Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ólafur Darri Ólafsson leikari mun fara með hlutverk í kvikmyndinni The BFG sem einn þekktasti og virtasti leikstjóri kvikmyndasög- unnar, Steven Spielberg, leikstýrir. Handrit myndarinnar er byggt á barnabók Roald Dahl, The Big Friendly Giant og myndin fram- leidd af stórfyr- irtækinu Disney. Í myndinni segir af ævintýri ungr- ar stúlku og góð- legs risa sem halda saman í leiðangur til að klófesta illgjarna risa sem herja á mannheima. Greint var frá þessu á kvikmynda- vefnum Deadline í fyrradag og segir þar að myndin sé sú fyrsta sem Spielberg leikstýrir fyrir Disney. Af öðrum leikurum myndarinnar má nefna Martin Freeman, Mark Ryl- ance, Ruby Barnhill, Bill Hader og Jemaine Clement. Melissa Mathison skrifar handritið en hún á m.a. að baki handrit E.T., einnar þekktustu og ástsælustu kvikmyndar Spiel- berg og tökumaður myndarinnar einn sá þekktasti í kvikmyndageir- anum, Janusz Kaminski, sem hefur margsinnis verið tilnefndur til Ósk- Forréttindi að vinna með Spielberg Morgunblaðið/Einar Falur Hógvær „Ég hlakka mikið til og það er alltaf gaman að fá vinnu,“ segir Ólafur Darri um hlutverk sitt í The BFG. arsverðlauna og hlaut þau fyrir Sa- ving Private Ryan og Schindler’s List. Um tónlistina sér svo sjálfur John Williams, eitt þekktasta kvik- myndatónskáld heims sem margoft hefur hlotið Óskarsverðlaun, m.a. fyrir tónlist sína við E.T. og Jaws. Stefnt er að því að frumsýna The BFG 1. júlí á næsta ári. „Bara ansi vel“ Ólafur Darri er hinn rólegasti yfir þessari stórfrétt þegar blaðamaður nær tali af honum og segist lítið mega segja um hlutverk sitt í The BFG. Spurður að því hvernig það leggist í hann að leika fyrir Steven Spielberg svarar leikarinn, af sinni alkunnu hógværð: „Bara ansi vel,“ og bætir við að vonandi verði gaman að vinna með leikstjóranum. Ólafur Darri mun leika risa í myndinni og spurður að því hvort hann sé í einu af aðalhlutverkum myndarinnar segist hann ekki mega tjá sig um það. Hann megi lítið segja um verk- efnið yfirleitt. Spurður að því hvort þetta sé ekki stærsta tækifæri sem hann hafi fengið í kvikmyndum til þessa, í ljósi frægðar Spielbergs og stöðu í kvik- myndasögunni, svarar Ólafur Darri að hann hafi unnið með mörgum frá- bærum leikstjórum. „Þetta er auð- vitað frábært tækifæri en ég vil ekki leggja mat á það hvort þetta sé stærra eða minna en eitthvað annað sem ég hef gert,“ segir hann. „Ég hlakka mikið til og það er alltaf gaman að fá vinnu. Það eru forrétt- indi að fá að vinna með fagmanni eins og Spielberg,“ bætir Ólafur Darri við. Tökur eru hafnar á myndinni og fer Ólafur Darri brátt utan í tökur. „Í útlöndum,“ svarar hann og hlær þegar hann er spurður að því hvar tökurnar fari fram. Hann megi ekki gefa upp nákvæmari staðsetningu. Og spurður að því hvort hann sé ekki með mörg tilboð á borðinu seg- ir hann hitt og þetta í pípunum. Ekkert sé þó fast í hendi.  