Morgunblaðið - 15.04.2015, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hinn alþjóðlegi dagur raddarinnar
er haldinn 16. apríl ár hvert og til-
gangurinn að vekja athygli á því
um allan heim hversu mikilvæg
röddin er okkur mannfólkinu. Lík-
lega er hún fáum eins mikilvæg og
söngvurum og verður dagurinn því
haldinn hátíðlegur í Söngskólanum
í Reykjavík, Snorrabraut 54, skól-
anum sem hefur útskrifað flesta
söngvara hér á landi. Þar verður
opið hús á morgun kl. 14-18 og geta
gestir gengið um skólann, hlustað á
kennslu og fengið prufutíma ef þeir
óska. Deginum lýkur með opinni
æfingu Óperukórsins í Reykjavík
kl. 18-20 og er gestum velkomið að
taka undir í fjöldasöng.
Fá smánasasjón
Garðar Cortes, skólastjóri Söng-
skólans í Reykjavík og stjórnandi
Óperukórsins í Reykjavík, segir
gesti geta fengið prufutíma ef söng-
kennari sé laus þá stundina. „Við
erum með 20 herbergi í skólanum
og alltaf hægt að bregða sér ein-
hvers staðar inn og fá smánasa-
sjón,“ segir hann.
En verða gestir þá að syngja fyr-
ir opnum dyrum og fyrir aðra
gesti? „Nei, söngkennarar eru nú
svolítið skynsamir og vita að það að
syngja er eitt af því viðkvæmasta
sem mannssálin getur gert,“ svarar
Garðar. Það verður s.s. leyfilegt að
loka dyrunum.
– Geta gestir þá valið lag, t.d.
„Nessun dorma“?
Garðar hlær. „Þess vegna. Ef
þeir geta sungið „Nessun dorma“
þá sjáum við til hvort við finnum
ekki píanista til að spila það. Þá eru
þeir orðnir söngvarar hvort sem er
og þeir þurfa ekki endilega á því að
halda að fara í söngtíma. En ef við
erum með píanista er það auðvitað
alveg sjálfsagt.“
– Það verður mögulega einhver
fær söngvari uppgötvaður þarna?
„Þess vegna, já, já,“ segir Garðar
kíminn.
– Einhver sem áttar sig á því að
hann eigi að fara í söngnám …
„Ja, það er margt vitlausara en
að fara í söngnám,“ segir Garðar og
blaðamaður tekur undir það.
Sem fyrr segir verður opin kór-
æfing um kvöldið og gestir geta
tekið undir á henni í fjöldasöng.
Kórinn mun m.a. æfa hluta úr
Porgy og Bess og segir Garðar að
ef margir gestir mæti muni kórinn
taka sér hlé og syngja nokkur lög
sem allir eigi að kunna og geta
sungið. „Við verðum með texta-
blöð,“ segir Garðar. Það þarf því
enginn að óttast að kunna ekki
textana við lögin.
Morgunblaðið/Jim Smart
30 ára Söngskólinn í Reykjavík fagnaði 30 ára afmæli árið 2004 með hátíðartónleikum í Háskólabíói. Fram komu
nokkrir einsöngvarar sem allir hafa lært í skólanum, þ.á m. sá sem náð hefur mestum frama, Kristinn Sigmundsson
bassasöngvari. Skólastjórinn Garðar Cortes var stjórnandi á tónleikunum og sést hér með Kristni.
„Að syngja er eitt af því viðkvæmasta
sem mannssálin getur gert“
Opið hús í Söngskólanum í Reykja-
vík á alþjóðlegum degi raddarinnar
Morgunblaðið/Þórður
Skólinn Söngskólinn í Reykjavík er
í þessu fallega húsi við Snorrabraut.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Mig langaði að gera mynd sem
gæti, fyrir utan viðfangsefnið, end-
urspeglað það ástand sem mér
finnst ríkja á Íslandi í dag, sem er
einhvers konar gíslataka,“ segir Jón
Atli Jónasson um kvikmyndina
Austur, sem
verður frumsýnd
nk. föstudag, en
Jón Atli skrifaði
handrit mynd-
arinnar ásamt því
að leikstýra.
Að sögn Jóns
Atla er myndin
innblásin af raun-
verulegum at-
burðum úr ís-
lenskum
undirheimum. Ungur maður á einn-
ar nætur gaman með fyrrverandi
unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls
glæpamanns sem er í mikilli neyslu.
Hann er tekinn í gíslingu af gengi
glæpamannsins með það fyrir aug-
um að kúga út úr honum fé. Þegar
þau áform verða að engu þá skapast
atburðarás þar sem líf unga manns-
ins er í stórhættu. Ungi maðurinn er
orðin gísl gengisins sem bregður á
það ráð að fara austur fyrir fjall í
þeim erindagjörðum að losa sig við
hann. Þegar þangað er komið banka
þeir upp á hjá gömlum félaga glæpa-
mannsins sem er að reyna að snúa
við blaðinu og ná lífi sínu á réttan
kjöl. Með hlutverk húsráðandans fer
Ólafur Darri Ólafsson og unga
manninn leikur Björn Stefánsson, en
í hlutverkum glæpamannanna eru
Arnar Dan Kristjánsson, Hjörtur
Jóhann Jónsson, Kristinn Már Jó-
hannesson og Vigfús Þormar Gunn-
arsson.
