Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili. Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450 zenus@zenus.is • zenus.is Augljós kostur 5 ára ábyrgð                                    ! !" #$"  #$  " " $! #! "$$# %&'() '*'     +,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4 5!# ! " !# #  #" $ "  5## "5 5"  !5 !! 5"  " $5 "$ $# 5# "$ 5 #"$5 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hagnaður JPMorgan Chase, stærsta banka Bandaríkjanna í eignum talið, nam 5,9 milljörðum bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins, en það jafngildir um 818 milljörðum króna. Hagnaðurinn var 12,2% meiri en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Afkoma JPMorgan var betri en markaðsgreinendur höfðu spáð. Má einkum rekja árangurinn til betri af- komu af fjárfestingarbankastarfsemi og verðbréfaviðskiptum, auk þess sem tekjur bankans jukust almennt umfram spár. Hagnaður af fyrirtækja- og fjár- festingarbankastarfsemi jókst um 19,4%, m.a. vegna góðra aðstæðna í verðabréfa- og gjaldeyrisviðskiptum. Hagnaður JPMorgan umfram væntingar ● Alþjóðahagkerfið er enn dauflegt og á móti framþróun í efnahagslífi Japans og Evrópu vegur afturför í nýmarkaðs- ríkjum, að því er fram kemur í nýjustu skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum. Sjóðurinn spáir því að hagvöxtur í heim- inum verði 3,5% á þessu ári, sem er svipað og í fyrra þegar hann var um 3,4%. AGS væntir þess að hagvöxtur muni aukast í 3,8% á næsta ári. Gerir hann ráð fyrir því að hagvöxtur minnki í nýmarkaðsríkjum í ár, fimmta árið í röð. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn spáir 3,5% hagvexti STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tímsetning ákvörðunar Landsbank- ans um sölu á 10% hlut í fasteigna- félaginu Reitum sem hófst í gær kom aðilum á fjármálamarkaði töluvert á óvart. Hlutabréf Reita höfðu verið í viðskiptum í Kauphöll Íslands í þrjá daga þegar Landsbankinn tilkynnti eftir lokun markaða í fyrradag að hann hygðist bjóða 10% hlutafjár í fé- laginu til sölu og minnka þannig hlut sinn í félaginu niður í tæplega 8%. Nýlega lauk útboði Arion banka á 13,25% hlut bankans í Reitum og reyndist sölugengi í því lægst 63,5 krónur á hlut en hæst 64,0 krónur. Í tilkynningu Landsbankans er til- greint að lágmarksverð á hlut í útboði bankans verði 63 krónur, sem er und- ir útboðsgengi í tengslum við skrán- ingu félagsins. Lægsta dagsloka- gengi Reita frá því að það var tekið til viðskipta 9. apríl var á mánudag og stóð þá í 63,5 krónum á hlut en félagið rétti aðeins úr kútnum á markaði í gær, þrátt fyrir tilkynningu Lands- bankans um sölu á hlutnum, og stóð þá verðið í 63,9 krónum á hlut. Landsbankinn tekur við tilboðum í bréfin til kl. 16:00 í dag. Að lágmarki er hægt að bjóða í 250.000 hluti sem miðað við lágmarksgengi myndi nema tæplega 15,8 milljónum króna að markaðsvirði. Sala á 10% hlut Landsbankans nemur því að minnsta kosti 4,75 milljörðum króna miðað við lágmarksverðið í útboðinu. Kemur beint ofan í annað útboð Það kemur nokkuð á óvart að Landsbankinn óski eftir tilboðum í hlutabréf sín í Reitum í sömu viku og útboð Arion banka á 14% hlut sínum í fasteignafélaginu Eik hefst. Kynning vegna þess útboðs stendur nú yfir og verður tekið við tilboðum vegna þess dagana 17. til 20. apríl. Má vænta að hluturinn seljist á rúma þrjá millj- arða króna. Því er ljóst að á sjö daga tímabili, frá 14.