Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fyllt súkkulaðiskál að hætti Jóa Fel – 40 bitar, þ.e. kransakonfekt, Sörur og jarðarber Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut Frá og með deg- inum í dag má samkvæmt lög- um ekki aka um á nagladekkjum en þau eru al- mennt leyfð til 15. apríl á ári hverju. Lög- reglan á höf- uðborgarsvæð- inu sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að þar sem vetraraðstæður væru enn ríkjandi yrði ekki hafist handa við að sekta ökumenn á nagladekkjum fyrr en aðstæður bötnuðu. Svo virðist sem vorið sé á leiðinni því spáð er hitastigi á bilinu 4-11 gráður á landinu öllu næstu daga. Um helgina verður þó töluvert um rigningu og rok víðast hvar. Lögreglan mun ekki sekta strax fyrir notkun nagladekkja Ökumenn fá áfram að nota nagladekk. Prestastefna 2015 var sett í Grafar- vogskirkju í gær eftir helgistund í kirkjunni og tónlistarflutning. Prestastefnu lýkur á morgun. Séra Kristján Björnsson, formað- ur Prestafélags Íslands, sagði að umræðuefni prestastefnu að þessu sinni væri prestsþjónusta í breyttu þjóðfélagi. „Hvernig getum við betur þjónað þjóðfélagi sem er orðið jafnfjöl- skrúðugt og okkar? Þar sem eru mjög margbreytileg viðhorf og lífs- sýn,“ sagði Kristján. Hann sagði að vinnuhópar, málstofur og umræður myndu taka mið af þessu umræðu- efni. Auk þess eru á dagskrá erindi m.a. um fimm alda minningu siðbót- arinnar, þjónustu við deyjandi og fjölskyldur þeirra, áhrifasögu Salt- arans og viðbragðsáætlun kirkj- unnar. Prestafélagið hélt menntadag í fyrradag og þar var m.a. rætt um tjáningarfrelsi og trú. Séra Kristján sagði að prestar þyrftu að taka þátt í umræðunni í þjóðfélaginu, jafnt þótt hún virtist oft óbeisluð t.d. í sam- félagsmiðlunum. gudni@mbl.is Þjónusta í fjölbreyttu þjóðfélagi Prestar landsins fjölmenntu til prestastefnu sem sett var í Grafarvogskirkju í gær Morgunblaðið/Ómar Prestastefna Gengið fylktu liði og í fullum skrúða til prestastefnu í Grafarvogskirkju, að lokinni helgistund. Prestastefnu lýkur á morgun. Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Þetta er hræðilegt ástand, það verður enginn frágangur á málunum og þetta stórskaðar hagsmuni fólks,“ segir Ingólfur Geir Gissurarson, eig- andi fasteignasölunnar Valhallar. Ótímabundið verkfall lögfræðinga hjá BHM hófst hinn 7. apríl síðastlið- inn. Verkfallið hefur gríðarleg áhrif á þinglýsingardeildir sýslumanns- embættanna. Um 1.800 þinglýsingarbeiðnir bíða enn afgreiðslu auk fjölda annarra mála. Ingólfur segir ástandið sem hefur skapast hafa gríðarleg áhrif á kaupendur jafnt sem seljendur, sér- staklega þegar nálgast afhendingar- dag íbúða. „Langflestum kaupsamn- ingum um fasteignir fylgir lán þar sem þarf að þinglýsa skuldabréfum. Síðan þarf sá sem selur íbúð að kaupa sér sjálfur íbúð. Þetta er því keðjuverkun sem stöðvast. Sú staða getur komið upp að þú sért með aleiguna þína hjá sýslumanni í formi skuldabréfs og það er farið að líða að afhendingardegi. Þú færð svo hvorki peninginn né íbúðina afhenta því seljandi afhendir varla fasteign til kaupanda ef litlir eða engir fjármun- ir eru komnir til hans,“ segir Ing- ólfur og bætir við: „Síðan gætirðu þurft að nota peninginn til þess að borga kaupsamningsgreiðslu í næstu íbúð og þá er fólk komið í sjálfheldu. Ef þetta verkfall verður miklu lengra en tvær vikur gæti hlotist af stórkostlegur skaði og skaðabótaskylda myndast.