Morgunblaðið - 16.04.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.04.2015, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 ✝ Helgi ArentPálsson fædd- ist í Kópavogi 7. mars 1961 og ólst upp á Þingholts- brautinni í Kópa- vogi. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á páskadag, 5. apríl, 2015. Foreldrar Helga voru Jónína Jak- obsdóttir, f. 19.6. 1927, d. 23.12. 1995, og Páll Helgason, f. 26.5. 1928, d. 21.1. 2001. Systur Helga eru a) Helga Pálsdóttir, f. 7.5. 1952. Maki hennar er Guð- laugur Valgeirsson, f. 6.12. 1953. Börn þeirra eru: Páll, f. 1974, Valgeir, f. 1978, Árni Arent, f. 1980, og Kristín Ló- rey, f. 1982. b) Hrönn Pálsdóttir, f. 4.4. 1955. Maki hennar er Egill Helgi Kristinsson, f. 18.2. 1954. Synir þeirra eru: Elvar Ingi, f. 1973, og Ingi Páll, f. 1976, d. 1994. Síðustu árin vann Helgi í Bjarkarási. Hann flutti árið 2011 í nýja íbúð að Skjólbraut 1a og bjó þar fram að andláti sínu. Útför hans fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 16. apríl 2015, kl. 15. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Kær Helgi minn, Við söknum þín öll í vinnunni á Bjarkarási en þú fórst frá okkur á páskadag. Við minnumst þín og finnum fyrir návist þinni, þó að þú sért farinn. Við vorum alltaf að spila Ólsen Ólsen og þú varst ætíð kátur og hress. Og í kaffi- tímanum fengum við okkur kaffi saman. Ég á eftir að sakna þess að spila við þig og drekka með þér kaffi. Guð geymi þig, kær kveðja, þinn vinur Jón Hrafnkell Árnason. Ég kynntist Helga Pálssyni fyrst fyrir 12 árum þegar hann flutti í annað sinn á heimilið við Borgarholtsbraut 51 þar sem ég vann. Helgi var alla tíð fljótur að vinna fólk á sitt band með húmor og hlýju. Hann var traustur vinur sem átti auðvelt með að sýna væntumþykju og var óspar á hrósin og faðmlögin. Helgi var ákveðinn og stóð ávallt fast á sínu þótt hann væri að sama skapi við- kvæmur og auðsærður. Hann var mikil félagsvera, sjálfstæður fram í fingurgóma og skipulagði alla hluti fram í tímann á aðdáun- arverðan hátt. Gleðin og grínið var þó það sem einkenndi Helga mest og lýsti sér til dæmis í þeim viðurnefnum sem aðstoðarmenn hans gengu jafnan undir. Ég var mjög sátt við að vera kölluð „drottningin“. Aðrir voru aðstoðardrottning- ar, kóngar, prinsessur og jafnvel hirðfífl ef þeir voru þokkalega gamansamir. Árið 2011 flutti Helgi í sína eigin íbúð á Skjól- braut 1a. Þar fékk hann loksins tækifæri til að vera út af fyrir sig, elda góðan mat í sínu eigin eld- húsi, syngja eins hátt og hann lysti með Bubba, spila við Hrönn systur sína eða Gulla besta vin sinn og bjóða vinum og vanda- mönnum í matarboð. Helgi var leikhúsunnandi mikill. Stundum fór hann mörgum sinnum á þær sýningar sem honum fannst sér- lega skemmtilegar. Það er und- arleg tilfinning að eiga ekki eftir að hlusta með honum framar á „Kaffibrúsakarlana“ sem honum fannst hreint óborganlega fyndn- ir; reyna að yfirgnæfa tónlistina sem stundum var svo hátt stillt að okkur hin verkjaði í eyrun; eða prenta út leikjaplanið í handbolt- anum svo þeir Gulli hefðu yfirsýn yfir þá leiki sem voru framundan. Helgi stundaði botsía af miklum krafti, naut þar góðs félagsskap- ar og tileinkaði sér sannan íþróttaanda þótt lengi vel