Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun Sími: 533 4200 og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk, arsalir@arsalir.is Til sölu vönduð bergja íbúð á jarðhæð, með sér suður verönd og yfirbyggðar svalir að hluta. Íbúðin skiptist í forstofu með góðum skápum. Tvö svefnherbergi með skápum. Eld- hús með ljósri/Beyki innréttingu. Stofu og borðstofu með vönduðu nýlegu parketi á gólfum. Flísalagt baðherbergi með innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Sér geymsla fylgir í kjallara. Íbúð fyrir 60 ára og eldri. Velkomið að skoða íbúðina á sunnudaginn milli kl. 17:00–17:30, íbúð 0106. Til afhendingar við kaupsamning. Eiðismýri 30 OPIÐ HÚS Sunnudaginn 19. april kl. 17-17.30 3ja her- Fyrir + 60 ára Gullfalleg 135,6 fm 3ja-4ra herb. lúxusíbúð í nýju lyftuhúsi á þessum vinsæla stað í borginni. Glæsilegt útsýni til sjávar. Stór stofa/borðstofa, eldhús opið við stofu, baðherbergi og gestasnyrting. Suðursvalir. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Stæði í bílageymslu, stór sér geymsla. LAUS STRAX. Upplýsingar gefur Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, GSM 893 2495, adalheidur@stakfell.is. TIL LEIGU VÖNDUÐ ÚTSÝNISPERLA Í SKUGGANUM „Það var illa farið með son þinn í dóm- inum,“ sagði sessu- nautur minn þegar ég settist við hlið hans á klúbbfundi eftir upp- kvaðningu Al-Thani- málsins. Ég tók undir það og skiptumst við á orðum um dóminn og lýsti ég í fáum orðum afstöðu minni. Að heilsa og kveðja Þegar við hringjum í einhvern eða hittum á förnum vegi er kveðjan venjulega „Hæ, hvað segir þú gott?“ eða „hvernig hefur þú það?“ en ætl- umst ekki til neikvæðra svara frem- ur en Bandaríkjamenn sem kalla „How are you?“ Við segjum bara „fínt, allt gott, en þú?“ og síðan geta samræður hafist. En hvað gerum við þegar viðmælandinn hefur átt við eitthvert mótlæti í lífinu og ekki hægt að búast við jákvæðu svari. Þegar einhver deyr vottum við að- standanda samúð okkar og tökum gjarnan utan um viðkomandi. Við þekkjum þessa tilfinningu að vita ekki hvernig á að koma fram við náungann við margvísleg óþægileg tækifæri í lífi hans. Hvernig taka vinir mínir og kunningjar þessum tíðindum. Ég veit að það eiga margir erfitt með að tjá sig við mig um dóm- inn og vita ekki hvernig á að nálgast mig án þess að særa mig. Ef til vill eru þeir sammála málslokum og þar með er málið dautt og allir ánægðir. Þessi staðhæfing sessunautar míns í upphafi greinarinnar varð til þess að ég hugsaði með mér: Hvers vegna ekki að ræða þetta mál að eigin frumkvæði við vini mína, eða rita um það grein sem þessa, hvers vegna að bíða eftir frumkvæði þeirra? Jafnvel þeir nánustu þurfa að takast á við þetta verkefni, vita ekki hvernig þeir eiga að bera sig að og skilja bara ekki hvað er í gangi. Fjöldanum öll- um í þjóðfélaginu, þar með töldum lesendum þessarar greinar, sem ekki hafa kynnt sér málið utan fréttaflutnings fjölmiðla finnst að þessi dómurinn sé makleg málagjöld fyrir meintar misgjörðir. Ég verð að lifa við það án reiði út í allt og alla. Upphaf máls En hvað gerði sonur minn af sér sem réttlætti fjögurra og hálfs árs fangelsi óskilorðsbundið. Ekki drap hann mann, ekki flutti hann inn eit- urlyf eða neytti þeirra eða lamdi konu sína til óbóta, enda refsa dóm- arar ekki fyrir slík ómerkileg brot. Hann er einn fjögurra aðila dæmdur þungum dómum í