. Þátttaka Íslands í Eurovision … 4. Hélt hún væri 15 ára »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Grínistinn Ari Eldjárn mun leiða sagnakaffi sem hefst kl. 20 í Gerðu- bergi í kvöld, á Sagnakvöldi. Á Sagna- kvöldum í Gerðubergi er leitast við að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku, sagðar sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik og fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar, eins og segir í tilkynningu. Þema kvöldsins að þessu sinni er grín og gamansögur. Ari þreytti frum- raun sína í uppistandi árið 2009 þeg- ar hann kom fyrst fram með uppi- standshópnum Mið-Íslandi og hefur upp frá því komið fram á hundruðum samkoma bæði hér á landi og erlend- is, auk þess að koma fram í sjónvarpi. Gestir kvöldsins fá einnig að spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir nám- skeiðum í sagnamennsku hjá Borg- arbókasafninu. Sagnakaffi er viðburðaröð sem hóf göngu sína í Gerðubergi í febrúar. Þetta er síðasta sagnakaffið á þessu misseri en verður tekið upp aftur í haust. Morgunblaðið/Ómar Hláturinn lengir lífið í Sagnakaffi  Kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar leikur í kvöld á tónleikum djassklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21. Kvartettinn mun flytja lög eftir The- lonious Monk. Auk Sig- urðar skipa kvartettinn þeir Kjartan Valde- marsson á píanó, Richard Andersson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Kvartett Sigurðar leikur á Björtuloftum SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og bjart- viðri vestantil, en annars léttskýjað. Hiti 1 til 7 stig að deginum, mildast á Suður- og Vesturlandi. VEÐUR Íslenska landsliðið í íshokkíi varð að bíta í það súra epli að tapa fyrir Serbum, 5:4, í öðrum leik sínum í A-riðli 2. deildar heimsmeistara- mótsins í íshokkíi í Skauta- höllinn í Laugardal í gær. Serbar skoruðu sigur- markið þegar 20 sekúndur voru eftir af viðureigninni. Íslenska liðið hafði yfir- höndina framan af en Serbar voru seigari í lok- in. »3 Serbneskt sigur- mark í lokin Talið er fullvíst að fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik og Vals, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, verði næsti þjálfari kvennaliðs ÍBV í handknattleik. Hrafnhildur hefur rætt við forráðamenn ÍBV og er jafn- vel talið að gengið verði frá ráðningu hennar fyrir lok vikunnar. Um er að ræða frum- raun Hrafnhildar Óskar við þjálf- un á meist- araflokks- liði. »1 Hrafnhildur Ósk tekur við þjálfun ÍBV Keflavík sendi Hauka í sumarfrí þeg- ar liðin áttust við í þriðja sinn í und- anúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í gær. Keflavík hrósaði sigri, 75:66, og vann þar með einvíg- ið, 3:0. Keflavík mætir sigurveg- aranum í einvígi Íslandsmeistara Snæfells og Grindavíkur en þar er staðan 2:1 fyrir Snæfell, sem í gær hafði betur, 69:48. »4 Keflavík sendi Haukana í sumarfrí ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Háskólanemar á námskeiðinu Tölvustýrðum vélbúnaði eru með hugmyndaflugið í lagi, en í gær voru prófverkefni þeirra kynnt í sal verkfræðideildar Háskóla Íslands við Hjarðarhaga og þar kenndi ým- issa grasa. Á meðal verkefnanna eru mæli- tæki fyrir lyftingar, fjarstýrður kafbátur, fjarstýrður dróni, áfeng- isspilakassi og jafnvægisstýring fyrir myndavélar. Lúðvík Viktorsson, mastersnemi í vélaverkfræði, Gunnar Ingi Frið- riksson, nemi á þriðja ári í véla- verkfræði, Hilmar Ævar Hilmars- son, mastersnemi í hugbúnaðar- verkfræði, og Ragnar Smári Ragn- arsson, BS í vélaverkfræði og nemi í tölvunarfræði, bjuggu til snjall- símastýrðan kokteilblandara eftir að hafa ætlað sér að búa til dróna. Lúðvík segir að einn í hópnum hafi viljað eiga kokteilblandara, þeir hafi gripið hugmyndina á lofti og útfært hana enda auðveldara en upphaflega hugmyndin. „Þetta hef- ur verið langt ferli og við höfum unnið jafnt og þétt að þessu verk- efni,“ segir hann. Samhentur hópur Lúðvík segir að þar sem kokteil- blandari hafi verið gerður á nám- skeiðinu í fyrra hafi þeir þurft að fara aðrar leiðir. „Við þurftum að koma með ólíka og vandaðri hönn- un,“ segir hann og er ánægður með hvernig til tókst. Hins vegar verður tækið ekki fé- lagans svo auðveldlega. „Hann getur keypt það af okkur fyrir milljón,“ segir Lúðvík kankvís. Þótt tækið líti vel út segir Lúðvík að mælarnir séu ekki löglegir og ætla megi að ferlið til þess að fá tækið viðurkennt taki langan tíma og sé kostnaðarsamt. „Þess vegna hugsum við þetta bara sem flott tæki í koníaksstofu,“ segir hann og bætir við að Vífilfell hafi styrkt þá með nauðsynlegum vörum og því sé það merkt Ma- tusalem-rommi, einni vöru fyr- irtækisins. Hann vill ekki gefa fjöldaframleiðslu upp á bátinn án þess að kanna hvað þurfi að gera til þess. „En þetta er fallegt tæki og kemur betur út en við þorðum að vona.“ Segir hann það ekki síst því að þakka að hópvinnan hafi gengið vel. Menn hafi ekki alltaf verið sammála en ávallt leitað bestu lausna. „Útkoman varð því eins og best verður á kosið,“ segir hann. Hugmyndir að veruleika  Háskólanemar í HÍ kynna próf- verkefni Morgunblaðið/RAX Snjallsímastýrður kokteilblandari Hilmar Ævar Hilmarsson, Ragnar Smári Ragnarsson, Lúðvík Viktorsson og Gunnar Ingi Friðriksson við undratækið, sem þeir hafa unnið að undanfarnar fimm vikur. Námskeið í tölvustýrðum vélbún- aði í verkfræðideild Háskóla Ís- lands hefur staðið nem- endum til boða undan- farin átta ár. Magnús Oddsson hjá Össuri átti hugmyndina og þróaði hana með Magnúsi Þór Jónssyni prófessor. „Þetta hefur verið ansi vinsælt og skemmtilegt,“ segir Magnús Þór og bætir við að tilgang- urinn sé að nemendur þjálfi sig í því að fara frá hugmynd að vöru og búa til frumgerð sem þeir verða að sýna að virkar. Hann segir að sum verkefnin hafi verið notuð síðar, til dæmis hjá Össuri. Snjallsímastýrði kokteilbland- arinn blandar kokteila eftir pönt- unum í gegnum iPad-app. Í bland- aranum eru sex víntegundir og við hann tengjast mismunandi drykkir til að blanda vínið með. Skemmtilegt og vinsælt NÁMSKEIÐ Í TÖLVUSTÝRÐUM VÉLBÚNAÐI Í ÁTTA ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.