-20. apríl, verða boðnir til sölu í tveimur útboðum, hlutir í tveimur fasteignafélögum að andvirði um átta milljarðar króna, auk þeirra 6,4 milljarða sem seldir voru í al- mennu útboði Reita í lok síðasta mán- aðar. Samkvæmt viðauka við útboðslýs- inguna sem birt var í tengslum við sölu Arion banka á Reitum var í sér- stakri sátt sem þeir aðilar sem yfir- tóku hlutaféð í Reitum á sínum tíma gerðu við Samkeppniseftirlitið árið 2010, um sölu á hlutum þeirra í félag- inu, tilgreint að sú losun skyldi eiga sér stað fyrir 1. júní 2015. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar hjá Sam- keppniseftirlitinu um í hverju sáttin fólst, svo sem að hve miklu leyti bönk- unum væri skylt að losa eignarhlut sinn. Ákvörðun Landsbankans í upp- hafi vikunnar bendir til að bönkunum tveimur hafi verið gert að minnka stöðu sína í fyrirtækinu þannig að hún væri undir 10%. Einkennileg tímasetning Fjárfestir sem ræddi við Morgun- blaðið segist hafa tekið þátt í útboði Arion banka á hlutnum í Reitum í lok mars en að fréttir af sölu Landsbank- ans hafi orðið til þess að hann ákvað að selja hlutinn við opnun markaða í gær með nokkru tapi. Taldi hann óeðlilegt að svo skömmu eftir útboð og skráningu væri 10% hlutur í félag- inu boðinn til kaups og að eðlilegra hefði verið að bjóða hann út samhliða 13,25% hlut Arion banka, fyrst Landsbankinn hafði á annað borð í hyggju að losa svo stóran hlut á þess- um tímapunkti. Tímasetning Landsbankans á sölu í Reitum kom á óvart Fyrstu dagar Reita í KauphöllinniKrónurá hlut 64,7 64,6 64,5 64,4 64,3 64,2 64,1 64,0 63,9 63,8 63,7 63,6 63,5 63,4 63,3 63,2 Heimild: Nasdaq OMX Iceland 13-04 11.0011.00 11.00 17.3017.30 17.3009-04 14-0410-04 Fasteignafélögin » Fasteignafélagið Reitir var skráð á markað á fimmtudag í síðustu viku. » Fasteignafélagið Eik verður tekið til viðskipta í Kauphöll um mánaðamótin. » Fasteignafélagið Reginn hef- ur verið skráð á markað frá árinu 2012. » Samanlagt virði félaganna þriggja nemur rúmum 70 millj- örðum króna. » Í lok apríl má gera ráð fyrir að stærstu hluthafar félaganna þriggja verði íslenskir lífeyris- sjóðir.  Selur 10% í félaginu rétt eftir útboð og í sömu viku og almennt útboð Eikar hefst Það er á ábyrgð hins opinbera að sjá til þess að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar séu nýttar með skyn- sömum og sjálfbærum hætti, þar sem óheftur og ókeypis aðgangur að íslenskum náttúruperlum bjóði upp á að slíkar auðlindir séu ofnýttar. Á þetta er bent í Hagsjá Lands- bankans þar sem settar eru fram hugmyndir að því hvernig best verð- ur tekist á við fjölgun ferðamanna. Varað er við því að fjölgunin geti auðveldlega orðið það mikil að hún vaxi okkur yfir höfuð og valdi jafnvel óafturkræfum skaða á náttúru Ís- lands og ímynd. Samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir að 430 ferðamenn fyrir hverja 100 íbúa komi til Íslands árið 2017 í saman- burði við 304 á síðasta ári og fjóra ár- ið 1949. Í Hagsjá segir að þetta sé mjög hátt hlutfall miðað við þær þjóðir sem við erum vön að bera okk- ur saman við og nauðsynlegt sé að átta sig á því hversu mikið álag land- ið og þjóðin þola í þessu sambandi. Því er velt upp hvort rétt sé að láta markaðsöflin leysa málið alfarið og bíða eftir frumkvæði frá einstökum stöðum eða svæðum, eða hvort nauð- synlegt sé að ráðast í samhæft átak með aðkomu samtaka í ferðaþjón- ustu og hins opinbera. Einkageirinn sé í flestum tilfellum fullfær um upp- byggingu í ferðaþjónustu sem snýr að gistingu, flutningum og margs- konar afþreyingu. Hins vegar þegar litið sé á vænta þróun ferðaþjónust- unnar á næstu árum sé alls ekki út í hött að spyrja hvort ekki sé þörf á markvissari aðkomu stjórnvalda. Morgunblaðið/Golli Ferðaþjónusta Fjölgun ferðamanna getur valdið óafturkræfum skaða. Náttúran á ábyrgð hins opinbera  Landsbankinn varar við ofnýtingu í ferðaþjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.