Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.04.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 ferðaskrifstofa hafa til þess þessi leyfi Ferðamálastofu. Elín segir að Ferðamálstofu berist nokkuð af ábendingum um aðila sem selji ferðir án þess að vera með leyfi. „Stundum er þetta einfaldlega vegna vanþekkingar,“ segir Elín. „Viðkomandi er jafnvel með leyfi fyrir annars konar starfsemi sem tengist ferðaþjónustu, t.d. gistingu eða veitingarekstri, og áttar sig ekki á því að annars konar leyfi þarf til að fara með fólk í ferðir. Við gefum út merki, sem leyfishöfum er skylt samkvæmt lögum að auð- kenna sig með í auglýsingum og kynningum, þannig að það ætti ekkert að fara á milli mála hvort fólk er með leyfi eða ekki.“ Elín en meðal gagna sem skila þarf inn er fyrirtækjaskrárvottorð, saka- og búsetuvottorð og staðfest- ing um ábyrgðartryggingu sem ætl- að er að tryggja viðskiptavini leyf- ishafa meðan á ferð stendur. Elín segir að undanfarið hafi ver- ið talsvert um að leyfi hafi verið veitt vegna jeppaferða. „Þá eru stuttar dagsferðir og skoðunar- ferðir, eins og t.d. gullni hring- urinn, alltaf algeng ástæða leyfis- veitinga og það virðist ekkert lát á þeim,“ segir Elín. Ætti ekki að fara á milli mála Samkvæmt lögum um skipan ferðamála skal hver sá sem hyggst starfa sem ferðaskipuleggjandi eða Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það sem af er þessu ári hefur Ferðamálastofa gefið út 31 leyfi til ferðaskipuleggjenda og 19 ferða- skrifstofuleyfi. Nú eru samtals tæp- lega 1.000 slík leyfi virk, 720 leyfi af fyrrnefndu gerðinni og 246 af þeirri síðarnefndu. Talsvert bættist við af leyfum í fyrra, þegar gefin voru út 118 ferðaskipuleggjendaleyfi og 48 ferðaskrifstofuleyfi. Starfsemi af þessu tagi er leyfisskyld, en nokkuð er um að einstaklingar og fyrirtæki sem ekki hafa til þess leyfi skipu- leggi og selji ferðir. Sá sem er með ferðaskipuleggj- endaleyfi má selja og skipuleggja ferðir sem eru allt að 24 tíma lang- ar. Slíkar ferðir geta t.d. verið ferð- ir um gullna hringinn, hestaferðir eða hvalaskoðunarferðir. Ferða- skrifstofuleyfi veitir sömu réttindi og ferðaskipuleggjendaleyfi og að auki má handhafi þess selja og skipuleggja ferðir sem eru lengri en 24 tímar, svokallaðar alferðir. Að sögn Elínar Svövu Ingvars- dóttur, verkefnastjóra hja Ferða- málastofu, varð sprenging í útgáfu leyfa af báðum tegundum árið 2013 og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan. Jeppaferðir vinsælar „Það er talsvert um umsóknir í hverjum mánuði og fólki er almennt ekki synjað um leyfi ef það skilar inn þeim gögnum sem þarf,“ segir Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn á Íslandi Handhöfum leyfa til að skipuleggja og selja ferðir og reka ferðaskrifstofur hefur fjölgað mjög. Um 1.000 hafa leyfi til að skipuleggja ferðir  Leyfi Ferðamálastofu eftirsótt  Nokkuð um leyfislausa Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu eru 135 aðilar með starfsleyfi til að reka bílaleigu hér á landi. Það er svipað og í fyrra þegar 139 bílaleigur höfðu starfsleyfi, en ekki er ljóst hvort allar þessar bílaleigur starfa allt árið eða eingöngu hluta þess, eins og t.d. á sumrin. Samgöngustofa veitir þessi leyfi og hefur eftirlit með starfseminni. Á lista á síðu Samgöngustofu má sjá að all- flestar bílaleignanna eru staðsettar í Reykjavík eða á höfuðborgarsvæðinu og sumar gætu verið með fleiri starfsstöðvar en eina. 135 bílaleigur á Íslandi ÁLÍKA MARGIR LEIGJA ÚT BÍLA NÚ OG Í FYRRA Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurður Bessason, formaður Efling- ar, segir kjaraviðræðum Flóafélag- anna og Samtaka atvinnulífsins verða að óbreyttu vísað til ríkis- sáttasemjara fyrir helgi. Ekkert hafi miðað í samkomulagsátt. Eftir að málum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og verði sáttaum- leitanir þar án árangurs segir Sigurð- ur „blasa við“ að það geti komið til verkfalla. Sú ákvörðun verður borin undir 120 manna samninganefnd Flóafélag- anna þar sem tekin verður afstaða til þess hvort efna eigi til verkfalla og e.t.v. allsherjarverkfalls. Alls um 27.000 félagsmenn Undir Flóafélögin heyra verkalýðs- félögin Efling, Hlíf og VSFK. Um 27.000 félagsmenn eru í Flóafélögun- um og eru 18.