Morgunblaðið - 15.04.2015, Side 29

Morgunblaðið - 15.04.2015, Side 29
ilum, í veiðiferðum og á ýmsum stöðum á sumarferðum. Þegar komið var á áfangastað á ferðum okkar og fólk búið að snæða góð- an mat var sest að rabbi sem gat staðið fram á nótt. Þá naut Hjalti sín oft vel og frásagnar- gáfa hans fékk þá það svigrúm sem hún þurfti. Þær stundir eru ljúfar í minningunni. Þegar aldur færist yfir verður manni oft að hugsa til samveru- stunda með vinum sínum og minnast þeirra sem farnir eru og manni finnst maður hefði átt að leggja meiri rækt við vináttuna og gefa henni miklu meiri tíma því fátt í tilveru okkar er jafn gefandi og fátt fremur að þakka. Og nú er vinur okkar Hjalti Jónasson horfinn okkur, en minningin um hann og Jóhönnu mun ætíð vera okkur til ánægju. Við vottum fólki hans, börnum og barnabörnum, samúð og ósk- um þeim velfarnaðar. Við söknum vinar í stað og þökkum samfylgdina. Björn, Margrét, Ingibjörg og Arnfinnur. Kveðja frá Seljaskóla Í dag er kvaddur merkur skólamaður, Hjalti Jónasson fyrsti skólastjóri Seljaskóla, frá 1979-1996. Hjalti fékk það stóra verkefni að setja á stofn grunn- skóla í efri hluta Seljahverfis. Hverfið var í byggingu og margt þar af ungu fólki með börn. Börnin þurftu að fara í skóla. Skólanum hafði verið fundinn staður við Kleifarsel 28. Hjalti sagði okkur starfsmönnunum oft frá því þegar hann, nýráðinn skólastjóri, fór upp í Seljahverfi um vorið til að líta á staðinn, blasti við honum stór hola eins og hann orðaði það og eintóm for. Þarna átti Seljaskóli að rísa og skólastarf að hefjast um haustið. Það tókst og skólastarf hófst í september 1979. Skóla- byggingarnar risu hús fyrir hús í áföngum næstu árin. Það var margt sem Hjalti þurfti að ann- ast. Hann stjórnaði skóla sem varð einn stærsti grunnskóli landsins með yfir 1.400 nemend- ur þegar mest var og stóran hóp starfsmanna. Hverfið stækkaði ört, skólastofurnar fylltust af börnum, sex bekkir í árgangi og skólinn tvísetinn. Börnin í 5.-10. bekk byrjuðu kl. 8.10 en börnin í 1.-4. bekk kl. 13.10. Það þurfti mikla skipulagshæfileika, feiki- lega vinnu, ósérhlífni, þolinmæði og áræðni til að takast á við skólastjórnunina. Þetta allt hafði Hjalti. Nemendurnir, nám og menntun þeirra var í forgangi hjá honum. Hann sýndi þeim mikla alúð en einnig festu. Hann stjórnaði líka af mikilli ráðdeild og hagsýni. Hjalti lagði grunn að hefðum skólans en í hverjum skóla skiptir miklu máli hvernig skólamenningin er. Í Seljaskóla hefur hún þróast í mjög gott samfélag sem gott er að vera hluti af. Það hefur alltaf fylgt Seljaskóla að þeim sem þangað koma finnst gott að koma inn í skólann, alúðlega sé tekið á móti öllum, skólabragurinn góður og allt snyrtilegt. Þannig vildi Hjalti hafa það. Hjalti hafði líka mjög gott starfsfólk með sér eins og yfirkennara skólans, Ás- geir Pálsson sem starfaði við hlið hans þar til Hjalti lét af störfum. Traustasti samstarfs- maður Hjalta var Jóhanna Þor- geirsdóttir, eiginkona hans sem var kennari við Seljaskóla í 17 ár. Þegar kom að páskafríinu, lögðu þau undir sig borðstofu- borðið heima, fylltu það af marg- lituðum kubbum, röðuðu upp eft- ir ýmsum leiðum og þannig urðu stundaskrár Seljaskóla