Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Grágæs ein, er merkt var sem ungi á Blönduósi árið 2000 með fótamerkinu AVP, lét sjá sig í gær í gamla bæjarhlutanum á sömu slóðum og hún hefur haldið sig síðastliðin fimmtán ár. Farfugl- arnir flykkjast nú til landsins hver á fætur öðr- um eftir því sem nær dregur sumri. Brynjúlfur Brynjúlfsson, starfsmaður Fuglaathugunar- stöðvar Suðausturlands, segir grágæsir og heið- argæsir byrja að tínast til landsins í lok mars og byrjun apríl, en þær dvelji hér fram í október. „Merkingarnar segja meðal annars til um varpstöðvar, vetrarstöðvar, farleiðir og aldur,“ segir Brynjúlfur. Gæsirnar eru merktar annað- hvort með hólk um háls eða um fót ásamt núm- eruðu stálmerki ef hitt skyldi brotna af. Kann vel við sig á æskuslóðunum Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gæsirnar flykkjast til landsins á þessum árstíma Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Á fundi umhverfis- og skipulags- ráðs Reykjavíkurborgar á þriðju- dag var tekin fyrir umsókn Vals- manna hf. „um leyfi til að byggja staðsteypt 3-5 hæða randbyggt fjöl- býlishús, ellefu stigahús með 134 íbúðum og atvinnuhúsnæði á jarð- hæð að Snorrabrautarás á tveggja hæða bílageymslu með 134 stæðum á lóð nr. 1-7 við Hlíðarenda,“ líkt og segir í fundargerð. Afgreiðslu málsins var frestað á fundinum, en Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., gerir sér vonir um að málið verði afgreitt á næstu vikum. Brynjar sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að um væri að ræða um 30 þúsund fermetra hús eða 93 þúsund rúmmetra. Ofboðslega stórt hús „Byggingarnefndarteikningarnar eru fullgerðar. Þetta er ofboðslega stórt hús og nú er umhverfis- og skipulagsráð að leita skýringa á einhverjum atriðum sem ráðið telur að þurfi að skýra betur. Ég tel því að það sé bara spurning um það hvort ráðið afgreiðir umsókn okkar næsta þriðjudag eða þarnæsta,“ sagði Brynjar. Þegar um- hverfis- og skipu- lagsráð Reykja- víkurborgar hafi afgreitt umsókn Valsmanna hf. segir Brynjar að næsti fasi verði verkteikningar, sem muni taka nokkra mánuði og verða kostnaðarsamar. 125 milljóna verksamningur „Verksamningurinn við arkitekta og verkfræðinga um arkitekta- og verkfræðiteikningar hljóðar upp á 125 milljónir króna. Það liggur al- veg fyrir hjá okkur að við erum ekki að fara í neinar framkvæmdir, eða fyrstu skóflustungu fyrr en Rögnunefndin hefur skilað af sér, og það þó nokkru eftir að nefndin skilar sínum niðurstöðum. Það verður í fyrsta lagi í haust, sem við fáum framkvæmdaleyfi,“ sagði Brynjar. Aðspurður hver áætlaður kostn- aður Valsmanna hf. við byggingu Hlíðarenda 1-7 væri sagði Brynjar: „Framkvæmdakostnaður við þetta hús er áætlaður á bilinu fimm til sex milljarðar króna.“ Kostar 5 til 6 milljarða króna  Valsmenn hf. sækja um byggingarleyfi fyrir Hlíðarenda 1-7, samtals um 30 þúsund fermetra byggingu  Vonast eftir að fá byggingarleyfi innan skamms Brynjar Harðarson Drengurinn sem lenti í alvarlegu slysi við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði er vaknaður og kominn úr öndunar- vél, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Drengurinn er á hægum batavegi og verður áfram á gjörgæsludeild spítalans við Hring- braut þar sem hann fær viðeigandi stuðning og meðferð. Reyndu að ná bolta Tveir bræður, 9 og 12 ára, ásamt systur sinni, 11 ára, freistuðu þess að ná í bolta sem fest hafði í renn- unni við Reykdalsstíflu fyrr í vik- unni. Eftir árangurslausar tilraunir til að ná boltanum tók yngri dreng- urinn þá afdrifaríku ákvörðun að fara út í rennuna, samkvæmt frétta- tilkynningu frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu um rannsókn slyss- ins. Fram kemur að þegar yngri drengurinn féll í rennuna tók hann að sökkva og hringsnúast í hyl, sem var neðst í rennunni. Eldri bróðirinn féll einnig í hylinn þegar hann reyndi að aðstoða þann yngri. Syst- irin hringdi í móður þeirra sem kom og hafði samband við Neyðarlínuna. Móðirin og 16 ára stúlka náðu svo taki á eldri drengnum en karlmaður um þrítugt hjálpaði þeim að ná eldri drengnum úr hylnum en við björg- unina á þeim yngri féll hann líka í hylinn. Björgunarlið kom svo til aðstoðar og við illan leik náðust allir upp úr hylnum. Lögreglan vill ásamt fjöl- skyldu barnanna þakka þeim sem komu til aðstoðar á vettvangi fyrir yfirvegun og þrekvirki við erfiðar aðstæður. laufey@mbl.is »9 Drengurinn vaknaður en dvelur enn á gjörgæsludeild Morgunblaðið/Kristinn Hætta Hringiða myndaðist í hyl neðan við rennuna og fótfestan lítil.  Festist í hyl og var hætt kominn Um helgina gæti hitinn farið upp fyrir fimmtán stig á norðan- og aust- anverðu landinu, að sögn Teits Ara- sonar, veðurfræðings hjá Veður- stofu Íslands. „Það verður hlýtt loft yfir landinu, hlý sunnanátt en fyrir norðan og austan er bjart og hlýjast núna um helgina,“ segir hann. Á Suður- og Vesturlandi verður skýjað að mestu og þurrt en hiti í kringum sex til tólf stig. Aðspurður hvort búast megi við miklum vindi með hlýindunum segir hann að blása muni hressilega vest- ast á landinu. „Á norðanverðu Snæ- fellsnesi verður oftast hvasst í þess- um aðstæðum,“ segir hann en bætir við að annars ætti vindurinn ekki að vera til trafala að neinu ráði. Landsmenn fá þó ekki að njóta veðurblíðunnar lengi því það mun kólna fljótt aftur samkvæmt veður- spám. „Það verður svalara í næstu viku,“ segir Teitur. laufey@mbl.is Spáð hita og sól um helgina  Hlýjast á Norð- ur- og Austurlandi Morgunblaðið/Eggert Hiti Landsmenn ættu að geta nýtt veðurblíðu helgarinnar til útiveru. François Hol- lande, forseti Frakklands, mun sækja Ísland heim í október næstkomandi í boði Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands. Mun Hollande setja ráðstefnu hringborðs norð- urslóða. Ólafur Ragnar er nú stadd- ur í Frakklandi þar sem hann ræddi við Hollande um mikilvægi loftslags- mála og rannsóknir á bráðnun jökla. Kemur þetta fram í tilkynningu frá frönsku forsetaskrifstofunni. Frakklandsforseti heimsækir Ísland Francois Hollande Fiskiolía og bláber í einum pakka • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina • Hjartað og æðar • Gegn skaðlegum sindur- efnum í frumum líkamans Sími 555 2992 og 698 7999 Það gerist varla betra fyrir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.