Morgunblaðið - 15.04.2015, Síða 21

Morgunblaðið - 15.04.2015, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Skrautbúinn, indverskur sikha-hermaður sýnir Guði virðingu við Gullna hofið í borginni Amritsar í gær í tilefni Baisakhi-hátíðarinnar. Sikhar eru um 27 milljónir og flestir þeir búa á Indlandi en einnig eru margir sikhar í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Þeir eru ekki síst þekktir fyrir mik- ilfenglegan höfuðbúnað sinn, vefjarhöttinn. Sikha-trú er eingyðistrú og skyld bæði hindúatrú og íslam. Stofnandinn, Guru Nanak, fæddist 1469 og var umbótasinnaður hindúi, sikha-trú var fullmótuð um 1700. Sikha-konur bera oftast millinafnið Kaur (prinsessa) og karlar millinafnið Singh (ljón). Sikhar hafna stéttaskiptingu hindúasiðarins og segja alla vera jafna. AFP Stoltur Sikhi í Amritsar Vefjarhettir geta verið af ýmsum gerðum FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Orrustan er að hefjast vestanhafs, fyrstu þættir hennar verða háðir innan flokkanna en lokaslagurinn næsta haust verður gegn „hinum“. Hillary Clinton er eini demókratinn sem hefur stigið fram. Yfirburðir hennar í skoðanakönnunum eru slík- ir að fáir demókratar þora að skora hana á hólm. Bent er á að 2008 hafi Hillary tapað mjög naumlega fyrir Barack Obama, reyndar fékk hún ívið fleiri atkvæði í forkosningunum en færri kjörmenn. Og flestir þekkja nafnið og andlit- ið á fyrrverandi forsetafrúnni sem síðar varð utanríkisráðherra Obama. Í þessum efnum stendur hún vel að vígi. Geysilega erfitt er fyrir stjórn- málamenn að verða almenningseign, hrífa fólk í stóru landi þar sem kjör- sókn er oftast lítil, jafnvel undir 50%. Og fæstir Bandaríkjamenn hafa brennandi áhuga á pólitík. Clinton virðist hafa alla burði til að verða fyrsta konan á forsetastóli vestra. En athyglisvert er að kosn- ingasérfræðingurinn Nate Silver, sem oft hefur reynst sannspár, segir möguleika hennar á sigri 2016 vera 50%, jafnlíklegt sé að hún tapi. „Bú- um okkur undir gríðarlega harða keppni,“ segir Silver. Clinton nýtur virðingar en er afar umdeild. Jafnframt finnst mörgu al- múgafólki að hún sé hluti af elítunni. Hún sé löngu hætt að hafa þekkingu á kjörum venjulegs fólks. Hún og eiginmaðurinn, Bill Clinton, fyrrver- andi forseti, hafa með fyrirlestra- haldi og framlögum frá aðilum (sem sumir eru vafasamir peningafurstar í útlöndum) haft um 100 milljónir dollara í tekjur frá því að dvölinni í Hvíta húsinu lauk 2001. Sem frægt var sagði Hillary þau hafa verið „staurblönk“ eftir þá vist, orðaval sem ekki þótti sýna mikinn skilning á raunverulegri fátækt. Ekki verra að vera kona Þeir lífseigu fordómar að konur geti ekki gegnt æðsta embættinu virðast vera á hröðu undanhaldi, ef marka má kannanir. Auk þess gæti Clinton fengið talsvert af atkvæðum út á kynferðið. Eitt af því sem notað verður gegn henni er aldur hennar, ef hún sigrar verður hún 69 ára þeg- ar hún tekur við keflinu. Óljóst er hve mikið vægi slík gagnrýni hefur. Einn vinsælasti forseti síðari ára- tuga, repúblikaninn Ronald Reagan, var tæplega sjötugur þegar hann varð forseti 1981. Þeir fáu sérfræðingar sem taldir eru fremur málefnalegir segja að vandi Clinton sé aðallega tvenns konar, ímyndin hjá almenningi og óvinsældir Obama. Repúblikanar eiga vafalaust eftir að minnast á Obama í hvert sinn sem þeir ræða um Clinton, í von um að þessar óvin- sældir loði við hana. Hún var virkur stjórnmálamaður þegar eiginmaður hennar, Bill, tók við völdum í janúar 1993 og stýrði Hillary þá misheppn- aðri tilraun til að koma á sjúkra- tryggingakerfi fyrir allt landið. Sumir hafa velt því upp að eiginmað- urinn muni gegna á ný pólitísku hlutverki í Hvíta húsinu ef Clinton vinnur. En hún þótti röggsamur utanrík- isráðherra. Þótt hún sýndi Obama hollustu fór það ekki milli mála að hún var oft herskárri en forsetinn. Henni fannst t.d. að hann hefði átt að styðja með ákveðnari hætti við bakið á andstæðingum Bashars al- Assads Sýrlandsforseta en reyndin varð. En ef hún reynir nú að hampa þessari afstöðu er hætt við að bros Obama breytist í grettu. Þótt hann hafi valdið mörgum vonbrigðum er ekki vænlegt að ætla að sigra 2016 með því að gera lítið úr flokksbróður sínum á forsetastóli. Allt kapp lagt á að pússa ímyndina í huga kjósenda  Clinton þarf að fjarlægja sig frá Obama en má ekki beinlínis gagnrýna hann AFP Rásmarkið Clinton í Iowa í gær, þar verður