Morgunblaðið - 16.04.2015, Side 12

Morgunblaðið - 16.04.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjármálaeftirlitið hefur sent lífeyrissjóðum bréf þar sem óskað er eftir tryggingafræði- legri athugun fyrir 1. júní næstkomandi. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi FME, skýrir efni bréfsins svo: „Fjármálaeftirlitið kann- ast ekki við að hafa sent út fyrirspurn um aldurstöflur. Hins vegar var nýlega sent dreifibréf til lífeyrissjóða í tilefni þess að Félag ís- lenskra tryggingastærð- fræðinga hafði gefið út lækkunarstuðla til fram- tíðar vegna væntinga um hækkandi lífaldur. Í bréfinu voru tilmæli um að sjóðirnir fælu tryggingastærðfræðingum sínum að framkvæma tryggingafræðilega at- hugun þar sem reiknað væri með útgefnum lækkunarstuðlum til framtíðar. Þessi viðbótar- skýrsla mun leiða í ljós hversu mikið skuld- bindingin eykst, bæði fyrir einstaka sjóði og lífeyriskerfið í heild og getur orðið gott inn- legg í umræðuna um hvernig bregðast skal við hækkandi lífaldri,“ segir Sigurður. Þrjár leiðir færar í stöðunni Að sögn Bjarna Guðmundssonar trygg- ingastærðfræðings má áætla að skuldbind- ingar lífeyrissjóða muni aukast um 7-15% athuganir á árinu 2016 miðað við stöðuna í lok árs 2015. Fjármálaeftirlitið hefur beint þeim tilmælum til lífeyrissjóða að þeir kanni það á þessu ári hvaða áhrif hækkandi lífaldur muni hafa á skuldbindingar þeirra. Við þá greiningu verður miðað við stöðu sjóðanna í árslok 2014,“ segir Bjarni og bendir aðspurður á að nú séu 26 lífeyrissjóðir starfandi á Íslandi. Gunnar Baldvinsson, formaður Lands- samtaka lífeyrissjóða, segir að breytingar á forsendum fyrir útreikningi á skuldbindingum sjóðanna muni óhjákvæmilega gera trygginga- fræðilega stöðu þeirra lakari að óbreyttu. Breyttar forsendur geri ráð fyrir lengri ævi og því muni skuldbindingar sjóðanna hækka þar sem þeir greiða ellilífeyri til æviloka. Kynna mögulegar leiðir í maímánuði Gunnar segir að 19. maí næstkomandi verði haldinn aðalfundur Landssamtaka lífeyris- sjóða. Þar verði kynnt skýrsla nefndar sem fal- ið var að rannsaka áhrif hækkandi lífaldurs á sjóðina. „Við erum að skoða mögulegar leiðir til að bregðast við breyttum forsendum. Það er auð- vitað mjög ánægjuleg þróun að við lifum leng- ur en hún þýðir líka að við þurfum að fram- fleyta okkur lengur.“ Gunnar segir að meðalævi landsmanna hafi lengst mikið á liðnum árum og nefnir sem dæmi að á árunum 1990 til 2011, eða á rúmum 20 árum, lengdist meðalævi einstaklinga á líf- eyrisaldri um rúmlega 2 ár. Vegna þessa juk- ust skuldbindingar lífeyrissjóðanna um nálægt 10% eða u.þ.b. um 0,5% á ári. ,,Lífeyrissjóðirnir hafa þrjár leiðir til að bregðast við þessari þróun, eða blöndu af þeim. Sjóðirnir geta farið þá leið að hækka líf- eyrisaldur. Mörgum finnst það eðlilegt að lenging meðalævi þýði að menn séu lengur á vinnumarkaði, frekar en á eftirlaunum. Önnur leið væri að hækka iðgjöld. Þriðja leiðin væri að greiða lægri lífeyri en þá yfir lengri tíma,“ segir Gunnar Baldvinsson. Eykur skuldbindingarnar um 7-15%  FME sendi lífeyrissjóðum beiðni um mat á áhrifum hækkandi lífaldurs á skuldbindingar þeirra  Tryggingastærðfræðingur telur lengri ævi munu auka skuldbindingar sjóða um allt að 15% Morgunblaðið/Styrmir Kári Gönguferð í sólinni Framfarir í heilbrigðisþjónustu eiga þátt í að meðalævin er að lengjast. vegna hækkandi lífaldurs. Því sé hægt að mæta með því að lengja starfsaldur, lækka áunnin réttindi eða hækka iðgjöld. Bjarni rifjar upp að Félag tryggingastærð- fræðinga hafi síðasta haust samþykkt að taka upp spá um áframhaldandi hækkun lífaldurs við mat á skuldbindingum lífeyrissjóða. „Félag tryggingastærðfræðinga hefur gefið út spá um þróun lífaldurs sem það gerir ráð fyrir að verði notuð við tryggingafræðilegar Bjarni Guðmundsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skattlagning