Morgunblaðið - 15.04.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 15.04.2015, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 ✝ Sigurborg Jak-obsdóttir fædd- ist í Unaðsdal á Snæfjallaströnd 18. apríl 1921. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnar- firði 1. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Símonía Sigurðardóttir frá Sandeyri, f. 1888, d. 1964, og Jakob S. Kolbeinsson, útvegsbóndi frá Unaðsdal, f. 1892, d. 1964. Systkini Sigurborgar eru: 1) Bjarnveig, f. 1914, d. 1999, 2) María Jonný, f. 1919, d. 2011, 3) Ása, f. og d. 1922, 4) Guðbjörg, f. 1924, d. 1996 5) Guðjóna, f. 1925, d. 1988, 6) Kolbeinn, f. eiga þau þrjú börn: Eddu Mar- gréti, Thelmu Karítas og Krist- ófer Breka. Sigurborgu, gift Helga Ólafssyni og eiga þau tvo syni: Ólaf og Arnar Leó. 2) Guð- laug Erling, f. 1947, d. 2002. 3) Stúlka, f. 1948, dó nýfædd. 4) Drengur, f. 1961 andvana. Sigurborg ólst upp á Skarði á Snæfjallaströnd. Átján ára göm- ul flutti hún til Ísafjarðar en þar kynntist hún Halldóri eigin- manni sínum. Þau hófu búskap á Tangagötu 15 á Ísafirði en fluttust suður árið 1946 og sett- ust að í Kópavogi en þar bjó hún nánast alla tíð, lengst af á Álf- tröð 7. Árið 2006 fluttist hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Með- fram heimilisstörfum vann Sig- urborg ýmis störf um ævina meðal annars við fiskvinnslu og ræstingar. Heimili þeirra hjóna var öllum opið og var alla tíð mjög gestkvæmt hjá þeim. Útför Sigurborgar fer fram í dag, 15. apríl 2015, kl. 13 frá Kópavogskirkju. 1926, 7) Sigurður, f. 1929, d. 2009. Uppeldissystir: G. Rósa Sigurð- ardóttir, f. 1911, d. 1999. Árið 1942 giftist Sigurborg Halldóri Gíslasyni frá Með- alnesi í Fella- hreppi, f. 8. júní 1914, d. 26. desem- ber 1995. Þau eign- uðust fjögur börn. 1) Arnar Við- ar, f. 1942, giftur Margréti Valtýsdóttur, f. 1937, þau eiga þrjú börn: Valdísi, gift Guð- mundi Hrafnkelssyni og eiga þau þrjú börn: Arnar, Sigurjón og Margréti. Halldór, giftur Borghildi Sigurðardóttur og Kveðja frá tengdadóttur Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Nú er nær fimmtíu ára sam- fylgd okkar Boggu lokið, sem aldrei bar skugga á. Hafðu þökk fyrir allt og allt, friður Guðs þig blessi. Hvíl í friði Þín Gréta. Í dag kveðjum við elsku ömmu Boggu. Amma skipaði stóran sess í lífi okkar systkinanna og erum við þakklát fyrir að hafa haft hana hjá okkur svona lengi. Við nutum þess að amma og afi bjuggu ná- lægt okkur og var samgangurinn mikill. Það var alltaf í leiðinni að kíkja inn á Álftröðinni og hjóluð- um við systkinin oft til ömmu og afa. Stundum tókum við vini og vinkonur með í heimsókn og var alltaf tekið vel á móti okkur og fengum við ósjaldan nýbakaðar kleinur hjá ömmu. Sem börn vor- um við mikið hjá ömmu og afa í pössun og svo var ómissandi hluti af hverju sumri að fara með þeim í frí. Verkaskiptingin var klár, amma sá um að smyrja nesti og afi sá um að hafa kók í gleri og sinalco með í för og svo hlýddi amma okk- ur samviskusamlega yfir helstu kennileiti á leiðinni. Þegar lang- ömmubörnin komu í heiminn tók hún líka virkan þátt í því að líta eftir þeim og passa eins og heilsan leyfði og fylgdist vel með því sem þau voru að gera. Amma var ætíð mjög röggsöm, stjórnaði því sem hún vildi stjórna og gat stundum að því er virtist reddað öllum sköpuðum hlutum. Það var sama hvað mann vantaði, á örskots- stundu var hún búin að finna út úr því eða redda því sem þurfti og allt virtist þetta gerast án þess að hún færi út úr eldhúskróknum. Amma var andlega sinnuð og var í góðu sambandi við miðla og læknamiðla og óhætt að segja að tengslanet hennar hafið náð milli tveggja heima. Hún var með alls kyns hefðir og blessaði