Morgunblaðið - 16.04.2015, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 6. A P R Í L 2 0 1 5
Stofnað 1913 88. tölublað 103. árgangur
ÞRÓA HUG-
BÚNAÐ FYRIR
FLUGIÐNAÐINN
LISTRÆN
TILRAUNA-
MENNSKA
BARÁTTA
GEGN NOTKUN
PLASTPOKA
TÓNLISTARHÁTÍÐIN TECTONICS 38 DÍSA OG GABRÍELA 10VIÐSKIPTAMOGGINN
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Hreinsun Jón Eggertsson, starfsmaður
Mýrdalshrepps, við sandmokstur.
„Það hafa verið endalausir suð-
vestanstormar frá því í haust og
sandurinn safnast upp,“ segir Ás-
geir Magnússon, sveitarstjóri Mýr-
dalshrepps. Starfsmenn sveitarfé-
lagsins eru þessa dagana að moka
sandi af götum Víkur og sandi sem
íbúðar moka úr görðum sínum.
Tekur það marga daga en þetta
er í annað skiptið í vetur sem það
þarf að gera. Kostnaður er tölu-
verður en til mikils er að vinna ef
hægt er að hreinsa sandinn áður en
hann fer í holræsin og veldur ennþá
meiri usla og kostnaði.
Sandurinn kemur úr fjörunni
sem hefur verið að færast út vegna
aðgerða til að hamla gegn land-
broti. Landgræðslan áformar að
dreifa áburði til að styrkja mel-
gresið sem bindur sandinn og sá
melgresi í nýju sandskaflana.
Víðar hefur sandur fokið á land.
Sandfok skapar til dæmis hættu á
veginum við Óseyrarbrú. »16
Sandi mokað af
götum Víkur og úr
görðum bæjarbúa
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Saga landnáms Íslands er líklega
flóknari en talið hefur verið,“ segir
vesturíslenski fornleifafræðingurinn
Kristján Ahronson. Hann kynnir í
fyrirlestri í Háskóla Íslands í dag
rannsóknir sem hann hefur gert á
nokkrum þeirra mörgu manngerðu
hella sem eru á Suðurlandi og
krossum sem ristir hafa verið á
veggi þeirra. Ásamt félögum sínum
fann Kristján aðferð til að tímasetja
hvenær Kverkhellir nærri Selja-
landsfossi hefur verið gerður. Þeir
leituðu að efninu sem mokað hefur
verið úr hellinum, fundu hauginn og
notuðu gjóskulög til tímasetningar.
„Við fundum bæði landnámslagið
svokallað og gjósku úr Kötlugosi
fimmtíu til sextíu árum síðar. Það
var mikilvægur fundur og þessi
gjóskulög voru talsvert ofar en efnið
sem mokað var út úr hellinum. Með
því að nota viðurkenndar niður-
stöður rannsókna á því hvernig
jarðvegur safnaðist upp á þessum
tíma höfum við tímasett gerð hellis-
ins um árið 800,“ segir Kristján.
Hann segir að við ættum að lesa
Landnámabók, og þá landnámssögu
sem þar er sett fram, með það í
huga að hún hafi verið skrifuð í
ákveðnum tilgangi.
Þá hafa breskir sérfræðingar í
krossum eins og finnast í hellum
hér kannað krossa í Seljalands-
hellum. Þeir segja mikil líkindi vera
með krossum á svæðum nyrst á Ír-
landi og í Norðvestur-Skotlandi.
»39
Segir Kverkhelli frá um 800
Fornleifafræðingur kynnir rannsóknir á aldri manngerðra hella á Suðurlandi
Gjóskulög nýtast við aldursgreiningu Krossarnir eins og á Bretlandseyjum
Morgunblaðið/Rax
Gamall Kverkhellir er frá um 800.
Ljósmynd/Siemens AG
Jáeindaskanni Læknar segja hann
vanta tilfinnanlega hér á landi.
Enginn jáeindaskanni er til hér á
landi og það hefur margvísleg nei-
kvæð áhrif á heilbrigðisþjónustu.
