Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri rann- sakar nú hvort brotið hafi verið gegn stúlkubarni á Þórshöfn á Langanesi í síð- asta mánuði. Að sögn Gunn- ars Jóhannssonar, rannsóknarlög- reglumanns á Akureyri, barst lög- reglu ósk frá barnavernd Norðurþings um að rannsakað yrði hvort ungur maður hefði beitt stúlkubarn kynferðislegu ofbeldi. Rannsókn á frumstigi Gunnar segir rannsóknina vera á frumstigi og ekki sé hægt að segja frekar frá málinu á þessari stundu. Ofbeldi gegn barni í rann- sókn lögreglu fi p y j g p C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa mauki Bruchetta íreymeð tv ðlatu hangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu heBruc ta með hráskinku, balsam rægrill uðu Miðjarðar- h a f s g meti Krabba a- s a l ðboferskum kryddjurtum í brau Bruchetta rðameð Miðja hafs-tapende aRisa- rækj spjóti með peppadew Silunga hrogn i simeð japönsku majónes nepsrjóma-osti á bruchettu Birkireykt-ur lax alioá bruchettu með grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is Möndlu Mix og Kasjú Kurl er ekki bara hollt snakk. Líka gott í salatið. Hollt og gott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Þín verslun Seljabraut, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri. BAKSVIÐ Baldur Arnarson Hallur Már Hallsson Farin verður blönduð leið við lausn aflandskrónuvandans með útgáfu skuldabréfa í erlendri mynt og með því að færa kvikar eignir í langtíma- eignir. Áætlunin verður útfærð í skrefum og hafa þau ekki verið tíma- sett. Hitt liggur fyrir að ganga á hratt á aflandskrónurnar frá og með miðju þessu ári en þær standa nú í 295 milljörðum króna. Þetta hefur Morgunblaðið eftir öruggum heimildum. Frá og með ársbyrjun hefur verið unnið nótt og dag að lausn aflands- krónuvandans og verður áætlunin kynnt opinberlega fyrir mitt ár. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vék að þessari áætlun í samtali við mbl.is í gær. Frumvarpið á lokametrunum „Það er ekki langt síðan við kynnt- um til sögunnar aðgerðir sem snúa sérstaklega að snjóhengjunni, aflandskrónum utan slitabúa, og ég vonast til þess að við getum farið í út- boð og boðið fjárfestingarkosti fyrir þá krónueigendur á fyrri hluta þessa árs,“ sagði Bjarni og boðaði jafn- framt lagafrumvarp um stöðugleika- skatt á slitabúin. „Það verður síðan að bíða þess að frumvarpið komi fram að ræða um það hversu breiður þessi skattstofn er eða hvernig hann er útfærður. En sú vinna er á loka- metrunum. Það getur vel verið að það þurfi að grípa til aðgerða sem ekki verða óumdeildar, en það er í mínum huga betra en óbreytt ástand,“ sagði Bjarni. Spurður hvernig lausn aflands- krónuvandans verði útfærð segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, að eig- endum aflandskróna verði væntan- lega boðið að fá skuldabréf í erlendri mynt í skiptum fyrir krónueignirnar. Bréf með langan líftíma „Þetta hljómar fyrir mér eins og nú eigi að bjóða upp á skuldabréfa- skipti en það er leið sem rætt hefur verið um sem hluta af lausn snjó- hengjunnar. Þetta verða væntanlega ríkisbréf með langan líftíma í gjald- eyri og verður eigendum aflands- króna boðið að kaupa þessi bréf sem endurspegla töluverða afskrift á þeirra krónueign, með líku lagi og fólst í gjaldeyrisútboðum Seðlabank- ans,“ segir Jón Bjarki sem telur að skuldabréfaskiptin verði fram- kvæmd í áföngum. Hann segir aðspurður að skulda- bréfin verði væntanlega án kvaða um eignarhald til enda gjalddaga. Eig- endurnir geti annaðhvort fengið greiðsluflæðið af bréfunum allt til lokagjalddaga eða selt þau öðrum fjárfestum á frjálsum markaði. Kjör ríkissjóðs á skuldabréfum í erlendri mynt veiti viðmið um þau kjör sem vænta megi af skuldabréf- um sem gefin verða út fyrir krónu- eignir. Þannig sé 1,3% ávöxtunar- krafa á skuldabréfi í evrum með gjalddaga 2020 og 1,3% krafa á skuldabréfi í dollara með gjalddaga 2016 og 3,3% krafa á annað skulda- bréf í dollurum með