hafi hann verið tapsár með afbrigð- um. Hann vann í Bjarkarási síð- ustu árin og kunni vel að meta það góða fólk sem vann með hon- um þar. Andlát Helga bar skjótt og óvænt að og við félagar hans sitjum eftir hugsi og sorgmædd. Daginn áður hafði hann fagnað afmæli Hrannar systur sinnar sem í gegnum tíðina var hans stoð og stytta og sama kvöld fór hann út að borða með félögum sínum á Skjólbrautinni. Þótt sorgin svíði er ég þakklát fyrir dýrmætar minningar um yndis- legan mann sem var allra hugljúfi og allt það mikilvæga sem hann kenndi mér í lífinu og varð til þess að gera mig að betri mann- eskju. Ég á eftir að sakna faðm- laganna hans, hnyttinna athuga- semda og hlátursins sem ómaði ávallt í nærveru Helga. Hans verður sárt saknað á Skjólbraut- inni enda var hann ferðafélagi okkar margra í áratugi. Fyrir hönd okkar vina Helga á Skjól- brautinni vil ég senda fjölskyldu hans, Hrönn og Agli og Helgu og Guðlaugi okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Sigríður H. Snæbjörnsdóttir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast vin í Helga Páls- syni. Ég starfaði sem stuðnings- fulltrúi á heimili hans við Borgarholtsbraut fyrir hartnær 20 árum síðan og fékk það hlut- verk að vera tengillinn hans og þáverandi sambýliskonu hans þar sem þau bjuggu í lítilli íbúð á neðri hæð hússins. Þetta var góð- ur tími. Oft fékk ég send yndisleg og skemmtileg bréf sem höfðu þann tilgang að fá mig með í lið við ýmisskonar verkefni. Oftast voru verkefnin einföld í fram- kvæmd eins og að fara á kaffihús, að versla, út að borða o.fl. Stund- um þurfti meiri samræður. Og ávallt byrjuðu bréfin á hrósi og hlýjum orðum. Sum þessara bréfa hef ég haldið upp á til að gleðja mig á efri árum. Helgi kenndi mér svo margt um svo margt; virðingu, vináttu, hlustun, skilning, æðruleysi, gleði, gjafmildi. Í seinni tíð hitt- umst við sjaldnar en héldum þó alltaf tengslum. Helgi Pálsson var einstakur maður og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og njóta vináttu hans. Ég kveð Helga með þakk- læti í huga. Innilegar samúðar- kveðjur til systra hans og fjöl- skyldna þeirra og allra hans vina og félaga á Skjólbrautinni og víð- ar. Minning hans Helga okkar mun lifa. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Anna Birna Snæbjörnsdóttir. Helgi Arent Pálsson Elsku Róslaug. Nú reyni ég að hripa niður nokkur orð en mér er þungt fyrir brjósti og á mér hvílir mikil sorg og söknuð- ur. Hver á nú að segja mér í hvaða skyrtu ég á að fara og jafn- vel buxur og sokka? Hver á að hugsa fyrir mig yfirleitt? Þú varst bara 15 ára þegar ég kynntist þér og æ síðan hef ég getað treyst á þig og alltaf varst þú til staðar. Sex ára gömul flutt- ir þú til Ísafjarðar frá Sauðár- króki með fjölskyldu þinni og komst með Súðinni á sumardag- inn fyrsta. Þú varst aðeins níu ára þegar þú fórst að Horn- bjargsvita sem barnapía að passa frænda þinn. Þú varst þannig snemma ábyrg og góð mann- eskja. Margar sögur sagðir þú mér frá barnæskunni þinni. Ein þeirra er af vandræðum Betu systur þinnar þegar hún þurfti að fara fyrr heim af skólaballi á Skeiði því þú vildir fara heim allt of snemma. Í einni af mörgum ferðum þín- Róslaug Jónína Agnarsdóttir ✝ Róslaug JónínaAgnarsdóttir