Morgunblaðið - 15.04.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 15.04.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stefnt er að því að mynda aðgerð- arhóp umhverfis- og atvinnuvega- ráðuneyta og Bændasamtaka Ís- lands til reyna að sporna við þeim vanda sem fylgir ágangi álfta og gæsa á ræktunarlönd bænda. Rætt er um að halda áfram að finna leiðir til að reka fuglinn frá en ekki hafa verið útilokaðir styrkir til að fóðra fuglinn eða heimila bændum að skjóta hann í undantekningar- tilvikum. „Það eru ótal leiðir til en ekki endi- lega þær sömu sem henta á öllum stöðum,“ segir Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri skrifstofu landgæða í umhverfisráðuneytinu, en hann hef- ur tekið þátt í vinnu sömu aðila við að skrásetja það tjón sem bændur verða fyrir. Niðurstöðurnar voru kynntar á ráðstefnu sem haldin var í Gunnars- holti. Telur Jón Geir að það geti ver- ið grunnur þeirrar vinnu sem fram- undan er. Altjón á 200 ha. Bændur hafa kvartað mikið undan tjóni af völdum fugla. Það á bæði við um tún og kornakra. Á síðasta ári gafst bændum kostur á að skrá upp- skerutjón á stafræn túnkort í jörð.is sem er skýrsluhaldskerfi í jarðrækt hjá Bændasamtökunum. Tjónið hef- ur verið tekið út af ráðunautum og upplýsingarnar yfirfarnar af Um- hverfisstofnun. Samkvæmt þessum upplýsingum var tilkynnt um 207 tilvik á 130 bú- um. Heildarflatarmál spildanna sem tjón varð á er 2.700 hektarar sem er um 23% af ræktarlandi sem sótt var í fyrir jarðabætur á árinu. Mesta tjónið varð á Suðurlandi, um 43% af heildinni. Á 53% akranna spilltist meira en helmingur upp- skerunnar, þar af var altjón tilkynnt í 7% tilvika sem svarar til nærri 200 ha. Tjónið var ekki einungis út af áti fuglanna, þeir bældu líka kornakr- ana. Engin ein lausn tiltækileg Ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig eigi að bregðast við tjóninu. Búnaðarþing vildi á síðasta ári at- huga, á grundvelli skráningar tjóna, hvort setja mætti heimildarákvæði í lög um tímabundna skotveiði á álft og gæs í tilraunaskyni á ræktar- löndum bænda. Það leggst illa í fuglafræðinga og áhugafólk. Álftin hefur til að mynda verið alfriðuð í heila öld. Margir bændur eru að missa þol- inmæðina og hefur uppskerubrestur af völdum óhagstæðrar veðráttu síð- ustu ár ekki bætt úr skák. Birkir Arnar Tómasson, sem verið hefur með stórfellda kornrækt á Móeið- arhvoli, hefur lýst því yfir að hann muni stórlega draga úr kornrækt ef ekki verði hægt að verjast fuglinum. Illa hefur gengið að finna árang- ursríkar leiðir til að fæla fuglinn frá. Steinar Rafn Beck Baldursson, sér- fræðingur á sviði sjálfbærni hjá Um- hverfisstofnun, segir mjög erfitt að benda á eina lausn sem myndi duga alls staðar. Ef ekki finnast betri fælingar- aðferðir og ekki fást heimildir fyrir bændur að verja akra sína með skot- vopnum, þó þannig að þeir megi að- eins skjóta geldálft á sumrin, hafa komið fram kröfur um að samfélagið greiði fóðrið í fuglinn. Vísað er til for- dæmis í Noregi. Ríkið greiðir fuglafóðrið Einar Eyþórsson, sérfræðingur hjá Stofnun þjóðminjarannsókna í Noregi, sagði frá því á