Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ 150 ár eru í dagliðin frá andlátiAbraham Lin- colns, eins dáðasta forseta Bandaríkj- anna, en hann féll fyrir morðingjahendi einungis um viku eftir að búið var að leiða bandaríska borgarastríðið til lykta. Skipstjórinn hafði stýrt fleyinu í höfn, en fékk ekki að njóta ávaxta friðarins. Það var ekki síður miður, því að eftir- maður hans á forsetastóli, And- rew Johnson, fékk það hlutverk að stýra endurreisninni eftir stríðið, og kaus að gera það með þeim hætti, að lítið breyttist í högum Bandaríkjanna, annað en að þeir sem áður voru þrælar urðu að nafninu til frjálsir, án þess að fá að njóta þeirra réttinda eða jafnréttis sem slíkri stöðu hefði átt að fylgja. Arfleifð Lincolns er um sumt mörkuð þeim heilagleika sem gjarnan fylgir þegar menn kveðja þessa jörð of snemma, þó að þar megi finna ýmsar þverstæður. Hans er gjarnan minnst sem mannsins sem batt enda á þræla- hald í Bandaríkjunum, en oft gleymist að tala um að það var þó ekki takmark Lincolns með styrj- öldinni, heldur hitt að halda Bandaríkjunum saman sem einu ríki. Þá er það að vissu leyti kald- hæðnislegt, að Lincoln beitti ýmsum brögðum til þess að halda fremsta lýðræðisríki heims á þeim tíma saman, þar á meðal rit- skoðun og herlögum. Líkt og Lincoln benti á í Get- tysborgarávarpi sínu í nóvember 1863 voru Bandarík- in stofnuð utan um þá róttæku hug- mynd í sögu mann- kynsins, að allir menn væru skap- aðir jafnir. Í eldi borgara- styrjaldarinnar sá Lincoln fyrir sér að Bandaríkin gætu endur- fæðst í nafni frelsis, þannig að slíkt ríki, sem byggðist á valdi fólksins, myndi ekki hverfa af jörðu. Því miður hefur nokkuð skort á það að Bandaríkin hafi uppfyllt hið mikla loforð sem þau voru stofnuð um. Það tók um hundrað ár til viðbótar að binda enda á að- skilnaðarstefnu þá sem ríkti í Suðurríkjunum, og 150 árum síð- ar er enn langur vegur frá því að hægt sé að tala um að allir menn séu skapaðir jafnir í Bandaríkj- unum. Nýleg dæmi frá Suður- Karólínu og víðar sýna að enn hallar mjög á blökkumenn í Bandaríkjunum, sem verða enn fyrir barðinu á gríðarlegu mis- rétti, ekki síst af hálfu ríkis og lögreglu. Það að stöðu kynþáttamála í Bandaríkjunum sé enn ábótavant þýðir þó ekki, að starf Lincolns hafi allt verið unnið fyrir gýg. Engin leið er að vita, hvort Lin- coln hefði getað hraðað þeirri þróun sem hann hóf í átt að frels- un þrælanna, hefði hann lifað. Hitt er þó sennilegt að án þeirrar forystu sem Lincoln sýndi á sín- um tíma væru Bandaríkin komin enn skemmra á veg en nú er. Veitti mikilvæga for- ustu en þó er enn löng leið ófarin} Arfleifð Lincolns 156 krabbameins-sjúklingar fóru árin 2012-2014 til Danmerkur til greiningar í jáeinda- skanna. Fjöldinn hefur farið vaxandi og nálgaðist hundr- að í fyrra og gæti orðið helmingi meiri á þessu ári. Enginn slíkur skanni er á Íslandi. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, skrifar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann gerir forgangsröðina í meðferð opinbers fjár að umtals- efni. Í greininni veltir hann því fyrir sér hvers vegna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra gefi út yfirlýsingu um að halda upp á hundrað ára afmæli fullveldis með því að ljúka við byggingu húss yfir stofnun ís- lenskra fræða þegar kreppir að heilbrigðiskerfinu. Kári segir að það sé til marks um að sjálfstæðið sé aftur að glat- ast til Dana að sjúklingar séu sendir til Danmerkur og bendir á að forsætisráðherra geti auðveld- lega skipt um skoðun og flutt „það fé sem hann er í þann veginn að setja í hús vestur á Melum yfir í kaup á tæki til þess að hlúa að lösnu fólki“. Í jáeindaskönnum eru notaðir ísótópar, sem gefa frá sér jáeind- ir. Til að framleiða ísótópa þarf öreindahraðal auk þess sem framleiða þarf sérstök merki- efni. Undir þetta þarf mjög sérhæft húsnæði. Kristján Þór Júl- íusson heilbrigðis- ráðherra sagði í við- tali við Morgunblaðið í janúar að tækjabúnaðurinn myndi kosta um 200 milljónir auk