Þetta eru þrír læknar, sem rætt er
við í Morgunblaðinu í dag, sammála
um.
Tækið er notað til greiningar ým-
issa sjúkdóma og er staðalbúnaður á
sjúkrahúsum víða um heim. Árlega
eru tugir Íslendinga sendir á Rík-
issjúkrahúsið í Kaupmannahöfn til
að fara í slíkan skanna.
Að sögn Péturs Hannessonar, yf-
irlæknis á röntgendeild Landspítala,
er Ísland eina landið í N-Evrópu sem
ekki á jáeindaskanna. Hann segir að
vegna þess sé hér ekki veitt besta
hugsanlega heilbrigðisþjónusta. Í
sama streng tekur Tómas Guð-
bjartsson, skurðlæknir á Landspít-
alanum. Hann segir að tækið sé not-
að í daglegum störfum
krabbameinslækna nánast alls stað-
ar nema hér. „Ég held til dæmis að
það hafi heilmikil áhrif á hvað fáir
læknar koma heim eftir sérnám,“
segir Tómas. Eyþór Björgvinsson
röntgenlæknir skoðar nú að koma
upp jáeindaskanna hér á landi og
selja þjónustuna » 6
Ólíðandi að skanna vanti
Ísland eina landið í N-Evrópu sem ekki á jáeindaskanna
Sauðburður er um það bil að komast í gang víða
um land til sveita. Á bænum Árbæjarhjáleigu á
Rangárvöllum eru fyrstu lömbin komin í heim-
inn. Fengu þau alla athygli hjá heimasætunni
Heklu, og vinkonunum Jóhönnu frá Þýskalandi
og Miriam frá Sviss.
Sauðburður að bresta á í sveitum landsins
Morgunblaðið/RAX
Nafni veitingastaðarins Kaktus á
Selfossi, sem hét Hrói Höttur, verð-
ur í sumar breytt í Steakhouse surf
and turf, grill and bar.
Haraldur Bernharðsson, varafor-
maður Íslenskrar málnefndar, seg-
ir að sér finnist það vera afleit þró-
un, hversu mjög það hefur færst í
vöxt að íslenskum veitingastöðum
séu gefin erlend nöfn. „Raunar held
ég líka að það væri hyggilegra upp
á viðskiptin að menn sæju sóma
sinn í því að hafa nafngiftir á veit-
ingastöðum á íslensku,“ sagði Har-
aldur. Veitingamaðurinn segir að
erlendir ferðamenn þurfi að skilja
heiti veitingastaðanna. »9
Á að heita Steak-
house turf and surf
„Það eru frábær tíðindi að sterkir ár-
gangar séu á leiðinni og í samræmi
við væntingar okkar,“ segir Jóhann
Sigurjónsson, forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar, um niðurstöður
mælinga á þorski í togararalli.
Niðurstöður úr togararalli benda til
að ástand helstu botnfiska sé gott.
Stofnvísitala þorsks mældist í ár
sú hæsta frá upphafi stofnmælingar
botnfiska árið 1985 og er nú tvöfalt
hærri en árin 2002-2008.
Athygli vekur að í togararalli í síð-
asta mánuði fékkst meira af ýsu fyrir
norðan land en sunnan. Árin 1985-
1999 fékkst alltaf mun meira af ýsu
við sunnanvert landið, en þessi
breyting hefur átt sér stað undanfar-
inn áratug.
Kolbeinn Árnason, framkvæmda-
stjóri SFS, segir þetta gleðitíðindi þó
hann vilji ekki auka aflaheimildir
strax. „Ábyrg nýting er að skila sér
og langtímamarkmið vonandi að
nást. Ég held að við ættum að fara
varlega að telja þetta í tonnum og
bíða eftir ráðgjöfinni. En þetta gefur
góðar vonir um framtíðina hvað sem
þetta verður mikið nákvæmlega
næsta fiskveiðiár.“ »19
Stórir þorsk- og ýsu-
árgangar á leiðinni