Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 43
síðan vinnslustjóri hjá Dominos. Fjölskyldan flutti síðan á Stokkseyri árið 2001 þar sem þau voru búsett næstu tíu árin. Indriði hóf fjarnám í viðskiptafræði við HA árið 2002 og lauk BA gráðu árið 2005. Hann stundaði síðan meistaranám á Bifröst 2006-2008. Indriði var skrifstofustjóri á Grundarfirði veturinn 2006-2007, var fjármálastjóra í Rangárþingi Ytra 2007-2012, en í febrúar 2013 var hann ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps til loka kjör- tímabilsins en eftir sveitastjórn- arkosningarnar 2014 var hann síð- an kjörinn sveitarstjóri áfram og gegnir enn fremur starfi oddvita hreppsins. Indriði situr í stjórn Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða. Íslendingasögur og Sturlunga sýna landið í nýju ljósi Áhugamál Indriða snúast mikið um enska boltann en hann er Liv- erpoolmaður af lífi og sál. Þá les hann Íslendingasögurnar af kappi: „Ég hef lesið allar Íslendingasög- urnar sem ég hef komist yfir og Sturlungu sem maður les ekki einu sinni heldur oft, enda marg- slungið meistaraverk um þessa ótrúlegu skálmöld. Ég fór að velta því fyrir mér þegar ég ók um landið að maður þekkir ekki Ísland nema kunna skil á þessum sögum. „Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt“ – sagði Tómas Guðmunds- son og það er hverju orði sannara. Með þessum sögum opnast landið og maður sér það í nýju ljósi. Það væri t.d. dapurlegt að aka um Dalasýslu án þess að hafa minnstu hugmynd um hversu ríkt og hríf- andi sögusvið hún er. Ég hef einnig verið að lesa sagnaskáldsögurnar hans Einars Kárasonar um Sturlungaöld og haft mjög gaman af þeim. Einar er mikill sagnameistari og kann að planta lesandanum alveg inn í at- burðarásina. Hann gefur sér að sjálfsögu ákveðið skáldaleyfi en mér finnst hann samt nálgast efn- ið af mikilli virðingu. En ég les líka ljóð, gömul og ný og innlend og erlend, og er mjög hrifinn af Gyrði Elíassyni og Gerði Kristnýju, svo ég nefni nútímahöf- unda.“ Indriði nýtur svo samverunnar við fjölskylduna þegar tími gefst frá sveitarfélagsmálefnum og þar eru afastrákarnir í miklu uppá- haldi. Fjölskylda Eiginkona Indriða er Anna Ár- dís Helgadóttir, f. 28.11. 1964, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar hennar eru Helgi Seljan, f. 15.01. 1934, fyrrv. alþingismaður, og Jó- hanna Þóroddsdóttir, f. 11.01.1934, húsfreyja og starfsstúlka. Þau eru búsett í Reykjavík. Börn Indriða og Önnu eru Hild- ur Seljan, f. 30.6. 1986, Steinunn Díana, f. 19.6. 1990 og tvíburarnir Arnar Freyr og Indriði Freyr f. 23.11. 1991. Sonarsynirnir eru þeir Egill Seljan Arnarsson, f. 23.11. 2012, og Bjarni Sólberg Seljan Eyþórs- son, f. 24.8. 2013. Systur Indriða eru Ingunn Kar- ítas Indriðadóttir, f. 28.10. 1959, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, búsett á Reyðarfirði, og Guðný Vigdís Indriðadóttir, f. 19.2. 