Morgunblaðið - 16.04.2015, Side 29
er fallinn frá eftir langvarandi og
erfið veikindi, sem höfðu mikil
áhrif á líf hans og fjölskyldunnar,
sérstaklega hin síðari ár.
Björn giftist systur minni
Bergljótu, en þau kynntust í
Menntaskólanum á Akureyri,
hann frá Siglufirði og hún frá
Stykkishólmi. Bæði landsbyggð-
arbörn með svipaða sýn á lífið og
tilveruna.
Þegar við Sölvi giftumst 1963
varð strax mikill og kærleiksríkur
samgangur á milli fjölskyldna
okkar og voru Bergljót og Björn
alltaf boðin og búin að hjálpa ef
með þurfti og var það gagn-
kvæmt. Heimilin voru alltaf opin
fjölskyldum þeirra og okkar. Mik-
il vinátta myndaðist milli barna
okkar sem haldist hefur þó að
stundum skilji höf og lönd.
Björn veiktist illa fyrir um 30
árum og þurfti að fara í hjarta-
skurðaðgerð á Brompton-sjúkra-
húsinu í London. Fór ég með
þeim þangað til að vera með syst-
ur minni á þessum erfiða tíma.
Björn fór eftir þetta í margar að-
gerðir og nú síðustu ár voru hon-
um og fjölskyldunni mjög erfið.
En fjölskyldan hefur alltaf staðið
mjög þétt saman og hefur það
verið mikil hjálp fyrir þau öll.
Björn og Bergljót veittu mér
og fjölskyldu minni ómældan
stuðning í mínum veikindum og
opnuðu heimili sitt svo ég og fjöl-
skylda mín gætum haldið jól og
nýárshátíð það árið, en mér var
bannað að fara vestur á Tálkna-
fjörð þar sem við áttum heima.
Þau tóku alltaf vel á móti okkur
með góðum mat og gleði. Þetta er
dæmigert fyrir hjartahlýju
þeirra.
Við fjölskyldan höfum rifjað
upp gleði- og grallarastundir sem
við höfum átt saman, meðal ann-
ars á ferðalögum og mörgum
skemmtilegum uppákomum. Við
þökkum innilega samfylgdina
með Birni, allar gleði-og hjálpar-
stundirnar og yljum okkur við
minningarnar.
Elsku Begga, Ásta, Pétur,
Þóra og fjölskyldur. Við sam-
hryggjumst ykkur innilega og
vonum að almættið gefi ykkur
styrk inn í framtíðina.
Ragnheiður Ólafsdóttir
og fjölskylda.
Kær vinur og móðurbróðir er
látinn.
Björn var uppáhaldsfrændi
minn. Ljúfmennska og æðruleysi
einkenndu hann. Hann var ætt-
fræðingur ættarinnar og gaf út
bækur, þannig lagði hann til fjár-
sjóð til komandi kynslóða, þekk-
ingu sem eru mikilvæg í okkar
samfélagi. Að vita hverra manna
við erum og geta uppfrætt kom-
andi kynslóðir.
Björn og Bergljót kona hans.
Hjónaband þeirra var yndislegt
og virðingin og hlýjan streymdi
frá þeim og ég kom alltaf ríkari af
þeirra fundi með gleði í hjarta.
Fjölskyldan er með dásamleg-
an húmor og hugsar í lausnum.
Þóra, dóttir Björns, söng á ynd-
islegum tónleikum í gærkveldi á
Akranesi. Hún var að syngja fyrir
hann pabba sinn.
Elsku Björn, þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig
og mína fjölskyldu.
Ég skal gera mitt besta fyrir
stjörnuna þína, hana Bergljótu.
Þín,
Þóra Kristín.
Í dag kveður stjórn og starfs-
fólk Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda fyrrverandi formann félags-
ins og einn sinna öflugustu
liðsmanna og samstarfsmanna,
Björn Pétursson, hinstu kveðju.
Björn Pétursson var mjög fjöl-
hæfur maður og átti sér fjölmörg
áhugamál og hugsjónir sem sum-
ar hverjar fundu sér farveg í
starfi hans fyrir FÍB. Björn var á
árum áður kennari á Akranesi en
meðfram starfi sínu sá hann um
fjármál og bókhald fyrir útgerð-
arfyrirtæki og var jafnframt
trúnaðarmaður og umboðsmaður
FÍB í bænum. Þá var hann mik-
ilvirkur ættfræðingur og eftir
hann liggja mörg ættfræðirit.
