Morgunblaðið - 15.04.2015, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu,
bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti,
kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar,
hjólastillingar og margt fleira.
LAGFÆRUM
BÍLINN
VIÐ
www.solning.is
FRÉTTASKÝRING
Malín Brand
malin@mbl.is
Notkun á endurnýjanlegri orku í sam-
göngum hér á landi hefur tífaldast á
síðustu fimm árum og framleiðsla á inn-
lendu endurnýjanlegu eldsneyti hefur
fimmfaldast á sama tímabili. Þetta er á
meðal þess sem fram kemur í nýútkom-
inni skýrslu sem Græna orkan tók sam-
an um þann árangur sem náðst hefur
varðandi vistvænt eldsneyti og þá að-
gerðaáætlun sem lögð var fram 2011 á
Alþingi. Aðgerðaáætlunin nefndist
„Orkuskipti í samgöngum“.
Skýrslan var lögð fram og kynnt á
ríkisstjórnarfundi í gær af Ragnheiði
Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra. Græna orkan er sam-
starfsvettvangur um orkuskipti í sam-
göngum og er stjórn skipuð fulltrúum
einkageirans og ríkisins.
Sýnilegur árangur
Eitt og annað hefur verið gert til að
auðvelda og stuðla að orkuskiptum og
fólust helstu aðgerðirnar í að koma á
skattalegum ívilnunum fyrir raf-
magns- og tvinnbíla og setningu sölu-
skyldu fyrir endurnýjanlegt eldsneyti.
Margt fleira hefur áunnist og má með-
al annars sjá það í fjölda seldra vist-
vænna bíla eftir að sett voru lög um
skattaívilnanir árið 2012. Séu rafbílar
einir og sér teknir sem dæmi þá voru
þeir 315 talsins í árslok 2014 og voru
býsna fáir á götunum fyrir árið 2012.
Jón Björn Skúlason er verkefnis-
stjóri Grænu orkunnar og segist hann
afar ánægður með þann árangur sem
þegar hefur náðst í því langtímaverk-
efni sem orkuskipti í samgöngum eru.
„Menn hafa til dæmis gagnrýnt laga-
setninguna um íblöndun en ég held að
þegar menn sjá að við erum líka að
flytja inn íblöndunarefni í bensín þá
höfum við alla vega búið til grunn fyrir
heimamarkað. Þeir sem vilja og geta
framleitt vistvæna íslenska orku eru
nú komnir með heimamarkað og við
vonum að sú framleiðsla vaxi í fram-
tíðinni þannig að þessi íblöndun verði
meira og minna íslenskt hráefni.“
Íslenskt eldsneyti
Það má glöggt sjá að hvatinn er fyrir
hendi því nú þegar er orðinn til nokkur
fjöldi nýrra íslenskra fyrirtækja sem
framleiða innlent endurnýjanlegt elds-
neyti. Í skýrslu Grænu orkunnar er
rakið hvernig innlend eldsneytisfram-
leiðsla hefur þróast frá árinu 2000 þeg-
ar Sorpa hóf söfnun hauggass á sorp-
haugunum á Álfsnesi og það hreinsað
og selt sem metan fyrir bíla. Í dag
framleiða fyrirtækin metan, lífdísilolíu
og metanól. Einnig hefur vetni verið
framleitt í tilraunaskyni.
Vistvænir bílar teljast þeir sem
ganga að öllu eða mestu leyti fyrir end-
urnýjanlegum orkugjöfum. Í skýrslu
Grænu orkunnar kemur fram að heild-
arfjöldi bíla á Íslandi í árslok 2014
hafi verið 218.033. Þar af eru 2.386
vistvænir bílar, eða 1,1% af skráðum
bílum.
Aðgerðir til orkuskipta
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, segist
ánægð með þann árangur sem nú
þegar hefur náðst í orkuskiptum í
samgöngum. „Við sjáum að með
markvissum aðgerðum er hægt að
færa þessa hluti til betri vegar,“ segir
hún. „Áform mín með skýrsluna eru
að kynna hana fyrir þinginu og ég
mun leggja hana fyrir þingið núna
sem þingskjal og til umfjöllunar. Síð-
an höfum við í hyggju að vinna nýja
aðgerðaáætlun og setja hana fram á
þinginu í haust í formi nýrrar þings-
ályktunar og leyfa þinginu að koma
að málunum til að tryggja samfelluna
í vinnunni og hafa hana markvissa.“
Skattaívilnanir er varða innflutn-
ing á umhverfisvænum bifreiðum
hafa verið settar til eins árs í senn frá
árinu 2012. Vilji er til að lengja gild-
istíma ívilnananna og er það í skoðun.
„Við höfum rætt það á milli okkar og
fjármálaráðuneytisins og erum að
hefja þá vinnu. Mín skoðun er sú að
við ættum að setja þetta í fastari
skorður og líta m.a. til Noregs í þeim
efnum. Setja ætti skýr viðmið um
markmið, annaðhvort um ákveðið
hlutfall bifreiða eða fjölda, þannig að
menn geti gert áætlanir fram í tím-
ann, en um leið og ekki er lengur þörf
fyrir þessa hvata og markmiðunum
náð þá falli þeir niður og allir viti að
það muni gerast,“ segir Ragnheiður
Elín Árnadóttir.
