Morgunblaðið - 15.04.2015, Side 30

Morgunblaðið - 15.04.2015, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Elsku amma mín, ég vona að þú sért komin á góðan stað með afa. Margar sögur hef ég heyrt af honum en fékk aldrei að kynnast honum en ég fékk að kynnast þér og þessi 14 ár sem þú ert búin að vera hjá mér eru þau bestu í heimi. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þú ert fyrirmynd mín og munt alltaf vera. Ég mun hugsa til þín á hverjum degi og ég veit að þú munt vera hjá okkur alltaf þeg- ar við þurfum einhvern til að styðja okkur. Þú varst með þennan sérstaka persónuleika sem enginn annar hefur, mér leið alltaf vel í kringum þig. En núna ertu bara komin á betri stað og ég vona að ég komi til þín á endanum. Takk fyrir allt. Diljá Björk Atladóttir. Elsku amma mín, það er svo sárt að þú skulir vera farin frá okkur, en þar sem þú varst svo veik veit ég að þú ert á betri stað núna og komin til afa eftir langa bið. Þú varst alveg ótrú- leg kona, alltaf með allt á hreinu, alltaf fyrst með allar sögur og það var alltaf hægt að hringja og fá fréttir. Þú hringd- ir nánast á hverjum degi bara til þess að heyra í okkur hljóð- ið. Þessi stuttu símtöl gerðu daginn minn betri og ég á eftir að sakna þeirra mjög mikið. Það var svo gott að koma til þín, alltaf svo skemmtilegt, við gátum talað um allt og ekkert, þú varst ekki bara amma mín heldur vorum við miklar vin- konur. Ég er ekki ennþá búin að átta mig á því að þú sért farin frá okkur og er enn að bíða eft- ir því að þú hringir. Þegar ég keyri framhjá Klapparstígnum langar mig svo að koma til þín og fá „namm“ eins og þú kall- aðir það. Ég er þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu þessi 18 ár og eftir situr fullt af ógleym- anlegum minningum sem eiga alltaf stað í hjarta mér. Ég elska þig amma mín og sakna þín mjög mikið. Þín Margrét (Magga mús). Í dag kveð ég Huldu ömmu sem var mér mjög kær. Ég var heppin að fá að alast upp í ná- vist ömmu og afa. Þegar ég lít til baka eru minningarnar ljúf- ar og góðar. Þegar við systur vorum í pössun hjá ömmu og afa er minningin sú að afi var að spila við okkur og amma var að stússast í eldhúsinu og með tuskuna á lofti. Amma var katt- þrifin og mikil matkona og voru desertar hennar sérsvið. Hún gerði marsípantertur, an- anasfrómas og heimatilbúinn ís með núggati sem hún brenndi sjálf. Amma var ekki lengi að baka pönnukökustafla og mæta með í veislur ef svo bar við. Amma var mikil húsmóðir og ávallt til þjónustu reiðubúin. Þegar við komum í heimsókn var smurt brauð með miklu smjöri og fingurþykkri sneið af skinku frá Ameríku. Amma elskaði amerískar vörur og fórum við ófáar ferðirnar saman í Varna- liðið til að versla. Amma fylgdist vel með frétt- Hulda S. Sigurðardóttir ✝ Hulda S. Sig-urðardóttir fæddist 17. október 1923. Hún lést 17. mars 2015. Hulda var jarðsungin 8. apríl 2015. um og las dagblöð- in og kjaftablöðin spjaldanna á milli. Fréttir af mannlíf- inu fékk maður hjá ömmu. Hún var límið í fjölskyld- unni þar sem hún hringdi nánast daglega til að fá fréttir og segja fréttir af fjölskyld- unni. Eins hringdi hún til að láta vita af hinum og þessum tilboðum í búðunum. Við amma fórum í nokkur röll- in, þ.e. keyrðum á milli búða og keyptum kvótann á fleiri en einum stað og er kjúklingarall- ið eftirminnilegast. Amma var einstök kona, átti vinkonur á öllum aldri. Hún var hreinskilin í svörum sem ekki öllum líkaði en þannig var amma. Amma vissi og sá meira en margur og komu vinkonur hennar oft gagngert til að fá kaffi og lestur í bollann. Hún var mikill húmoristi og gaf öll- um gælunafn sem hún fann upp. Amma hélt vel utan um hópinn sinn svo aldrei féll ský á. Minning um gefandi, trausta og yndislega ömmu lifir í hjarta okkar hér í Faxahvarfinu (Síu, Atla, póstsins, músarinnar og gríssins.) Megir þú hvíla í friði, elsku amma. Sigrún Hulda Jónsdóttir. Það er komið að kveðjustund eftir rúmlega fimmtíu