Björn var mjög félagslega
sinnaður og ósérhlífinn. Sem
trúnaðarmaður félagsins á Akra-
nesárunum var hann mjög virkur
í starfi þess. Hann rækti traust og
gott samband við stjórn og starfs-
fólk félagsins og lagði því til
fjöldamargt sem allt miðaði að því
að efla hag og lífsgæði fé-
lagsmanna. Í bráðum 85 ára sögu
sinni hefur FÍB ávallt haldið fast
við grunngildi sín sem m.a. eru
góðar samgöngur, örugg umferð
og almennir hagsmunir bifreiða-
eigenda og velferð félagsmanna.
Björn var alla tíð trúr þessum
gildum og greiddi þeim götu í
störfum sínum, fyrst sem trúnað-
armaður félagsins í sjálfboða-
vinnu, sem ritari í stjórn FÍB og
síðar sem formaður félagsins og
starfsmaður.
Björn var kjörinn formaður
FÍB 1993 og hóf störf hjá félaginu
það sama ár. Björn hafði þá áður
komið að endurskipulagningu
fjármála félagsins í kjölfar efna-
hagserfiðleika á níunda áratug
síðustu aldar. Félagið komst á
réttan kjöl og skerpti á megin-
stefnunni í daglegum rekstri,
ekki síst út frá hagsmunum og
þörfum félagsmanna. Björn lét af
formennsku FÍB árið 1995 en hélt
áfram störfum hjá félaginu allt
þar til hann hætti störfum af
heilsufarsástæðum árið 2003.
Í formanns- og starfstíð Björns
lét félagið sífellt meir til sín taka í
samgöngu- og vegamálum og
hagsmunamálum bifreiðaeig-
enda, ekki síst gagnvart ríkis-
valdinu. Björn tók sæti sem
fulltrúi FÍB í ýmsum opinberum
nefndum, m.a. nefnd sem fjallaði
um mengunarmál. Neytendamál
fengu stöðugt meira vægi og
ferðamálaráðgjöf varð að föstum
lið í starfseminni og er enn. Björn
bjó yfir yfirburðaþekkingu á sam-
göngu- og vegamálum og sömu-
leiðis ferðamálum, bæði á Íslandi
sem erlendis. Hann stjórnaði
nokkrum námskeiðum á vegum
FÍB í samvinnu við Umferðarráð,
tryggingafélög o.fl. í ferðalögum
og akstri erlendis.
Þeir félagsmenn sem nutu
þjónustu Björns Péturssonar
minnast hans með hlýju fyrir það
hve vel hann tók á móti þeim og
hve vel hann greiddi götu þeirra í
hvívetna. Stjórn og samstarfsfólk
hans hjá FÍB minnast hans sömu-
leiðis með hlýju og þakklæti og
senda ástvinum hans einlægar
samúðarkveðjur.
F.h. stjórnar og starfsmanna
FÍB,
Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri
Félags íslenskra
bifreiðaeigenda.
Kær vinur er fallinn frá eftir
löng og ströng veikindi. Okkar
kynni hófust er við gerðumst
kennarar við Brekkubæjaskóla
(sem þá hét Barnaskóli Akra-
ness). Mig vantaði pössun fyrir
dóttur mína og spurði hvort kon-
una hans vantaði ekki vinnu.
Hann sagði að ég skyldi bara
koma eftir kennslu og tala við
hana og það varð úr að hún tók
telpuna að sér þar til þau eign-
uðust sitt fyrsta barn, hana Ástu,
þremur mánuðum síðar.
Seinna komu svo Pétur og
Þóra og bera þau öll foreldrum
sínum fagurt vitni . Ekki fékkst
hún til að taka við neinum vinnu-
launum fyrir pössunina en þarna
mynduðust sterk vináttubönd
sem aldrei bar skugga á alla
þessa rúmlega fimm áratugi sem
liðnir eru síðan. Eftir nokkur ár í
kennslu breytti Björn um starfs-
vettvang og sneri sér að
bókhaldsstörfum en ég kann ekki
að nefna þau fyrirtæki sem hann
starfaði fyrir.
