Morgunblaðið - 16.04.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.04.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Tilboðsdagar Veltisög ogmultisög SDS-MAX Brotvél Gerð: HM1203C Mótor: 1510 wött Brotkraftur : 19,1 Joule Þyngd : 9,7 kg SDS-Plus Brotvél Gerð: HR2470 Mótor: 780 wött Brotkraftur : 2,4 Joule Þyngd : 2,9 kgBrotvélatilboð TILBOÐSVER Ð 140.000- m/v sk TILBOÐSVER Ð 150.000- m/v sk ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Leikfélag Akureyrar hefur fengið frest þar til í ársbyrjun 2018 til að greiða af láni sem það fékk á sínum tíma hjá Akureyrarbæ, vegna erfið- leika í rekstri. Eftirstöðvar lánsins eru rúmar níu milljónir króna.    Menningarfélagið óskaði eftir því að bærinn felldi niður útistand- andi skuld LA eða frestaði láninu á meðan á þriggja ára upphafstímabili Menningarfélagsins stendur. Félag- ið tók til starfa fyrir nokkrum miss- erum, stofnað til að sjá um rekstur LA, Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands og menningarhússins Hofs.    Fjórtánda Kirkjulistavika í Ak- ureyrarkirkju hefst á sunnudag og verður fyrsti dagurinn að miklu leyti helgaður minningu Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi.    Hátíðin hefst með Davíðsmessu þar sem séra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar. Tónlistin í mess- unni verður að mestu leyti við ljóð Davíðs. Ásamt Kór Akureyrarkirkju syngur Elvý G. Hreinsdóttir og Birkir Blær Óðinsson leikur á gítar.    Að messu lokinni verður opnuð myndlistarsýning í Safnaðarheim- ilinu og kapellu þar sem þau Joris Rademaker og Guðrún Pálína Guð- mundsdóttir sýna verk sín. Klukkan 12.30 hefjast Davíðstónleikar þar sem þau Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Kristján Eldjárn Hjartarson gítarleikari flytja lög við ljóð Davíðs Stefánssonar.    Sönghópurinn Hljómeyki flyt- ur messu fyrir tvo kóra eftir Frank Martin ásamt fleiri verkum á tón- leikum sem hefjast klukkan 17 í kirkjunni og um kvöldið teygir há- tíðin sig til Dalvíkur þar sem verður æðruleysismessa í Dalvíkurkirkju. Nánar á vef kirkjunnar, akirkja.is.    Leikfélag Menntaskólans á Ak- ureyri, LMA, frumsýnir söngleikinn Rauðu mylluna í Sjallanum í kvöld. Þetta er leikgerð Garúnar leikstjóra eftir sögu Baz Luhrmann, en marg- ar leikgerðir eru til um efni sög- unnar; lífið á veitingastaðnum, hinni alræmdu Rauðu myllu í París.    Nemendurnir sem standa að sýningunni eru um 80, leikarar, dansarar, söngvarar, tónlistarfólk og hópur manna baksviðs, sem sér um að allt gangi upp. Þegar hafa verið auglýstar þrjár aðrar sýn- ingar, föstudaginn 17. apríl og svo fimmtudag og föstudag í næstu viku, 23. og 24. apríl.    Helgi og hljóðfæraleikararnir fagna sumri með tónleikum á Græna Hattinum annað kvöld.    Rúnar Júlíusson hefði orðið sjö- tugur á þessu ári og af því tilefni voru haldnir tónleikar honum til heiðurs í Stapa um síðustu helgi sem verða endurteknir á Græna hatt- inum á laugardagskvöldið. Ferill hans verður tekinn fyrir í máli og músík, Valdimar Guðmundsson, Margrét Rúnarsdóttir og Magni Ás- geirsson syngja við undirleik sérval- innar rokksveitar, eins og það er orðað í tilkynningu.    