Morgunblaðið - 16.04.2015, Page 20

Morgunblaðið - 16.04.2015, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Fráfarandi samsteypustjórn í Finn- landi hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki gert nægar ráðstafanir til að rétta efnahag landsins við og jafnvel forsætisráðherrann Alex- ander Stubb hefur tekið undir gagnrýnina. Stöðnun ríkti í efna- hagnum í fyrra eftir tveggja ára kreppu sem er aðallega rakin til samdráttar í skógarhöggi og fram- leiðslu rafeindatækja, einkum vegna erfiðleika Nokia. Atvinnu- leysið mælist nú 9,2% og hef- ur ekki verið meira frá árinu 2003. Mið- flokkurinn hef- ur lofað að skapa 200.000 ný störf á tíu árum en hag- fræðingar segja að erfitt verði að standa við það loforð. Gagnrýnd fyrir úrræðaleysi EFNAHAGSÞRENGINGAR OG ATVINNULEYSI Í BRENNIDEPLI Alexander Stubb Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Efnahagsmálin eru í brennidepli í þingkosningum sem fram fara í Finnlandi á sunnudaginn kemur eftir þriggja ára efnahagsþrenging- ar. Búist er við að Miðflokkurinn fái mest fylgi í kosningunum og tæpan fjórðung atkvæðanna. Formaður flokksins, kaupsýslumaðurinn Juha Sipilä, er talinn líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra lands- ins og nýtur góðs af því að margir telja hann best til þess fallinn að blása lífi í efnahaginn vegna reynslu hans af rekstri fyrirtækja. Skoðanakönnun, sem birt var um helgina, bendir til þess að Mið- flokkurinn fái 23,5% atkvæðanna en lítill munur sé á fylgi þriggja flokka sem keppa um annað sætið. Jafnaðarmannaflokkurinn mældist með 17% fylgi, Finnaflokkurinn 16,6% og Sameiningarflokkurinn 16%. Finnaflokkurinn er þjóðernis- sinnaður miðju- eða hægriflokkur, hét áður Sannir Finnar og fékk 19% atkvæðanna í síðustu kosning- um árið 2011 þegar hann fimmfald- aði fylgi sitt. Sameiningarflokkur- inn er hægriflokkur undir forystu Alexanders Stubb, forsætisráð- herra fráfarandi ríkisstjórnar. Miðflokkurinn galt afhroð í þing- kosningunum fyrir fjórum árum þegar hann fékk 15,8% at- kvæðanna, minna fylgi en nokkru sinni fyrr frá síðari heimsstyrjöld- inni. Flokkurinn hafði þá verið við völd frá árinu 2003 og ósigurinn í kosningunum var rakinn til fjár- málahneykslis, sem margir þing- menn flokksins voru bendlaðir við, efnahagssamdráttar vegna fjár- málakreppu og aukins fylgis Sannra Finna. Fylgi Miðflokksins tók að aukast þegar Juha Sipilä var kjörinn for- maður hans árið 2012 og flokkurinn hefur verið stærstur í skoðana- könnunum í tæp tvö ár. Sipilä hefur verið þingmaður í aðeins eitt kjör- tímabil og vinsældir hans eru eink- um raktar til velgengni hans í rekstri fyrirtækja. Hann rak meðal annars finnska tæknifyrirtækið Sol- itra og varð milljónamæringur þeg- ar hann seldi það bandaríska fyrir- tækinu American ADC Tele- communications árið 1996. Finnaflokkurinn í stjórn? Miðflokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu frá síðustu þing- kosningum. Fjórir flokkar eiga að- ild að fráfarandi ríkisstjórn, þ.e. Sameiningarflokkurinn, Jafnaðar- mannaflokkurinn, Sænski þjóðar- flokkurinn og Kristilegir demókrat- ar. Vinstribandalagið gekk úr ríkisstjórninni fyrir rúmu ári vegna óánægju með niðurskurð á útgjöld- um til velferðarmála. Græningjar sögðu sig síðan úr stjórninni í sept- ember eftir að hún heimilaði að reist yrði kjarnorkuver. Ríkisstjórnin naut stuðnings 102 þingmanna af 200 í lok kjörtíma- bilsins en 118 þingmenn studdu hana þegar hún