t.a.m. alla bíla í fjölskyldunni. Í hvert skipti sem nýr bíll var keyptur var okk- ar fyrsta verk að fara upp á Álf- tröð og fá blessun. Amma var stór og mikill per- sónuleiki, kom til dyranna eins og hún var klædd og var snögg upp á lagið að svara fyrir sig. Hún var mjög hreinskilin, en einlæg í sinni hreinskilni þannig að það var ekki hægt annað en að taka hnyttnum athugasemdunum með bros á vör. Þó svo að hún hafi verið orðin mjög heilsulaus og hálf heyrna- laus undir það síðasta þá lét hún mann nú samt heyra það og ef maður hafði ekki nógu mikið spennandi að segja frá og þá sagði hún gjarnan „hvað ert þú að koma hingað til að þegja, þú hlýtur að geta sagt mér einhverjar fréttir“. Álftröðin stóð öllum opin og man maður sjaldan eftir því að hafa komið til ömmu án þess að einhver væri hjá henni eða ein- hver kæmi á meðan maður stopp- aði. Hún var alltaf reiðubúin að hjálpa og aðstoða þá sem þurftu og uppskar ríkulega, því að þó að hennar nánasta fjölskylda væri lítil þá átti hún svo marga að sem héldu tryggð við hana og sinntu henni allt fram í andlátið. Við kveðjum Ömmu Boggu með söknuði, en þökkum henni um leið fyrir allar góðu stundirnar og ekki síst allt það góða sem við lærðum af henni. Valdís, Halldór og Sigurborg. Núna er amma Bogga dáin, kraftakona sem við munum svo sannarlega sakna. Helsta minning mín um hana langömmu eru heim- sóknirnar mínar eftir skóla til hennar áður en hún fór á elliheim- ilið þegar ég var í fyrsta og öðrum bekk. Ég fór þá beint úr skólanum og heim til hennar í Lautasmár- ann. Hún gaf mér að borða korn- flex með sykri út á og kók light með skeið. Við spiluðum oftast eða horfðum á sjónvarpið þangað til að ég sagði: „Jæja amma, eigum við ekki að leggja okkur.“ Mamma og pabbi sögðu að ég væri komin í grunnskóla þannig að ég ætti ekki að leggja mig á daginn en við höfð- um ekki miklar áhyggjur af því, amma sagði bara að maður ætti að leggja sig ef maður væri þreyttur. Þannig var þetta alla daga, ég og amma mín, að hafa engar áhyggj- ur og hafa gaman. Eins mikill og söknuðurinn er þá áttum við frá- bæran tíma saman sem ég gleymi aldrei. Elsku amma, megi guð geyma þig að eilífu, ég elska þig. Thelma Karítas. Elsku Bogga frænka. Nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn kemur upp í hugann þakklæti. Þakklæti fyrir að vera ávallt til staðar þegar ég hef þurft á þér að halda. Þið Dóri voru alltaf til staðar fyrir mig þegar ég var hjá ykkur sem ung- lingur og gekk í skóla fyrir sunn- an. Þegar við Svenni byrjuðum okkar búskapartíð voruð þið til staðar þegar það gaf á bátinn hjá okkur og þá studduð þið okkur með ráðum og dáðum. Mér þótti alltaf vænt um það þegar þú sagð- ir að ég væri nú eins og dóttir þín og því hefðir þú heimild til að lesa mér pistilinn ef svo bar við og hefðir heimild til að gera tilkall til mín eins og dóttur. Við áttum margar yndislegar stundir og ég veit að stundum reyndi ég á þig en það var fljótt að fenna yfir enda byggðist samband okkar á órjúfanlegum böndum. Við sátum oft og töluðum saman um lífið og tilveruna og ég mat mikils veganestið sem þú veittir mér. Það var í eldhúsinu á Álf- tröðinni eftir eitt slíkt samtal þeg- ar ég hét því að fyrsta barnið mitt myndi vera nefnt í höfðuð á ykkur Dóra sem væntumþykju fyrir allt og allt. Þegar við fórum að mennta okkur til þeirra starfa sem við gegnum í dag gættir þú Halldórs. Það var góð tilfinning að geta skil- ið hann eftir í þínum höndum. Þegar við fluttum suður fjölgaði samverustundunum á nýjan leik og eftir að Dóri féll frá fjölgaði stundunum enn frekar. Við fórum margar ferðir saman meðan heilsa þín leyfði, flestar þó dagsferðir en minnisstæðust er ferðin sem við Svenni fórum með þig vestur eftir flóð, síðasta ferðin þín vestur. Þér þótti það nú ekki leiðinlegt að sitja við eldhúsglugg- ann á Litla-bæ og horfa yfir á æskuslóðirnar og segja sögur um lífsbaráttuna á Snæfjallaströnd- inni. Já, elsku nafna, þær eru svo margar minningarnar sem ég á um samvistir okkar sem ég og Svenni getum yljað okkur við og við erum endalaust þakklát fyrir þær. Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið hjá þér síðustu augna- blik lífs þíns því þá gerðust dásamlegir hlutir, þjáningum þín- um lauk og þú komst í faðm Dóra og Gulla sem voru búnir að bíða þín lengi og þú eftir að komast til þeirra. Við kveðjum þig með þakklæti fyrir allt og allt. Sigurborg og Sveinn. Í dag kveðjum við systkinin frá Litlabæ móðursystur okkar Sig- urborgu Jakobsdóttur frá Skarði á Snæfjallaströnd, eða Boggu frænku á Álftröðinni eins og við kölluðum hana iðulega. Þær voru fimm systurnar frá Skarði, allar með sama einstaka hjartalagið og er Bogga frænka sú síðasta að kveðja þennan jarð- neska heim. Það er ekki sjálfgefið og í raun mikil gæfa þeim sem þurftu að sækja nám og dvelja fjarri heimili og fjölskyldu á unglingsárunum að hafa átt fleiri en eina heima- höfn. Við systkinin frá Litlabæ urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga okkur annað heimili á Álftröð 7 í Kópavogi hjá Boggu frænku og Dóra manninum hennar, svo og frændum okkar Adda og Gulla. Þetta var einstök fjölskylda og okkur alla tíð mikið bakland. Álftröðin var ekki bara annað heimili Litlabæjarfjölskyldunnar, heldur var hún einnig miðstöð stórfjölskyldunnar. Þangað kom allur frændgarður bæði Boggu og Dóra, nágrannarnir og ekki má gleyma jeppakörlunum í vinahópi Gulla. Á Álftröðinni var því jafnan mannmargt og oft glatt á hjalla og líflegar umræður við eldhúsborð- ið. Sunnudagsmatarboðin voru mörg og alltaf tilhlökkunarefni, steikt lambalæri með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og hrásalti var uppáhaldið. Greiðviknin var í samræmi við móttökurnar. Hvort sem við vor- um að koma eða fara, voru þau ávallt tilbúin að leggja okkur lið. Sækja á flugvöllinn eða skjótast með eitthvað sem okkur vanhagaði um. Með árunum hafa frásagnir Boggu frænku af ömmu og afa frá Skarði og sögurnar þaðan orðið okkur afar mikilvægar. Bogga sagði alltaf að hún mundi búa lengi ein og vísaði stundum til drauma sinna í því sambandi. Hún varð sannspá. Dóri lést annan dag jóla árið 1995. Gulli lést langt um aldur fram í bílslysi í maí 2002. Þetta voru henni erfiðir tímar. Bogga frænka hefði orðið 94 ára gömul 18. apríl. Hún var búin að vera léleg til heilsunnar í all- nokkurn tíma og var því tilbúin að kveðja. Við minnumst með hlýju og gleði allra ánægjustundanna sem við áttum saman á Álftröðinni og heima í Súðavík þegar hún, Dóri og strákarnir komu vestur. Við þökkum og kveðjum elsku frænku okkar og leitum huggunar í þeirri fullvissu að hún sé nú í góðum hópi fjölskyldu og vina. Innilegt faðmlag með elsku og væntumþykju, þannig hefur verið tekið á móti henni, rétt eins og hún tók á móti okkur og gestum sínum á Álftröðinni. Við þekkjum öll hversu notalegt það er að koma heim. Við vottum Adda frænda okkar og fjölskyldu innilega samúð. F.h. Litlabæjarsystkinanna, Kristján Kristjánsson. Kallið er komið. Ég trúi því að móðursystir mín blessuð hafi orðið fegin hvíldinni eftir erfiða daga í lokin, þar sem hún var farin að heilsu og þreki. Glettnin og kátínan sem ávallt hafði einkennt okkar samskipti hin síðari ár var horfin úr augum hennar og hún ekki söm. Frá því að ég man eftir mér hafa náin samskipti ávallt verið á milli fjölskyldna okkar. Mér fannst sem lítilli stelpu ég skipa svolítið sérstakan sess hjá Boggu og vera svona eins og dóttirin