Morgunblaðið - 16.04.2015, Side 44

Morgunblaðið - 16.04.2015, Side 44
FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 106. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Meðferð drengsins mun taka tíma 2. Mennirnir unnu mikið þrekvirki 3. Voru hugsanlega að ná í bolta 4. Hindruðu för slökkviliðsins »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nýr söngleikur eftir söngvarann Þór Breiðfjörð verður frumsýndur í kvöld kl. 19 í Iðnó. Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz flytur söngleikinn og leikstjóri er Valgerður Guðnadóttir söngkona. Efniviðurinn er sagan sígilda um gullna hliðið, kerlingu og sálina hans Jóns sem þarf að komast upp til himna þótt Jón hafi verið fyllibytta og syndari í lifanda lífi. Kerling og Jón þramma til himna og hitta á leið sinni fræga þingmenn, þjófa, engla, verði himna- hliðsins og djöfulinn sjálfan, eins og segir um söngleikinn á Facebook- síðu helgaðri honum. Lögin eru eftir ýmsa söngleikjahöfunda með textum eftir Þór að undanskildum einum sem er eftir Öldu Dís Arnardóttur sem fór með sigur af hólmi í hæfi- leikakeppninni Ísland Got Talent 12. apríl sl. Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz er á öðru ári sínu undir stjórn Þórs og Valgerðar. Frumflytja nýjan söngleik eftir Þór  Útgáfu fjórða heftis tímaritsins En- demi sem fjallar um íslenska sam- tímalist verður fagnað í dag kl. 20 í húsakynnum Myndhöggvarafélags Reykjavíkur á Nýlendu- götu 15. Listamenn út- gáfunnar munu þar flytja gjörninga og sýna vídeóverk, þ. á. m. Curver Thoroddsen og Freyja Eilíf Loga- dóttir. Listamenn fagna út- gáfu Endemis nr. 4 Á föstudag Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og rigning sunnan- og vestanlands og hiti 3 til 9 stig. Hiti 6 til 12 stig. Á laugardag og sunnudag Suðlæg átt 8-13 m/s og súld með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 14 stig að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Léttskýjað norðan- og austanlands. Hiti 2 til 10 stig að deginum, en 8 til 15 stig norðan- og austanlands. VEÐUR Andri Már Helgason og Steindór Ingason, lands- liðsmenn í íshokkíi, spila með Almaguin Spartans, liði úr þúsund manna bæ í Kanada, mesta íshokkí- landi heimsins. „Það eina sem við gerðum var að æfa og spila hokkí og fara í ræktina,“ segja þeir fé- lagar sem bíða eftir slagn- um við Spánverja á heims- meistaramótinu í Laugardalnum í kvöld. »4 Spila með liði í smábæ í Kanada Luis Suárez lék við hvern sinn fingur með Barcelona í gærkvöldi þegar lið- ið vann PSG í París, 3:1, í fyrri viður- eign liðanna í 8-liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu. Hinn umdeildi Suárez skoraði tvö af mörkum liðsins eftir að hafa leikið varnarmenn franska liðsins grátt. Í hinni viðureign kvöldsins í keppn- inni vann Porto óvæntan sigur á Bayern München, 3:1. »1 Luis Suárez lék varnar- menn PSG grátt Tindastóll frá Sauðákróki tryggði sér í gærkvöldi rétt til þess að leika til úr- slita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í annað sinn í sögu sinni. Tindastóll vann Hauka í þriðja sinn í fjórum leikjum liðanna í undan- úrslitum, 69:62. Oddaleik þarf annað kvöld í rimmu KR og Njarðvíkur eftir að KR tapaði í Ljónagryfjunni í gær- kvöldi, 97:81. »2 Tindastóll í úrslit í ann- að sinn í sögu sinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skagfirðingar eru þekktir gleði- menn og nú hefur verið ákveðið að blása til nýrrar tónlistarhátíðar í Skagafirði laugardagskvöldið 27. júní næstkomandi. „Hún verður í anda Bræðslunnar á Borgarfirði eystri en með skagfirsku yfir- bragði,“ segir Áskell Heiðar Ás- geirsson, helsti hvatamaður beggja hátíðanna. Bræðurnir Heiðar og Magni Ás- geirssynir hafa ásamt Ægi Ás- björnssyni haldið utan um Bræðslu- tónleikana frá upphafi. Heiðar og Ægir búa í Skagafirði og hefur lengi blundað í þeim að skipuleggja þar tónlistarhátíð. Þeir hafa leitað að rétta staðnum og þegar hann fannst var ekkert til fyrirstöðu. „Við dutt- um niður á þá hugmynd að halda há- tíð hjá Viggó Jónssyni og fjölskyldu á Reykjum á Reykjaströnd, þar sem þau reka ferðaþjónustu, höfum feng- ið með okkur frábært tónlistarfólk og nú er bara að kýla á þetta,“ segir Heiðar. Fyrir alla fjölskylduna Á Drangey Festival - þar sem vegurinn endar - koma meðal annars fram Emiliana Torrini, Jónas Sig- urðsson og hljómsveit, Contalgen Funeral og fleiri og lagt er upp með fjölbreytta tónlist í fallegu umhverfi. Heiðar leggur áherslu á að ekki sé um útihátíð af gamla skólanum að ræða heldur tónleika fyrir alla fjöl- skylduna. „Emiliana Torrini kom fram á fyrstu Bræðslunni 2005 og það er mjög ánægjulegt að hafa hana líka með í því að koma Drangey Festival af stað. Bæði hún og Jónas eru miklir vinir mínir auk þess að vera framúrskarandi tónlistarfólk og það eru forréttindi að fá að búa til svona viðburð með vinum sínum,“ segir hann. Heiðar bendir á að tónlistarstað- urinn sé einstakur frá náttúrunnar hendi, við ysta haf og í mikilli nánd við Drangey. Ákveðið hafi verið að halda hátíðina lokahelgina í júní í tengslum við skagfirsku bæjarhátíð- ina Lummudaga, sem á sér orðið nokkurra ára sögu. „Á Lummudög- um kemur fólk saman og gerir sér glaðan dag og víða eru til dæmis skipulögð götugrill,“ segir Heiðar. „Við höfum hugsað okkur að Drang- ey Festival verði lokapunkturinn á Lummudögum, þegar fólk er búið að grilla er upplagt að renna á tón- leikana til okkar,“ segir Heiðar. Takmarkaður fjöldi miða er í boði, en miðasala hefst á midi.is 4. maí nk. Innifalið í miðaverðinu verður tjald- stæði á Reykjum og bað í Grettis- laug. Sveifla í anda Bræðslunnar  Drangey Festi- val þar sem vegurinn endar Skipuleggjendur Áskell Heiðar og Guðbrandur Ægir sjá um nýja tónlistarhátíð ásamt Viggó Jónssyni. Ljósmynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir Emiliana Torrini Hún kom fram á fyrstu Bræðslunni og verður í Skagafirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.