Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Undanfarið hefur talsvert af gas- kútum fundist í sjónum við Norður- Noreg og rekið á fjörur þar. Fólk er varað við því að taka gashylkin upp eftir að þau hafa marað í sjón- um í nokkrar vikur, en fólk er hvatt til að hafa samband við næsta slökkvilið frétti það af gaskútum. Samkvæmt upplýsingum frá Eim- skipafélaginu er talið að gaskút- arnir hafi verið í farmi Dettifoss, sem missti um 20 gáma útbyrðis norðvestur af Færeyjum rétt fyrir síðustu jól. Danska fyrirtækið Kosan Gas sendi fyrir nokkru út viðvörun vegna kútanna og hafa nokkur norsk sveitarfélög birt hana á heimasíðu sinni. Í tilkynningu fyr- irtækisins kemur fram að alls hafi 1.280 gaskútar farið í sjóinn í óveðrinu og fleiri kútar muni að líkindum finnast á norskum fjörum á næstunni, en talið er að þeir geti dreifst um stórt svæði. Í fréttinni er talað um að tvö skip hafi misst gáma með gashylkjum, en miðað við raðnúmer á gaskútunum er lík- legast að þeir séu allir úr farmi Dettifoss. Í tilkynningu danska fyrirtækis- ins kemur fram að skipulögð hafi verið söfnun á kútunum og meðferð á þeim í samvinnu við slökkvilið. Í kútunum er própan-gas, sem m.a. er notað við grill, og segir í til- kynningunni að eftir margar vikur í sjónum sé ekki vitað um ástand kútanna og því er fólk varað við að hreyfa við þeim og alls ekki að taka þá með sér til eigin nota. aij@mbl.is Gaskútar úr Dettifossi finnast á norskum fjörum Ljósmynd/Hermann Mindrum Frá Lurey Þar og víðar í Noregi hafa gaskútar fundist í fjörunni.  Talið að 1.280 kútar hafi farið í sjóinn í óveðri rétt fyrir jól Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það verða oft til svona leiðindamál þar sem brotið er gegn lögreglu- mönnum við þeirra skyldustörf með ofbeldi og margur lögreglumaður hefur orðið sár á eftir – bæði á sál og líkama,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglu- manna. Alls hefur 21 sakborningur verið dæmdur í fangelsi eða til sektar- greiðslu frá áramótum fyrir brot gegn valdsstjórninni en einn var sýknaður þar sem ekki þótti sannað að hann hefði fingurbrotið lögreglu- mann. Á sama tíma í fyrra voru 14 dæmdir fyrir sömu sakir. Brotin eru margvísleg, allt frá því að hrækt sé á lögreglumenn og sleg- ið til þeirra – til beinna líkamsárása. Þau eru framin í útköllum, við eftir- lit og afskipti lögreglunnar af fólki. Þá er lögreglumönnum og fjöl- skyldum þeirra ítrekað hótað. Hægt er að dæma fólk í sex ára fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Flest í júní, fæst í janúar Á tímabilinu 2007 til 2013 voru flest brot gegn lögreglumönnum skráð árið 2008 eða 379 en ekki enda öll mál fyrir dómi. Að meðaltali eiga flest brot gegn valdstjórninni sér stað í júní og þar næst í júlí ár hvert. Fæst slík brot eiga sér stað í janúar. Brotum fór fækkandi frá 2008 til 2011, fjölgaði árið 2012 en sú aukning hélt ekki áfram árið 2013. Ekki eru til tölur fyrir árið 2014. Flest brotin snúa að því að fyrir- mælum lögreglu sé ekki hlýtt en árið 2013 voru 150 slík brot skráð, 69 var lögreglumönnum hótað og 56 sinn- um beitt ofbeldi. „Einn góður maður sagði við mig fyrir skemmstu: Það er haldin útihá- tíð hvert einasta föstudags- og laug- ardagskvöld í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Snorri. Hann segir ástandið í miðbænum um helgar allt annað en glæsilegt. „Þegar svona mikill fjöldi fólks kemur saman í misjöfnu ástandi, undir áhrifum áfengis og fíkniefna, því það er engin launung á að það eru margir á einhverju öðru en bara áfengi, þá skapast þetta ófremdar- ástand sem leiðir oft til þessara mála.“ Að sögn Snorra hefur Lands- samband lögreglumanna lengi talað fyrir því að refsað sé fyrir brot gegn valdstjórninni. Það er hinsvegar ekki þeirra að ákveða hvort málið fer fyrir dóm heldur ákæruvaldsins í hverju lögregluembætti fyrir sig. Mál um brot gegn valdstjórn sótt af þunga  21 dæmdur á árinu fyrir brot gegn valdstjórninni  Refsiramminn sex ár Morgunblaðið/Júlíus Brotlegur Flest brot eru þannig að fyrirmælum lögreglu er ekki hlýtt. Úr dómum fyrir brot gegn lögreglumönnum » ...þá hótaði ákærða lög- reglumanninum lífláti og hót- aði jafnframt að drepa börn hans. » ...með því að hafa slegið lög- reglumann hnefahöggi í líkam- ann, skallað hann í andlitið, gert tilraun til að skalla hann að nýju og sparkað í hægri síðu hans. Ákærði hótaði auk þess lögreglumanninum lífláti. » ...bitið lögreglumanninn til blóðs. » ...með því að hafa tekið í vinstri hönd lögreglumannsins og snúið upp á hana. » ...og hótað lögreglumann- inum líkamsmeiðingum og líf- láti. Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands 2015 Starfslok starfsmanna Hér með óskar Öldrunarráð eftir tilnefningum til viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilit að senda inn tilnefningar. Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 26. apríl 2015 og skulu tilnefningar sendar til Öldrunarráðs Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík eða á netfangið oldrunarrad@oldrunarrad.is Öldrunarráð Íslands veitir sérstaka viðurkenningu til fyrirtækja eða stofnanna sem hafa myndað sér framúrskarandi stefnu varðandi starfslok starfs- manna sinna og framfylgja henni á ábyrgan máta. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfir- læknir lyflækninga krabbameina á Landspítalanum, segir geisladeild- ina þar rekna á um 50% afköstum eftir að verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hjá BHM hófst. Allt sé reynt til þess að ekki verði rof í meðferðum sjúklinga og ekki hafi verið talin þörf á því hingað til að sækja um undanþágu til að fá fleira fólk til starfa, en það gæti breyst. Hann segir ástandið valda kvíða hjá sjúklingum. Geislafræðingar og lífeindafræð- ingar hófu ótímabundið verkfall, ásamt þremur öðrum félögum innan BHM, mánudaginn 7. apríl. Yfirleitt eru sex geislafræðingar að störfum á geisladeildinni, nú eru þeir tveir. „Ef við rekum okkur á að þessi mönnun dugar ekki til að sinna nauðsynleg- um verkum verðum við að sækja um undanþágu. En við höfum ekki gert það hingað til,“ segir Gunnar. Ýmsar tafir Geislafræðingar sjá m.a. um myndgreiningarrannsóknir við greiningu krabbameina, mat á með- ferðarárangri og eftirlit krabba- meinsgreindra og lífeindafræðingar gera m.a. blóðrannsóknir. „Það er fullur skilningur hjá þeim, rétt eins og öllum öðrum heilbrigðisstéttum, á að verkföll eigi aldrei að skaða sjúklinga,“ segir Gunnar. Hafa orðið tafir á greiningum? „Já, í einhverjum tilvikum hafa þær tafist um einhverja daga. En við höf- um metið það þannig að það muni ekki valda skaða. Venjuleg tíma- lengd greiningar getur verið nokkr- ar vikur og við vegum og metum hvert einstakt tilvik.“ Hvað með rannsóknir – hafa þær tafist? „Já, það hefur gerst, en ég legg áherslu á að öllum bráðarann- sóknum er sinnt. Það hefur líka þurft að fresta eftirliti sjúklinga, en það má ekki dragast lengi,“ segir Gunnar. „Ég get fullyrt að okkur hefur tekist að halda dampi, en auð- vitað gengur þetta ekki jafnsmurt og venjulega. Við þurfum að aðlaga okkur aðstæðum.“ Hversu lengi getur þetta gengið svona – varla er hægt að forgangs- raða veiku fólki í langan tíma? „Það er erfitt að segja til um hversu lengi þetta getur gengið og verður auðvit- að erfiðara eftir því sem verkfallið varir lengur. Það er ekki hægt að halda endalaust svona áfram og eftir því sem verkfallið dregst færumst við nær öryggismörkum.“ Eruð þið komin nálægt þeim? „Við reynum að fyrirbyggja að það gerist. Ef við teljum svo vera sækjum við um undanþágu. Svona ástand þarf að vega og meta daglega.“ Erfitt að plana fram í tímann Gunnar segir að þótt tekist hafi að halda uppi starfsemi á deildinni að mestu leyti hafi ástand sem þetta slæm áhrif á sjúklingana. „Fólk er kvíðið og jafnvel hrætt. Þetta truflar líðan fólks.“ Er einhver munur á því hvernig þetta verkfall og læknaverkfallið fyrir áramót kemur niður á starf- seminni? „Læknar fóru í tímabundin verkföll sem hægt var að aðlaga sig að og við gátum unnið í kringum þau. Þá vissum við meira fyrirfram hvernig ástandið yrði. Það er erf- iðara að plana fram í tímann þegar verkfall er ótímabundið.“ Hvað tæki langan tíma að vinna upp þau verkefni sem hafa safnast fyrir leystist verkfallið í dag? „Það er erfitt að segja. En það yrði væntanlega aukið álag þegar verk- fallið leysist. Bið eftir krabbameins- meðferð hér á landi hefur verið til- tölulega stutt miðað við mörg önnur lönd og við viljum alls ekki glata því niður.“ Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Yfirlæknir á krabbameinsdeild segir ástandið þar vegið og metið daglega vegna verkfalls BHM. Ekki hægt að halda endalaust svona áfram  Geisladeildin er rekin á um 50% afköstum í verkfalli BHM Fimm aðildarfélög BHM hafa verið í verkfalli frá 7. apríl. Hjá lífeindafræðingum hafa verið veittar sex undanþágur, ein hjá geislafræðingum, tíu hjá nátt- úrufræðingum og engin hjá lög- fræðingum. Fjöldi veittra und- anþágna hjá Ljósmæðrafélagi Íslands liggur ekki fyrir, en það- an fengust upplýsingar um að þær skiptu tugum. Flestar hjá ljósmæðrum MARGAR UNDANÞÁGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.