1964, sjúkraliði við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, búsett á Eyrarbakka. Foreldrar Indriða voru Indriði Indriðason, f. 1936, d. 2008, véla- maður og Steinunn Unnur Há- konardóttir, f. 1935, d. 2013, hús- freyja og starfaði í áratugi við umönnun. Þau bjuggu lengst af í Kópavogi. Úr frændgarði Indriða Indriðasonar Indriði Indriðason Borgný Guðrún Magnúsdóttir frá Flateyri við Önundarfjörð Gísli Björnsson sjóm. í Dýrafirði Ingunn Díana Gísladóttir verkak. á Skagaströnd Indriði Brynjólfsson verkam. á Skagaströnd Indriði Indriðason vélam. í Kópavogi Kristín Guðmundína Indriðad. húsfr. í Ytri-Ey Brynjólfur Lýðsson b. í Ytri-Ey í Skagafirði Ragnheiður Brynjólfsdóttir hótel- stýra og handavinnukennari við Húsmæðraskólann á Blönduósi Lýður Brynjólfsson skólastjóri Iðnskólans í Vestmannaeyjum Þráinn Þorvaldsson múrarameistari Ingunn Karítas Indriðadóttir viðskiptastj. hjá Íslandsbanka Helgi Seljan fréttam. á RÚV María Jónsdóttir húsfr. í Flatey Bjarni „Flateyingur“ Jónsson útvegsb. í Flatey Karítas Bjarnadóttir húsfr. í Flatey Hákon Einarsson útvegsb. í Flatey á Breiðafirði Steinunn Unnur Hákonardóttir heilbrigðisstarfsmaður í Kópavogi Jónína Sigfríður Jónssdóttir húsfr. á Hellissandi Einar Hákonarson sjóm. á Hellissandi Þorgrímur Þráinsson rithöfundur Hermann Þráinsson þjónustustj. Kauphallar Íslands ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Björn Jóhannsson fæddist íHafnarfirði 20. apríl 1935.Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Kristinn Björnsson iðn- verkamaður og Kristrún Marta Kristjánsdóttir húsfreyja. Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1956. Hann stundaði nám í heim- speki við Háskóla Íslands og nám í ensku, sagnfræði og heimspeki við háskólann í Edinborg á árunum 1957 og 1958. Hann varð framkvæmda- stjóri Alþýðublaðsins 1958 og jafn- framt blaðamaður þar til ársins 1962. Hann var ritstjóri dagblaðsins Myndar 1962 og hóf sama ár störf á Morgunblaðinu, þar sem hann starf- aði æ síðan. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu á árunum 1962 til 1967 er hann tók við starfi frétta- stjóra blaðsins og var fréttastjóri til 1981 er hann varð fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins og gegndi því starfi til dauðadags. Björn tók að sér ýmis félags- og trúnaðarstörf, átti m.a. sæti í stjórn Blaðamannafélags Íslands á árunum 1960 til 1963 og sat um skeið í stjórn Varðbergs, félags áhugamanna um vestræna samvinnu. Björn var um árabil ritstjóri hins íslenska hluta Nordisk Kontakt, rits Norðurlanda- ráðs um stjórnmál, þingmál og nor- ræn málefni, frá árinu 1965 og rit- stjóri íslenska kaflans í Árbók Bókaútgáfunnar Þjóðsögu frá 1966. Hann var um árabil fréttaritari Associated press og dagblaðsins Politiken í Einnig var hann um hríð fréttaritari dagblaðsins Helsingin Sanomat í Finnlandi og Dimmalætt- ing í Færeyjum. Hann skrifaði greinar fyrir blöð og tímarit í ýmsum löndum. Hann var einn af umsjónar- mönnum þáttarins Efst á baugi í Ríkisútvarpinu frá 1961 til 1970. Þá sat hann í Íslenskri málnefnd. Fyrri eiginkona Björns var Val- gerður Ákadóttir píanókennari, f. 1.9. 1942. Börn þeirra eru Jóhann Áki og Kristrún Helga. Árið 1973 kvæntist Björn eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðrúnu Egilson, ís- lenskukennara og rithöfundi, f. 14.7. 