Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Listamaðurinn lágvaxni,Henri de Toulouse-Lautrec, fangaði stemmn-inguna á Moulin Rouge í París rétt undir aldamótin 1900 í víð- frægum teikningum af can-can dans- meyjum og skrautlegum gestum og gangandi. Trúlega hafa myndir hans verið prentaðar í milljónavís frá því hann var og hét. Stemmningin á þessum gamla kabarett- og skemmtistað er ekki eins og forðum en í kvikmyndum og söngleikjum í áranna rás er hefur verið leitast við að spegla andrúmsloftið sem þar sveif yfir vötnum á fyrrgreindu tíma- bili. Skemmst er að minnast söng- leikjamyndar frá 2001 með Nicole Kidman og Ewan McGregor í aðal- hlutverkum sem segir frá ástum Christians, ungs, bresks rithöfundar, og Satine, gleðikonu og dansmeyjar í Moulin Rouge. Toulouse-Lautrec er aukapersóna. Líka í Moulin Rouge sem nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands frumsýnir síðdegis í dag í Andrews Theatre á fyrrverandi yf- irráðasvæði bandaríska hersins. Að öðru leyti hverfist söngleikurinn suð- ur með sjó um ástir þeirra Christians og Satine og hertoga nokkurn sem blandast í ævintýrið. Og djamm, dufl og daður. Dans, söng, gleði og trage- díu. Hápunktur árshátíðarinnar Frumsýningin er hápunkturinn á árshátíð skólans og aðeins fyrir nemendur og starfsfólk, sem efalítið fylla þau 500 sæti sem í leikhúsinu eru. Spennan er í algleymingi og sviðsskrekkurinn hefur gert vart við sig hjá sumum. Hátt á sjötta tug nemenda af flestum námsbrautum leika stór og smá hlutverk í upp- færslunni, um þrjátíu á sviðinu, aðrir baksviðs eða hafa þegar skilað hlut- verki sínu. Eins og leikmyndasmið- urinn Ellert Björn Ómarsson, sem smíðaði rauða myllu og fleiri þarfa- þing í sviðsmyndinni. Elva Dögg Sig- urðardóttir fékk hlutverk kynning- arstjóra og lýkur því ekki störfum fyrr en að nokkrum vikum liðnum því fyrirhugað er að setja söngleik- inn upp átta sinnum til viðbótar. Og svo mætti áfram telja, fjöldi nem- enda hefur lagt hönd á plóg. „Burðarhlutverkin eru í hönd- um þeirra Guðrúnar Pálínu Karls- dóttur og Stefáns Arnar Ólafssonar, en Sigurður Smári Hansson leikur hinn forkostulega Zidler sem ræður ríkjum á Moulin Rouge. Hertogann leikur Magnþór Breki Ragnarsson og Ríta Kristín Haraldsdóttir bregð- ur sér í gervi Toulouse-Lautrec,“ upplýsir kynningarstjórinn og jafn- framt að þau hafi kallað til liðs við sig nokkra utanaðkomandi sérfræðinga. „Við fengum Gunnellu Hólm- arsdóttur leikstjóra til að leikstýra verkinu, en hún skrifaði jafnframt handritið og valdi lögin, sem Viktor Atli Gunnarsson tónlistarstjóri út- setti. Gunnella leikstýrði líka í fyrra þegar við nemendafélagið setti upp Dirty Dancing, en þá var endurvakin söngleikjahefðin sem hafði legið niðri Rauða myllan suður með sjó Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja frumsýnir söngleikinn Moulin Rouge í Andrews Theatre síðdegis í dag. Hátt í sextíu nemendur koma með einum eða öðrum hætti að uppfærslunni, um þrjátíu dansa og syngja á sviðinu, aðrir vinna baksviðs eða hafa verið máttarstólpar í undirbúningsvinnunni. Nemendur á hönnunarbraut eiga mestan heiðurinn af búningunum, þemað er rautt og dans- meyjarnar skrýðast korselettum og netsokkum. Listamaðurinn Ríta Kristín Haraldsdóttir túlkar Toulouse-Lautrec. Glaðbeittar dansmeyjar Söngur, dans og gleði ráða ríkjum í Moulin Rouge. Konukot er næturathvarf fyrir heim- ilislausar konur sem eiga hvergi höfði sínu að halla og þurfa stað til að sofa á. Flestar þeirra stríða við vandamál tengd neyslu áfengis og eða fíkniefna. Frú Ragnheiður er verkefni sem geng- ur út á að sjálfboðaliðar eru í bíl með gögnum til skaðaminnkunar og hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa sam- félagsins, t.d. útigangsfólks, heimilis- lausra og fíkla, og bjóða þeim skaða- minnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða. Markmið verkefnisins er að draga úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa, t.d. sýkingum í sárum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auð- velda þeim aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og sprautum og al- mennri fræðslu um skaðaminnkun. Í kvöld kl. 19 verða styrktar- tónleikar Rauða krossins í Reykjavík á Kex Hosteli við Skúlagötu, þar sem spilað og sungið verður til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði. Heldur betur er vel skipað í þeim hópi sem fram kemur: Vicious And Delicious, Blaz Roca, Alvia Islandia, Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, og rúsínan í pylsu- endanum eru sjálfar Reykjavík- urdætur. Allir listamennirnir gefa vinnu sína fyrir málstaðinn og aðeins kostar 1.500 kr. inn. Vert er að taka fram að 18 ára aldurstakmark er eftir kl. 22. Vefsíðan www.www.raudikrossinn.is Sungið fyrir Konukot og Frú Ragnheiði í kvöld á Kexhosteli Reykjavíkurdætur Þar vantar ekki kraftinn, Þær munu koma fram kvöld. Íslenskir málshættir eru fjársjóður kynslóðanna, vitnisburður um speki og kunnáttu sem hefur fylgt þjóðinni frá fyrstu tíð. Í hádeginu í dag kl 12.15 ætlar Jón G. Friðjóns- son að kynna bók sína Orð að sönnu, í hádegisfyrirlestri á Reykjavíkurtorgi í Borgarbókasafn- inu við Tryggvagötu. Bókin er efn- ismikið yfirlitsrit um íslenska málshætti og orðskviði, stærsta málsháttasafn sem komið hefur út hér á landi. Í bókinni er fjallað um þúsundir málshátta, gerð nákvæm grein fyrir uppruna þeirra, elstu dæmum, afbrigðum og erlendum samsvörunum, sem og merkingu og notkun eftir því sem kostur er. Bók Jóns er í senn hagnýtt upp- sláttarrit fyrir allt áhugafólk sem og vandað fræðirit sem gagnast þeim sem vilja rannsaka uppruna og sögu íslenskra málshátta. Bókin er á meðal þeirra tíu bóka sem tilnefndar voru til Viðkenn- ingar Hagþenkis 2014 en verðlaun- in voru afhent í byrjun mánaðarins. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Kristinn Jón Ætlar að kynna málsháttabókina. …kynnið ykkur málshætti Endilega … Skannaðu kóðann til að lesa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.