Vistvænir bílar eru 1,1% flotans
Hlutfall innlends eldsneytis hefur fimmfaldast á fimm árum Orkuskipti í samgöngum langtíma-
verkefni Ný aðgerðaáætlun unnin og lögð fyrir Alþingi á komandi hausti Skattalegar ívilnanir
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þorvaldseyri Hér á landi hafa orðið til fyrirtæki sem framleiða innlent end-
urnýjanlegt eldsneyti á borð við metan, lífdísilolíu og metanól.
Endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum
6,5
6,0
5,5
5,0
4,5
4,0
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0,0
20062004 2008 2010 2012 2014
Metan, ktoí.
Lífdísill, ktoí.
Metanól, ktoí.
Rafmagn, ktoí.
Notkunarspá endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum, ktoí.
Raunnotkun endurnýjanlegs eldsneytis, ktoí.
Næstu skref
» Uppbygging fari fram á inn-
viðum fyrir vistvæn ökutæki.
» Þverfaglegt samstarf verði
eflt til að afla sem víðtæk-
astrar þekkingar.
» Bæta aðgengi að fjármagni
sem stuðlar að uppbyggingu
innviða til dreifingar á end-
urnýjanlegu eldsneyti.
» Opinberir aðilar setji sér
vistvæna samgöngustefnu.
» Opinberir aðilar móti vist-
væna innkaupastefnu og kaupi
vistvæna bíla.
» Áfram verði unnið að því að
auka hlut endurnýjanlegrar
orku í samgöngum og hlutdeild
hennar verði 10% árið 2020
» Orkuskipti haftengdrar
starfsemi fái aukið vægi.
» Fræðslu- og kynningarefni
um mismunandi gerðir elds-
neytis og bíla dreift á vefnum
og í skólum.
» Tækifæri nýtt til nýsköp-
unarverkefna.
Ragnheiður
Elín Árnadóttir
Jón Björn
Skúlason
Brynja Dögg Guðmundsd. Briem
brynjadogg@mbl.is
Framkvæmdastjórar þriggja stórra
verktakafyrirtækja á Akureyri segja
framkvæmdadeild bæjarins beina
tilteknum viðskiptum sínum, sem
ekki þurfa að fara
í útboðsferli, aðal-
lega til eins verk-
taka. Fyrirtækið
sem um ræðir er
Finnur ehf.
Stjórnendur fyr-
irtækjanna
þriggja óskuðu
upplýsinga úr
bókhaldi Akur-
eyrarbæjar. Ósk-
að var upplýsinga
um viðskipti framkvæmdadeildar við
jarðvinnuverktaka á tímabilinu júní
til nóvember 2014.
Fyrirtækin sem óskuðu upplýs-
inganna eru GV-Gröfur, G. Hjálm-
arsson og Malbikun KM og Garð-
tækni og Garðverk. Í tilkynningu frá
framangreindum aðilum er sagt að
fyrirtæki í eigu sama aðilans hafi
unnið liðlega þriðjung allra fyrr-
greinda verka á vegum bæjarins á
áðurgreindu tímabili. Fyrirtækin
sem bærinn hafi átt í viðskiptum við
á þessu tímabili hafi verið hátt í þrjá-
tíu talsins.
Segja stjórnendur fyrirtækjanna
að viðskiptin samræmist illa breyt-
ingum sem boðaðar hafi verið af
hálfu bæjarins fyrir ári, en þá hafi
bæjarstjóri og fulltrúar fram-
kvæmdadeildar bæjarins boðað að
flest slík viðskipti færu í útboðsferli.
Í tilkynningunni furða fram-
kvæmdastjórar fyrirtækjanna sig á
háttum framkvæmdadeildar og sýn-
ist deildin hunsa fyrirmæli bæjar-
stjóra um að verkefnin skyldu fara í
útboðsferli. Verulegir fjármunir séu
í húfi, þar sem framkvæmdadeildin
sé stór kaupandi jarðvinnu ýmiskon-
ar.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæj-
arstjóri á Akureyri, segist ekki geta
svarað því hvers vegna Finnur ehf.
hafi orðið svona oft fyrir valinu.
Hann segir að stefnt sé að útboði á
allra næstu dögum. „Við buðum út
snjómokstur í vetur og fengum á
okkur kæru. Niðurstaðan var sú að
við hefðum átt að vanda betur út-
boðsgögnin vegna snjómokstursins,“
segir Eiríkur. Hann segir að verið sé
að laga útboðsgögnin sem snúi að
smærri verkum, allt sé í vinnslu en
þetta verði boðið út á næstu dögum
og gert með réttum hætti.
Viðskiptum beint
til eins verktaka
Akureyrarbær bregst við gagnrýni
Eiríkur Björn
Björgvinsson