Morgunblaðið - 16.04.2015, Síða 31

Morgunblaðið - 16.04.2015, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 ✝ Jóhanna Vil-hjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 6. janúar 1951. Hún lést á heimili sínu 6. apríl 2015. Foreldrar henn- ar eru Bergþóra Skarphéðinsdóttir, f. 17. september 1931, og Gunnar Hlöðver Steinsson, f. 15. október 1933, d. 16. maí 2004. Systkini Jó- hönnu eru Steinn Hlöðver, f. 19. nóvember 1953, d. 25. maí 2009. Birgir Héðinn, f. 17. ágúst 1956, börn hans og Bjarneyjar Sæ- vinsdóttur, f. 24. maí 1978, eru María Fanney, f. 27. júní 1999, Viktor Bjarki, f. 4. júní 2005, og Sævin, f. 9. ágúst 2007. 3. Arna Sif Bjarnadóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 28. júní 1980, í sambúð með Sigurði Árna húsa- smiði, f. 5. ágúst 1981, synir þeirra eru Gabríel Máni, f. 11. júní 2002 og Arnar Logi, f. 4. nóvember 2007 Jóhanna ólst upp á Lokastíg í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Lindar- götuskóla og lauk sjúkraliða- námi árið 1971 frá Landakots- spítala í Reykjavík. Jóhanna bjó alla sína tíð í Reykjavík og starfaði sem sjúkraliði. Jóhanna átti sex barnabörn. Útför Jóhönnu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 16. apríl, og hefst athöfnin kl. 13. og Sigríður, f. 4. maí 1962. Jóhanna giftist hinn 9. nóvember 1974, Bjarna Gunn- arssyni, f. 18.októ- ber 1950, þau slitu samvistum árið 1989. Börn þeirra eru 1. Berglind Bjarnadóttir grunnskólakenn- ari, f. 12. október 1973, dóttir hennar er Karen Sif, f. 22. júní 2000. 2. Bjarni Fannar Bjarnason, hópstjóri hjá Valitor, f. 4. nóvember 1976, Elsku mamma, orðin eru fá þessa dagana en minningarnar eru margar. Að kveðja móður og bestu vinkonu fyrirvaralaust er óendanlega sárt. Elsku mamma, þú varst alltaf til staðar fyrir mig og okkur öll. Þú hvattir mig, litlu stelpuna þína eins og þú kallaðir mig oft, í öllu sem ég gerði og langaði til að gera. Ömmu- strákarnir þínir eru sterkir en söknuðurinn er svo mikill. Siggi þinn, já, þú kallaðir hann oft Sigga þinn, tengdason þinn, enda í miklu uppáhaldi, hann passar vel upp á okkur á þessum erfiðu tímum. Ég bíð við símann eftir símtali sem kemur ekki, við töl- uðum saman á hverjum degi bara til að heyra í hvor annarri. Lífið er ekki alltaf dans á rósum, þú fékkst að finna fyrir því. Elsku mamma, minning um brosmilda, góða og ljúfa konu sem talaði vel um alla lifir. Það er kominn tími til að kveðja, ég veit þú vakir yfir okkur og fylgist með, úr fjarlægð. Hvíl í friði, elsku mamma. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér, skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. (Björgvin Halldórsson) Þín dóttir, Arna Sif. Elsku mamma og amma. Þú varst yndisleg manneskja og við eigum svo margar góðar minningar um þig. Þegar Karen fæddist varst þú viðstödd og tókst nánast á móti henni. Þá mynduðust strax sterk bönd ömmu og barnabarns. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og alltaf hægt að leita til þín. Við minnumst allra góðu stundanna heima, í Kjósinni, sumarbústaðaferðum, útilegum, danssýningum, handbolta- og fót- boltaleikjum og svo mætti lengi telja. Þú varst einstaklega barngóð og barnabörnin skipuðu stóran sess í þínu lífi. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um en það stoppaði þig ekki í að hjálpa öðrum. Það var alltaf hægt að leita til þín, tala við þig um allt á milli himins og jarðar, hlusta á tónlist með þér, spila, dansa og fíflast. Þú varst einstök og minning um góða konu lifir. Þetta lag þótti þér einstaklega vænt um. Við elskum þig. Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þínar, Berglind og Karen Sif. Elsku mamma. Ég trúi því ekki enn að þú sért búin að kveðja okkur svona ung. En ég veit að þú ert á góðum stað núna og mun ég alltaf hugsa til þín fullur af söknuði. Það var alltaf gaman að hitta þig þar sem þú varst svo glöð að sjá mig og ekki fannst þér leið- inlegt þegar börnin voru með mér. Mun alltaf muna hvað þú elskaðir öll barnabörnin mikið. Ég mun alltaf minnast þín sem jákvæðrar og glaðrar, mamma mín, þú elskaðir að vera með okk- ur börnunum og áttum við marg- ar góðar stundir saman og hefðu mátt vera fleiri. Það voru sönn forréttindi að eiga þig að þar sem þú vildir allt fyrir mig gera og mun ég aldrei gleyma