sem hún eignaðist aldrei sjálf. Ég dvaldi mikið hjá þeim Boggu og Dóra í æsku og var borin á hönd- um þeirra beggja. Bogga var ekki bara í dekrinu heldur lét hún mig hafa aðeins fyrir lífinu enda katt- þrifin og vildi hafa allt hreint og fínt í kringum sig. Dagarnir byrj- uðu því ávallt á afþurrkun og ryk- sugun. Síðan var hægt að hafa það huggulegt, dúlla við hárið á litlu stelpunni og gefa henni tíma í spjall og sögur. Á unglingsárunum urðu sam- skiptin á annan hátt í tengslum við vinnu hjá Dóra á bensínstöðinni í Lyngholti, Garðabæ. Þá var farið heim í hádeginu, nærst og spjall- að. Eftir að ég eignaðist fjölskyldu fylgdust þau vel með og dætur mínar minnast Boggu með mikl- um hlýhug. Eftir að mamma kvaddi þennan heim urðu hringingar okkar á milli enn tíðari og má segja að við höf- um talast við daglega á meðan heilsa Boggu leyfði. Hún var nú ekki mikið fyrir að flakka í heim- sóknir en þótti þeim mun betra að spjalla í símann og höfðum við báð- ar gaman af. Hún náði þó að heim- sækja mig eftir að við Sæmi flutt- umst um set því hún vildi nú vita hvernig ég hefði það og blessa hús- næðið. Nú verða heimsóknirnar til hennar á Hrafnistu þar sem hún dvaldist síðustu níu árin ekki fleiri og einhver bið á að við hittumst aft- ur. Ég trúi því að hún sé í faðmi ástvina á grænum grundum eins og segir í upphafi Davíðssálms: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. (23. Davíðssálmur.) Afkomendum öllum sendi ég samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu og bið guð að blessa minningu Sigurborgar. Steindóra Bergþórsdóttir. Þær voru skemmtilegar syst- urnar frá Skarði. Það var mikið hlegið, mikið spjallað og mikið reykt þegar þær hittust, Badda, Maja, Bogga, Gugga og Guja. Og það sem þær gátu reykt! Þær voru ekkert alltaf sammála en þurftu að heyra hver í annarri helst daglega. Og auðvitað öðru hverju í bræðrunum, þeim Sigga og Kolla. Nú er sú síðasta þeirra farin yfir móðuna miklu og syst- urnar hafa eflaust tekið vel á móti henni Boggu móðursystur minni. Bogga var stór partur af æsku okkar systkinanna í Hafnarfirði. Stundum fengum við að gista hjá henni og Dóra og þá var dekrað við okkur systurnar enda engar dætur á heimilinu, bara synirnir tveir, Addi og Gulli, sem einnig voru ljúfir við okkur. Dúkkurnar okkar Dóru systur minnar fengu nöfnin Bogga og Badda, sem sýnir vel tenginguna við frænkurnar í Kópavoginum. Löngu seinna tók ég að mér að sjá um bókhaldið fyrir Dóra þegar hann rak bensínstöð BP og síðar OLÍS í Lyngholti í Garðabæ. Þá kom ég oft á heimili þeirra hjóna og þótti vænt um að geta haldið tengslunum líka þannig. Þar var ætíð mjög gestkvæmt enda hálf- gerð ættingjamiðstöð á Álftröð- inni alla tíð. Bogga fylgdist vel með frænd- fólki sínu og vildi alltaf fá fréttir af öllum og vita hvað við vorum að gera og hvernig fjölgaði stöðugt í afkomendahópnum. Sá áhugi ent- ist henni næstum fram á síðasta dag. En hún Bogga frænka mín var eflaust hvíldinni fegin og vonandi verða fagnaðarfundir hjá þeim systkinum hinum megin. Ég sendi Adda, Grétu og fjölskyldunni samúðarkveðjur. Bergþóra M. Bergþórsdóttir. Í dag kveðjum við móðursystur mína, Sigurborgu Jakobsdóttur eða Boggu systur eins og hún var ávallt kölluð í mínum heimahög- um og langar mig að setja nokkur fátækleg orð á blað af því tilefni. Bogga, sem hefði orðið 94 ára í þessum mánuði er síðust systr- anna fimm frá Skarði á Snæfjalla- strönd að kveðja þennan heim, að- eins eldri bróðirinn Kolbeinn (88 ára) er eftir af systkinahópnum stóra sem lifði í æsku við erfið skilyrði heimahaganna. Að Skarði er ekki enn kominn vegur né er þar nokkur hafnaraðstaða frekar en var fyrrum, þegar allt þurfti að fara gangandi eða á hestum