1945. Börn þeirra eru Snædís Huld og Þorsteinn Brynjar. Björn lést 23. apríl 2003. Merkir Íslendingar Björn Jóhannsson Laugardagur 101 ára Guðný Baldvinsdóttir 85 ára Guðmundur Magnússon 80 ára Aðalsteinn Eyjólfsson Svavar Þorsteinsson Þorgerður Egilsdóttir 75 ára Lára S. Hansdóttir Margrét J. Aðalsteinsdóttir 70 ára Áslaugur Jeremíasson Bóthildur Halldórsdóttir Pétur Hans Baldursson Sigurbjörg Kristjánsdóttir Sveinn Elísson Þórdís Þorbergsdóttir 60 ára Anna Margrét H. Guðbjartsdóttir Auður Sveinborg Bett Árni Geir Þórmarsson Carl Roine Hultgren Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir Geir Jónsson Gísli Jón Þórðarson Guðbjörg J. Sveinbjörnsdóttir Halldóra Mary Kjartansdóttir Hilmar Jóhannesson Hlöðver Pétur Hlöðversson Sigríður Baldursdóttir 50 ára Arnar Pálsson Ásdís Jónsdóttir Elsa Þorgrímsdóttir Guðbjörg Lilja Jónsdóttir Guðmundur Arnarson Guðmundur Marteinsson Haraldur R. Gunnarsson Kristín Helga Jörgensdóttir Osiris D.S. Arcieri Robles Ólafía Þóra Óskarsdóttir Sigríður Þórólfsdóttir 40 ára Arna Dögg Einarsdóttir Bjarney Herdís Ólafsdóttir Edward Morthens Georg Alfreð Vilhjálmsson Guðmundur Björnsson Sara Kamban Reginsdóttir Sigríður H. Halldórsdóttir Kjerúlf Sigursteinn Ingvarsson Sveinbjörn Þór Jónsson 30 ára Adólf Sigurjónsson Adrian Wilicki Alicja Bajkowska Arna Pálsdóttir Atli Már Ágústsson Ásta Hrönn Guðmundsdóttir Bergljót Nikulásdóttir Bjarki Már Elíasson Björn Gestsson Eysteinn Pálmason Geir Valdimarsson Guðmundur Kristinn Vilbergsson Haraldur Levi Jónsson Hildur Edda Grétarsdóttir Hrafnkell Ingi Jóhannsson Jón Guðbrandsson Kamil Baranowski Máni Ólafsson Michal Jan Czeski Svajunas Brazaitis Zsófia Cságoly Sunnudagur 95 ára Ragnheiður Vigfúsdóttir 80 ára Helga Þorgeirsdóttir Jón Sigurjónsson Sigrún Hermannsdóttir 75 ára Auður Alexandersdóttir 70 ára Finnur Guðmundsson Grímur Magnússon 60 ára Angantýr Valur Jónasson Anna Kristín Einarsdóttir Dröfn Halldórsdóttir Elísabet A. Brekkan Hallgrímur G. Magnússon Ingibjörg Einarsdóttir Ingunn Þóra Ríkharðsdóttir Jón Sævar Jörundsson Pétur Böðvarsson Pisamai Phaengsrisarn Ragnheiður Ríkharðsdóttir 50 ára Benedikt Sigurðsson Elke Maria Foelsche Polo Gísli Friðriksson Guðbjörg Erna Karlsdóttir Gylfi Anton Gylfason Halldór Kristinn Viðarsson Hildur Svavarsdóttir Jens Jónsson Kristín Guðjónsdóttir María Ólafsdóttir Páll Skaftason Sigurður Magnússon Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir 40 ára Aníta Guðný Gústavsdóttir Anna Sigríður Ólafsdóttir Arnar Scheving Thorsteinsson Berglind Ósk Gunnarsdóttir Christophe Alexandre Duret Davíð Örn Ólafsson Gísli Ágúst Halldórsson Ína Dögg Eyþórsdóttir Íris Guðrún Ragnarsdóttir Íris Hrund Halldórsdóttir Jón Ari Stefánsson Jónatan Einarsson Kolbrún Anna Sveinsdóttir Snædís Perla Sigurðardóttir Thor-Björn Clemmensen 30 ára Anna Barbara Kordek Bjarki Ólafsson Elina Georgsdóttir Helga Margrét Jóhannesdóttir Jökull Þór Þórarinsson Kristín Halldórsdóttir Reynir Már Guðmundsson Rudolf Kristinsson Svavar Grétarsson Svavar Jón Bjarnason Til hamingju með daginn Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.