Vildi hafa flatan skrúktúr
„Við byrjuðum að vinna að mynd-
inni í janúar á síðasta ári. Á þeim
tíma, þegar við vorum að rýna í sam-
félagið í kringum okkur, voru að
koma upp nokkur frelsissvipting-
armál. Myndin okkar er innblásin af
nokkrum málum auk Stokkseyrar-
málsins, en hún er ekki tilraun til að
segja söguna af því máli einu. Við
byggjum upplýsingar okkar bara á
fjölmiðlaumfjöllun auk þess sem
leikararnir unnu sína heimavinnu til
að undirbúa sig fyrir hlutverkin.“
Austur er fyrsta kvikmyndin sem
Jón Atli leikstýrir, en hann hefur
leikstýrt fyrir leiksviðið, t.d. ein-
leiknum Djúpinu með Ingvari E.
Sigurðssyni og uppfærslum
Mindgroup í samvinnu við leikhóp-
inn. Hann þekkir kvikmyndamið-
ilinn einnig vel því hann skrifaði m.a.
handritin að myndunum Djúpinu
ásamt Baltasar Kormáki, Strákun-
um okkar og Blóðbönd. „Það má
segja að ég hafi farið inn í Austur
með sömu vinnureglur að vopni og
ég hef notast við í leikhúsinu, ekki
síst í tilraunakenndari verkum. Í
kvikmyndaverkefnum mínum hef ég
unnið mjög náið með leikstjóranum,
þannig að það var ekkert framandi
að setjast í sjálfan leikstjórnarstól-
inn. Kannski má segja að stærsta
stökkið hafi falist í því að afnema
goggunarröðina sem einkennir kvik-
myndagerð. Við gerðum þessa mynd
með eins flötum strúktúr og hægt
var. Það var því ekki ég sem tók all-
ar ákvarðanir sem leikstjóri, heldur
var mikill díalógur í gangi og ég var
alltaf fyrsti maður til að rétta upp
hönd og segja: „ég veit það ekki“.
Það er mjög frelsandi, því um leið og
maður gerir það losnar maður við að
þurfa að leika einhvern leikstjóra og
er í betra standi til að þiggja þær
gjafir sem leikararnir þínir og annað
samstarfsfólk kemur með.“
Gaman að láta koma sér á óvart
Spurður hvort ekki sé í því ljósi
mikilvægt að velja með sér gott sam-
starfsfólk svarar Jón Atli því ját-
andi. „Ég hafði unnið með Hirti Jó-
hanni og þekkti Arnar ágætlega. Svo
höfum við Darri unnið mikið saman,
en ég vissi að hann kynni að vinna
svona. Ég vissi að ef ég byði upp á
nógu skemmtilegar kringumstæður
þá myndi hann bara leika sér, sem
er auðvitað það sem leikarar eiga að
gera,“ segir Jón Atli og tekur fram
að hann hafi gefið leikurum sínum
mikið svigrúm til að gera tilraunir.
„Ég raðaði upp ákveðnum senum
með tilteknum forsendum og kring-
umstæðum sem síðan eru rannsak-
aðar. Leikararnir höfðu ákveðið
verk að vinna þegar þeir fóru inn í
senurnar og annað hvort tókst það
eða ekki. Ég bað þá ekki fyrirfram
um að presentera ákveðna niður-
stöðu,“ segir Jón Atli og vill ekki
kalla þessi vinnubrögð spuna þó að
ekkert fullskrifað handrit með sam-
tölum hafi legið til grundvallar. „Um
leið og talað er um spuna er alltaf
hætta á því að leikarar fari að spinna
einhvern massa díalóg og þá eru það
samræðurnar sem keyra atburða-
rásina áfram í stað þess að það séu
gjörðirnar,“ segir Jón Atli og viður-
kennir að hann hafi alls ekki alltaf
vitað hvernig senurnar myndu
þróast eða myndin myndi enda.
„Það jákvæða við flatan strúktúr
er að það þarf ekki að biðja um leyfi.
Leikararnir eru ekki mættir á stað-
inn til að leika fyrir mig, heldur
mæta þeir og leika í þessari um-
gjörð,“ segir Jón Atli og tekur fram
að stundum hafi hann ekki einu sinni
verið í sama herbergi þegar leikar-
arnir voru að gera samkomulag sín á
milli. „Markmiðið með þessari að-
ferð er að reyna að nota leikarann
meira sem skapandi listamann frek-
ar en bara túlkandi, sem er nýstár-
legt en um leið skemmtilegt. Það
skemmtilegasta sem getur komið
fyrir í þannig vinnu er ef eitthvað
kemur þér á óvart. Það er ekkert
gaman að gera bíómynd þar sem þú
veist allt,“ segir Jón Atli. Um kvik-
myndatöku Austurs sá Alexander
Aske Foss, klipping var í höndum
Hákons Más Oddssonar og Urður
Hákonardóttir samdi tónlistina.
Endurspeglar ríkjandi ástand
Lífsháski Björn Stefánsson fer með hlutverk ungs manns sem lendir í miklum hremmingum og lífsháska í kvik-
myndinni Austur. Myndin er fyrsta leikstjórnarverkefni Jóns Atla Jónassonar í kvikmyndageiranum.
Jón Atli frumsýnir nýja kvikmynd
Byggir á raunverulegum atburðum
Jón Atli
Jónasson