En hugurinn var opinn og frjór
og áhugamálin af ýmsum toga. Á
tímabili starfaði hann af áhuga
fyrir F.Í.B. Svo var hann heilmik-
ill grúskari og ættfræði var eitt
aðaláhugamálið a.m.k. í seinni tíð
og hafði hann mikið yndi af að
ættfæra fólk og kynna því ætt-
artengsl þess. Hann safnaði líka
frímerkjum og eyddi drjúgum
stundum í frímerkjasafnið. Svo
voru það ferðalög innanlands og
utan meðan heilsan leyfði. Hann
undirbjó öll ferðalög vel og kynnti
sér það markverðasta sem þyrfti
að skoða. Við hjónin ferðuðumst
eingöngu með þeim innanlands
og stendur þar ein ferð uppúr og
engin utanlandsferð hefur toppað
hana í mínum huga en það var
Gæsavatnaleið sem farin var á
vegum Slysavarnafélags Íslands
líklega 6́7 eða 68. Þeir nafnar
störfuðu báðir í björgunarsveit-
inni á Akranesi. Þegar þið fluttuð
svo til Hafnarfjarðar var ykkar
sárt saknað. Alltaf var ég með í
huga að við færum saman smá
skottúra eins og t.d. Reykjanesið
og Snæfellsnesið og að þið kæm-
uð til okkar í Vestur-Hópið en það
gerðist alltof sjaldan. Í dagsins
önn hefur ýmislegt dregist eða
farist fyrir og nú er það of seint,
elsku vinur.
Þú varst ljúfur, góður, heil-
steyptur og traustur. Þín bíður
góð heimkoma.
Elsku Bergljót, Ásta, Pétur og
Þóra. Okkar innilegustu samúð-
arkveðjur og gangi ykkur vel að
vinna úr sorginni og söknuðinum-
.Við sendum kæra kveðju.
Ingibjörg og Björn
(Inga og Bóbó).
Leiðir okkar Björns Péturs-
sonar lágu saman snemma á lífs-
leiðinni eða frá því að við munum
eftir okkur, en samverustundirn-
ar urðu reglulegri þegar við hóf-
um nám í Barnaskóla Siglufjarð-
ar og að því búnu í
Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Að
loknu grunnnámi á Siglufirði
héldu skólasystkinin til fram-
haldsnáms eða starfa á öðrum
vettvangi og margir áttu ekki aft-
urkvæmt til búsetu í okkar ágæta
bæ þar sem við höfðum notið upp-
eldisáranna með öllum þeim æv-
intýrum sem þar var að finna.
Tengslin við gamla bæinn okkar
og þær litríku minningar sem við
eigum þaðan hafa þó aldrei rofn-
að. Þannig var það með Björn,
Bjössa á Á, eins og við kölluðum
hann. Þótt hann færi ungur að ár-
um til framhaldnáms á önnur mið
var hugurinn oft heima á Siglu-
firði.
Á skólaárunum á Siglufirði var
Björn traustur félagi, rólegur og
yfirvegaður í háttum. Hann tók
virkan þátt í félagsstarfi okkar,
stundaði skíðaíþróttina, sérstak-
lega skíðagöngu, eins og margir
unglingar á Siglufirði gerðu. Eig-
um við ágæta mynd af Bjössa
ásamt nokkrum skólafélögum, þá
nýkomnum í mark eftir erfiða
keppni í skíðagöngu. Alltaf var
gott að koma á heimili foreldra
Bjössa, þeirra Péturs Björnsson-
ar kaupmanns, sem rak versl-
unina Á, og Þóru Jónsdóttur, en
hún stóð fyrir stórmerkilegu
starfi með börnum og unglingum
á Siglufirði í fjölda ára í Barna-
stúkunni Eyrarrós.