ára sam- veru. Hulda var einstök á allan hátt, hún var okkur sem amma, mamma, vinkona og frábær manneskja sem hjálpaði okkur mikið. Margs er að minnast og margt er að þakka og margar ógleymanlegar stundir áttum við saman, og verður hennar sárt saknað. Hulda var mikill gleðigjafi alltaf svo kát og glöð og var aldrei lognmolla í kringum hana, við áttum okkar gælu- nöfn eins og hennar var von og vísa, og kallaði hún okkur Söru, Lósý og Sarasota. Við erum þakklátar að hafa fengið að hafa Huldu í okkar lífi, og erum ríkari fyrir einstaka vináttu hennar. En nú er hún komin til Gísla mannsins síns, hún sakn- aði hans mikið. Við Sara sendum börnum og barnabörnum Huldu og öllum sem stóðu henni næst innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Við kveðjum Huldu okkar með miklum söknuði, Guð veri með þér. Hvíl í friði. Sara og Ólöf Lára. ✝ Baldur Hólm,fv. bóndi á Páfastöðum, fædd- ist 7. mars 1930 á Sauðárkróki. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauð- árkróki 5. apríl 2015. Foreldrar Bald- urs voru Axel Ei- ríkur Björn Jóns- son, f. 13.3. 1908, á Hellu í Blönduhlíð, d. 4.5. 1933, og Sólveig Árnadóttir, f. 10.5. 1893, í Grafarósi, Hofshreppi, d. 15.6. 1983 á Akureyri. Upp- eldisforeldrar voru Helgi Ingi- mar Valdimarsson, f. 1898, d. 1982, og Snjólaug Guðmunds- dóttir, f. 1913, d. 1995, bændur í Árnesi, Lýtingsstaðahreppi. Alsystkini: Karl Hólm, f. 1930, d. 2001. Sammæðra: Eðvald Gunnlaugsson, f. 1923, d. 2007, og Jörgína Þórey Jóhanns- dóttir, f. 1926, d. 2014. Baldur kvæntist Eddu Skag- field, f. 7.5. 1930, árið 1954. Börn þeirra eru: 1. Lovísa Ívar, f. 1992, sambýliskona Ingibjörg Gísladóttir, og Arnar, f. 1993. Baldur ólst upp í Víkurkoti í Blönduhlíð og síðar í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi. Hann gekk í barnaskólann í Héðinsmynni og fór síðar í nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni. Eftir það vann hann á vertíðum í Vestmannaeyjum og starfaði við vörubílaakstur á Keflavík- urflugvelli. Baldur og Edda voru bændur á Páfastöðum frá 1953 til 1990. Jafnframt starf- aði Baldur sem héraðslög- reglumaður frá 1957-1971, og sinnti akstri, s.s skólakeyrslu og fleiri störfum samhliða bú- rekstri. Eftir að þau brugðu búi fluttu þau í nýbyggt hús sitt á Páfastöðum 2 þar sem Baldur gat sinnt hugðarefnum sínum sem voru m.a. skógrækt. Síðustu fjögur árin dvaldi Bald- ur á Dvalarheimili aldraða á Sauðárkróki og naut einstakrar umönnunar og alúðar starfs- fólksins þar. Útför Baldurs verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 15. apríl 2015, kl. 14. Jarðsett verður í Reynistaðarkirkju- garði. Baldursdóttir, f. 10.7. 1954, barn: Baldur Bjarnason, f. 1977, maki Sig- ríður Björk Æv- arsdóttir, börn þeirra Áróra Hrönn, Egill Váli og Embla Björk. 2. Albert Baldursson, f. 17.4. 1956, maki Birna Guðrún Fly- genring, börn Kristján Flyering, f. 1987, trú- lofaður Katrínu Hannesdóttur. Stefanía Áslaug, f. 1991, og Gunnar Bjarni, f. 1993. 3. Helga Jóhanna Baldursdóttir, f. 14.7. 1958, maki Jón Gunnar Valgarðsson, börn: tvíburarnir Andri Már og Hilmar Örn, f. 1994. 4. Sólveig Baldursdóttir, f. 8.2. 1961, börn: Edda Hrund, f. 1982, og Karlotta Dögg, f. 1992. Börn Eddu eru Nicolas Örn og Esja. 5. Sigurður Bald- ursson, f. 27.9. 1963, maki Guð- rún Kristín Jóhannesdóttir, börn: Axel, f. 1990, sambýlis- kona Sandra Steinþórsdóttir, Í dag er borinn til hinstu hvílu faðir minn, Baldur Hólm, fv. bóndi á Páfastöðum í Skagafirði, 85 ára að aldri. Lífshlaup hans var á enda runnið á páskadag sl. á Dval- arheimili aldraðra við Heilbrigð- isstofnunina á Sauðárkróki. Baldur fæddist á Sauðárkróki. Sólveig móðir hans hafði ekki að- stæður til að ala hann upp og heldur ekki tvíburabróður hans og voru þeir því sendir í fóstur á sitthvort heimilið eins og oft var tíðkað á þessum árum. Föður sínum kynntist hann aldrei, því að hann lést þegar Baldur var á þriðja aldursári. Hann var tek- inn í