Talandi um Græna hattinn; Haukur Tryggvason vert þar á bæ flytur í sumar til landsins hollensku rokksveitina Focus sem margir dá og enn fleiri kannast við. Hún var stofnuð 1969, hætti 1978 en hóf störf á ný 2002 og er nú í heimsreisu.    Stofnandi Focus, Thijs van Leer, situr enn við orgelið, spilar á flautu og syngur og trommarinn Pierre van der Linden hefur séð um að lemja húðirnar öll starfsár sveit- arinnar nema það fyrsta. Gítarleik- arinn og bassaleikarinn komu síðar til sögunnar. Morgunblaðið/Skapti Vor Akureyri Krakkar héldu upp á það í körfubolta við Oddeyrarskóla í gær að vorið er formlega komið í bæinn. LA greiðir ekki af láni næstu þrjú ár Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýr Bjarni Ólafsson AK 70 mun væntanlega hefja veiðar undir ís- lensku flaggi í lok mánaðarins. Út- gerðarfyrirtækið Runólfur Hall- freðsson ehf á Akranesi hefur keypt uppsjávarskipipð Fiskeskjer frá samnefndri útgerð í Noregi. Jafn- framt hefur gamli Bjarni Ólafsson verið seldur til Rússlands. Hjá útgerðinni í 15-35 ár Nýja skipið var smíðað í Noregi 1999 og er 67,40 metrar á lengd og 13 metra breitt. Aðbúnaður um borð er mjög góður og skipið er búið full- komnustu tækjum, m..a. fullkominni RVS kælingu. Skipið hélt frá Noregi í gær til kolmunnaveiða og er hluti Íslendinganna í áhöfn Bjarna með í för til að kynnast nýja skipinu. Gamli Bjarni Ólafsson var byggð- ur í Noregi 1978 og bar þá nafnið Li- bas. Útgerðin á Akranesi keypti skipið 1998 og hefur það reynst mjög vel, en er komið hátt á fertugsaldur- inn. Skipið er 73 metrar á lengd og 11,60 m. á breidd. Í áhöfn nýja skips- ins verða 1-2 færri hverju sinni held- ur en á gamla skipinu, en engin breyting verður þó á mannahaldi út- gerðarinnar. Flestir skipverjarnir hafa verið hjá fyrirtækinu í 15-35 ár. Skipstjórar á Bjarna Ólafssyni eru þeir bræður Gísli og Runólfur, synir Runólfs Hallfreðssonar heitins og Ragnheiðar Gísladóttur. Hún verður áttræð í haust og er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Fjöl- skyldan á 62% í fyrirtækinu, en Síld- arvinnslan í Neskaupstað á 38% í því. Þegar Síldarvinnslan og SR-mjöl runnu saman í eitt fyrirtæki undir merkjum Síldarvinnslunnar árið 2003 fylgdu ýmis hlutdeildarfyrir- tæki SR-mjöls með. Eitt þessara fyrirtækja var Runólfur Hall- freðsson ehf. og síðan má segja að Bjarni Ólafsson hafi átt sína aðra heimahöfn í Neskaupstað. Vonir standa til að nýr Bjarni Ólafsson AK komi í fyrsta skipti til heimahafnar á Akranesi fyrir sjómannadag í byrjun júní. Flytur lifandi krabba Rússneskt fyrirtæki í Vladivostok keypti gamla skipið sem heldur frá landinu um næstu helgi. Skipið fær nú ný verkefni því stefnt er að því að um borð verði safnað saman lifandi krabba úr veiðiskipum á krabba- miðum og komið með krabbann að landi. Frá Vladivostok verður krabbinn síðan keyrður til Suður- Kóreu. Fiskeskjer Norska skipið er nú á kolmunnaveiðum og er hluti áhafnar Bjarna Ólafssonar um borð. Endurnýja með kaupum á norsku uppsjávarskipi  Fá 16 ára skip í stað Bjarna Ólafssonar AK sem er 37 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.