Ólafur Darri fer með hlutverk risa í kvikmyndinni The BFG sem Steven Spielberg leikstýrir og byggð er á barnabók Roald Dahl  Janusz Kaminski tökumaður og John Williams semur tónlistina Steven Spielberg Kvikmyndin Fúsi í leikstjórn Dags Kára Pét- urssonar fær fullt hús stiga hjá danska kvik- myndafræðingnum Tobias Lynge Herler á kvikmyndabloggi hans á philm.dk. Myndinni, sem frumsýnd var í Danmörku sl. sunnudag, lýsir Herler sem hrífandi „meistaraverki“ og gefur henni sjö stjörnur af jafnmörgum mögulegum. „Það verður fljótlega ljóst að myndin er bæði djúp og hreyfir við manni. Strax í fyrstu senu er augljóst að Gunnar Jónsson býr yfir nauðsynlegri innlifun í þessu stóra aðalhlutverki,“ skrifar Herler og bend- ir á að Dagur Kári hafi skrifað titilhlutverkið sérstaklega með Gunnar í huga. „Enginn annar hefði getað fyllt í hlut- verkið.[…] Myndin er óvenjulega hlý þar sem hún dregur upp mynd af einangruninni sem fylgir því að vera öðruvísi og í yfirvigt,“ segir Herler og bendir á að myndin einkennist af ljúfsárum húmor sem haldist í hendur við góða hrynjandi. Að mati Herler tekst Degi Kára listilega vel að fanga norræna þung- lyndisstemninguna í Reykjavík. „Hin óbeisl- aða náttúra birtist aðeins í formi vetrar- storma með mjög áhrifaríkum hætti sem undirstrikar vel innri dramatíkina.“ Segir Fúsa vera hrífandi meistaraverk Innlifun Gunnar Jónsson í hlutverki Fúsa. Tónlistarkonan og rithöfundurinn Patti Smith mun senda frá sér aðra æviminninga- bók sína 6. október nk. og mun hún bera tit- ilinn M Train. Smith hlaut bandarísku bók- menntaverðlaunin National Book Award árið 2010 fyrir bókina Just Kids, Bara börn. Í henni fjallar Smith um kynni þeirra Roberts Mapplethorpe myndlistarmanns sem hún kynntist þegar hún kom ung og allslaus til New York-borgar og þau urðu par og lofuðu því að gæta hvort annars upp frá því. M Train lýsir Smith sem „vegakorti um líf sitt“, að því er fram kemur í frétt dagblaðsins New York Times. Í tilkynningu frá útgefanda bókar- innar, Knopf, segir að farið verði með lesand- ann um 18 stöðvar sem veitt hafi Smith mik- inn innblástur í lífi hennar og listsköpun, allt frá Casa Azul Fridu Kahlo í Mexíkó til grafa Genet, Plath, Rimbaud og Mishima. Í bókinni fjallar Smith m.a. um hjónaband þeirra Fred Smith, gítarleikara MC5, sem lést árið 1994 aðeins 44 ára. Önnur æviminningabók Smith gefin út í október Morgunblaðið/Styrmir Kári Náttúruverndarkona Smith á baráttutónleik- unum „Stopp – Gætum garðsins!“ í fyrra. Arnar Birgisson myndlistarmaður opnar málverkasýninguna Salon de éleveé í kjallara Hverfisgötu 43 í dag kl. 16.20. „Þar mun ég velta fyrir mér áhrifum málverks á rými sem og áhrifum rýmis á málverkið. Rými hugans sem og hins áþreifanlega,“ segir Birgir um sýninguna. Hún samanstandi af fjölmörgum mál- verkum sem hann muni hlaða inn í rýmið til þess að ná fram „einhvers konar yfirgengilegum áhrifum of- flæðis á skynjun áhorfandans“. Sýn- ingin verður opin til og með 18. apríl frá kl. 16.20 til 20 en lengur á laug- ardaginn, til kl. 22. Góðvinur Arnars, Teitur Magnússon, mun flytja nokk- ur lög við opnunina en þeir unnu saman að myndbandi við lag Teits, „Munaðarhóf“, af plötunni 27. Nýjast Ljósmynd af nýjasta málverki Arnars Birgissonar. Yfirgengileg áhrif offlæðis á skynjun áhorfandans ÍSLENSKUR TEXTI ÍSLENSKT TAL SÝND Í 2D OG 3D WILL FERRELL OG KEVIN HART HAFA ALDREI VERIÐ BETRI. ÓDÝRT KL. 5:25 800 KR. BARNAVERÐ FYRIR ALLA HÖRKUGÓÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN . E F I LL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.