á laun minnkaði örlítið hér á landi í fyrra frá árinu á undan samkvæmt nýrri árlegri úttekt OECD á skattbyrði í aðildarlöndun- um. Ísland vermir 22. sæti meðal 34 aðildarlanda OECD þegar borin er saman skattbyrði launþega í OECD- löndunum og reiknaður svonefndur skattafleygur, sem sýnir hlutfall samanlagðra skatta og launatengdra gjalda af launakostnaði atvinnurek- andans vegna starfsmanns. Ísland var líka í 22. sæti í samanburði OECD fyrir árið 2013. Í samanburðinum kemur fram að hlutdeild skatta og launatengdra gjalda af meðallaunum einhleyps og barnlauss einstaklings var 33,5% af heildarlaunakostnaði vegna hans á síðasta ári og lækkaði hlutfallið (skattafleygurinn) á meðallaunin um 0,61 prósentustig frá árinu á undan. Ísland er nokkuð undir meðallagi í OECD-löndunum þar sem meðaltal- ið var 36% í fyrra. Í skattasamanburði OECD er lagt mat á hvað launþeginn fær í vasann eftir greiðslu skatta og launatengdra gjalda atvinnurekandans vegna starfsmannsins, s.s. trygginga- gjalds, framlaga til almannatrygg- inga o.fl. og jafnframt er tekið tillit til endurgreiðslna frá skatti. Sýnd er hlutdeild skatta og launakostnaðar launagreiðanda vegna launþega og fundinn út skattafleygur, sem sýnir hverju starfsmaður heldur eftir fyrir vinnu sína eftir að skattar og launa- tengd gjöld hafa verið dregin frá. Skattbyrðin er misþung eftir fjöl- skyldutegundum. Skattbyrði laun- þega með börn er minni vegna end- urgreiðslna og bóta og vermir Ísland nú 24 sæti meðal OECD-landanna þegar bornar eru saman skatt- greiðslur hjóna með tvö börn þar sem annað er útivinnandi og hefur meðallaun. Er skattafleygur þessara launþega 20,4% af heildarlaunum að meðaltali og hefur lækkað lítið eitt á milli ára eða um 0,9 prósentustig frá árinu 2013. Í umfjöllun um Ísland er bent á að barnabætur og aðrir frádrættir minnki skattbyrði launþega sem eru með börn á framfæri sínu um 13,1 prósentustig frá því sem einhleypur og barnlaus skattgreiðandi þarf að bera. Þetta er meiri munur en að jafnaði í OECD-löndunum þar sem meðaltalið er 9,1 prósetnustig. Skattbyrðin jókst umtalsvert á árunum eftir hrunið Skattlagning á meðallaun einstak- linga jókst í 23 af 34 aðildarlöndum OECD í fyrra en lækkaði í 11 lönd- um þ. á m. á Íslandi eins og fyrr seg- ir. Skattafleygurinn á laun einstak- linga með tvö börn í OECD-lönd- unum var hæstur í Grikklandi (43,4%), Belgíu (40,6%) og Frakk- landi (40,5%). Fleygurinn var hins vegar lægstur meðal barnafjöl- skyldna á Nýja-Sjálandi (3,8%). Þó lítið eitt hafi dregið úr skatt- byrðinni hér á landi á síðasta ári hef- ur hún aukist mikið hér ef litið er yfir lengra tímabil. Þannig hækkaði skattafleygurinn á laun einhleyps launþega úr 28,8% í 33,5% frá árinu 2000 til 2014. Mest varð hækkunin á árunum 2009 til 2013 en þá jókst skattbyrðin um þrjú prósentustig. Einhleypur og barnlaus heldur eftir 71,5% af heildarlaununum Í útreikningum OECD er einnig gerð grein fyrir hversu hátt hlutfall af heildartekjum sínum launþeginn greiðir sjálfur í skatta og önnur gjöld til hins opinbera. Samanburður OECD á þessu leiðir í ljós að skatt- byrði barnlausra einstaklinga hér á landi mælist 28,5% sem er talsvert yfir meðaltali OECD, og þýðir að launþeginn heldur eftir 71,5% af at- vinnutekjum sínum eftir skatta. Ein- staklingur með meðallaun sem er í hjónabandi eða sambúð og á tvö börn og nýtur barnabóta heldur hins veg- ar eftir 85,6% af heildarlaunum eftir skatta. Er það nálægt meðaltalinu innan OECD. Skattbyrði launafólks léttist lítið eitt í fyrra  Ísland í 22. sæti annað árið í röð í skattasamanburði OECD Morgunblaðið/Eggert Álögur Skattlagning á laun var nokkru lægri hér á landi í fyrra samanborið við meðalskattbyrði í aðildarlöndum OECD samkv. nýjum samanburði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.