fóstur af miklum sóma- manni Helga Valdimarssyni, bónda í Víkurkoti í Blönduhlíð. Helgi giftist síðar Snjólaugu Guðmundsdóttur og ólu þau hann upp fyrst í Víkurkoti og síðar í Árnesi í Lýtingsstaða- hreppi. Pabbi var fremur harðlyndur maður og efalaust hefur for- eldratómið haft mikil áhrif á skaplyndi hans. Hann var snemma sendur í vinnu við að teyma hesta í vegagerð og fleira. Þegar á unglingsaldri var hann orðinn áberandi hraustur og hafði mikla skemmtan af því að takast á við aflraunir sem fáum öðrum hefði tekist að leysa. Eins var það líka þegar hann var orð- inn fullorðinn að stundum voru kraftarnir notaðir meir en góðu hófi gegndi. En oft er það þannig að ef menn ætla sér um of í lík- amlegri vinnu þá endar það með því að einhverju er ofgert og það átti við í hans tilfelli því að upp úr fertugu varð hann fyrir bak- meiðslum sem áttu eftir að há honum alla hans tíð eftir það. Síðustu fjögur árin var hann meira og minna bundinn við hjólastól og það var ástand sem hann gat aldrei sætt sig við. Þannig minnist ég hans, hrausts manns sem gaf ekkert eftir í því sem hann ætlaði sér, og fannst alveg óþarfi að vera með einhverja tilfinningasemi. Pabbi og mamma byggðu upp jörðina af myndarskap, öll útihús voru svo til ónýt þegar þau hófu búskap árið 1954. Hafist var handa við að byggja fjós og hlöðu og ræktun stóraukin. Síð- an voru byggð fjárhús, hlaða og fjós stækkuð, vélaskemma byggð o.fl. Áhugi pabba lá hjá kindun- um og hestum, kýrnar voru nú ekki í uppáhaldi en þær skiluðu nú samt sínu. Þegar þau hættu búskap árið 1990 var byggt íbúðarhús á Páfa- stöðum 2 þar sem hann átti heimili á ásamt eftirlifandi eig- inkonu sinni. Þar leið honum vel og sinnti af áhuga skógrækt og öðrum áhugamálum sínum á meðan hann gat. Hvíl í friði, pabbi minn, og njóttu þess að vera orðinn heill aftur. Sigurður Baldursson. Hann var Skagfirðingur í húð og hár, rammur að afli, víkingur og gjörvulegur á velli eins og sveitungar hans forðum. Íslensk- ur bóndi eins og þeir gerast best- ir. Þannig kom tengdafaðir minn mér fyrir sjónir. Hann unni sveitinni sinni og var afar fróður um sögu hennar og ánægjulegt var að njóta frásagna hans þegar brunað var um sveitina. Hann var reyndar fróður um margt sem tengdist landi og þjóð, enda afar vel lesinn, hafði yndi af lestri góðra bóka og ekki var það verra ef bókin hafði að geyma þjóðlegan fróðleik. Hann hafði líka gaman að ferðast um landið. Meiri tími gafst til þess eftir að þau hjónin brugðu búskap og annir urðu minni. Þá kom líka nýtt áhugmál, trjárækt, sem hann stundaði af kappi meðan heilsan leyfði. Það sem var melur fyrir 25 árum er nú hinn myndarlegasti gróður- reitur. Hann Baldur minn var ekki maður margra orða, en það leyndi sér ekki að hann var stolt- ur af verkinu. Hann ræddi ekki mikið um sjálfan sig, sagði fátt af æsku sinni en það duldist ekki að hann hafði orði fyrir miklu áfalli barn að aldri þegar hann var tekinn frá fósturforeldrum sín- um og fluttur til einsetubónda frammi í sveit. Það sár sem kom á barnssálina greri aldrei um heilt. Hann sagði mér eitt sinn hversu mjög hann hefði saknað fósturmóður sinnar. Ungur að aldri fór hann að vinna við vega- gerð og hafði það starf að teyma hestana. Hann var heldur ekki hár í loftinu þegar hann fór að leggja sitt af mörkum við bú- störfin, þau áttu eftir að verða mörg handtökin næstu árin. Strákurinn var sterkari en flestir og margar sögur eru til af afl- raunum hans þegar hann eltist. Ekki veit ég hvort hugur hans stóð alltaf til að verða bóndi, þó að það yrði ævistarf hans. Hann hafði farið ungur til náms á Laugarvatni en varð frá að hverfa vegna fjárskorts og snéri aftur í Skagafjörð. Þar kynntist hann heimasætunni á Páfastöð- um og framtíðin var ráðin. Á Páfastöðum ráku þau mikið myndarbú enda bæði vinnusöm og dugleg. Ég man þegar ég kom þangað fyrst, flaug á Krókinn og bóndasonurinn sótti mig. Hann stoppað í vegkantinum áður en komið var að