-19.000 á almennum vinnumarkaði. Hinir starfa hjá ríki og sveitarfélögum og á hjúkrunarheim- ilum. „Við eigum fund með Samtökum atvinnulífsins [á morgun] og þá kem- ur í ljós hvort orðið hafa einhverjar hreyfingar sem skipta máli. Við erum komin á leiðarenda og það er ljóst að ekki verður haldið lengra. Því er tímabært að halda fund um framhald- ið,“ segir Sigurður. „Mér sýnist á öllu að það séu meiri líkur en minni á að eftir fimmtudag- inn munum við annaðhvort vísa mál- inu til ríkissáttasemjara eða við, ásamt Samtökum atvinnulífsins … Ég held að það séu hvergi nein merki um að það séu samningar í spilunum á næstunni. Það styttist í að taka þurfi ákvörðun um framhaldið sem kann að enda í átökum. Við höfum hins vegar ekki tekið ákvörðun um það.“ Hvernig myndi almenningur finna fyrir verkföllum hjá Flóafélögum? „Það hefði gríðarlega víðtækar af- leiðingar. Okkar félagsmenn starfa á öllum sviðum þjóðfélagsins, til dæmis í fluginu, hafnarstarfsemi, í bygging- ariðnaði, fiskvinnslu, við ræstingar, hjá öryggisfyrirtækjum og við mjólk- urframleiðslu,“ segir Sigurður. „Við erum komin á leiðarenda“  Formaður Eflingar segir ekkert miða í kjaraviðræðum Flóafélaganna og Samtaka atvinnulífsins  Deilan fari að óbreyttu til ríkissáttasemjara fyrir helgi  Verkföll félaganna muni hafa víðtæk áhrif Rann út 28. febrúar » Síðasti kjarasamningur Flóafélaganna var undirritaður 1. apríl 2014 og var afturvirkur til 1. mars það ár. Hann gilti til 28. febrúar sl. » Sá samningur átti að vera aðfarasamningur að lengri samningi en félögin ákváðu í haust að semja aðeins til árs. Sunna Sæmundsdóttir sunna@mbl.is Framkvæmdir við Hörpuhótel eiga að hefjast í haust og stefnt er að opnun þess vorið 2018. Samningar hafa náðst við bandaríska fast- eignafélagið Carpenter & Company um byggingarréttinn. Carpenter mun reisa 250 her- bergja fimm stjörnu hótel á lóðinni og í framhaldinu fela rekstur þess leiðandi alþjóðlegum hótelrekstr- araðila. Þetta kom fram á blaða- mannafundi í Hörpu í gær þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Car- penter & Company, og Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kynntu verkefnið. Carpenter er viðurkenndur rekstraraðili hótelverkefna í Norð- ur-Ameríku og hefur meðal annars unnið með hótelkeðjum líkt og St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Starwood. Samið hefur verið við íslensku verkfræðistofuna Mannvit og T.ark-arkitekta um hönnun og stjórnun framkvæmda. Friða holuna við Hörpu Dagur sagði að þróun skipulags og nýtingar gamla hafnarsvæðisins í Reykjavík hefði um alllangt skeið verið mikilvægt viðfangsefni borg- aryfirvalda. Þá benti hann á holuna sem staðið hefur við hlið Hörpu. „Það var alveg á mörkunum að menn færu að friða hana vegna ald- urs,“ sagði Dagur léttur í bragði. Friedman sagðist mjög spenntur fyrir verkefninu og bætti við að Carpenter hefði unnið að því í um það bil ár. Þá sagði hann þetta fyrsta hótelið erlendis. „Við ætlum að byggja besta hótel á Íslandi,“ sagði Friedman og bætti við að byggingarsvæðið við Hörpu væri eitt það allra flottasta í heimi. Þá benti hann jafnframt öllum þeim sem hefðu einhverjar hug- myndir fyrir hótelið á að hafa sam- band við Carpenter. Verður fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi  Framkvæmdir við Hörpuhótel hefj- ast í haust  „Besta hótel á Íslandi“ Morgunblaðið/Kristinn Hótel Dagur Eggertsson, Richard Friedman og Höskuldur Ólafsson. Dansvörur Einnig mikið af fylgihlutum og gjafavöru Frábært úrval af ballett- og dansfatnaði fyrir alla aldurshópa Háaleitisbraut 68 • sími 568 4240 Opið: mán.–fös. 10–18, lau. 10–16 Ástund dance Góð þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.