því. Með söknuði og ást. Þinn sonur, Bjarni Fannar. Nú þarf ég að kveðja elskulega systur mína. Of snemma, því ég er ekki tilbúin, ég þráði svo inni- lega að hún næði heilsu og við gætum átt systrastundir þar sem hlátur og gleði væru við völd. Það var talsverður aldursmunur á okkur og hennar hlutverk var oft að gæta okkar yngri systkinanna. Jóhanna var flutt að heiman áður en ég hafði aldur til að vera eitt- hvað annað en bara litla systir. Þegar Jóhanna eignaðist börnin sín fékk ég hlutverk barnfóstru og kynnist vel móðurinni Jó- hönnu á góðu tímabili í lífi henn- ar. Hún varð síðan kletturinn minn þegar ég eignaðist eldri son minn ung að aldri og við það að ljúka menntaskóla. Ég mun aldr- ei gleyma þeim degi þegar Jó- hanna fékk fréttirnar um að ég ætti von á barni og aðeins fyrr en allar áætlanir stefndu að. Hún bauðst samstundis til að gæta barnsins þar til ég lyki mennta- skóla, og bað mig að hafa ekki áhyggjur af fjarveru úr skóla, að auki hvatti hún mig áfram á allan hátt og benti mér á að njóta þeirra tækifæra sem voru allt í kring. Svoleiðis var hún systir mín. Góðhjartaða, hjálplega og káta systir mín átti við alvarlegan kvíða að glíma og sá vandi skap- aði önnur vandamál sem síðar komu í veg fyrir að hún gæti vax- ið og dafnað sem einstaklingur, því miður, og það syrgi ég í dag og mun ávallt gera. Hún átti svo skilið að fá að njóta þess sem lífið bauð upp á, í stað þess að óska þess bara fyrir aðra. Jóhanna átti oft góðar stundir á milli stríða og þá var gaman hjá okkur og við gátum hlegið en síðustu mánuðir voru henni mjög erfiðir. Ég held að Jóhanna hafi verið tilbúin að kveðja okkur og við sem eftir sitj- um þurfum að sætta okkur við það að njóta ekki hennar hlýhug- ar og elsku. Hvíl í friði, elsku systir, Sigríður Gunnarsdóttir (Sirrý). Það er alltaf sárt að kveðja þá sem standa manni nærri. Góð vinkona og áður tengdamóðir verður kvödd í dag með söknuði. Minningar um konu með hjartað úr gulli sem vildi allt fyrir alla gera er það sem kemur fyrst upp í hugann. Hún var svo stolt af börnunum sínum og barnabörnum og sá strax það besta í hverjum og ein- um. Það var aldrei neitt neikvætt heldur eingöngu hrós og hvatn- ing og að því eigum við alltaf eftir að búa. Minning þín lifir, elsku Jó- hanna mín, ég veit að þú er komin á þann stað sem þú færð að blómstra að nýju. Bjarney Sævinsdóttir. Það er þyngra en orð fá lýst að sjá á eftir þér langt fyrir aldur fram kæra vinkona, mikil eftirsjá og söknuður. Þrátt fyrir erfið veikindi Jóhönnu okkar hin síðari ár þá var þetta mikið reiðarslag. Ég kynntist Jóhönnu fyrst á unglingsárunum þegar ég kom ný í bekkinn hennar og var svo lánsöm að hún kynnti mig fyrir sínum vinkonum sem ég hef verið svo heppin að vera með í sauma- klúbbnum Þráðlausu nálinni í nær 50 ár. Fleiri minningar streyma fram, flestar okkar í klúbbnum koma úr Þingholtun- um og þar var mikið brallað sungið og skemmt sér. Einnig bjuggum við Jói ásamt henni og Bjarna fyrrverandi eig- inmanni hennar saman í hátt á annað ár þannig að samvistin við Jóhönnu var mikil og því vænt- umþykjan eftir því. Allar stundir okkar á fótboltavellinum þar sem við hvöttum okkar menn áfram og svo samveran með konunum í kvennadeild Víkings þar sem hún tók þátt með mikilli gleði og veit ég fyrir víst að það munu margir sakna hennar. Ekki má heldur gleyma hversu ánægjuleg samveran í sauma- klúbbnum var og var oft setið langt fram á nótt og mikil gleði og hlátur. En nú er skarð fyrir skildi, það verður skrítið þegar þú nú ert horfinn á braut að hugsa til þess að fastir punktar eins og að hringja alltaf í þig rétt áður en jólin gengu í garð séu ekki leng- ur. Það er stundum erfitt að skilja veg almættisins, var ekki nóg komið af erfiðleikum hjá henni? Við verðum ævinlega þakklát fyr- ir að hafa notið nærveru hennar og allra ljúfu og góðu stundanna sem við höfum átt með henni. Söknuðurinn er sár en við vonum að ljúfar minningar eigi eftir að ylja okkur um ókomna framtíð, og huggum okkur við að nú hefur hún fengið frið og er laus við allar þjáningar. Takk fyrir allt, kæra vinkona. Við vottum börnunum hennar þeim Berglindi, Bjarna Fannari og Örnu Sif og fjölskyldum þeirra samúð okkar, einnig Bergþóru móður hennar og systkinum og öðrum ættingjum. Megi Guð vera með ykkur. Nú er ljósið dagsins dvín, þótt dauðinn okkur skilji, mér finnst sem hlýja höndin þín hjarta mínu ylji. Myndin þín hún máist ei mér úr hug né hjarta. Hún á þar sæti uns ég dey og auðgar lífið bjarta. Þótt okkur finnist ævin tóm er ástvinirnir kveðja, minninganna mildu blóm mega hugann gleðja. (Ágúst Böðvarsson.) Agnethe, Jóhannes (Jói Bárðar) og fjölskylda. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku besta Jóhanna mín. Nú hafa leiðir okkar skilið og verður þín sárt saknað. Þú ert eins og draumur í minningu minni um stórkostlegan persónuleika, bar- áttuvilja og kjark. Við áttum svo marga skemmti- lega ís rúnta þar sem málin voru rædd til hlítar. Okkur þótti svo gaman að keyra um bæinn og virða fyrir okkur mannlífið og einnig fannst okkur svo gaman að fara í ABC barnahjálp og kíkja á húsgögn og föt. Einnig fannst mér svo gaman og notalegt að kíkja á þig í kaffi- bolla og spjall. Við gátum eytt svo löngum tíma saman og þá voru málin sko rædd. Þú peppaðir mig svo oft upp og varst svo hjartahlý og yndisleg kona. Það var svo gaman að fá símtöl frá þér og við gátum sko rætt málin í langan tíma saman. Þú varst alltaf hugljúf og góð kona í mínum huga. Mér eru minnisstæðar ferðir okkar út á land. Þar sem við áð- um og skoðuðum fallega ferða- mannastaði. Manstu fossana, lækjarsprænurnar og náttúruna sem spillti ekki fyrir. Það má segja að við Jóhanna höfum verið sálufélagar í blíðu og stríðu. Borsið og hjarta hlýjan vermir hjartað mitt að eilífu. Að lokum vil ég votta öllum að- standendum samúð mína og senda góðar kveðjur. Kristleifur Leósson. Elsku Jóhanna. Þetta ljóð segir meira en 1000 orð: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Elsku Bergþóra, Berglind, Bjarni Fannar, Arna og fjöl- skyldur, Sirrý, Birgir og fjöl- skyldur, Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum. Vinarkveðja. Fyrir hönd saumaklúbbsins Þráðlausu nálarinnar, Halldóra Ólafsdóttir. Jóhanna Vilhjálmsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma okkar, það er sárt að hugsa til þess að sjá þig ekki aftur. Þú varst allaf svo glöð þegar við heimsóttum þig. Þegar við komum til þín áttum við okkur uppáhaldsleik sem við endurtókum heimsókn- ina á enda. Þér fannst það mjög skemmtilegt. Nú get- um við ekki heimsótt þig aftur en munum halda minningu þinni á lofti. Þínir ömmustrákar, Viktor Bjarki og Sævin. Elsku amma, ég vildi að þú værir hér enn hjá mér. Þú kenndir mér svo margt, það var alltaf svo gaman hjá okkur þegar við vorum tvö saman. Mig langaði að segja svo margt við þig en fékk ekki tækifæri til þess. Ég mun aldrei gleyma þér. Hvíl í friði, elsku besta amma mín, þinn Gabríel Máni. Elsku amma mín, ég trúi því ekki enn að þú sért far- in frá okkur. Þrátt fyrir veikindin þín vildir þú alltaf vera sterk og glöð þegar við komum. Ég á góðar minningar þegar ég og Karen Sif gist- um hjá þér og mun ég minnast þín með þakklæti fyrir það sem þú hefur kennt mér og gefið. Þín María Fanney. Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð sem okkur var sýnd við fráfall og útför sambýlismanns, bróður, föður, tengdaföður, afa og langafa, GARÐARS GUÐMUNDSSONAR skipstjóra og útgerðarmanns, Ólafsfirði. Minning hans er ljós í okkar lífi. . Helga Torfadóttir, Halldór I. Guðmundsson, Halldóra Garðarsdóttir, Maron Björnsson, Þuríður Sigmundsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir, Barði Jakobsson, Hannes Garðarsson, Steinunn Aðalbjarnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA S. MAGNÚSDÓTTIR frá Bolungarvík, til heimilis að Aðalstræti, Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða föstudaginn 3. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Birkir M. Ólafsson, Jóhanna S. Hilmarsdóttir, Halldór M. Ólafsson, Helga B. Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Edward Hoblyn, Ingibjörg Ólafsdóttir, Rúnar Þ. Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLEY GUNNVÖR TÓMASDÓTTIR, Grænumörk 2a, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 18. apríl kl. 13.30. . Þórunn Elín Halldórsdóttir, Finnbogi Birgisson, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Hersir Freyr Albertsson, Þorbjörg Hj. Halldórsdóttir, Jón Lúðvíksson, Halldór Halldórsson, Alfa Lára Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.