Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015
Laufey Kristjánsdóttir er gæðastjóri hjá Mannviti og sér umgæða-, umhverfis- og öryggismál. Hún er matvælafræðingurað mennt frá HÍ og er með MBA gráðu frá Leeds á Englandi.
„Eitt af mínum stærstu verkefnum í vinnunni er að halda utan um
vottanir sem Mannvit er með samkvæmt gæða-, umhverfis- og ör-
yggisstjórnunarstöðlum. Utanaðkomandi úttektaraðilar hafa eftir-
lit með því að við uppfyllum staðlana og ég sé um að þau mál séu í
lagi. Þótt staðlarnir breytist ekki mikið þá eru úttektaraðilarnir
alltaf að ýta meira á okkur með ákveðnum kröfum sem styður við
það að fyrirtækið þróist í rétta átt í þessum málum.
Utan fjölskyldunnar þá hef ég áhuga á hlaupum. Við erum með
hlaupahóp í vinnunni sem er mjög skemmtilegur félagsskapur. Ég
er enginn maraþonhlaupari, en hef tekið þátt í hálfu maraþoni og 10
km hlaupum.“
Eiginmaður Laufeyjar er Valur Norðri Gunnlaugsson, matvæla-
fræðingur og verkefnastjóri hjá Matís. Dætur þeirra eru Þórunn 7
ára og Hanna Kristín 4 ára.
„Við hjónin ætlum í tilefni afmælisins að skella okkur í til Bret-
lands í helgarferð. Við förum mikið til Bretlands, ég kann alltaf svo
vel við mig þar eftir að hafa búið þarna. Við fórum t.d. til London
þegar maðurinn minn varð fertugur. Nú ætlum við að fara til Bri-
stol. Það er beint flug þangað og gaman að prófa eitthvað annað. Í
haust er svo á dagskrá að fara aftur til Bretlands með vinkonunum,
og að sjálfsögðu er planið einnig að halda afmælisveislu, en það
verður ekki gert fyrr en seinna á árinu.“
Laufey Kristjánsdóttir er fertug í dag
Mæðgurnar Staddar á hvalasafninu á Húsavík síðastliðið sumar.
Veisla seinna á árinu
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Grindavík Adam Breki Sworowski
fæddist 27. maí 2014 kl. 14.05. Hann
vó 4.220 g og var 54 cm langur. For-
eldrar hans eru Guðrún Kristjana
Jónsdóttir og Adam Miroslaw
Sworowski.
Nýr borgari
S
kúli fæddist í Reykjavík
15.4. 1965 og ólst upp í
Vesturbænum, á Fálka-
götunni: „Fálkagatan var
þá kölluð „Litla Holly-
wood“ af gárungunum, því þar bjó
mikill fjöldi listamanna. Í blokkinni
minni, Fálkagötu 17-21, voru m.a.
Halldór Laxness, Gunnar Eyjólfs-
son, Jón Sigurbjörnsson og Dagur
Sigurðarson. Mest áhrif á mig hafði
þó nábýlið við „fóstbróður minn“
Snorra Má Skúlason, sem bjó hinum
megin við ganginn í sama stigagangi
á Fálkagötu 19. Við urðum góðir fé-
lagar í frumbernsku sem „skriðdýr“
og höfum haldið nánum vinskap alla
tíð síðan.
Ég eyddi svo flestum sumrum
fyrstu árin í Hrunamannahreppi þar
sem foreldrar mínir áttu sumar-
bústað á æskuslóðum föðurömmu
minnar, Sigríðar Ágústsdóttur.“
Skúli var í Melaskóla og Haga-
skóla, lauk stúdentsprófi frá MR
1984, BA-prófi í stjórnmálafræði frá
HÍ 1993, stundaði síðar MA-nám í
opinberri stjórnsýslu í Minneapolis í
Bandaríkjunum og útskrifaðist 2005,
en kona hans, Anna-Lind Péturs-
dóttir, lauk þar doktorsámi í mennt-
unarsálfræði.
Skúli varð dagskrárgerðarmaður
á nýstofnaðri Rás 2 1983 og sá þar
um tónlistarþætti með Snorra Má í
nokkur ár og síðan einn. Þeir héldu
úti tónlistarþáttum í Sjónvarpinu um
miðjan níunda áratuginn en Skúli
starfaði á Rás 2 með hléum til 1995.
Hann stýrði síðan, ásamt Snorra Má,
þjóðmálaþættinum Þjóðbrautinni á
Bylgjunni til 1998, var dagskrár-
stjóri Bylgjunnar 1998-99 og var
framkvæmdastjóri innlendra við-
burða við verkefnið Reykjavík
menningarborg Evrópu árið 2000.
Hann stýrði síðan stofnun og
rekstri nýrrar tónlistardeildar hjá
Skúli Þór Helgason borgarfulltrúi – 50 ára
Í sumarfríi Skúli og Anna-Lind, ásamt drengjunum, njóta veðurblíðunnar í Villafrance í fyrra sumar.
Stjórnmálamaður úr
„Leikarablokkinni“
Á hugmyndaþingi Skúli fjallar um
skólamál og Pétur Glói fylgist með.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
Remington rakvélar Gæði - Gott verð - Frábær ending
Shaving
has never
looked so good!