Morgunblaðið - 16.04.2015, Síða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015
Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
Sproti 405
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er í góðu lagi þótt allt sé á öðr-
um endanum, bara að það verði ekki viðvar-
andi. Hættan við of mörg verkefni er að ein-
hver þeirra sitji á hakanum.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er gaman að vera tekinn með,
sérstaklega af fólki sem finnst þú áhuga-
verður. Ef þú færð tækifæri til að taka
stjórnina í einhverju máli skaltu grípa það.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er ekki nóg að hafa svörin á
reiðum höndum ef maður getur ekki unnið
rétt úr þeim. Mundu samt að dramb er falli
næst og að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Spurningarnar sem hvíla á þér virð-
ast ýktar, óþolandi flóknar og allt of ár-
íðandi. Lykillinn að velgengni er að hafa trú á
henni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Samræður við aðra eru rafmagnaðar í
dag. Mundu að það er betra að þurfa ekki að
þræta fyrir neitt. Vertu vinalegur við ein-
hvern í dag.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það getur komið sér vel að þekkja til
samstarfsmanna sinna þegar eitthvað óvænt
kemur upp á. Varastu flókinn málatilbúnað
því einfaldleikinn er oft áhrifamestur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú er víðsýn/n en samt eru fjarstæðu-
kenndustu hugmyndir alls ekki svo
umdeilanlegar. Njóttu kvöldsins með fjöl-
skyldunni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Deilur um sameign eða hlut
sem tekinn var að láni gæti skapað ósætti
innan ástarsambands. Vertu fordómalaus.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Svona er þá útsýnið frá Ástar-
bátnum! Fullt af fallegum andlitum að hitta
og aðrar fagrar sýnir. Vertu staðfastur og þá
fer allt vel að lokum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt það sé freistandi til að halda
friðinn að verða við kröfum annarra er það
ekki rétta lausnin til frambúðar. Vertu því
þolinmóður.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hafðu í huga að á þessum tíma
ævi þinnar hentar þér best að sinna fjöl-
skyldu þinni og nánasta umhverfi. Gefðu þér
tíma til að hlusta þótt þér finnist þú ekki
skilja allt sem þeir segja.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt einkalífið taki sinn tíma máttu
ekki gleyma starfsskyldum þínum. Betrum-
bættu þær kringumstæður sem þú hefur
verið óánægð(ur) með í nokkurn tíma.
Sigrún Haraldsdóttir er gottskáld og vel hagorð og kemur
oft skemmtilega á óvart. Hún
skrifaði í Leirinn á mánudag
„Pestarljóð“: „Ég er búin að vera
hundlasin í marga daga, mér var
farið að leiðast svo alvarlega að ég
fór að yrkja ljóð. Þetta var útkom-
an.
Drungi var
hrollköld steytan
hrærði í gisnum stráum
úfinn mávur
gjökti móti
glýjulegum mána
hvikult hafið
hverfðist
milli stranda
stundi þungan
bar að landi
brákarflekk
nóttina sem þú
dvaldir
í draumi mínum.“
Um kvöldið bætir hún við:
„Hellisheiðarvirkjun við Hús-
múla er ekki ýkja langt frá mér
hér í Norðlingaholtinu.
Ef ég hef skilið fréttirnar rétt
þá er ég í aukinni dauðsfallshættu
vegna þessa nábýlis.
Ég er heppin að tóra enn:
Í hátæknifabrikku Hús- við -múla
er hamslaust brennisteins útfall,
lán er að hafa ekki af fnyknum fúla
fengið andstyggðar dauðsfall.
Þannig var hljóðið í Davíð
Hjálmari Haraldssyni á þriðju-
dagsmorgun:
Kvað Sigrún: „Ber vel í veiði,
yfir viðrekstur minn ég breiði
er koma hér gestir
sem kvart’um lykt flestir;
hún kemur frá Hellisheiði.“
Sigrún Haraldsdóttir brá skjótt
við:
Alvont er víst furðufátt,
flest til einhvers gróða,
leyndan hefur læknimátt
lyktin miður góða.
