Morgunblaðið - 15.04.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.04.2015, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Gylfaflöt 16-18 |112 Reykjavik | Sími 553 5200 | solo.is ARÍA Eldhúsborð Borðin eru fáanleg í mismunandi stærðum og útfærslun. ARÍA skrifborð Stærð 70x120cm fáanlegt í fleiri litum Tilboðsverð 135.000,- Tilvalin fermingargjöf Íslensk hönnun og framleiðsla Aría borðlínan fékk Hönnunarverðlaun FHI 2013 í húsgagnaflokki. Hönnuður: Sturla Már Jónsson SESTA stólar Fást einnig í svörtu, hvítu og glæru. Þau sem hallast til hægri í stjórnmálum og hin sem hallast til vinstri geta verið sammála um eitt, nefnilega að einka- vædd einokun er af- leitt rekstrarform. Engu að síður gerist þetta ítrekað fyrir augunum á okkur að slíku fyrirkomulagi sé komið á laggirnar. Nýjasta dæmið eru rafræn skilríki í höndunum á fyrirtæki sem kallast Auðkenni og er í eigu viðskiptabankanna og Símans. Ríkið hefur að sönnu hlut- verk í þessu samkrulli, ekki ósmátt en það er að sjá markaðs- fyrirtækinu fyrir viðskiptavinum. Í því efni hefur hart verið gengið fram. Viljum ekki einkavæða vegabréf Ég held að óhætt sé að fullyrða að fáum dytti í hug að einkavæða vegabréfin okkar. Nær undantekn- ingarlaust finnst okkur, flestum hygg ég, eðlilegt að vegabréf séu algerlega undir handarjaðri opin- berra stofnana og markaðs- hagsmunir komi þar hvergi nærri. Öðru máli gegnir um vegabréf á netinu. Þar virðist þetta orka meira tvímælis. Að vísu ekki í mín- um huga. Mér finnst augljóst að vegabréf, hvort sem er vegabréfið sem við sýnum í Leifsstöð eða vegabréfið á netinu sem við notum til að fá upplýsingar og þjónustu í Tryggingastofnun, hjá Landlækn- isembættinu, Ríkisskattstjóra, Stjórnarráði Íslands eða öðrum op- inberum stofnunum eigi að vera undir handarjaðri opinberra aðila og að markaðshagsmunir komi þar hvergi nærri. Opinber þjónusta verði ekki gróðalind Hvers vegna að klifa á markaðs- og hagnaðarhagsmunum? Það er vegna þess að mér ofbýður að Fjármálaráðuneytið skuli vera not- að til að þröngva okkur upp í fang- ið á fyrirtæki sem ætlar að gera vegabréf á netinu sér að féþúfu. Ég legg áherslu á í þessu sam- bandi að ekkert er við það að at- huga að bankar eða símafyrirtæki komi sér upp rafrænum auðkenn- um og selji afnot af þeim á mark- aði. Það er fullkomlega eðlilegt. Það sem er óeðlilegt er að fyrir- tæki sem tekur sér slíkt fyrir hendur skuli með hjálp ráðuneytis heimilað að teygja hendina ofan í vasa okkar þegar við viljum nýta okkur opinbera þjónustu. Ná- kvæmlega þetta stendur til að gera! Hluti af innviðum samfélagsins Auðkenni hefur ver- ið starfandi um nokk- urra ára bil og haft undarlega greiðan að- gang að fjármálaráðu- neytinu. Fyrir því fann ég þegar ég gegndi embætti ráð- herra í innanríkis- ráðuneytinu, sem hef- ur með málefni rafrænnar þjónustu að gera. Setti ég niður hælana enda leit ég á rafræn skilríki sem hluta af innviðum samfélagsins sem mættu undir engum kringum- stæðum ganga kaupum og sölum eða eru menn nokkuð búnir að gleyma áhuga Kínverja á að kaupa íslenskan banka? Skyldi þá ekki skipta máli hvað fylgdi með í kaup- unum? Ég beindi sjónum þess vegna að Þjóðskrá sem ætti að hafa með hendi það hlutverk að byggja upp og treysta þessa inn- viði. Vinna þar á bæ lofaði góðu – og gerir enn. Þvingunaraðgerðir stjórnvalda Þessu kunnu Auðkennismenn og hjálparhellur þeirra innan Stjórn- arráðsins illa. Eftir stjórnarskiptin gátu þeir hins vegar dregið andann léttar. Nú var tekið til