til, alltaf tilbúnar á vorin. Það var líka oft glatt á hjalla í skólanum þegar vinirnir og kennararnir Málfríð- ur, Jóhanna, Jón Marteins og Hjalti ræddu málin. Af þeim vin- um er Hjalti er síðastur til að kveðja. Margt gott hefur Hjalti látið af sér leiða. Undir hans for- ystu söfnuðu nemendur Selja- skóla fyrir þremur kirkjuklukk- um Seljakirkju 1991. Þegar kirkjuklukkunum var hringt í fyrsta skipti 1995 var það að sjálfsögðu Hjalti sem hringdi þeim. Er Hjalti lét af störfum vorið 1996 var okkur efst í huga þakklæti og virðing fyrir því ósérhlífna, farsæla starfi sem Hjalti hefur unnið í þágu Selja- skóla, skólastarfið sem hann mótaði, hefðirnar sem hann skapaði og nú góðu minningarn- ar sem við eigum um góðan sam- starfsmann, vin og skólastjóra. Blessuð sé minning Hjalta Jón- assonar, skólastjóra. Margrét Árný Sigursteins- dóttir aðstoðarskólastjóri. Skólamaðurinn og barnavin- urinn Hjalti Jónasson hefur kvatt og heimurinn er einum góðum mannvini fátækari. Hjalti var skólastjóri lengst af starfsævi sinnar, síðustu árin við Seljaskóla. Það varð hlutskipti hans að móta og stjórna þessum þá stærsta grunnskóla landsins við vægast sagt erfiðar aðstæð- ur. En fyrsta starfsár Seljaskóla reyndi vissulega á alla. Á skóla- lóðinni voru djúpir skurðir og há moldarbörð. Eitt sinn datt nemandi ofan í dýpsta skurðinn í frímínútunum. Hjalti var látinn vita og kom hann hlaupandi á ógnarhraða, hljóp niður moldarbarðið, greip nemandann og kom honum upp úr skurðinum. Engan sakaði. Þegar skólinn var hvað fjöl- mennastur var í mörg horn að líta. Oft þurfti að bjarga málum, t.d. þurfti að kenna forföll. Hjalti hafði þann háttinn á, þegar hann bað fólk var hann svo kærleiks- ríkur og hélt svo gjarnan áfram: „Þú færð ekki mikið fyrir þetta í launum, en þetta verður bókfært á himnum.“ Miklar breytingar urðu á skólastarfi þessu fyrstu ár, m.a. lengdist daglegur skólatími sex ára barna um helming. Við sem kenndum þá sex ára bekkjum fannst vanta býsna margt. Skólastofurnar voru berar og kennslugögnin af skornum skammti. Við fengum Hjalta til að ganga með okkur niður í sex ára stofurnar, til að sýna honum aðstöðuleysið. Hjalti var fámælt- ur í fyrstu, en sagði svo: „Þetta er nú lítið betra en þegar ég var að byrja í skóla í Flatey forð- um.“ Það var gott að vinna undir stjórn Hjalta. Hann kaus að treysta kennurunum sínum. „Söngvararnir mínir syngja bet- ur, ef þeir eru frjálsir,“ er haft eftir hljómsveitarstjóranum Herbert Von Karajan. Þetta vissi Hjalti. En það var alveg ljóst að hann fylgdist með. Það var ótrúlegt hversu marga af þessum 1.450 nemendum hann þekkti með nafni. Hjalti var fastheldinn á það sem honum þótti gott. Hann var þó alls ekki mótfallinn breyting- um, áliti hann þær vera til batn- aðar. Breytingar breytinganna vegna voru ekki hans ær og kýr. Hann vildi halda í það sem reynst hafði vel, vera öruggur um leiðina og halda svo áfram. Ætla má að Hjalti hafi verið saddur lífdaga eftir hartnær 88 ár. Og það er alveg áreiðanlegt að Jóhanna, hans góða kona, hefur tekið vel á móti honum á ströndinni hinum megin. Hjalti Jónasson er í huga okk- ar, sem þetta rita, sterkur og góðviljaður persónuleiki og alltaf