Gústi – Ágúst Marinósson – vissi
hvað hann söng:
Syðra er loftið þungt og þykkt
þarna er rakinn mestur.
Þarna er ógeðsleg afgaslykt
en umferðarþunginn er verstur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Pestarljóð og fnykur
í Norðlingaholti
Í klípu
AÐ LÆRA UPP Á ERFIÐA MÁTANN
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MÉR ER SAMA ÞÓ ÞÚ SÉRT
YFIRMAÐURINN. ÞÚ SKALT SEGJA HONUM!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að heyra í einhver-
jum sem þú hélst að
væri horfinn úr lífi þínu.
HVAÐ FINNST ÞÉR UM
FÖTIN MÍN?
AMLÓÐI, ÉG VIL EKKI AÐ ÞÚ VAXIR ÚR
GRASI HALDANDI ÞAÐ AÐ HEIMURINN
SKULDI ÞÉR LÍFSVIÐURVÆRI!
VÍKINGUR ÞARF
AÐ STRITA FYRIR
AUÐI SÍNUM
JÆJA? BÍDDU AÐEINS,
ÉG ER AÐ NÁ Í
EINN HÁRBOLTA
UPP
JÆJA! UPP MEÐ HENDUR,
ALLIR SEM VITA
HVAÐ ÞETTA ER HMMMM
Reykingar
bannaðar
Tölvuólæsi“ er áhugavert hugtaksem Víkverja barst til eyrna á
dögunum, en í því felst að viðkom-
andi sem haldinn sé „ólæsinu“ geti
sér litla björg veitt þegar kemur að
tölvum, nánast að því marki að hann
verður alveg ófær um að kveikja á
slíkri vítisvél. Í hugtakinu felst jafn-
framt, að sá sem haldinn sé slíkum
kvilla sé í raun í sambærilegri stöðu í
samfélagi nútímans og sá sem ekki
getur lesið sér til gagns. Er það lík-
lega nærri lagi, nú þegar alls kyns
tölvur og tól hafa tekið yfir heiminn.
x x x
Varð Víkverja hugsað til námsárasinna, þegar hann var að hjálpa
bekkjarsystur sinni að ljúka við
skólaverkefni í tölvuveri Mennta-
skólans, á árum þegar fartölvueign
var ekki almenn. Að verkefni loknu
slökkti hún á tölvunni eins og vera
ber, en á þeim tíma birtist í Wind-
ows-stýrikerfum svartur skjár þar
sem sagði með rauðgulu letri: „This
Computer is ready to shut down.“
x x x
Allt í einu bregður bekkjarsystur-inni mjög, hún hljóðar upp og
færir sig frá tölvunni í skyndi. Vík-
verji varð nokkuð hvumsa, en fékk
útskýringu á þessu hátterni þegar
hann horfði á skjáinn, þar sem ein-
hver grallarinn hafði þá með brögð-
um skipt út textanum á svarta
skjánum og sett í staðinn: „This
Computer is ready to EXPLODE!“
Í stað krúttlegra skilaboða um að nú
væri í lagi að slökkva á tölvunni var
þá komin í staðinn „grafalvarleg“
sprengjuhótun, sem í þessu tilfelli
náði að hrella bekkjarsystur Vík-
verja verulega.
x x x
Þó Víkverji hafi á þeim tíma hlegiðbæði með og að bekkjarsystur
sinni vegna hinna ofsafengnu við-
bragða við meinlausum hrekk, verð-
ur að segjast eins og er að þau voru
ósköp skiljanleg, því það er ansi
margt við tölvunotkun sem getur
virkað framandi og jafnvel hættu-
legt óvönum notendum. Víkverji
vonar því að „tölvuólæsi“ muni ekki
skjóta rótum hér, og grunlausar
bekkjarsystur geti í framtíðinni not-
að tölvuver sér að hrekklausu.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna
og ég mun fylgja honum allt til enda.
(Sálmarnir 119:33)