Morgunblaðið - 16.04.2015, Side 21

Morgunblaðið - 16.04.2015, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 -Viðhaldsfríir gluggar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • Fax 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is ER KOMINN TÍMI Á SJÓNMÆLINGU? Traust og góð þjónusta í 18 ár Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 Plútó er eins og óskýr kúla á bestu myndinni sem til er af dvergreikistjörnunni en það á eft- ir að breytast þegar geimfar flýg- ur í fyrsta skipti framhjá henni. Bandaríska geimfarið New Horizons á að fljúga framhjá Plútó 14. júlí næstkomandi og senda til jarðar myndir í mikilli upplausn til að gera okkur kleift að skoða yfirborð stjörnunnar í smáatriðum. Plútó var lengi álitin níunda plánetan í sólkerfi okkar en var skilgreind sem dvergreikistjarna á þingi Alþjóðasambands stjarnfræð- inga árið 2006. Geimrannsóknastofnun Banda- ríkjanna, NASA, skaut New Hori- zons á loft með eldflaug af gerð- inni Atlas 5 frá Canaveral-höfða í Flórída í janúar 2006. Geimfarið er þegar byrjað að taka myndir og gert er ráð fyrir því að rann- sóknir þess á lofthjúpi og yfir- borði Plútós hefjist í maí eða júní. New Horizons verður í innan við 10.000 kílómetra fjarlægð frá dvergreikistjörnunni þegar það flýgur framhjá henni. Geimfarið verður þá um 4,8 milljarða km frá jörðu. Geimfarið á einnig að kanna ís- hnetti í Kuipersbeltinu, dularfullu svæði handan Neptúnusar. Talið er að þar séu þúsundir hnatta sem ekki hafi náð að verða að reiki- stjörnum við myndun sólkerfisins. New Horizons er hraðfleygasta geimfar sem smíðað hefur verið og flýgur um 1,6 milljónir kíló- metra á dag. Hraði geimfarsins á leiðinni að Júpíter var nær 58.000 km/klst. og jókst í allt að 75.000 km/klst. þegar það notaði þyngd- arafl Júpíters líkt og teygjubyssu til að kasta sér áleiðis til Plútós. Við það styttist ferðin þangað um allt að fimm ár. New Horizons er tiltölulega lítið og vegur 478 kílógrömm. Í geim- farinu er lítill kjarnaofn sem sér því fyrir hita og orku. Það getur ekki reitt sig á sólarorku, eins og önnur geimför, vegna þess að sól- in er 1.000 sinnum daufari í þess- ari fjarlægð en á jörðinni, að því er fram kemur í grein á stjörnufræðivefnum, stjornu- fraedi.is. bogi@mbl.is New Horizons nálgast Plútó á methraða Plútó Neptúnus Úranus *Jörðin Venus Mars Júpiter Satúrnus Kuipers- beltið Merkúr Sólin Rex: á að veita mikilvægar upplýsingar um aðstæður í lofthjúpi Plútós Ralph: Mikilvægasta myndavél geimfarsins og á að útbúa kort af yfirborði Plútós í hárri upplausn Alice: útfjólublár litrófsmælir Lorri: sjónauki/ myndavél Swap: á að greina hlaðnar agnir úr sólvindi umhverfis Plútó Í geimfarinu er lítill kjarnaofn sem sér því fyrir hita og orku SDC: mælir rykagnir Pepssi: litrófsmælir sem á að greina lofthjúpinn á Plútó Geimfarinu var skotið á loft árið 2006 og það átti að byrja að taka myndir á sunnudaginn var Geimfarið New Horizons á að fljúga framhjá Plútó Heimild: Nasa, Cnes Taka myndir og rannsaka lofthjúp og jarðmyndanir á Plútó Rannsaka Kuipersbeltið Áætlaður kostnaður: 700 millj. dollara Markmið ferðarinnar Rannsaka tunglið KaronFyrsta geimferðin að Plútó ClydeW. Tombaugh fann stjörnuna árið 1930 Fjarlægð frá jörðu: 4,3 til 7,5 milljarðar km Þvermál: 2.390 km (jarðar 12.750 km) Meðalhiti: - 230° Snúningstími: 6,4 dagar Umferðartími um sól: 248 jarðár Skilgreind sem dverg- reikistjarna árið 2006 Plútó Lofthjúpur: nitur, metan, kolmónoxíð, etan Plútó Karon Smástirnabelti Teymi breskra sérfræðinga hefur náð að koma tíu tonnum af silfurpen- ingum af hafsbotni. Peningarnir eru sagðir um sjö milljarða króna virði. Aldrei áður hefur verið kafað svo djúpt eftir fjársjóði á sjávarbotni. Pen- ingarnir voru í flaki gufuskips sem sökk á leið sinni frá Bombay á Indlandi til Englands árið 1942. Gufuskipið SS City of Cairo sökk um 772 km suður af eyjunni St. Helena í sunnanverðu Atlantshafi. Þýskur kafbátur sökkti skipinu. Sökk það niður á 5.150 m dýpi. Um borð voru 100 tonn af silfurpeningum sem tilheyrðu breska ríkinu. Verið var að flytja þá frá Indlandi til Bretlands til að nota þá til frekari stríðsrekstrar í síðari heimsstyrjöldinni, að sögn BBC. En peningarnir skiluðu sér aldrei alla leið. Þýskur kafbátur skaut tundurskeytum á gufuskipið þann 6. nóvember 1942. Það var ekki fyrr en árið 2011 að flak skipsins fannst eftir mikla leit teymis undir stjórn Johns Kingsford, sem sérhæfir sig í leit og björgun skipsflaka. BRETLAND Fundu sjö milljarða króna fjársjóð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.