Morgunblaðið - 15.04.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015
Ýmsum var brugðið við orð út-gefanda Fréttablaðsins í skoð-
anapistli blaðsins 4. apríl.
Ekki síst þóttulokaorð hans
vera æpandi:
Það er nauðsyn-legt að upplýsa
hvort sérstakur sak-
sóknari laug þegar
hann sagðist ekki
hafa vitað um tengsl
Sverris og Ólafs
Ólafssonar.
NiðurstaðaHæstaréttar
er óboðleg, og má
ekki verða enda-
hnútur þessa máls.
Nú taka fjölmiðlar við.“
Ögmundur Jónasson, fyrrver-andi ráðherra dómsmála,
skrifar m.a. í sama blað í gær:
Þegar fjölmiðlar ráðast til atlögugegn réttarkerfinu verða þeir
að vita að kastljósið kemur til með
að beinast að þeim sjálfum.
Fyrir hönd okkar sem viljumtryggja óhlutdrægni fjölmiðla
er þessi greinarstúfur hugsaður
sem ákall til íslenskra fjölmiðla-
manna, eigenda og starfsmanna, að
þeir hafi ætíð það sem sannara
reynist og minnist þess að þeir fara
með vald.
Í mínum huga er niðurlagssetn-ingin í tilvitnuðum leiðara graf-
alvarleg í ljósi þess að ritstjórinn
sem skrifar þessa herhvöt er jafn-
framt æðsti stjórnandi allrar 365-
fjölmiðlasamsteypunnar sem er í
eigu málsaðila dómsmála sem und-
irbúin hafa verið hjá því embætti
sem spjótum skal nú beint að.“
Ögmundur
Jónasson
Grafalvarlegt
STAKSTEINAR
Kristín
Þorsteinsdóttir
Veður víða um heim 14.4., kl. 18.00
Reykjavík 4 skýjað
Bolungarvík 0 alskýjað
Akureyri 2 snjókoma
Nuuk 0 snjóél
Þórshöfn 7 léttskýjað
Ósló 6 léttskýjað
Kaupmannahöfn 8 skýjað
Stokkhólmur 5 skúrir
Helsinki 3 skýjað
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 21 léttskýjað
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 11 súld
London 22 heiðskírt
París 23 heiðskírt
Amsterdam 15 heiðskírt
Hamborg 13 skýjað
Berlín 13 heiðskírt
Vín 18 skýjað
Moskva 3 skýjað
Algarve 17 skýjað
Madríd 22 heiðskírt
Barcelona 18 heiðskírt
Mallorca 25 heiðskírt
Róm 18 heiðskírt
Aþena 20 léttskýjað
Winnipeg 13 heiðskírt
Montreal 11 skýjað
New York 13 alskýjað
Chicago 17 skýjað
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:57 21:00
ÍSAFJÖRÐUR 5:53 21:14
SIGLUFJÖRÐUR 5:35 20:57
DJÚPIVOGUR 5:24 20:32
Það sem af er ver-
tíð eru komin
1.607 tonn af grá-
sleppu á land.
Þetta er mun
meira en á sama
tíma á síðustu
vertíð en þá hafði
674 tonnum verið
landað og er
aukningin 138%, að því er fram kem-
ur á vef Fiskistofu.
Alls hafa 148 bátar virkjað leyfi til
grásleppuveiða á þessari vertíð. Út-
gefnum leyfum hefur fækkað með
hverju árinu frá 2011. Fjöldi leyfa er
æði misjafn milli svæða. Þannig hefur
aðeins eitt leyfi verið gefið út fyrir
svæði B sem er Breiðafjarðarsvæðið
en 84 leyfi fyrir svæði E sem nær frá
Skagatá austur til Fonts á Langa-
nesi.
Aflahæsti báturinn það sem af er
vertíð er Sæborg NS-40 með 46,3
tonn en hann er gerður út á svæði E
sem er Norðausturland. Næstur í
röðinni er Finni NS-21 með 45,4 tonn.
Mun meira
veiðist af
grásleppu
Útgefnum leyfum
hefur fækkað mjög
Ekki hefur enn tekist að hafa uppi á
eiganda númerslauss bíls, sem hefur
staðið í tæpa þrjá mánuði í vegkanti
við Eyrarbakka og fjallað var um í
Morgunblaðinu í gær.
Páll Halldórsson, rekstrarstjóri
Vegagerðarinnar á Selfossi, segist
hafa leitað til lögreglu vegna málsins
en ekki fengið upplýsingar um eig-
anda bílsins, málið sé erfitt þar sem
bíllinn sé númerslaus og ekki er vit-
að um eiganda hans og það krefjist
öðruvísi verklags en þegar vitað er
um eigandann.
„Við vorum í vandræðum með
þetta, bæði Vegagerðin og sveitar-
félagið, því við megum ekki fjar-
lægja bíl án aðkomu lögreglu,“ segir
Páll. „Ég veit ekki hvað við hefðum
gert ef þetta hefði verið úti á þjóð-
veginum en þetta er vegur Vega-
gerðarinnar.“
Páll segist ekki vita um meðaltíma
á afgreiðslu svona mála en þetta sé
langt umfram það sem eðlilegt sé.
„Kannski af því við höfum ekki rekið
nógu vel á eftir þessu,“ segir Páll.
Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að
standa rétt að því að fjarlægja bíl-
inn; réttarstaðan geti orðið óheppi-
leg ef bíll skemmist þegar verið er
að fjarlægja hann.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
fékk sína fyrstu og einu tilkynningu
vegna bílsins á mánudag. Í kjölfarið
var settur miði á framrúðu bílsins,
ætlaður eigandanum, þar sem gefinn
er tíu daga frestur til að fjarlægja
bílinn.
Sigrún Guðmundsdóttir heilbrigð-
isfulltrúi segir sveitarfélagið Árborg
hafa sent þeim tilkynninguna um bíl-
inn en alla jafna sjái sveitarfélög um
slíkar tilkynningar.
brynjadogg@mbl.is
Torvelt að fjarlægja númerslausa bíla
Heilbrigðiseftirlit kemur að málinu eftir tilkynningu frá sveitarfélagi
Ljósmynd/Helgi Hermannsson
Bíllinn Vegurinn þar sem bíllinn
stendur er í umsjá Vegagerðarinnar.