Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 ✝ Hjalti Jónassonvar fæddur á Akureyri 19. maí 1927. Hann lést 5. apríl 2015. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Jónasson hrepp- stjóri og kennari í Flatey, fæddur árið 1893, dáinn árið 1968 og eiginkona hans, Guðríður Kristjánsdóttir, fædd árið 1897 og dáin árið 1977. Syskini hans voru: Kristján, fæddur 1928, lést 1985, Guð- mundur, fæddur 1929, lést 1962, Haraldur, fæddur 1930, lést 2001, Anna Sigrún, fædd 1933, lést 1993, Emelía, fædd 1935 og Sigurður, fæddur 1937, lést 2011. Hjalti ólst upp hjá foreldrum sínum í Flatey á Skjálfanda. Hann útskrifaðist með gagn- fræðapróf frá Héraðsskólanum hann var 17 vertíðir í Hvalstöð- inni. Eiginkona hans var Jóhanna J. Þorgeirsdóttir kennari. Hún fæddist á Litla-Bakka á Akra- nesi 1. september 1930 Foreldrar hennar voru hjónin Þorgeir Jósefsson framkvæmda- stjóri á Akranesi og Svanlaug Sigurðardóttir. Jóhanna lést í apríl 2006 Börn þeirra eru Þorgeir vél- stjóri, f. 1953, Svanfríður, starfs- maður Íþróttafélagsins Fylkis, f. 1955, Þórgunnur, f. 1957, d. 1958, Þórgunnur, hjúkrunar- fræðingur og viðskiptafræð- ingur, f. 1960, gift Sigurjóni R. Grétarssyni rafeindavirkja, Guð- mundur endurskoðandi, f. 1963, kvæntur Bogey R. Sigfúsdóttur, B.A. í frönsku, Þorsteinn, við- skiptafræðingur, f. 1968, starfs- maður Landsbankans, kvæntur dr. Berglind Jóhannsdóttur tannréttingasérfræðingi. Barna- börnin eru 11 og barnabarna- börnin eru 7. Útförin fer fram frá Selja- kirkju í dag, 15. apríl 2015, kl. 13. á Laugum 1947, stúdentspróf frá M.A. 1951 og B.A. gráðu í landafræði og sögu frá H.Í. 1954. Í upphafi starfs- ferils síns var hann við sjómennsku og vertíðarstörf. Að- alstarf hans var sem kennari frá 1955. Hann kenndi við Miðbæjarskólann í Reykjavík þar til honum var lokað en þá flutti hann í Austurbæjarskól- ann þar sem hann varð yfirkenn- ari og síðan skólastjóri. Árið 1979 varð hann skólastjóri í Seljaskóla, sem þá var nýr skóli, og til þess að hann fór á eft- irlaun árið 1997. Einnig kenndi hann við Versl- unarskólann og M.R. Á sumrin stundaði hann ýmis störf, við síldarsöltun, bygginga- vinnu, sjómennsku, auk þess sem Elskulegur faðir minn, Hjalti Jónasson, kvaddi okkur að morgni páskadags eftir langt og farsælt líf. Hvað getur maður sagt um mann eins og hann pabba? Hann var góður maður, hann var réttsýnn og umburðarlynd- ur, hann leitaði eftir og fann styrkleikana í fari samferða- mannanna og kaus að horfa framhjá því sem betur mátti fara. Hann var ekki orðmargur en orðheppinn og skemmtilegur og enginn var betri sögumaður en pabbi. Hann var á undan sinni samtíð að því leyti að hann var mjög duglegur inni á heimilinu, þreif húsið með mömmu, eldaði og gekk frá í eldhúsinu. Hann elskaði konuna sína og aldrei féll styggðaryrði á milli þeirra en þau áttu 55 ár saman. Hann elskaði líka börn- in sín og ekkert gladdi hann meira en barnabörnin og barna- barnabörnin. Ég kveð hann með virðingu, þökk og væntumþykju, farðu í friði, elskulegur. Þórgunnur Hjaltadóttir. Hann afi Hjalti okkar var einstakur maður. Mann með jafn fallegt hjartalag og hann, er erfitt að finna. Yfirvegaður, réttsýnn, skynsamur, þolinmóð- ur og hjálpsamur. Kosti hans má lengi upp telja. Í sannleika sagt er ómögulegt að skrifa nógu góða minningargrein til að koma orðum að því hversu góður maður afi var. Æskuminningarnar okkar barnabarnanna úr Hlunnavog- inum hjá afa Hjalta og ömmu Jóu eru margar og góðar og munu að eilífu lifa í hjörtum okkar. Sem dæmi má nefna að fá að gista í holunni, milli ömmu og afa, fá ristað brauð og kakó- malt í