ráðstefnunni hvernig staðið er að málum í Noregi. Þar koma miklir flokkar heiðagæsa og helsingja við á vorin á leið til varp- stöðvanna á Svalbarða. Þeir staldra við í þrjár vikur, aðallega á tveimur svæðum, í Norður-Þrændalögum og Vesterålen í Norland, og geta valdið miklu tjóni á túnum bænda. Eftir umræður sem tóku á annan áratug var ákveðið að taka upp styrki til að aðstoða bændur. Eru þeir orðnir hluti af búvörusamn- ingum. Bændur geta valið hvort þeir reyna áfram að reka fuglana af hönd- um sér eða þiggja styrki. Ekki er lit- ið á greiðsluna sem skaðabætur held- ur greiðslu fyrir afnot gæsanna af ræktuðu landi. Um 200 býli fá styrki til að fóðra gæs, alls sem svarar 80 milljónum ís- lenskra króna. Styrkirnir eru mis- háir og fara eftir aðstæðum. Einar segir að bændur í Norður-Þrænda- lögum fái um 45-50 þúsund íslenskra króna á hektara en meðaltalið í Vest- erålen sé um 28 þúsund krónur. Á síðarnefna svæðinu er gæsafjöldinn talinn daglega í þessar þrjár vikur og styrkjunum úthlutað samkvæmt því. Í Þrændalögum hefur verið stuðst við líkan til að meta tjónið en ákveðið hefur verið að meta það nákvæmar í ár. Skoða varnir og fuglafóðurstyrki  Gæsir og álftir valda uppskerutjóni á 2.700 hekturum ræktaðs lands  Altjón á hundruðum ha.  Bændur að missa þolinmæðina  Stefnt er að því að aðgerðarhópur ráðuneyta fjalli um málið Morgunblaðið/Ómar Álftir Fuglar sækja sér fóður í tún og kornakra bænda og geta verið aðgangsharðir eins og dæmin sanna. Bændur hafa reynt ýmsar gerðir af fuglafælum, meðal annars gasbyssur og fuglahræður, en það virðist gera takmarkað gagn. Fuglinn er fljótur að venjast fælunum og kemur fljótt aftur. Þá nýtist fælingin aðeins viðkom- andi bónda því fuglinn fer í staðinn á akra nágranna hans eða í næstu sveit. Eins hafa verið gerðar tilraunir með girðingar við akra og sáningu í jaðra. Á ráðstefnunni í Gunnarsholti kom einn bóndi með þá hugmynd að fengnir yrðu drónar til að fæla fuglinn frá. Hægt er að láta þá fljúga eftir ákveðnum leiðum og í ákveðinni hæð. Þeir nýtast hins vegar ekki nema við góð veðurskilyrði. Leist mönnum vel á hugmyndina. Hugmynd um að nota dróna FÆLINGAR GANGA ILLA HJÁ BÆNDUM Kornrækt Upp- skeru náð í hús. Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst 25ÁRA 1988-2013 PIPER Piper er ný gerð eftirlitsmyndavéla og öryggiskerfa fyrir heimili, sumarhús og smærri fyrirtæki •Vaktar heimilið • Kveikir ljósin • Fylgist með hita- birtu- og rakastigi • Fylgist með allri hreyfingu og hljóði Allt þetta er hægt að skoða hvaðan sem er úr heiminum í snjallsímanum þínum! Fornám byrjar fimmtudaginn 16. apríl kl. 18.00-21.00 og áfram helgina 18.-19. apríl kl. 11.00-14.00. Framhaldsnám ein helgi í mánuði (frí sumarmánuði) - Tilvalið fyrir landsbyggðarfólk og fyrir þá sem vilja vinna sjálfstætt - Einnig völ á framhaldsnámi eitt kvöld í mánuði. Helgarnámskeið í baknuddi 25.-26. apríl nk. Nám í svæða- og viðbragðsmeðferð Sjá nánar á www.heilsusetur.is Netfang: thorgunna.thorarinsdottir@gmail.com Upplýsingar og innritun í síma 552 1850/896 9653

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.