óspilltra málanna að þröngva landsmönnum inn í viðskipti við þetta fyrirtæki bankanna. Við vitum hvernig lána- leiðréttingin var notuð í þessum tilgangi. Enginn átti að fá leiðrétt- ingu nema hann hefði gengið inn í viðskipti við Auðkenni. Samhliða tilskipunum þar að lútandi tóku nú að birtast auglýsingar í blöðum um ágæti þess að vera viðskiptum við Auðkenni. Rukkun að hefjast Ekki þorðu menn að rukka sér- staklega fyrir leiðréttinguna þótt vitað væri að slík áform væru á prjónunum en nú hefur hins vegar verið gert heyrinkunnugt að þess sé skammt að bíða að viðskipta- vinir Auðkennis verði rukkaðir annað hvort beint frá Auðkenni fyrir hvert þjónustuviðvik eða óbeint í gegnum símafyrirtæki sem eru í viðskiptasambandi við Auð- kenni. Rukkað verður fyrir fasta- gjald sem símafyrirtækin (sem eru á góðri leið að verða milliliður Auðkennis og viðskiptavinarins) myndu innheimta. Síðan yrði rukk- að fyrir uppflettingar og loks kæmi gjald fyrir SMS skeyti sem tengjast þjónustunni. Hvað gerist svo? Fólk mun segja sig úr viðskipta- sambandi við Auðkenni enda vilja flestir vera í sambandi við Trygg- ingastofnun eða aðrar samfélags- legar þjónustustofnanir gjaldfrítt, hvað þá að þurfa ekki að borga til einkafyrirtækis fyrir slíka milli- göngu! En eru aðrir valkostir? Já, það eru aðrir valkostir til staðar og horfi ég þar sérstaklega til Þjóð- skrár sem heldur utan um þjón- ustugáttina Ísland.is og Íslykilinn. Hann er vegabréf á vefslóðum! Og það sem meira er, hann er rafrænt vegabréf í stöðugri og örri þróun og í sókn með 165 þúsund lands- menn skráða (á móti 80 þúsund í viðskiptum við Auðkenni eftir allar þvingunaraðgerðirnar). Íslykill í örri þróun Gagnrýnendur Íslykilsins segja að hann bjóði ekki upp á sömu ör- yggisstaðla og rafræn skilríki Auð- kennis geri og er þar sérstaklega vísað í rafrænar undirskriftir. Því er til að svara að hingað til hefur þótt vera í lagi að notast við vef- lykil skattsins sem er ekki eins öruggur og Íslykillinn (!) til að gera grein fyrir mikilvægum fjár- hagslegum upplýsingum og í annan stað er stöðugt verið að þróa leiðir til rafrænnar staðfestingar á ann- an hátt en þann sem Auðkenni býður upp á. Læt ég þá liggja á milli hluta ýmislegt sem lýtur að meintu öryggi sem tengist rafræn- um undirskriftum. Að mínu mati á að þróa slíkar leiðir á vegum Þjóð- skrár í stað þess að þröngva okkur fastar inn í faðm einkafyrirtæk- isins. Aðgangur tryggður að allri samfélagsþjónustu Þjóðskrá hefur í mínum huga verið með hárréttar áherslur: Tek- ið fagnandi öllum úrlausnum einkaaðila til að þróa ný úrræði og bjóða einstaklingum og fyrir- tækjum þau til kaups og afnota og hefur Þjóðskrá gert grein fyrir slíkum kostum á vefsíðu sinni, jafnframt því sem stofnunin hefur stefnt að því að þróa kerfi sem duga fyrir aðgang okkar – almenn- ings – að allri þjónustu og öllum upplýsingum á vegum samfélags- ins. Það er í mínum huga algert grundvallaratriði. Auðkenni: einkavædd einokun Eftir Ögmund Jónasson » ...mér ofbýður að Fjármálaráðuneytið skuli vera notað til að þröngva okkur upp í fangið á fyrirtæki sem ætlar að gera vegabréf á netinu sér að féþúfu. Ögmundur Jónasson Höfundur er þingmaður og fyrrverandi innanríkisráherra. Mikli Guð, þú sem elskar sköpun þína og alla menn og ferð ekki í manngreinarálit, vertu mér syndugum náðugur og líknsamur. Í þínar hendur fel ég öll mín verk og áform. Blessaðu allar mínar athafnir. Gefðu mér kjark til að sætta mig við sjálf- an mig. Gefðu að ég fái að vera