Eftir framhaldsnám og ára-
tugastörf víða um land höfum við
skólasystkinin frá Siglufirði, sem
átt hafa þess kost, náð saman að
nýju og hittast nú gjarnan á
merkum tímamótum, allt miðað
við viðburði á æskuárunum á
Siglufirði, svo sem útskriftarár
eða fermingarár. Þeir sem búa nú
á höfuðborgarsvæðinu og í ná-
grenni hittast reyndar mánaðar-
lega á veturna og rifja m.a. upp
minningar frá skólaárunum fyrir
norðan, en þar hefur Bjössi verið
manna ötulastur við að mæta. Hin
síðari misseri hafa alvarleg veik-
indi dregið mjög úr lífsþrótti
hans, en alltaf var hann tilbúinn
að mæta í hópinn ef þess var
nokkur kostur. Við lok síðustu
samverustundar okkar í mars sl.
fann Bjössi greinilega að hverju
stefndi og sagði eitthvað á þá leið
að þetta hefði verið ljúf stund, en
ætli ég nái ekki einni enn. Því
miður reyndist það ekki svo, því
áður en lagt var af stað til að taka
hann með á næstu samverustund
sl. fimmtudag barst okkur frétt
um að hann hefði látist daginn áð-
ur.
Við skólasystkinin frá Siglu-
firði sendum eftirlifandi eigin-
konu Björns, Bergljótu Ólafsdótt-
ur, börnum þeirra og
fjölskyldum, innilegar samúðar-
kveðjur, en minning okkar um
góðan dreng mun lifa.
Ólafur Nilsson,
Þórir Maronsson.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015
Hermann Níels-
son, starfsfélagi
minn til margra
ára, er látinn. Mig
langar í nokkrum
orðum að kveðja þennan góða
starfsfélaga minn.
Fyrstu kynni mín af Her-
manni voru þegar ég starfaði
sem kennari við Alþýðuskólann á
Eiðum. Ég var þá umsjónar-
kennari sonar hans en Hermann
starfaði sem málari á Egilsstöð-
um og rak þar fyrirtæki. Hann
hóf síðar störf við Alþýðuskólann
sem íþróttakennari og við störf-
uðum saman við skólann þar til
hann var sameinaður Mennta-
skólanum á Egilsstöðum. Við átt-
um síðar eftir að starfa saman
við Menntaskólann á Ísafirði í
mörg ár og deildum þar vinnuað-
stöðu.
Hermann var mikill mann-
kostamaður. Hann var sívinn-
andi að ýmsum málefnum sem
snertu störf hans og áhugamál
sem voru honum hugleikin.
Hann var baráttumaður á sviði
íþrótta- og félagsmála. Hann
hafði einnig einstaka hæfileika til
að virkja fólk og fá það með sér í
að framkvæma hlutina.
Það eru ófá dagsverkin sem
liggja eftir hann eystra og hér
vestra. Eitt af því sem ég tók
Hermann Níelsson
✝ HermannNíelsson fædd-
ist 28. febrúar
1948. Hann lést 21.
janúar 2015. Útför
Hermanns fór fram
14. febrúar 2015.
strax eftir þegar ég
hóf störf við Al-
þýðuskólann var
það hversu fé-
lagslegur styrkur
nemenda skólans
var mikill sem birt-
ist í öflugu félagslífi
hans. Hermann átti
þar drjúgan hlut að
máli. Eiðavinir
mátu hann líka mik-
ils fyrir störf hans
og hann var ekki síður góður fé-
lagi þeirra en kennari.
Hermann var líka með mikið
jafnaðargeð. Ég sá hann aldrei
bregða skapi í öll þau ár sem við
unnum saman. Hann gat hins
vegar verið fylginn sér en hann
vann hlutina ekki með látum
heldur með rósemi og festu. Ég
tel mig heppinn að hafa haft
hann sem samstarfsmann. Minn-
ingin um góðan dreng lifir í verk-
um hans. Fjölskyldu hans og
öðrum aðstandendum sendi ég
samúðarkveðjur.
Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar
sígur
og svalar bárur lauga fjörustein
og upp af bláum öldum mistrið stígur
og úðans perlur titra á skógargrein
og handan yfir hafið til mín flýgur
eitt heiðríkt vor sem læknar gömul
mein.
Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar
sígur
og svalar bárur lauga fjörustein.
(Dósóþeus Tímótheusson)
Guð blessi minningu Her-
manns Níelssonar
Emil Ingi Emilsson.
Kæri Sigmar
frændi.
Það er margs að
minnast og margt
að þakka fyrir þegar kemur að
kveðjustundinni. Að fá að alast
upp á Desjarmýri í áhyggjuleysi
æskuáranna hef ég alltaf litið á
sem mikil forréttindi og munað.