sjálfum sér samkvæmur. Blessuð sé minning hans. Kristín og Margrét. Það er ljómi yfir þeim minn- ingum, sem við samstarfsfólk og vinir Hjalta Jónassonar skóla- stjóra rifjum upp þegar hann kveður. Einstakur yfirmaður, hlýr félagi og traustur vinur. Þegar hann verður jarðsunginn frá Seljakirkju er ég erlendis og tekur sárt að geta ekki verið í kirkjunni þar sem við hittumst svo oft . Við Hjalti komum til starfa í Seljahverfinu nær samtímis, annar í skóla og hinn í kirkju- starfinu. Þá var byggðin í því stóra hverfi í reifum, allt nýtt, allir ungir og allt þurfti að byggja upp. Það var mikil gæfa og skildi eftir góð spor að Hjalti Jónasson skyldi koma til þeirra starfa. Við kynntumst náið, tók- um saman á verkefnum, nutum þess að verða trúnaðarvinir og eiga saman hugsjónir. Hjalti var fjölmenntaður mað- ur. Víðast vel heima í því sem umræðan leiddi til. En með því á sérstakan hátt hógvær og yfir- vegaður. Seljaskóli var mestan hluta starfstíma Hjalta fjöl- mennasti grunnskóli landsins. Þó á þeim tíma með húsnæði sem var í byggingu. Mér var það oft undrunarefni hversu miklu Hjalti kom í verk og hvílíkur snillingur hann var í allri stjórn- un, einn af þeim sem geta stjórnað án þess að eftir því sé tekið. Hann hafði líka sér við hlið hana Jóhönnu eiginkonu sína, sem var skörungur í öllu. Oft gaman að sjá samstarf þeirra. Þeim var líka lagið að laða til gott starfsfólk, sem Hjalti mat mikils. Ég varð oft vitni að því þegar Hjalti talaði við nemendur bæði til hróss og umvöndunar. Þar var festa og umhyggja. Alltaf þegar ég heyri fyrrverandi nemendur minnast á Hjalta þá er það gert af hlýju. Stórt áhugamál Hjalta var að efla sem mest samstarf skóla og kirkju. „Það er skólanum til sóma að eiga gott samband við sína kirkju. Enda á skólinn upp- haf sitt innan kirkjunnar,“ sagði hann í viðtali þegar hann lauk störfum. Þar talaði maður reynslunnar og vissi hvað var farsælast. Enda var það svo að það samstarf var mikið og alltaf til blessunar þeim sem þess nutu. Hjalti var þungorður í garð þeirra sem unnu gegn slíkri samvinnu. Hann sýndi líka hug sinn til kirkjunnar í verki. Þegar Seljakirkja var vígð kom hann að máli við mig með þá bjart- sýnu tillögu að nemendur Selja- skóla myndu safna fyrir kirkju- klukkum og færa söfnuðinum sínum. Því verki, sem allir bjuggust við að tæki mörg ár, tókst að ljúka á skömmum tíma með áhuga allra. Það var stærsta gjöf, sem vitað er til að nemendur skóla hafi fært kirkj- unni sinni. Þegar þeim klukkum var hringt í fyrsta skipti, var það að sjálfsögðu í höndum Hjalta. Þegar kirkjuklukkurnar þær hringja við kveðjustundu og út- för hans eru það tónar eilífð- arinnar og eilífa lífsins, það sem skiptir máli á kveðjustundu. Með Hjalta Jónassyni er kvaddur vandaður afreksmaður. Í virðingu sé Guði þakkað fyrir einstakan mann. Valgeir Ástráðsson. Með Hjalta er genginn góður og heilsteyptur maður. Hann var yfirmaður minn til margra ára og faðir bestu vinkonu minnar. Fyrstu kynni mín af Hjalta voru þegar ég á unglingsárum kom í heimsókn til Svönu í Hlunnavog- inn. Í sjónvarpskróknum sat Jó- hanna eða Jóa eins og hún var ætíð kölluð og prjónaði lopa- peysu en Hjalti með svuntu, hægur og