farvegur kærleika þíns svo ég geti orðið samferðafólki mínu til blessunar og þannig sjálfum mér til heilla og þér til dýrðar. Styddu mig í þeirri fátæklegu og vanmáttugu viðleitni að leitast við að elska náunga minn eins og þú hefur hvatt mig til. Hjálpaðu mér að uppræta fordóma í eigin hugarfari og framgöngu. Skapa með mér skilning á aðstæðum náungans, jafnvel fólks af öðrum uppruna, fólks sem hefur aðrar trúarskoðanir en ég og bara þeirra sem ég er ekki sammála eða eru ekki sammála mér. Forðaðu mér frá því að lenda í útistöðum við fólk og gefðu að ég eignist ekki hatursmenn eða ofsækj- endur. Gefðu að enginn vilji mér illt og hjálpaðu mér að vilja engum illt. Hjálpaðu mér að stuðla að friði í samskiptum fólks og bægðu allri öf- und frá mér og hvers kyns illum hugsunum. Minntu mig daglega á að virða einstaklinginn og allar manneskjur. Ekki aðeins að umbera þær heldur reyna að setja mig í spor þeirra og aðstæður. Hjálpaðu mér og okkur öllum að líta í eigin barm og spyrja daglega: hvað get ég gert í dag til þess að létta undir með þeim sem hallað er á og hvað get ég lagt af mörkum til þess að samferðafólki mínu geti liðið sem best. Þeim sem ég á samskipti við, vinn með, sæki þjónustu til eða þeirra sem leita til mín eða á vegi mínum verða með einhverjum hætti. Ég óska þess svo innilega að við mættum lifa saman í sátt og sam- lyndi. Þar sem allir eru virtir eins og þeir eru. Gef að við þurfum ekki að óttast hvert annað. Hjálpaðu okkur að stuðla að trausti á milli okkar svo okkur farnist betur og geti liðið vel. Ég bið fyrir þeim sem eru ekki sammála mér og ég jafnvel fer í taugarnar á einhverra hluta vegna. Blessaðu þau og allt þeirra líf og gef þeim frið í hjarta. Gef að þau fái séð til sólar og notið lífsins, þrátt fyrir mig, mína veru og galla. Hjálpaðu okkur að hætta að hæðast að og gera lítið hvert úr öðru, þótt við séum ekki al- veg sammála að öllu leyti á öllum sviðum. Hjálpaðu okkur að hætta að grafa hvert undan öðru og gera hvert annað tortryggilegt. Taktu frá okkur þá hugsun að vilja náung- anum illt og að einhver skuli vilja okkur illt. Mikið vildi ég að við hættum að rífast og ráðast hvert á annað, skemma eigur annarra og jafnvel drepa. Það eitt er víst að við vorum aldrei sett inn í þennan heim til að berast á banaspjót og til þess að drepa hvert annað. Heldur til að lifa saman, þótt ólík séum, og komast að farsælli niðurstöðu með því að sýna skilning, umhyggju, manngæsku og hjartahlýju. Gefðu mér hugarfar auðmýktar. Hjálpaðu mér að vera tillitssamur og nærgætinn, hjálplegur og upp- örvandi. Hjálpaðu mér að rækta með mér að vera góður hlustandi og forðaðu mér frá því að finnast ég alltaf þurfa að eiga síðasta orðið. Hjálpaðu mér að temja mér jákvætt hugarfar, hugarfar fyrirgefningar og þakklætis. Ósk mín og bæn er að við mætt- um leggja okkur fram við að virða hvert annað og styðja. Heyr mína bæn, þú sem ert höf- undur og fullkomnari lífsins. Ég bið í Jesú nafni. En svo biður væntanlega hver fyrir sig með sínu nefi eins og hann hefur hjartalag fyrir vilji hann stuðla að bættari samskiptum og betra lífi. Með kærleikskveðju! Guð gefi ykkur góðan dag, bjarta framtíð og blessi ykkur öll! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Hvað get ég lagt af mörkum í dag til þess að samferðafólki mínu geti liðið sem best? Bægðu frá mér öf- und, baktali og illum hugsunum. Höfundur er rithöfundur og áhuga- maður um lífið. Bæn mín er …

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.