fyrsta forval demókrata. Herskip úr Norðurflota Rússlands sigldu í gær inn á Erm- arsund og munu efna þar til her- æfinga, að sögn fréttastofunnar Interfax í Rússlandi. Verður lögð áhersla á loftvarnir og kafbáta- varnir, að því er segir í frétta- tilkynningu frá Norðurflotanum. Eitt af rússnesku skipunum er Severomorsk, sérhannað til að leita uppi kafbáta og granda þeim. Rússneskir fjölmiðlar sögðu í nóvember sl. frá sams konar æf- ingum á Ermarsundi. Þá sögðu á hinn bóginn talsmenn flota Breta og Frakka að aðeins hefði verið um að ræða hefðbundna siglingu um sundið sem er alþjóðleg sigl- ingaleið. Bretar segja að rúss- nesk herskip á leið til Miðjarð- arhafs fari að jafnaði um Ermarsund. kjon@mbl.is ERMARSUND Rússneski flotinn efnir til æfinga Liðsmenn Ríkis íslams, IS, í Írak og Sýrlandi hafa hörfað frá allt að þriðjungi þess svæðis sem þeir réðu yfir áður en Bandaríkjamenn hófu loftárásir á þá, að sögn varn- armálaráðuneyt- isins í Washington. Sagt var að með loftárásum og aðgerðum íraskra herveita hefði víða tekist að hrekja sveitir IS á brott. Barack Obama Bandaríkjaforseti átti fund með starfsbróður sínum í Írak, Hadar al-Abadi í gær. Var gert ráð fyrir að Abadi færi fram á mikla efna- hagsaðstoð og hergögn. Tekjur Íraka af olíusölu hafa minnkað mjög vegna verðfalls á alþjóða- mörkuðum. Framleiðslan er hins vegar sú mesta í þrjá áratugi. ÍRAK-SÝRLAND IS hörfar frá stórum landsvæðum Haidar al-Abadi Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ár er liðið frá því að hermdarverka- menn íslamista í hreyfingunni Boko Haram í Nígeríu rændu nær 300 ungum skólastúlkum í bænum Chi- bok í afskekktu héraði í norðaust- urhluta landsins. Nokkrum tókst að sleppa úr haldi en 216 eru enn ófundnar. Boko Haram, undir for- ystu Abubakars Shekau, segir að kristnum föngum hafi verið snúið til íslams og margar hafi verið giftar múslímum, þær seldar í þrældóm eða gerðar að hermönnum. Efnt var til mótmælagöngu vegna málsins í höfuðborginni Abuja í gær. Kona segist í samtali við BBC hafa séð meira en 50 af stúlkunum á lífi fyrir þrem vikum í borginni Gwosa. „Við gægðumst inn um glugga og spurðum hvort þær væru stúlkur frá Chibok,“ segir hún. Buhari er varkár Muhammadu Buhari, nýkjörinn forseti Nígeríu, segir að sýna verði heiðarleika. „Sem stendur vitum við ekki hvar þær eru,“ segir hann í grein í New York Times. „Við vitum ekki hvort þær eru við góða heilsu, hvernig þeim líður, hvort þær eru enn saman og hvort þær eru á lífi. Hversu mikið sem mig langar til þess get ég ekki lofað að við getum fundið þær: ef ég gerði það væri ég að ýta undir órökstuddar vonir sem aðeins yrði til að auka enn á sorgina síðar ef við gætum ekki staðið undir slíkum væntingum.“ Mál stúlknanna í Chibok er að- eins eitt af mörgum dæmum um framferði Boko Haram. Fram kem- ur í nýrri skýrslu mannréttindasam- takanna Amnesty International að Boko Haram hafi rænt með vopna- valdi a.m.k. 2.000 konum og stúlkum síðustu árin. Einnig hafi fjölda karla og drengja verið rænt, þeir ýmist drepnir eða þvingaðir til að ganga í vígasveitir samtakanna. Álitið er að alls hafi um 10.000 óbreyttir borg- arar látið lífið fyrir vopnum Boko Haram-liða frá því að uppreisn þeirra hófst fyrir sex árum. Sam- tökin berjast fyrir kalífaríki í Níger- íu. Hafa rænt um 2.000 stúlkum  Boko Haram hefur frá 2009 drepið um 10.000 manns í Nígeríu og víðar Muhammadu Buhari Abubakar Shekau Lög íslams » Boko Haram-liðar ráða lög- um og lofum á stóru svæði sem er að mestu byggt músl- ímum. Þar framfylgja þeir harkalegri túlkun á íslömskum lögum. » Samtökin beita sér ákaft gegn því að börn Níger- íumanna gangi í skóla sem reknir eru í samræmi við vest- rænar hefðir. Georgíski stórmeistarinn Gaioz Nigalidze hefur verið rekinn úr al- þjóðlegri skákkeppni í Dubai en hann varð uppvís að því að nota snjallsíma til að bæta stöðuna. Nigalidze mun hafa brugðið sér oft á salernið en verðir fundu síðar símann, vafinn inn í pappír, í rusla- fötu. Síminn reyndist skráður á skákmanninn og skákforrit var í gangi. Andstæðingi hans, Armeni sem ber hið skák-fræga nafn Tigran Petrosjan en mun þó ekki vera ætt- ingi heimsmeistarans fyrrverandi, fannst klósettferðirnar óeðlilega margar. Var þá farið að kanna málið og svindlið komst upp. kjon@mbl.is Skák og mát Gægst í forrit. Svindl á salerninu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.