fæddist 19. maí 1940. Hún lést 1. apríl 2015. Útför Róslaugar fór fram 11. apríl 2015. um, gangandi milli Seljalandsbúsins og Eyrarinnar kynnt- umst við. Þá bauð ég þér far sem þú þáðir eftir smá skröksögu frá mér en ég þóttist hafa fundið úrið þitt, en áður hafði ég frétt að þú hefðir týnt því. Ég hafði verið farinn að spyrjast fyrir um hver þessi gullfallega stelpa væri, sem að mínu mati var langfalleg- asta stelpan á Ísafirði. Ein af gleðistundunum í lífi mínu var þegar við opinberuðum trúlofun okkar þann 1. desember 1957 og ég gat kynnt þig formlega sem unnustu mína. Ég minnist þess líka þegar við byrjuðum fyrst að búa í Tangagötu 8 og pabbi þinn kom á hverjum morgni með nýja mjólk, stundum egg og jafnvel brodd öðru hverju. Síðan fluttum við að Sólgötu 7. Það var stór stund þegar við eignuðumst okkar fyrstu íbúð á efri hæðinni að Seljalandsvegi 72, en húsið keyptum við í félagi við foreldra þína. Síðan eignuð- umst við Seljalandsveg 75 og þar bjuggum við mestan part búskapar okkar, eða í 35 ár, þar til við fluttum að Hlíðarvegi 45.Við eignuðumst fimm falleg og hraust börn, en það verður að segjast eins og er að þú átt allan heiðurinn af farsælu uppeldi barnanna okkar. Ég man líka fyrstu jólin á Seljalandsvegi 72 þegar þú sagð- ist ætla að búa til ís en við áttum engan ísskáp. Þú grófst holu í snjóinn í garðinum og settir salt í. Ég hafði miklar efasemdir en þetta tókst og ísinn þinn var frá- bær eins og allt annað sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég man líka þegar við ákváðum að fara í útilegu norður í Leirufjörð og buðum barnabörnum okkar að koma með og viti menn, þau vildu heldur koma með okkur en að fara með foreldrum á útihátíð um verslunarmannahelgi. Þetta var virkilega gaman. Brúðkaupsdagurinn okkar þann 8. desember 1962 var lát- laus en eftirminnilegur. Prestur- inn barðist í ófærð með mér að Seljalandsvegi 72 þar sem við átt- um heima. Lítið fór fyrir veislu því enginn annar vissi af þessu hjá okkur, en til stóð að skíra næst elsta barnið okkar. Einu gestirnir voru foreldrar þínir. Elsku Róslaug, þetta eru fátæk- leg orð en vita máttu að kærar minningar mínar um samband okkar eru mér huggun og megi þær lifa um ókomin ár. Megi góð- ur Guð varðveita þig og vernda þar til leiðir okkar liggja saman á ný. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn eiginmaður, Sigurður Ólafsson (Bíi). Elsku yndislega amma mín. Ég veit varla hvar ég á að byrja, það er erfitt að kveðja þig. Mig langar því frekar að hugsa um allar minningarnar um þig, þær eru margar og þær eru allar svo fallegar og góðar. Einar af uppáhaldsminningunum mínum í æsku eru frá því að við Róslaug frænka vorum að fá að gista hjá ykkur afa á Seljalandsveginum, ef við spurðum hvort við mætt- um gista var svarið alltaf já. Við báðum svo um að fá að máta hæ- laskóna þína, þú áttir svo marga fallega og við klöngruðumst í fínu skónum útum allt hús alveg agalega miklar pæjur, að okkur fannst. Þú varst alltaf svo já- kvæð og fín og falleg með enda- laust marga kosti. Þinn mesti kostur var sá að fyrir þér eru all- ir jafnir undir sólinni, alveg sama hvaðan fólk kom eða hvað það hafði gert, þú tókst öllum eins. Þetta er eiginleiki sem ég ætla