bænum og bað mig lengst allra orða að spyrja ekki foreldrana mikið út í búskapinn heldur skyldi ég spyrja hann þegar enginn heyrði til. Betra væri að stelpan að sunnan, sem aldrei hafði kynnst sveitastörfum, opinberaði ekki fávisku sína í viðurvist tilvonandi tengdaforeldra. Ég hafði ekki dvalið margar stundir á bænum þegar ég var drifin í réttina, því rýja átti kindur. Baldur sýndi mér handtökin og nú skyldi kanna hvort stelpan væri til ein- hverja hluta nytsamleg. Viti menn, mér tókst að lokum rýja eina eða tvær kindur, en þær litu nú ekki alveg eins út og hinar, voru dálítið pönkaðar blessaðar en vonandi kom það ekki að sök. Baldur sagði ekki orð, en glotti því meira. Nú hefur þessi skagfirski vík- ingur kvatt. Það verður tómlegra í Skagafirði án hans. Ég þakka honum samfylgdina og hversu góður afi hann var börnunum mínum. Eddu, tengdamóður minni, og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Birna G. Flygenring. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Þegar komið er að kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Okkar ljúfustu minningar eru vafalaust sumarnæturnar á Páfastöðum þegar við vöktum saman við eldhúsborðið og horfð- um á sólina setjast á bak við Drangey og fylgdumst með henni rísa aftur tignarlega upp. Dalalæðan, döggin í grasinu, ein- staka fuglasöngur. Það er ekkert í heiminum fegurra og það er gott að ylja sér við góðar minn- ingar. Davíð Stefánsson minnir okk- ur á afa sem elskaði sveitina sína og því kveðjum við með skálds- ins orðum. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Við ystu hafsbrún sefur sól, og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. Á túni sefur bóndabær, og bjarma á þil og glugga slær. Við móðurbrjóstin börnin fá þá bestu gjöf, sem lífið á. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson.) Með hjartans þökk, Kristján, Stefanía og Gunnar. Baldur Hólm HINSTA KVEÐJA Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt þau hafa boðið góða nótt. Hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Hvíl í friði og góða nótt elsku afi og langafi. Edda Hrund, Karlotta Dögg, Nicolas Örn og Esja Skagfield. Hinn 19. mars kvöddum við með söknuði hana Magneu, eða Möggu frænku eins og við köll- uðum hana. Hún var í raun okk- ar þriðja amma, og eigum við fallegar minningar um hana sem ljúft er að rifja upp á kveðjustund. Það var alltaf ánægjulegt að heimsækja þau Möggu og Guðna afabróður í Lágholtið og var ávallt tekið á móti manni opnum örmum, og þeim einnig lokað hlýlega þegar hún gaf okkur innilegt knús þegar tími var kominn til að fara. Einnig leið Möggu alltaf best þegar við vorum pakksaddar og gott bet- ur en það – enda frábær kokkur og yndislegur gestgjafi sem naut þess að gera vel við sína. Einnig var hún okkur fyr- irmynd þegar kom að fram- Magnea S. Magnúsdóttir ✝ Magnea Magn-úsdóttir fædd- ist í Reykjavík 21. september 1932. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 9. mars 2015. Útför Magneu fór fram frá Lága- fellskirkju, 19. mars 2015, kl. 12. komu við dýr og var aðdáunarvert að sjá umhyggju hennar gagnvart heimilislausu (og þeim sem áttu heimili) köttunum í hverfinu. Það var þó örugglega ekki bara maturinn sem dró þá til Möggu heldur líka hlýjan og væntumþykjan sem streymdi frá henni. Þegar hún lá mjög veik á spítalanum síðustu dagana var hún oft fyrri til að spyrja hvernig maður hefði það og hvort það færi nógu vel um mann, sem lýsir henni vel – að það var ávallt mikilvægt fyrir henni að hennar nánustu hefðu það gott þegar þeir voru í heim- sókn. Við söknum hennar óskap- lega mikið – en það hlýjar okk- ur um hjartaræturnar að vita af henni og Guðna saman á ný. Líklega eru þau nú að snyrta til í garðinum sínum, með Tobba köttinn sinn malandi í grasinu. Hvíl í friði, elsku Magga. Ásgerður Guðrún Gunn- arsdóttir, Anna Kristín Gunnarsdóttir og Val- gerður Anna Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.