yfirvegaður, að ryk- suga stofuna. Á mínu heimili þekktist ekki að heimilisfaðirinn sinnti slíku hlutverki en í Hlunnavoginum þótti það sjálf- sagt enda Hjalti og Jóa samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Það voru forréttindi að vera heimagangur í Hlunnavog- inum. Heimilið ætíð opið gestum og vinum barnanna tekið fagn- andi. Samfylgd Jóu og Hjalta í meira en 50 ár var afar farsæl. Þau voru nokkuð ólík í útliti og fasi en ákaflega kært með þeim. Varla var hægt að tala um annað þeirra án þess að minnast á hitt. Þau nutu stuðnings hvort af öðru bæði í lífi og starfi. Sameig- inlegur starfsvettvangur þeirra var skólastarf og unnu þau alla sína starfsævi á sama vinnustað. Hjalti var nokkuð alvörugefinn maður en kímnin var þó aldrei langt undan. Þegar ég ákvað að fara í kennaranám studdu Hjalti og Jóa mig af heilum hug og Hjalti nefndi að ég gæti sótt um stöðu hjá honum að námi loknu. Þegar náminu lauk heimsótti ég Hjalta og óskaði eftir starfi. Hann svaraði glettinn: „Ég ræð aldrei fólk úr Kópavogi.“ Við bundumst fastmælum um ráðninguna og kenndi ég síðan undir hans stjórn þar til Hjalti lét af störfum vorið 1996. Hjalti var ákaflega dagfars- prúður maður og traustur svo af bar. Hann var ákveðinn í skoð- unum og stóð fast á sínu ef því var að skipta. Eitt sinn vildum við, hópur kennara,breyta kennsluháttum til þess að auka fjölbreytni. Hjalti varð ekki hrif- inn af þessu framtaki okkar en samþykkti að lokum með því skilyrði að stærðfræðikennsla yrði í engu skert. Hjalti varð fyrsti skólastjóri Seljaskóla árið 1979. Hann var farsæll skóla- stjóri og naut virðingar bæði meðal nemenda og starfsfólks. Hann fékk það verkefni að móta nýjan skóla alveg frá grunni. Það hefur ekki verið auðvelt í sí- felldum byggingarframkvæmd- um og ört stækkandi skólasam- félagi að skapa skólamenningu sem byggði á vellíðan nemenda, virðingu fyrir námi og góðum námsárangri. Honum fórst þetta hlutverk vel úr hendi. Hann lagði grunninn að því skólastarfi sem síðan hefur dafnað með miklum ágætum. Undir forystu Hjalta söfnuðu nemendur Selja- skóla fé til kaupa á kirkjuklukk- um fyrir Seljakirkju og sýndi hann með því hug sinn til kirkj- unnar í skólahverfinu. Það var einlæg ósk Hjalta að verða kvaddur hinstu kveðju í „kirkj- unni sinni". Við leiðarlok er ljúft að horfa til baka, minnast sam- verustunda, vináttu og hlýju. Hann var mikill örlagavaldur í lífi mínu þegar hann réð mig til starfa við Seljaskóla og fyrir það verð ég þér ætíð þakklát. Elsku Geiri, Svana, Tótí, Gummi og Steini. Nú er langri og farsælli lífsgöngu föður ykkar lokið. Gott er að eiga minningar sem verma og ylja á kveðjustund. Guðrún Guðmundsdóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Kæri bróðir. Komið er að kveðjustund, þó að það sé alltof snemmt og sárt að kveðja. Lífs- gæði þín voru orðin mjög skert og barátta þín við erfið veikindi í rúmlega tuttugu ár var oft á tíðum mjög erfið, en þú tókst á við þau með ótrúlegu æðruleysi, kvartaðir aldrei eða barst veik- indi þín á torg. Áhugamálin voru margvísleg. Á yngri árum varstu mikill íþróttamaður spilaðir með meistaraflokki KS frá Siglufirði og auk þess að stunda skíða- göngu og