þess sem kosta myndi allt að einn og hálfan milljarð að byggja utan um hann vegna þess að húsnæðið þyrfti að vera geislahelt. Hann frábiður sér bráðabirgðalausnir. Eins og Stefán E. Matthíasson læknir hefur bent á í greinum í Morgunblaðinu þarf jáeinda- skanni ekki að vera í „bráða- kjarna spítalabyggingar til fram- tíðar“. Eigi að bíða eftir nýjum Landspítala muni biðin standa í fimm til tíu ár. Það kostar sitt að senda sjúk- linga til Danmerkur í greiningu. Það sem verra er að velja þarf úr sjúklinga til fararinnar. Jáeinda- skönnun myndi koma mun fleiri sjúklingum til góða en nú fá slíka greiningu. Með notkun jáeinda- skanna verður meðferð markviss- ari og auðveldara að fylgjast með og sjá árangurinn. Fyrir vikið gæti dregið úr lyfjagjöf og óþörf- um skurðaðgerðum. Það er ekki til lítils að vinna. Sjúklingar eru send- ir til greiningar í Danmörku og fara mun færri en þyrftu á að halda} Beðið eftir jáeindaskanna Þ ar sem ég ólst upp í Vesturbænum átti ég eðlilega oft leið niður Tún- götuna. Neðst í henni stóð lengi umferðarmerki, á horni Túngötu og Suðurgötu, og þegar maður var staddur fyrir framan sovésku menningar- skrifstofuna sem þar var og skugginn af merk- inu sást á norðvesturhorni Herkastalans sýnd- ist mér sem þar stæði maður, nánar tiltekið maður sem ég þekkti, eða réttara sagt maður sem Steingrímur bróðir minn þekkti. Ég vissi aldrei hvað hann hét en Steini kallaði hann Joe. Ég nota orðið maður frjálslega, því auðvit- að var Joe bara unglingur, eiginlega barn, og Steini líka, hvað þá ég, sennilega var ég ekki nema fjórtán eða fimmtán ára þegar þessi minning varð til. Mér fannst ég þó næstum fullorðinn á þessum tíma og þeir félagarnir, Joe og Steini, rígfullorðnir, Steingrímur sautján ára að verða átján, en ekki veit ég hvað Joe var gamall og reynd- ar man ég ekki eftir að hafa hitt hann eða séð, hann var þarna bara sem áhrifavaldur í skugganum, grindhoraður í síðum svörtum frakka eins og Steini og eins og ég. Það voru allir alltaf að tala um Joe, en með allir á ég eiginlega við foreldra mína sem ekki voru sáttir við að Steini ætti slíkan og þvílíkan vin, sem var víst vafasamur, eða svo fannst þeim, kannski drykkjumaður og hálf- gerður flækingur. Fyrir vikið, þ.e. vegna óánægju for- eldra minna, varð Joe að táknmynd af andófi í stöðnuðu samfélagi, hálfgerður útlagi, fannst mér, sem lifði á jaðri fornfálegs samfélags sem ekki skildi hann og okkur. Á endanum hvarf Joe svo sjónum mínum, án þess ég hafi séð hann almennilega, nema sem skugga á kastalavegg. Síði frakkinn varð einskonar einkennisbún- ingur okkar í menningarkima vestur í bæ, við sem reyktum hass, átum sýru og fannst við vera ótrúlega gáfaðir og misskildir. Ég vildi vera eins og Steini og líka eins og Joe, í alltof stórum frakka, enda var ég algjört peð á þeim tíma. Við vorum fleiri í þessum menningar- kima, flaksandi frakkinn var einkennisbún- ingur til marks um að ég væri sérstakur, til- heyrði sérstökum menningarkima þar sem enginn var sérstakur, enda voru allir eins. Ís- lenskir hippar voru eiginlega horfnir á þeim tíma, búnir að klippa sig, skipta um föt og fá sér vinnu, en við vorum einskonar síðhippar, stein- steypuhippar sem mældum malbik. Eftir að Steini var dáinn langaði mig til þess að skugg- inn væri af honum, að hann stæði þarna á Suðurgötuhorn- inu og væri að bíða eftir einhverjum, kannski eftir mér, en ferðunum niður Túngötuna hafði þá fækkað. Í dag reyni ég stundum að sjá skuggann af frakkaklæddum unglingi á veggnum þá sjaldan ég geng niður Túngötuna. Umferð- armerkið er þó annað, eða kannski er ég einhver annar því það er sama hve ég blimskakka augunum, ég sé aldrei annað en umferðarmerki og auðan steinvegg. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Skugginn af Steina STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Niðurstöður rannsóknasérfræðinga Hafrann-sóknastofnunar eru aðmun minna hafi drepist af íslenskri sumargotssíld vegna sýkingar í stofninum heldur en ótt- ast hafði verið og gert var ráð fyrir. Sýkingin kom upp haustið 2008 og hennar gætir enn í síldinni, en hins vegar er ekki gert ráð fyrir neinum sýkingardauða lengur. Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun, segir að alla vetur frá 2008 hafi sést merki um sýkingu í síldinni, en hún er einkum metin út frá blettum í hjarta síldarinnar. Sýkingarhlutfallið fór í um og yfir 50% fyrstu tvo veturna, en nú eru merki um sýkingu í 30-40% af ár- göngum frá 2006 og eldri. Yngri ár- gangar, sérstaklega 2008 og yngri, eru nánast án sýkingar. Sýkingardauðinn ofmetinn „Fyrstu tvö árin sáum við sýk- inguna þróast úr því að vera væga- í byrjun haustsins í það að vera mjög mikil seinni part vetrar, en síðan þá höfum við ekki séð slíka þróun,“ segir Guðmundur. „Það hefur lítil breyting orðið á eðli sýk- ingarinnar síðustu ár og það að yngri árgangar skuli vera án sýk- ingar bendir til þess að það sé nán- ast engin ný sýking í stofninum. Eitthvað drapst af síldinni fyrstu tvo veturna og skýrasta dæmið var í höfninni í Vestmanna- eyjum í mars 2009 er um þúsund tonn drápust. Við höfum ekki gert beint mat á því hve mikið magn hafi drepist af völdum sýkingar- innar en gerðum ráð fyrir fyrstu árin að öll sýkt síld dræpist. Eftir því sem fleiri gögn söfnuðust upp varð okkur ljóst að við værum að ofmeta sýkingardauðann, og höfum síðan um 2012 aðeins gert ráð fyrir sýkingardauða fyrstu tvo veturna. Þetta mat er í sífelldri endurskoðun eftir því sem tíminn líður og við fáum ný gögn. Í heildina teljum við að nokkur þúsund tonn hafi drepist vegna sýk- ingar, en mun minna en ætla mátti miðað við hversu hátt sýkingarhlut- fallið var. Hins vegar teljum við að sýkt síld hafi frekar orðið bráð þorsks og annarra fisktegunda heldur en ósýkt þar sem hún hafi verið auðveldari bráð og nátt- úrulegur dauði hafi því ekki breyst mjög mikið í heild,“ segir Guð- mundur. Mikil óvissa var um stofninn Sýkingin skapaði mikla óvissu um afdrif stofnsins og í ástands- skýrslu Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2009/2010 segir meðal annars að við framreikninga stofnsins bætist við óvissa um þró- un Ichthyophonus-sýkingar í stofn- inum, þ.e. hvort meira af stofninum muni sýkjast á vor- og sumarmán- uðum 2009. Að teknu tilliti til niður- staðna um sýkingarhlutfall veiði- stofnsins veturinn 2008/2009 þar sem sýkingin er talin hafa drepið um 32% stofnsins veturinn/vorið 2009 er talið að hrygningarstofninn verði 344 þús. tonn sumarið 2009. Eins og áður sagði má greina sýkinguna á blettum í hjarta síld- arinnar og slíka bletti má enn finna í stórum hluta eldri síldarinnar. Guðmundur segir spurningu hvort réttara sé að nefna slíka bletti sýk- ingu eða merki um gamla sýkingu. Í samstarfi við vísindamenn á Keld- um hafi verið kannað hvort þessi sýking væri virk eða óvirk. Í mörg- um tilvikum hafi komið í ljós að sýkillinn var til staðar en ekki virk- ur. Mun minni sýkingar- dauði en óttast var Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Síldveiðar Í nokkur ár veiddist síldin í Breiðafirði, meðal annars skammt frá höfninni í Stykkishólmi. Í fyrra fékkst mest af henni í Kolluál. Mikilvægur stofn » Árið 2008 var stofn ís- lenskrar sumargotssíldar mjög sterkur og fiskveiðiárin 2007/ 08 og 2008/09 var afli úr stofninum yfir 150 þúsund tonn hvort ár. » Leyfilegur heildarafli á þessu fiskveiðiári er 82.200 þúsund tonn. » Auk affalla vegna sýking- arinnar er talið að um 55 þús- und tonn hafi drepist í tveimur umhverfisslysum í Kolgrafa- firði veturinn 2012-13. » Mikið af íslensku sumar- gotssíldinni hefur síðustu ár haldið sig á Breiðafirði og í Kolluál, en einnig við sunnan- og suðaustanvert landið. » Ekki hefur verið munur á sýkingu eftir því hvar síldin heldur sig. » Guðmundur Óskarsson gerði grein fyrir þróun sýking- arinnar og niðurstöðum rann- sókna á Polshift-ráðstefnunni sem lýkur í Reykjavík í dag, en þar er fjallað um uppsjávar- fiskistofna og loftslagsbreyt- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.