Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í dag eru hundrað ár liðin frá því að Gullfoss, fyrsta skip Eimskipa- félags Íslands, kom til landsins. Koma skipsins markaði tímamót í siglingasögu Íslendinga. Fram að þessu höfðu millilandasiglingarnar verið í höndum erlendra þjóða. Fréttirnar vöku gleði og stolt um land allt. Hvarvetna þar sem skipið hafnaði sig var því fagnað með há- tíðlegum móttökum. Skáld ortu ljóð og fyrirmenn í hverju plássi fluttu innblásnar ræður. Þegar Eimskipafélagið var stofn- að í janúar 1914 var ákveðið að smíða tvö millilandaskip til að flytja vörur og farþega á milli Íslands og Evrópulanda. Gullfoss var annað þessara skipa, hitt var Goðafoss sem kom tveimur mánuðum seinna. Gullfoss var smíðaður í skipa- smíðastöðinni Köbenhavns Flyde- dok & Skibsværft. Kostaði það 580 þúsund krónur og var gífurlegt fé á íslenskan mælikvarða. Vel heppnuð hlutafjársöfnun Eimskipafélagsins skapaði grundvöll fyrir því að hægt var að ráðast í smíðina. Gullfoss lagði af stað heim til Ís- lands 1. apríl 1915. Hafði skipið við- komu í Leith í Skotlandi og tók þar vörur og farþega. Ekki var hægt að leggja af stað aftur fyrr en 11. apríl þar sem farmskjölin þurfti að senda til Lundúna. Vildu bresk hernaðar- yfirvöld sanneyna að þýskar vörur væru ekki um borð. Siglingin frá Leith tók fjóra daga. Að morgni 15. apríl kom skipið til Vestmannaeyja. Streymdu vélbátar heimamanna til móts við Gullfoss fánum skreyttir til að bjóða hann velkominn. Daginn eftir kom skipið til Reykjavíkur. Þar var efnt til glæsilegrar mót- töku. Þjóðhátíðarstemning var í bænum; frí gefið í skólum, þorri bæjarbúa við höfnina, fánar blöktu hvarvetna og verslunargluggar skreyttir. Sigurður Eggerz, ráð- herra Íslands, sagði í ávarpi að þetta væri gleði- og gæfudagur fyrir Íslendinga. Þjóðin fagnaði hér sínu eigin skipi, sem hún hefði ekki ein- ungis lagt fé sitt í, heldur vonir sín- ar og framtíðarþrá. Ísland var ekki orðið fullvalda þegar þetta var. Mikla athygli vakti að málað hafði verið yfir dönsku þjóðernistáknin á hliðum Gullfoss. Hafði þetta verið gert í Vest- mannaeyjum samkvæmt fyrir- mælum Emils Nielsens, hins danska forstjóra félagsins. Honum fannst óviðfelldið að fyrsta íslenska milli- landaskipið væri merkt Danmörku daginn sem það kæmi í fyrsta sinn til landsins. Gullfoss var í siglingum til 1940 er það varð innlyksa í Kaupmanna- höfn vegna stríðsins. Þjóðverjar hertóku þá skipið. Eftir stríð komst það í eigu færeysks skipafélags og var í siglingum til 1953 þegar það var selt til niðurrifs. Tímamót í siglingasögu Íslands  Hundrað ár frá því Gullfoss Eimskipafélagsins kom til landsins  Hátíðlegar móttökur um land allt  „Við skipið eru bundnar vonir og framtíðarþrá þjóðarinnar,“ sagði ráðherra Íslands Ljósmynd/Eimskipafélag Íslands Velkominn Gullfossi var fagnað hvarvetna sem skipið kom að landi. Ljósmynd/Eimskipafélag Íslands. Fyrsta skipið Gullfoss við komuna til Reykjavíkur 16. apríl 1916. Sannkölluð þjóðhátíðarstemning var í bænum. Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Þörf er á 14-16 leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta á Íslandi, en að- eins sjö verða í þjónustu á komandi sumri. Hver hundur kostar 8-10 milljónir króna í heildina, en ágóði af sölu Rauðu fjaðrarinnar, barmmerki Lions, í ár rennur í sjóð til að fjár- magna kaup á slíkum hundum. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og dauf- blinda einstaklinga, segir þörfina mikla og þegar bíði nokkrir eftir út- hlutun. „Við úthlutuðum til dæmis einum íslenskum hundi í febrúar og maðurinn sem fékk þann hund hafði beðið síðan 2008 eða í sjö ár,“ út- skýrir hún. Um hundraðasti hver blindi eða sjónskerti einstaklingur á Norður- löndum er með leiðsöguhund, en um 1.500 manns eru á skrá á Íslandi. Viðmiðið er því um 15 hundar, en Huld segist vona að með söfnuninni verði hægt að mæta þessari þörf. „Við höfum verið að reka þetta verk- efni einungis á fjárframlögum og getum það í raun ekki öðruvísi, svo það hjálpar allt.“ Spurð um kostnað við hvern hund segir Huld hann fyrst og fremst fel- ast í launum, utanumhaldi og uppi- haldi á hundunum. Hundar sem keyptir eru erlendis koma frá Nor- egi og Svíþjóð, og ofan á þennan kostnað leggst innflutningurinn til landsins, einangrun og aðlögun hér á landi. Þá getur þjálfun á hundunum tekið upp undir heilt ár. „Það tínist alveg hreint ótrúlega til og það liggja í raun margir mannmánðir að baki hverjum hundi.“ Fulltrúar Lions á Íslandi selja Rauðu fjöðrina á fjölförnum stöðum um helgina. Eygló Harðardóttir vel- ferðarráðherra kaupir fyrstu fjöðr- ina í Kringlunni kl. 12 á morgun. Morgunblaðið/Eggert Hundar Þjálfun á leiðsöguhund- unum getur tekið upp undir ár. Þörf á tvöföldun leiðsöguhunda  Rauða fjöður Lions seld um helgina Sigurður Pétursson stýrði gamla Gullfossi allt frá því að skipið kom í fyrsta sinn til Ís- lands 1915 og þar til það varð innlyksa í Danmörku 1940 vegna styrjaldarinnar. Hann var afar farsæll skipstjóri og lenti aldrei í neinum óhöppum með skipið. Sigurður var 33 ára gam- all þegar hann var ráðinn skip- stjóri og hafði þá lokið prófum frá stýrimannaskólunum í Reykjavík og Kaupmannahöfn og starfað sem stýrimaður. Sig- urður naut mikillar virðingar, þótti ganga ríkt eftir vandaðri sjómennsku og siðum. Var litið á það sem skólagöngu að vera í plássi hjá honum. Afar farsæll skipstjóri ÁVALLT SAMI SKIPSTJÓRINN Við stýrið Sigurður og Pétur sonur hans á Gullfossi 1930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.