Morgunblaðið - 15.04.2015, Page 11

Morgunblaðið - 15.04.2015, Page 11
Persónur og leikendur F.v. Stefán Örn Ólafsson sem Christian, Guðrún Pálína Karlsdóttir sem Satine, Sigurður Smári Hansson sem Zidler og Magnús Breki Ragnarsson sem hertoginn. hjá okkur í nokkur ár. Við þurftum líka að fá ljósameistara og leituðum til Vignis Hreinssonar, sem einnig vann með okkur í fyrra.“ Íslensk lög í ástarsenunum Spurð um lögin í söngleiknum segir Elva Dögg þau töluvert frá- brugðin þeim sem voru í kvikmynd- inni frá 2001. Í rauninni sé ekkert sérstakt aðallag, en mörg ný lög, stórir smellir, grípandi diskólög og íslensk ástarlög í ástarsenunum. Dæmi um lagavalið eru á kynning- armyndbandi leikhópsins sem syngur með leik- rænum og fjör- legum tilþrifum lög eins og The Show Must go on frá hljómsveitinni The Queen og Lady Marmalade sem hljómsveitin Labella gerði frægt árið 1972. Æfingar hófust síðla hausts en undanfarið hefur hópurinn æft næst- um daglega. Elva Dögg segir pró- grammið býsna stíft fyrir suma, sér- staklega Sigurð Smára sem er í Morfísliðinu og Guðrúnu Pálínu sem tók þátt í Söngvakeppni framhalds- skólanna á laugardaginn. Auk söngsins og tónlistarinnar er mikil áhersla lögð á dans og bún- inga í verkinu. Ekki aðeins eru Sat- ine og vinkonur hennar í glam- úrlegum flíkum – yfirleitt korselettum og netsokkum, heldur er líka mikið lagt upp úr sundurgerð í klæðaburði Ziders, Christians og annarra herramanna á Moulin Rouge, enda markmiðið að spegla tíðarandann og bóhemlífið í París um aldamótin 1900. „Helga Ásta Ólafs- dóttir hjá DansKompaníinu þjálfaði dansarana, en nemendur á hönn- unarbraut sáu að mestu um bún- ingana, bæði hönnuðu og saumuðu flíkurnar eftir máli. Svo voru krakk- arnir líka mjög duglegir að redda sér sjálf, keyptu til dæmis eitthvað á flóamörkuðum eða hjá Hjálpræð- ishernum,“ segir Elva Dögg. Engin gróðastarfsemi Sú spurning vaknar hvort ekki sé kostnaðarsamt að setja upp söng- leik sem þennan, svokallað tímabils- verk, sem til að mynda bjóði ekki upp á að notaður sé fatnaður sem með- aljóninn og -gunnan eigi í fataskápn- um sínum? Kynningarstjórinn kink- ar kolli, en upplýsir að nemendafélagið hafi fengið eina milljón í styrk frá Menningarsjóði Suðurnesja, sem hafi verið mikil bú- bót en reyndar klárast furðu fljótt. „Þetta er engin gróðastarfsemi, en vonandi komumst við frá þessu á sléttu,“ segir Elva Dögg og minnir á að miðar á Moulin Rouge fáist á midi.is. Merkið Moulin Rouge á Suð- urnesjum. Plakat Verk eftir Toulouse-Lautrec. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Charles Zidler og Joseph Oller opnuðu skemmti- og kabar- ettstaðinn Moulin Rouge í Pi- galle hverfinu í París árið 1889. Talið er að rætur can- can dansins séu í Moulin Rouge og út frá honum hafi þróast það skemmtanaform sem kallað er kabarett og náði mikilli útbreiðslu í Evrópu. Eig- endurnir réðu Toulouse- Lautrec til að gera auglýsinga- plaköt fyrir staðinn og var hann þar fastagestur um ára- bil. Moulin Rouge plaköt hans eru meðal margra verka sem halda nafni listamannsins á lofti. Moulin Rouge er enn á sínum stað og hefur mikið að- dráttarafli fyrir túrista sem þekkja húsið á rauðu myllunni á þaki þess. Moulin Rouge PARÍS Rauða myllan um aldamótin 1900. Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Klausturbleikja Heitur matur í hádeginu Stór pillaður humar Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Glænýr rauðmagi Nýlöguð humarsúpa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.