Að fá að fylgjast með ykkur
bræðrunum föður mínum og þér;
ykkar órjúfanlegu vináttu og
samheldni á hverju sem gekk
hefur reynst mér gott veganesti
út í lífið. Þið voruð óaðskiljanlegir
og nánast alltaf nefndir í sömu
andrá, eða í mínum huga alltaf
„pabbi og frændi“. Ég man eftir
að hafa notað hvert tækifæri til
að sniglast á eftir ykkur þar sem
þið voruð við vinnu. Ekki var ætl-
unin að læra af ykkur bústörfin
heldur að hlusta á það sem ykkur
fór á milli. Ég hef aldrei síðar
heyrt annan eins urmul af
skemmtisögum eins og þið sögð-
uð hvor öðrum við vinnuna og
mikið var hlegið. Mest voru þetta
græskulausar grínsögur af
mönnum og málefnum, sem ég
krakkinn þekkti lítið til, en frá-
sagnargáfa ykkar bræðra var svo
einstök að nánast hver setning
varð sprenghlægileg og allt svo
lifandi að hægt var að sjá at-
burðarásina ljóslifandi fyrir sér.
Þannig gátuð þið hlegið og gant-
ast heilu dagana án þess að falla
verk úr hendi og aldrei man ég
eftir að slettist upp á vinskapinn.
Sigmar J.
Ingvarsson
✝ Sigmar JóhannIngvarsson
fæddist 19. júlí
1927. Hann lést 1.
apríl 2015.
Útför Sigmars
fór fram 11. apríl
2015.
Ég eyddi líka
ófáum stundum
uppi á efri hæðinni
á heimili ykkar
hjóna, sem nánast
var mitt annað
heimili því við Anna
dóttir þín vorum
óaðskiljanlegar vin-
konur og lékum
okkur saman alla
daga. Það hefur
sjálfsagt ýmislegt
gengið á og margt verið brallað
þó í minningunni hafi mér alltaf
fundist við vera þægar og góðar.
Að minnsta kosti var ég velkom-
in til ykkar og alltaf varst þú
jafn hlýr, traustur og góður. Ég
leit líka mikið upp til þín og var
ákaflega stolt af því að eiga
svona stóran og myndarlegan
frænda, sem auk þess að vera
góður og skemmtilegur gat líka
spilað á hljóðfæri og sungið svo
fátt eitt sé nefnt af hæfileikum
þínum.
Það hefur verið ómetanlegt
fyrir mig og fjölskyldu mína að fá
að heimsækja ykkur í okkar alltof
stuttu og alltof fáu austurferðum
í gegnum tíðina. Þá var gaman að
spjalla um liðna tíð og hlusta á
allan þann hafsjó af fróðleik sem
þú bjóst yfir. Áhugi þinn á sveit-
um og jörðum á Íslandi var ein-
stakur, en það var eins og þú
þekktir nánast hverja sveit og
býli og vissir hverjir þar bjuggu
eða hefðu búið og þó var það ekki
fyrr en á seinni árum að þið hjón-
in fóruð að ferðast um landið í
stuttum fríum eftir heyskap á
haustin.
Ég kveð þig, kæri frændi
minn, með þakklæti í huga og
mun ætíð minnast þín að góðu
einu. Þín bróðurdóttir
Guðrún.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN HJALTALÍN,
Vanabyggð 1,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
föstudaginn 10. apríl.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
20. apríl kl. 14.
.
Vaka Hrund Hjaltalín, Guðmundur Magnússon,
Friðrik Hjaltalín,
Svava Þórhildur Hjaltalín,
Ingvar Rafn Hjaltalín,
Sunneva, Salóme, Sigrún, Unnur, Katrín
Emelía Kolka, Matthildur Nína.
Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur,
GUÐMUNDUR INGVI GESTSSON,
Seljahlíð 13c,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 8. apríl.
Útför hans fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 27. apríl kl. 10.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Heimahlynningu á
Akureyri njóta þess.
.
Júlíana Helga Tryggvadóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GRÍMUR JÓSAFATSSON,
verður jarðsunginn frá Neskirkju
föstudaginn 17. apríl kl. 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem
vildu minnast hans er bent á styrktarfélagið
Einstök börn.
.
G. Úlfhildur Grímsdóttir, Jón Snorrason,
Hlynur N. Grímsson, Elísa G. Halldórsdóttir
og barnabörn.