gjalddaga 2022. Geti bætt lánshæfi ríkissjóðs Jón Bjarki segir að ef vel gangi með skuldabréfaútgáfuna muni það liðka til fyrir afnámi hafta og um leið bæta lánshæfi ríkissjóðs og þar með þau kjör sem ríkissjóði bjóðast á lánamörkuðum. „Það myndi gera þessi bréf að vænlegri fjárfestingar- kosti enda leita stórir fjárfestar er- lendis nú logandi ljósi að skuldabréf- um stöndugra ríkja sem gefa þokkalega ávöxtun,“ segir hann. Komu með 206 milljarða Fram kemur í greinargerð fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins um framgang áætlunar um losun fjár- magnshafta hinn 18. mars sl. að krónueignir í eigu og vörslu erlendra fjármálafyrirtækja nema nú um 235 milljörðum. Þessu til viðbótar eigi erlendir aðilar, aðrir en erlend fjár- málafyrirtæki, innlán í innlendum fjármálastofnunum, og ríkisbréf og skuldabréf Íbúðalánasjóðs, sem ekki eru í vörslu erlendra fjármálafyrir- tækja, að fjárhæð nærri 60 milljörð- um króna. Samtals nema slíkar aflandskrónur því um 295 milljörð- um kr. Til samanburðar hafa fjár- festar komið með 206 milljarða til landsins í gegnum fjárfestingarleið- ina frá árinu 2012. Tæp fjögur ár eru síðan Seðlabankinn hóf gjaldeyrisút- boð þar sem í boði voru kaup á krón- um fyrir evrur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Snjóhengja Seðlabanki Íslands hóf gjaldeyrisútboð á miðju ári 2011. Síðan hefur gengið á „snjóhengjuna“. Aflandskrónum breytt í skuldabréf í erlendri mynt  Blönduð leið í bígerð  Fjármálaráðherra segir stöðugleikafrumvarp á lokastigi Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra hefur ekki áhyggjur af málaferlum út af frumvarpi um stöðugleikaskatt. „Við erum að vinna að frum- varpsgerðinni í þeim tilgangi að smíða lög sem standast og halda fyrir dómstólum, þannig að ég óttast það ekkert ef við erum komin fram með frumvarp sem við teljum að uppfylli ströngustu kröfur, þótt ein- hverjir vilji láta á það reyna. Við göngum bara út frá því að okkar vinna sé vel undirbúin og yfir- farin af lögfræðingum, hag- fræðingum og öðrum sérfræð- ingum til þess að tryggja að aðgerðin standist,“ sagði hann. Óttast ekki málaferli STÖÐUGLEIKAFRUMVARP Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Ef af yfirvofandi verkfalli Starfs- greinasambandsins (SGS) verður gæti það haft gríðarlega slæm áhrif á ferðaþjónustuna og langvarandi verkfall verið rothögg fyrir mörg fyrirtæki úti á landi sem hafa byggt sig upp í kringum aukinn ferða- mannastraum. Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar, í samtali við mbl.is. Atkvæðagreiðsla um verk- fallsboðun stendur nú yfir en eins og mbl.is hefur sagt frá gæti verkfallið náð til þúsunda starfsmanna í ferða- þjónustunni á landsbyggðinni. Samkvæmt upplýsingum frá SGS munu um 10 þúsund manns kjósa um verkfallsboðun. 41% þeirra er á matvælasviði og 29% í ýmsum þjón- ustugreinum. Drífa Snædal, fram- kvæmdastjóri SGS, segir að mikill meirihluti þeirra sem falli í þessa tvo flokka eigi aðild að ferðaþjónustu. Er þar um að ræða ófaglært fólk sem starfar við framreiðslu í mötu- neytum og veitingastöðum, þjón- ustufólk á hótelum, ræstingafólk og starfsmenn í alls konar afþreying- ariðnaði fyrir ferðamenn. Mega ekki við hækkun Helga segir stöðuna grafalvar- lega. „Þetta mun snerta ferðaþjón- ustu um allt land ef af verkfalli verð- ur,“ segir Helga og bætir við að hún hafi að sjálfsögðu áhyggjur af mál- inu. „Fyrirtækin verða að ráða við hækkunina,“ segir hún um kröfur SGS, en ein af grunnkröfunum er að lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur. „Það er verið að fara fram á umtalsverðar hækkanir,“ segir Helga og bendir á að sumir hópar geti hækkað um allt að 50-70% á þriggja ára tímabili. Nánar er rætt við Helgu á mbl.is. Morgunblaðið/Kristinn Ferðaþjónusta Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. Rothögg fyrir mörg fyrirtæki  Verkfall SGS hefði mikil áhrif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.