“ Vorið annasamur tími Ingólfur segir ástandið svo alvar- legt að skoða ætti hvort rétt væri að undanþiggja frá verkfalli störf við þinglýsingar. „Öll viðskipti með fast- eignir í landinu stöðvast og svo jafn- vel afleidd viðskipti. Það versta er að samningsaðilar í þessari kjaradeilu virðast ekki gera sér grein fyrir al- vöru málsins fyrir viðskiptalífið og almenning. Þetta er bara sama gamla störukeppnin og það virðist ekki vera hægt að tala saman nema nokkrar vikur hafi liðið og skaði orð- ið. 1.800 skjöl biðu þinglýsingar í fyrradag og þetta safnast bara upp; hvernig á að vinna úr þessu þegar verkfallinu lýkur? Vorið er oftast þannig að fólk fer að hugsa sér til hreyfings, annaðhvort að stækka við sig eða minnka, og vill klára það áður en skólarnir byrja á haustin en ég sé ekki hvernig þetta á að ganga ef það verður komin margra mánaða bið eftir þinglýsingum í kjölfar verk- fallsins,“ segir Ingólfur. „Stórskaðar hagsmuni fólks“  Skjöl til þinglýsinga hrannast upp hjá embættum sýslumanna  Fasteigna- viðskipti stöðvast  Skaðabótaskylda myndast  Óttast afleiðingar verkfalls „Ef þetta verkfall verður miklu lengra … gæti hlotist af stórkost- legur skaði.“ Ingólfur G. Gissurarson Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Ég gerði mér vonir um að þetta yrði samþykkt núna og var bjartsýn á að það myndi ganga eftir,“ segir Guð- ríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF), eftir að kennararnir samþykktu í gær nýjan kjarasamning sem felur í sér breytt vinnumat. Hinn nýi samning- ur gildir út október 2016. Kosninga- þátttakan var 73% og sögðu 58% fé- lagsmanna já en 38,5% nei. Brestir myndast í félaginu Guðríður segir ferlið hafa verið gríðarlega erfitt og að brestir hafi myndast í félaginu sem nú verði að laga. „Þetta var mjög erfiður kjara- samningur fyrir stéttina. Þarna eru kjarabætur en við erum líka að skera upp vinnutímarammann og vinnu- tímaskilgreiningu framhaldsskóla- kennara og það hefur í för með sér mikla breytingu á innra umhverfi skólanna. Þetta hefur reynst okkur erfitt ferli og margir hafa haft sterk- ar skoðanir á þessu. Á köflum hefur þetta verið eins og vígvöllur.“ Kosningaþátttakan var góð að mati Guðríðar og þótt niðurstaðan hafi ekki verið mjög afgerandi endurspeglar hún skoðun meirihluta félagsmanna. „Þetta er niðurstaða í lýðræðislegri kosningu. Kjarasamn- ingurinn er tvímælalaust umdeildur en það er þó ekki hægt að draga þessa niðurstöðu í efa. Nú bíður okk- ar það verkefni að þétta raðirnar og snúa bökum saman. Þannig viljum við styrkja félagsheildina aftur eftir samningaviðræðurnar.“ Samningurinn var undirritaður hinn 1. apríl í húsakynnum ríkis- sáttasemjara og kveður hann á um 8% launahækkun. Félagsmenn í FF höfðu áður fellt samkomulag um nýtt vinnumat og urðu samningar þeirra þar með lausir. Könnun á meðal fé- lagsmanna sýndi hins vegar að mikill vilji var á meðal þeirra til að ganga á ný til samninga á grundvelli vinnu- matsins. Samningaferlið var á köflum „eins og vígvöllur“ Morgunblaðið/Ernir Framhaldsskólar Deilur voru um vinnumatsþátt samninganna.  Kennarar sam- þykktu samning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.