að temja mér. Ég er heppin að hafa erft það frá þér að vera mikil félagsvera, þú vildir alltaf hafa marga í kringum þig enda hefur alltaf verið mikið líf og fjör á heimili ykkar afa. Þegar ég hugsa til þín er mér efst í huga þakklæti, gleði og hamingja. Ég er þakklát fyrir það að hafa feng- ið að kynnast þér, betri ömmu hefði ég ekki getað fengið. Þú ert og verður alltaf stór og fallegur partur í mínu lífi. Elsku amma, ég veit að þú ert á góðum stað núna og ég veit að þér líður vel, að vita það er huggun í sorginni. Brosið breitt og augun skær, bið guð þig að geyma, bestu þakkir, þú varst mér svo kær. Þér mun ég aldrei gleyma. (Guðný Sigríður Sigurðardóttir.) Þín alltaf Tinna Hrund. Amma … sem fæddist þeg- ar danskur kóngur ríkti yfir Íslandi. Sem tók manni fagnandi en skammaðist í leiðinni yfir hve sjaldan maður kæmi. Sem kom með 18 sortir með kaffinu og baðst afsökunar þegar maður þakkaði fyrir sig! Sem bjó næstum allt lífið á sama blettin- um, sem fyrst var bóndabær, svo blokk. Sem hreingerði ekki, hún sótthreinsaði! Sem hafði svo ótrúlega gott minni, miklu, miklu betra en þeir sem yngri eru. Sem spilaði á munnhörpu. Sem hafði dillandi smitandi hlátur. Sem varð ekkja 48 ára gömul og kvaddi 42 árum síðar, nákvæm- lega sama dag og afi! Sem ég sakna. Takk fyrir allt elsku amma mín og takk fyrir að láta það eftir mér að halda upp á 90 ára afmæl- ið þitt sl. nóvember, þar eignuð- ust margir dýrmæta minningu. Góða ferð og skilaðu kveðju! Svala Eiríksdóttir ✝ Svala Eiríks-dóttir Péturs- dóttir fæddist 22.11. 1924. Hún lést 26. mars 2015. Útför Svölu fór fram 9. apríl 2015. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Þín Svala Sævarsdóttir. Mig langar að minnast elsku- legrar Svölu á Grund, frænku minnar og bestu vinkonu móður minnar, Katrínar Aðalbjörnsdótt- ur. Þessari konu man ég eftir frá blautu barnsbeini, sem skemmti- legri, hláturmildri og miklum gleðigjafa. Á ég henni það að þakka að for- eldrar mínir kynntust. Dalli mað- urinn hennar og pabbi minn, Kjartan, lærðu og unnu saman við smíðar. Það var margt brallað og þegar við vorum flutt á Hvolsvöll, þá komu þau oft með börnin sín Kalla, Sævar og Möttu og farið var í bíltúra inn að Múlakoti og drukkið appelsín, farið niður að Sperðli til föðurforeldra minna og í minningunni var mikið hlegið alla leiðina. Við börnin máttum nú ekki á þeim tíma vita allt né skilja sem sagt var, þá var nota svokallað P mál, sem þau voru ansi sleip í og þá urðum við ennþá forvitnari. Eftir að mamma lést, urðum við Svala og Matta yngsta barnið hennar mikið góðar vinkonur, hittumst gjarnan í sumarbústað í Selvíkinni, þar sem borðin svign- uðu af kræsingum, því hún var mikill gestgjafi og svo var auðvit- að tekið í spil og hlegið dátt. Svo komu þær líka í Grashagann á Selfossi, alltaf gat ég látið hana segja mér aftur og aftur sömu sögurnar af þeim hjónum og for- eldrum mínum, ég nærðist á því að hlæja með henni þessari elsku sem var svo ung í anda. Ég vil þakka fyrir hvað hún var mikill vinur barnanna minna og barna- barnanna, fylgdist vel með þeim og gaf stórar gjafir eins og um ömmu væri að ræða. Þegar árin fóru að færast yfir og hún átti erfiðara um gang, þá töluðum við saman í síma og jafn- vel