badminton. Ekki má gleyma tónlistinni sem skipaði stóran sess í lífi þínu, og nú seinni árið þá má segja að skot- veiði. Þó var það aðallega lax- veiðin sem hafði yfirtekið áhugamálin. Fljótin, þá sérstak- lega Flókadalurinn voru þér alltaf ofarlega í huga, enda fórstu ófáar ferðirnar þangað. Talaðir oft um brúnirnar fyrir Þórhallur J. Benediktsson ✝ Þórhallur J.Benediktsson fæddist 23. apríl 1955. Hann lést 29. mars 2015. Þór- hallur var jarð- sunginn 11. apríl 2015. ofan Austari-Hól, þangað fórstu oft með Örnólfi frænda og fleirum í rjúpur. Alltaf var gaman að heimsækja þig og hlusta á góða tónlist með þér, spjalla um málefni líðandi stundar. Þú varst höfðingi heim að sækja. Yfir sumartím- ann fórstu í margar gönguferðir um Hólsdalinn í Siglufirði. Það verður skrítið að sjá þig ekki á röltinu í sumar. Siglufjörður átti stóran sess í hjarta þínu, þessi mikla útivistarparadís. Þú eign- aðist þrjú yndisleg börn og þrjú barnabörn sem þú varst mjög stoltur af. Forréttindi voru að eiga þig sem bróður, traustari og betri bróður er erfitt að finna. Allt sem þú tókst þér fyr- ir hendur var gert með alúð og natni. En nú er komið að kveðjustund, kæri bróðir. Við vitum að pabbi hefur tekið vel á móti þér og þið eflaust farnir að spá í laxveiði í sumar. Elsku mamma, Andri , Eva og Lárus og aðrir aðstandendur, innilegar samúðarkveðjur. Minning þín er ljós í lífi okkar. Jósefína, Hanna Þóra, Svala og Kristján Dúi. Ástkær faðir okkar, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR VIGFÚS BJÖRGVINSSON vélstjóri, áður til heimilis að Lagarási 29, Egilsstöðum, lést á hjúkrunarheimilinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 17. apríl kl. 13. Jarðsett verður í Sleðbrjótskirkjugarði í Jökulsárhlíð. . Rúnar Guðmundsson, Sigrún Lilja Jónasdóttir, Guðríður Birna Guðmundsd., Þorvaldur Aðalsteinsson, Stefán Árni Guðmundsson, Hugrún Aðalsteinsdóttir, Hannes S. Guðmundsson, Hilma Lind Guðmundsdóttir, Jónas Þorgeir Jónasson, Sólveig Dögg Guðmundsd., afabörn, langafabörn og langalangafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, Vesturbraut 17, Grindavík, lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 6. apríl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. apríl kl. 15. . Sigurður Kristinsson, Brynjar Gylfason, Sara Maria Björnsdóttir, Guðbjörg Ása Gylfadóttir, Ágúst Þór Gylfason, Ása Þórsdóttir, Kristjana B. Sigurðardóttir, Bjarni Veigar Hauksson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA GÍSLADÓTTIR frá Krossgerði, lést fimmtudaginn 9. apríl. Minningarathöfn verður haldin í Fossvogskapellu föstudaginn 17. apríl kl. 13. Jarðarförin fer fram frá Beruneskirkju í Djúpavogsprestakalli laugardaginn 2. maí kl. 13.30. . Fjóla Margrét Björgvinsdóttir, Kristborg Björgvinsdóttir, Sigurður Óskar Björgvinsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA SIGÞÓRSDÓTTIR bókasafnsfræðingur, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 12. apríl. . Kolbrún Bessadóttir, Pétur Jóhannesson, Bjarni Bessason, Guðrún Erna Baldvinsdóttir, Erla Andrea Pétursdóttir, Elísabet Pétursdóttir, Magnús Snorri Bjarnason, Sólveig Bjarnadóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.