Morgunblaðið - 16.04.2015, Side 2

Morgunblaðið - 16.04.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bílaeigendur flykktust út í blíðviðrinu í gær til að þrífa bíla sína og mikið var að gera á bensín- stöðvum höfuðborgarsvæðisins. Að sögn Krist- ins Más Waage, starfsmanns Olís í Álfheimum, var mun meiri erill í gær en síðustu daga en hann sagði veðrið, sólina og vorið í loftinu hafa haft mikið með það að gera. Margir halda líklega í vonina um að veður haldist áfram gott næstu daga svo bílarnir verði ekki fljótt skítugir á ný. Þvoðu bílfáka sína í blíðunni Morgunblaðið/Ómar Mikill erill á bensínstöðvum höfuðborgarsvæðisins þegar vorið lét loksins sjá sig Brynja Dögg Guðmundsd. Briem brynjadogg@mbl.is Sífellt fleiri tilkynningar berast til Matvælastofnunar um illa meðferð á dýrum en á vefsíðu stofnunar- innar, www.mast.is, má finna ábendingarhnapp þar sem einnig er mögulegt að senda annars konar ábendingar eða fyrirspurnir. Algengustu tilkynningarnar sem berast Matvælastofnun eru vegna illrar meðferðar á dýrum, þá sér- staklega illrar meðferðar á hundum og hrossum. Af 640 ábendingum á árinu 2014 voru 532 sem vörðuðu velferð dýra. Ábendingar undir nafni eða ekki Hægt er að senda tilkynningu undir nafni eða nafnlaust, oft er þó betra að bregðast við ábendingu ef tilkynnandi getur nafns, svo hægt sé að hafa samband ef þörf er á ítarlegri upplýsingum fyrir rann- sókn á ábendingu. Í kjölfar tilkynningar til Mat- vælastofnunar er ábending send umdæmisskrifstofu viðeigandi hér- aðsdýralæknis. Héraðsdýralæknir eða eftirlitsaðili á hans vegum fer á vettvang og kannar aðstæður. Ef ábending er á rökum reist og talið að dýr hafi sætt vanrækslu eða annarri illri meðferð þarf að grípa til aðgerða. „Það getur verið fram- kvæmd úrbóta á kostnað eiganda, beiting dagsekta eða stjórnvalds- sekta, stöðvun á starfsemi, kæra til lögreglu eða vörslusvipting. Með vörslusviptingu er hægt að leggja tímabundið bann við dýrahaldi eða fara fram á að dýraeigandi verði sviptur með dómi heimild til að hafa dýr í umsjá sinni hafi hann gerst sekur um stórfellt eða ítrekað brot á lögunum,“ segir Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvæla- stofnunar. Hann vill hvetja almenning til að nýta hnappinn og senda ábendingar ef menn verði varir við að það sé verið að fara illa með dýr. Dýraníð oftar tilkynnt  Hnappur á vef MAST  Oftast tilkynnt um illa meðferð á hundum og hrossum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Matvælastofnun Hægt er að koma ábendingum á framfæri á vef MAST. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar Íbúðalánasjóðs gengu í gær frá sölu á fasteignasafni til ónafngreindra kaupenda. Um er að ræða fjórða fasteignasafnið af sjö sem seld verða í einu lagi eftir útboð í fyrrahaust, alls um 400 íbúðir. Sigurður Erlingsson, forstjóri sjóðsins, segir að líkt og við sölu fyrri fasteignasafna ríki trúnaður um kaupendur þess fjórða og að ekki verði veittar upplýsingar um kaup- verðið eða meðalstærð íbúðanna í fermetrum. Stefnt var að því að ganga frá samningum um sölu þessara sjö safna fyrir lok janúar á þessu ári. Ferli frágangs viðskiptanna reyndist tímafrekara en áætlað var og segir Sigurður að nú sé stefnt að því að ljúka sölunni fyrir sumarið. Fram kom í kynningu sjóðsins 14. október síðastliðinn að 19 eignanna 400 séu í Reykjavík og 34 í Hafnarfirði. Lang- flestar, eða 151, eru í Reykjanesbæ. Þá er 71 í Fjarðabyggð, 43 í Fljóts- dalshéraði og 30 á Akranesi. Sam- kvæmt kynningunni er samanlagt fasteignamat fasteignasafnanna sjö alls um 6,7 milljarðar króna. Tvö safnanna eru á Suðurnesjum og er fasteignamat þeirra samtals um 2,4 milljarðar. Eftir hrunið eignaðist ÍLS fjölda fullnustueigna og er sala eignasafn- anna liður í að losa um óseldar eign- ir. Fram kom í febrúarskýrslu sjóðs- ins að fjöldi fullnustueigna var þá 1.788 og voru 809 íbúðir í útleigu. Íbúðalánasjóður gengur frá sölu á fasteignasafni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesbær Flestar eignirnar í söfnunum sjö eru á Suðurnesjum.  Hefur nú selt 199 eignir af 400 Verkfalli tækni- manna í Rafiðn- aðarsambandinu hjá RÚV, sem vera átti í dag, var afstýrt í gær. Skrifað var undir nýjan fyrir- tækjasamning milli RÚV og tæknimanna á fundi hjá Ríkis- sáttasemjara. Var samningurinn svo samþykktur af miklum meirihluta tæknimanna. Þar með verður ekkert af fyrirhuguðu verkfalli sem hefði sett dagskrá RÚV úr skorðum. „Það er ánægjulegt að það sé komin niðurstaða í málið,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Samningurinn er tengdur við aðal- kjarasamninginn sem er mikil óvissa um. „Þarna var verið að taka á rétt- indum og skyldum starfsmanna því það var mikilvægt að fá það niður á blað,“ segir Kristján. Samið á síðustu stundu Áfram RÚV mun starfa eðlilega.  Tæknimenn RÚV fara ekki í verkfall Hópur mótmæl- enda kom saman fyrir framan Al- þingishúsið í gær og mótmælti því að ekki væri haf- in rannsókn á einkavæðingu bankanna þrátt fyrir að sam- þykkt hefði verið af Alþingi þings- ályktunartillaga fyrir 888 dögum um að það yrði gert. Mótmælendur reyndu að kríta töluna 888 á gang- stéttina við þinghúsið en þingverðir komu þá út með garðslöngu og skoluðu það af stéttinni. Karlmaður úr röðum mótmælenda reyndi að koma í veg fyrir það en var þá snú- inn niður af þingverði. „Þessi vinnubrögð þingvarða eru algerlega ólíðandi. Þetta verður tekið fyrir í forsætisnefnd,“ skrif- aði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pí- rata, á Facebook í gær, en Jón Þór Ólafsson, Pírati og áheyrnarfulltrúi þeirra í forsætisnefnd, hefur sent Einari K. Guðfinnssyni þingforseta bréf þar sem óskað er eftir því að hann rannsaki málið. Vilja rannsókn á átökum við þingið Alþingi Maðurinn var snúinn niður. Skrifstofu og verslunarrými til leigu í Firði Fyrirspurnir sendist á fjordur@fjordur.is Fjörður - í miðbæ Hafnarfjarðar! – í miðbæ Hafnarfjarðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.