sömu sögurnar sagðar aftur fyrir mig og mikið hlegið. Hún var svo lánsöm að geta búið með dóttur sinni, sem var hennar stoð og stytta alla tíð á Hjarðarhag- anum sem áður hét Grund við Grímsstaðaholt. Í nóvember 2014 varð Svala 90 ára og var haldið upp á það að hennar hætti með hnallþórum. Öll börnin mætt, tengdabörn, barnabörnin, barnabarnabörnin, barnabarnabarn, vinir og ætt- ingjar. Hún var alltaf eins og drottning, enda mikil pjattrófa, fín og falleg. Við hjónin skemmtum okkur mjög vel í afmælinu hennar og er það ógleymanlegt að hafa fengið að gleðjast með þeim. Við teljum okkur lánsöm og er- um þakklát að hafa fengið að kynnast svona skemmtilegri og gjafmildri konu, sem var með kollinn í lagi til síðasta dags. Ég er viss um að hún hefur fengið góðar móttökur hinum megin því hún sagði gjarnan að allir bestu vinir hennar væru farnir. Ég bið góðan guð að styrkja Kalla, Sævar, Möttu og fjöl- skyldur og megi þessi góða kona sem okkur þótti svo vænt um, hvíla í friði. Hólmfríður og Björn, Selfossi. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæl! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti) Elsku Svala, takk fyrir að vera svo stór hluti af lífi okkar. Elsku Kalli, Matta, Sævar og aðrir ástvinir, innilegar samúðar- kveðjur. Júlíana, Þórarinn, börn og fjölskyldur. Við bræður höf- um verið búsettir er- lendis síðustu tvö ár- in og því hefur samvera okkar með Ebbu ömmu verið minni en við hefðum viljað. Sérstaklega þar sem hún var að Ebba Ingibjörg Egilsdóttir ✝ Ebba IngibjörgEgilsdóttir Ur- bancic fæddist 10.7. 1933. Hún lést 31.3. 2015. Útför Ebbu fórr fram 10. apríl 2015. ganga í gegnum erf- ið veikindi. Við erum samt sem áður mjög þakklátir fyrir þær stundir sem við fengum með henni þegar við heimsótt- um hana nú síðast á Landspítalann. Ebba amma var allt- af mjög stolt af barnabörnum sínum og var með alla afmælisdaga á hreinu og lét sig ekki vanta í af- mælis- og jólaboðin. Einnig höf- um við bræður verið svo heppnir að ferðast með henni til Austur- ríkis, Bandaríkjanna og Dan- merkur. Þegar ég fór síðast af landinu í byrjun árs þá man ég vel eftir síð- ustu stundinni með ömmu, hún horfði vel, lengi og djúpt í augun á mér og hélt fast í hönd mína. Hún kvaddi mig og sagðist vera mjög stolt af mér. Þetta var mjög kær- komið og kvaddi ég hana með knúsi og kossum, vitandi að þetta gæti mögulega verið í síðasta skipti sem ég myndi sjá ömmu mína. Það var alltaf mjög erfitt að sjá ömmu svona veika því henni þótti svo ótrúlega gaman að ferðast um heiminn og njóta leik- sýninga, óperu- og málverkasýn- inga. Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa átt jafn frábæra ömmu og Ebba var og vonum að hún hafi það frábært uppi á himnum þar sem hún mun taka á móti okkur með opnum örmum þegar þar að kemur. Blessuð sé minning Ebbu ömmu. Marteinn og Tómas Urbancic. Við kveðjum kæra „systur“, Ebbu I.E. Urbancic, með hlýhug og þakklæti. Ebba var afar glæsi- leg kona, einstök fyrirmynd í klúbbnum okkar, alltaf jákvæð og gefandi. Við þökkum henni ánægjulega samferð og vottum fjölskyldu hennar okkar innileg- ustu samúð. Fyrir hönd BPW systra, Guðrún S. Jakobsdóttir, forseti BPW Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.