morgunmat í rúmið, ferð- ir í Kolaportið, alltaf til litir og blöð til að teikna á og að sjálf- sögðu ís í eftirmat og margt fleira. Það var alltaf hægt að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera heima hjá afa og ömmu. Afi og amma voru ávallt boðin og búin til að aðstoða okkur börnin við heimanámið enda bæði kennarar. Afi talaði oft um hversu ríkur hann væri að eiga svona marga og góða af- komendur og þá bentum við honum á hversu rík við værum að eiga hann fyrir afa. Afi Hjalti og amma Jóa voru sem eitt, enda höfðu þau verið saman frá því í menntaskóla og einnig átt sameiginlegan vinnu- stað stóran hluta af sinni tíð. Það þarf einstakt fólk til þess að slíkt fyrirkomulag gangi upp en það lýsir þeirra sambandi. Það hjálpar manni í gegnum sorgina að hugsa til þess hversu miklir fagnaðarfundir það hafa verið þegar þau voru sameinuð á ný þessa aðfaranótt páskadags enda var söknuður afa mikill eft- ir að amma féll frá. Við kveðjum þig, afi Hjalti, með söknuð í hjarta. Þú átt stór- an hluta af þeim manneskjum sem við barnabörnin öll erum í dag. Biðjum að heilsa ömmu. Elín Hanna, Hjalti Geir, Jónína Klara, Daníel Bergmann, Dagný Valgerður og Karitas. Í dag kveðjum við elsku afa Hjalta með söknuði. Afi var ljúfmenni, yfirleitt orðfár en fljótur í tilsvörum og bráðfyndinn. Hann las mikið og því var gaman að ræða við hann um hin ýmsu málefni. Afi missti mikið þegar amma Jóa kvaddi. Mér þótti vænt um hve fallega hann talaði alltaf um hana, en hann varð oft meyr þegar hann rifjaði upp tímann þeirra saman. Ég er sérstaklega þakklát fyrir stundirnar sem við áttum saman þegar ég var í fæðing- arorlofi fyrir tæpum þremur ár- um. Við Markús Allan heimsótt- um afa langa reglulega og þrátt fyrir að minnið væri farið að stríða honum var alltaf stutt í húmorinn og hann átti enn til margar sniðugar sögur, meðal annars frá æskuárunum í Flat- ey. Afi langi var stoltur af litla snáðanum og sagði oft að ekki væru allir svo heppnir að eiga langafa, enda var það alveg rétt hjá honum. Og hvað þá vel gerð- an langafa eins og hann. Takk fyrir allt, elsku afi. Ég mun ávallt geyma góðar minn- ingar um ljúfan og skemmtileg- an mann. Ellisif Sigurjónsdóttir. Það verður þeim sem lengi lifa að sjá á bak æ fleiri vinum og samferðamönnum. Nú síðast kvaddi þetta jarðlíf á páskadag vinur minn Hjalti Jónasson, fyrrverandi skólastjóri til fjölda ára í Reykjavík. Hann mun hafa fæðst á Ak- ureyri 19. júní 1927, en flutti kornungur með foreldrum sínum til Flateyjar á Skjálfandaflóa, þar sem hann ólst upp. Þar gerðist Jónas faðir hans skóla- stjóri og forvígismaður um hags- munamál heimahaga. Undirrit- aður átti því láni að fagna að heimsækja foreldra Hjalta þar sem þau bjuggu búi sínu í Flat- ey, en Jónas gerðist vinur minn þegar hann kenndi einn vetur við Gagnfræðaskólann á Ísafirði. Átti ég þar leið um með gömlu Súðinni áleiðis til Ísafjarðar vor- ið 1948. Þegar tímar liðu sótti Hjalti skólann á Laugum, en að því búnu hóf hann nám við Mennta- skólann á Akureyri. Við Hjalti gerðumst herbergisfélagar haustið 1950 á Putalandi, litlu herbergi á efsta lofti Suðurvista MA, en fluttum eftir áramótin ’50-’51 fyrstir í nýbýli sem þá var í smíðum, og nefndum her- bergið Glaumbæ. Ekki af því sem þar væri mikill glaumur, heldur var það mikill siður í MA að gefa herbergjum nöfn kunnra staða. Hjalti brautskráðist stúd- ent 1951 og skildi þar leiðir okk- ar félaganna, en Hjalti gerði skólastjórn barna- og unglinga- skóla að ævistarfi sínu og fór það einkar vel úr hendi. Á brautskrárdegi sem stúd- entar, rugluðu þau saman reyt- um sínum bekkjarsystkinin