eða litlum árabátum. Lífsbarátta þeirra allra var hörð en ekki að sjá að það hafi stytt ævi þeirra. Boggu fannst víst eins og móður minni að það væri kominn tími til að kveðja, þetta væri orðið gott. Bogga og Dóri, eiginmaður hennar, voru alltaf nefnd saman og voru hluti af æsku minni, enda mikill samgangur milli heimil- anna. Man ég fyrstu heimsóknirn- ar í sumarbústaðinn á Hlíðarveg- inum sem þau bjuggu fyrst í þegar ég hef verið um fjögurra ára aldurinn, síðan á Lindarveg- inn og loks á Álftröðina. Heimili þeirra var eins og annað heimili okkar systkinanna á Vesturbraut- inni og ávallt gott að koma, þiggja veitingar og spjall um allt milli himins og jarðar, heyra hlátur þeirra og leika við þá bræður Adda og Gulla sem síðar voru fé- lagar okkar til frambúðar. Á námsárunum naut ég dyggs stuðnings þeirra hjóna og fékk vinnu í Lyngholti einn mánuð að sumri í mörg ár við benzínaf- greiðsluna þegar þau fóru í sum- arfrí. Þá vann Bogga um tíma við fiskvinnslu í Hafnarfirði og kom oft við á Vesturbrautinni. Bogga og mamma höfðu nær daglega samband meðan báðar lifðu (mamma til að verða 92 ára, í árslok 2011) og þótt þær væru ekki ávallt sammála var sam- bandið mikilvægt. Ég sé þær enn fyrir mér sitjandi við símana með kaffibolla og sígarettu, en þær reyktu báðar mikið og mamma allt fram í andlátið. Þar var rætt um ættingja, börn, barnabörn og tengdabörn, en þær fylgdust grannt með þeim öllum og flest- um börnum systra sinna og bræðra líka. Ef eitthvað var að, var rétt hjálparhönd. Í seinni tíð voru samskiptin ekki eins mikil en ávallt fylgst með í gegnum ættingja og vini. Þegar horft er í baksýnisspegilinn er augljóst hversu stór hluti af lífi manns tengist einmitt Boggu systur og fjölskyldu hennar. Allar heim- sóknirnar, ferðalögin, veiting- arnar og umhyggjan ylja. Við hjónin erum því miður á fjarlæg- um slóðum þegar jarðarförin fer fram, en sendum Adda og Grétu og fjölskyldunni allri samúðar- kveðjur. Jóhann G. Bergþórsson og Arnbjörg Björgvinsdóttir. Sigurborg Jakobsdóttir Um leið og ég labbaði inn í kirkjuna til þess að kveðja þig í síðasta skipti, fór hugurinn strax af stað og ég fór að rifja upp allar þær yndislegu minningar sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo flott, þú varst fyrirmynd. Komin á tíræðisaldur en samt alltaf vel til fara og fín, algjör skvísa. Þegar ég fermdist fyrir 2 árum bjóst ég ekki við þér því við eigum heima í klukkutíma fjarlægð en mikið var ég glöð þegar þú svo birtist á tröppunum fyrir utan. Þarna stóðstu, með rauðu negl- urnar þínar og vel tilhöfð eins og Vilborg Eiríksdóttir ✝ Vilborg Eiríks-dóttir fæddist í Fíflholts- Vesturhjáleigu í Vestur-Landeyjum 18. september 1923. Hún lést 26. febrúar 2015 á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni Reykjavík. Útför Vilborgar fór fram 14. mars 2015. alltaf. Þú stóðst allt- af fast á þínu og það er þannig sem ég mun muna eftir þér. Og að við gátum hlegið út í eitt, ég og þú. Elsku langa mín, þér tókst svo sann- arlega að lýsa upp tilveruna hvert sem þú fórst. Það eru ekki allir svo heppn- ir að fá að eiga langömmu á mín- um aldri og ég er þakklát fyrir all- ar þær stundir sem við áttum saman. Ég vil fá að þakka þér fyrir að vera þessi sterka kona sem ég hef litið upp til í öll þessi ár. Þessi fallega kona sem ég elskaði að knúsa. Þessi fallega kona sem var með sterkar skoðanir og sagði hvað henni fannst. Takk, elsku langa, fyrir að hafa verið svona stór partur af lífi mínu. Ég vona að þú sért komin á betri stað núna, þú ert svo sannarlega búin að gera tilveru þína eftirminnilega og vel það. Hvíl í friði, elsku langa mín. Þín Alexandrea Rán.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.