var mynduð fyrir fjórum árum undir forystu Jyrki Katainen, þáverandi leiðtoga Sam- einingarflokksins. Katainen til- kynnti fyrir ári að hann hygðist láta af embætti og Alexander Stubb tók við af honum í júní. Stubb hefur ekki tekist að auka fylgi Sameining- arflokksins og sannfæra Finna um að hann sé best til þess fallinn að rétta efnahaginn við. Jafnaðarmannaflokkurinn er einnig undir forystu nýs leiðtoga, Antti Rinne, fyrrverandi verkalýðs- foringja sem var kjörinn formaður flokksins í maí í fyrra. Rinne er nú fjármálaráðherra og hefur lofað að- gerðum af hálfu ríkisins til að fjölga störfum. Sannir Finnar vildu ekki eiga að- ild að fráfarandi ríkisstjórn vegna andstöðu við efnahagsaðstoð Evr- ópusambandsins við Portúgal og fleiri evrulönd til að bjarga evrunni. Formaður Finnaflokksins, Timo Soini, segir hann nú vilja taka þátt í myndun næstu ríkisstjórnar og Juha Sipilä hefur léð máls á sam- starfi við flokkinn eftir þingkosn- ingarnar. Miðflokknum spáð sigri í Finnlandi  Leiðtogi flokksins líklegastur til að verða forsætisráðherra  Margir Finnar telja hann best til þess fallinn að binda enda á efnahagsþrengingar Finnlands  Þrír flokkar hnífjafnir í keppni um annað sætið AFP Næsti forsætisráðherra? Juha Sipilä, formaður Miðflokksins, á atkvæðaveiðum í höfuðborginni Helsinki. Sipilä er talinn líklegastur til að fara fyrir næstu ríkisstjórn í Finnlandi eftir þingkosningarnar á sunnudaginn kemur. Flestir vilja Miðflokkinn » Um 64% Finna vilja að Mið- flokkurinn eigi aðild að næstu ríkisstjórn eftir þingkosning- arnar á sunnudaginn kemur, ef marka má könnun finnska dag- blaðsins Helsingin Sanomat. » Um 52% vilja Jafnaðar- mannaflokkinn og um 39% Sameiningarflokkinn í næstu stjórn. Um 33% vilja að Finna- flokkurinn gangi í stjórnina. Talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að Evrópuríki hefðu ekki gert nóg til að bjarga flóttafólki sem fer með bátum yfir Miðjarðarhafið frá Afríku til Evrópu. Óttast er að um fjögur hundruð flóttamenn hafi drukknað þegar bát þeirra hvolfdi skammt frá strönd Líbíu fyrr í vikunni. Yfir sjö þúsund hefur verið bjarg- að á Miðjarðarhafi frá því á föstudag og hermt var í gær að varðskipið Týr væri á leið til hafnar á Ítalíu með tæplega 400 manns sem áhöfn skips- ins bjargaði. Innanríkisráðuneytið á Ítalíu sagðist vera að gera ráðstaf- anir til að sjá flóttamönnunum fyrir húsaskjóli. Á meðal þeirra eru mörg börn. Hjálparsamtökin Save the Child- ren, Barnaheill, sögðu í gær að tekist hefði að bjarga 144 úr bát sem hvolfdi eftir að hann lagði úr höfn í Líbíu. Flestir þeirra eru unglings- piltar og þeir segja að alls hafi um 550 manns verið í bátnum. Níu lík hafa þegar fundist. Talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hvatti Evrópu- ríki til að efla björgunarstarfið á Miðjarðarhafi til að afstýra fleiri dauðsföllum. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu að yfir 500 flóttamenn hefðu drukknað í Miðjarðarhafi það sem af er árinu, um 30 sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra. Meira en 280.000 manns fóru til ríkja Evrópusambandsins með ólög- legum hætti yfir Miðjarðarhafið á síðasta ári. Margir þeirra flúðu stríð- ið í Sýrlandi eða kúgun í Erítreu. AFP Á flótta Kona og barn sem strand- gæsla Túnis bjargaði á dögunum. Allt að 400 drukknuðu  Flóttamannastofnun SÞ vill að björg- unarstarfið á Miðjarðarhafi verði aukið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.