Jó- hanna Þorgeirsdóttir frá Akranesi og Hjalti Jónasson. Stóð það hjónaband með ágæt- um þar til Jóhanna andaðist fyr- ir nokkrum árum. Áður en lauk samvist þeirra gerðist Jóhanna aðstoðarmaður Hjalta við skóla- stjórn og reyndist honum betri en engin, svo ekki sé kveðið fast- ara að orði. En Hjalti var jafnan samvizkusamur og komst ávallt vel frá sínum málum. Það var einkar gott að eiga Hjalta Jónasson að vini. Sverrir Hermannsson. Hjalti, skólastjóri Seljaskóla, var ábyrgur stjórnandi, ósérhlíf- inn og bar hag nemenda, starfs- manna og skólans ávallt fyrir brjósti. Hann var maður orða og efnda og allir sem umgengust hann vissu fyrir hvar hann stóð. Kímin og hnitmiðuð tilsvör hans eru samferðamönnum hans eft- irminnileg. Við útskrift í júní- byrjun árið 1979 réð ég mig til Hjalta sem kennari við nýjan Seljaskóla sem hóf starfsemi þá um haustið. Hjalti sýndi kenn- urum frá fyrstu stundu mikið traust og velvild sem fólst í góð- um samskiptum og krefjandi verkefnum. Hrósyrðin voru óþörf. Hjalta hélst vel á kenn- urum enda vildi hann gera vel við alla. Gagnvart mér gekk Hjalti í það óbeðinn að afla mér fastráðningar fyrr eins fljótt og hægt var og sýndi mér mikinn skilning og hvatningu þegar ég óskaði eftir að vera heima fyrstu dagana eftir fæðingu sona minna. Hann vildi að ég „nyti þess sem hann fór á mis við“ eins og hann orðaði það. Það var því ekki að ástæðulausu að virð- ing mín og væntumþykja til Hjalta skólastjóra varð ósvikin og efldist með hverju samstarfs- ári. Hjalti var hreinskilinn í sam- skiptum, laus við tilgerð og fyr- irmynd annarra í vinnusemi. Verkföll og harðar kjaradeilur voru eitur í beinum hans en sem trúnaðarmaður þurfti ég á stundum að bera fyrir hann „vá- leg“ tíðindi um verkföll eða fjöldauppsagnir sem fóru illa í yfirmanninn og pirruðu hann virkilega. Hjalta var þá tamt að hringja í Inga frænda sinn og vin í Melaskóla en þessir mætu skólastjórar og samstúdentar frá MA ráðguðust um flesta hluti. Það atvikaðist síðan þegar ég flutti í Vesturbæinn og leitaði að kennslu þar, að Hjalti sendi mig á fund Inga í Melaskóla sem um- hugsunarlaust réð mig til starfa, ekki síst fyrir góð orð Hjalta. Með stuttu millibili hafa þessir tveir yfirmenn mínir Hjalti og Ingi kvatt en ég tel mig ein- staklega gæfusaman að fá að kenna undir þeirra stjórn. Skóla- stjórastarfið í yfirfullum ný- byggðum Seljaskóla hefur ábyggilega ekki reynst auðvelt manni sem kominn var yfir miðj- an aldur. Allir vildu leita til skólastjórans með beiðnir sínar og erindi enda Hjalti alltaf til staðar og gerði allt til að leysa málin hvort sem í hlut áttu emb- ættismenn, nemendur eða for- eldrar. Allir sem þarna kynntust Hjalta skólastjóra bera honum í minningunni mjög vel söguna. Ég kveð mætan vin og sam- ferðamann sem var mér fyrir- mynd í að leggja af mörkum til betra samfélags. Blessuð sé minning Hjalta Jónassonar. Helgi Árnason. Þegar Miðbæjarskólinn var lagður niður fluttust nokkrir kennarar hans til Austurbæjar- skólans. Þessar breytingar voru mörgum kennurum erfiðar sem von var. Hjalti Jónasson var einn þeirra kennara, sem þá komu úr Miðbæjarskóla. Þó að hinn yfirgefni vinnustaður væri honum kær, heyrðist hann aldrei kvarta, enda var hann fullur starfsorku og ekki kvartsár maður og alltaf ódeigur að tak- ast á við ný verkefni. Það leið heldur ekki á löngu þar til hon- um voru falin trúnaðarstörf við skólann, s.s. stundaskrárgerð o.fl. er laut að skipulagi starfsins og svo fór að hann var beðinn að taka að sér stjórn Austurbæj- arskóla og stjórnaði honum með prýði í allmörg ár eða uns hann tók að sér að stjórna nýjum skóla í Seljahverfi. Ekki verða störf Hjalta Jón- assonar tíunduð frekar í þessu greinarkorni, enda aðrir til þess hæfari, en við teljum okkur vita að svo glöggur maður og dug- mikill sem Hjalti var, hafi reynst þarfur maður við hvert það verk er hann tók sér fyrir hendur. Hjalti var menntaður maður í bestu merkingu þess orðs, fróð- ur vel og svo minnugur að af bar. Hann hafði yndi af sagn- fræði og aldrei kom maður að tómum kofunum, þegar maður leitaði til hans um vitneskju um menn eða atburði í fortíð. Hann kunni deili á flestum valdamönn- um íslenskum frá landnámi og þyrfti maður að vita eitthvað um einhvern Rómarkeisara eða valdamann þá gat Hjalti rætt um hann af jafnmiklum kunn- ugleik og starfsbræður sína, en lét stundum fylgja að sá hefði verið ódó, en það var einkunn sem hann gaf gjarnan skúrkum og harðstjórum. Í einkalífi sínu var Hjalti gæfumaður. Árið 1953 gekk hann að eiga sína góðu konu Jó- hönnu Þorgeirsdóttur og eign- aðist með henni 6 börn og eru 5 þeirra á lífi en eitt lést af slys- förum í bernsku. Varla er hægt að hugsa sér hjón sem báru meiri umhyggju fyrir húsi sínu og heimili, börnum sínum og barnabörnum, en Hjalta og Jó- hönnu. Það hefur verið gott að vera barn og eiga athvarf í Hlunnavogi. Vinátta er ein dýrmætasta gjöf sem lífið gefur. Við sem þessar línur skrifum eigum því láni að fagna að hafa átt þau Jó- hönnu og Hjalta að vinum og höfum átt með þeim marga ógleymanlega ánægjustund, á heimili þeirra og á okkar heim- Hjalti Jónasson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN PÉTUR GUÐMUNDSSON, sparisjóðsstjóri, tollvörður og ökukennari, Greniteig 32, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur sunnudaginn 12. apríl. . Emilía Svava Þorvaldsdóttir, Guðmundur Óli Jónsson, Ingibjörg Samúelsdóttir, Elín Jónsdóttir Griffin, Tommy C. Griffin, Laufey Jónsdóttir Sasaki, Ryan Sasaki, Styrmir Geir Jónsson, Ágústa Kristín Grétarsdóttir, Magnús Jónsson, Hrönn Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÞÓRÐARSON, Hólavegi 17, Sauðárkróki, lést miðvikudaginn 1. apríl. Útför hans verður gerð frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 18. apríl kl. 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási eða önnur líknarsamtök. . Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sigurður Jónsson, Birna Þóra Gunnarsdóttir, Sölvi Karlsson, Fríður Finna Sigurðardóttir, Jón Rafnar Benjamínsson, Gunnar Sigurðsson, Ásdís Nordal Snævarr, Kristín Una Sigurðardóttir, Sigyn Björk Sigurðardóttir, Gunnar Karl Sölvason Þórður Sölvason, Ingibjörn Sölvason og langafadætur. Ástkær faðir minn, KJARTAN TRAUSTI SIGURÐSSON fararstjóri, lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 12. apríl. Útför hans verður gerð í kyrrþey. . Kristín Maymann Kjartansdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR KRISTÓFERSSON, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 4. apríl, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 17. apríl kl. 15. . Margrét Hauksdóttir, Bragi Kr. Guðmundsson, Guðrún H. Hauksdóttir, Jóhannes Bj. Jóhannesson, Haukur K. Bragason, Margrét Geirsdóttir, Rósa H. Bragadóttir, Ásgeir S. Ásgeirsson, Dóra Ósk Bragadóttir, Fjóla Kristín Bragadóttir, Katrín I. Kristófersdóttir, Leó Kristófersson, Jóhannes H. Jóhannesson og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ST. SIGURÐARDÓTTIR, Lilla, Dalbraut 20, áður Kleppsvegi 16, Reykjavík, lést sunnudaginn 12. apríl á Hrafnistu, deild H1. . Ámundi Sveinsson, Sigurður Ámundason, Svanhildur Pálmadóttir, Sigurbjörg Ámundadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.