AL-Thani-málinu. Upphafið var vorið 2010. Ég fór út á flug- völl að sækja son minn þegar hann var að koma frá Lúxemborg til skýrslutöku hjá Sér- stökum. Í stað þess að vera að koma til áður boðaðar skýrslutöku voru hann og Hreiðar handteknir og óskað eftir því að þeir sættu gæsluvarðhaldi. „Þetta róar þjóðina,“ sögðu bæði Jóhanna og Stein- grímur í sjónvarps- viðtali. Dómsmálaráðherra hafði áð- ur lagt fram frumvarp um embætti Sérstaks með þeim skriflegu orðum að verið væri að sefa reiði borg- aranna. Gæsluvarðhaldið var réttlætt með að þeir væru líklegir til að flýja rétt- vísina eða til að koma í veg fyrir að þeir gætu allt að 800 dögum eftir meint brot spillt sönnunargögnum eða með öðrum orðum haft áhrif á vitni og aðra sakborninga. Sérstakur hélt því fram að ríkir almennings- hagsmunir lægju við. Hreiðar og Magnús hafa búið í áravís í Lúx- emborg svo þeir höfðu ærinn tíma til að hafa áhrif á önnur vitni ef þeir hefðu á annað borð haft áhuga á því enda hafði þetta mál ekki farið leynt með yfirheyrslum allt frá miðju ári 2009. Síðan tók við farbann í tvær vikur þar sem sami dómur komst að því að stór hætta væri á að sonur minn myndi taka sig upp með fjölskyld- unni frá heimili sínu í LÚX og flytja jafnvel til Argentínu. Þessi rök er dómari tilbúinn að skrifa upp á hvort sem er um gæsluvarðhald eða sím- hleranir á náttsloppnum heima hjá sér. Farbannið var fyrirsláttur til að geta hlerað hann. Hlerunarheimildin var einskis virði nema hann væri á Íslandi þar sem lúxemborgísk lög og dómstólar heimiluðu ekki slíkt. Var engin greinarmunur gerður hvort þau símtöl sem hleruð voru voru við mig, föður hans, eða lögmann hans. Eftir að sonur minn var dæmdur til þungra fangelsisdóma taldi Sér- stakur hann ekki líklegan til að flýja réttvísina eins og eftir varðhaldið. Er dómstólum treystandi? Símon dómforseti í málinu fyrir Héraðsdómi bað þjóðina um að treysta dómstólunum í sjónvarps- viðtali á Stöð 2 nýlega. Þeir ynnu sína vinnu eftir bestu samvisku. Er það svo að við getur treyst dóm- stólum landsins í veigamiklum mál- um? Þeir sem lesið hafa skrif Jóns Steinar Gunnlaugssonar og nýjustu bók hans „Í krafti sannfæringar“ hafa lögmætar ástæður til að efast um hollustu dómstólanna. Hvernig eru t.d. samdómendur valdir? Gjald- þrota löggiltur endurskoðandi með tengsl við Kaupþingbanka valinn meðdómari og nú vill Sérstakur ógilda skipan meðdómara vegna ættartengsla í öðru gjörsamlega óskyldu máli sem hann tapaði fyrir Héraðsdómi. Flest mál eru þannig vaxin að sök eða sakleysi eru auð- veldlega sönnuð eftir rannsókn og aðeins þarf að ákveða refsinguna ef sekt er sönnuð. Morðingjar, þjófar, ofbeldismenn, skattsvikarar og fíkniefnainnflytjendur skilja eftir sig slóð. Yfirleitt liggur þetta allt skýrt fyrir nema í Geirfinnsmálinu þar sem ekkert lík fannst og kommenta- þjóðin hefur ekki enn bitið úr nálinni með það og rannsakendur og dóm- arar þess máls eru komnir á frið- arstól en lifa við að hafa haft rangt við að dómi almennings. Mun það e.t.v. endurtaka sig gagnvart núver- andi rannsakendum og dómurum þegar fennir yfir Al-Thani-málið? Nú verður það verðugt verkefni lög- manna og fræðasamfélagsins að brjóta þennan dóm til mergjar. Hlutlægur dómur Dómurinn í Al-Thani-málinu er að mínu áliti hlutlægur dómur. Það sem ég á við er að um er deilt hvernig beri að túlka tiltekin lög og lagabók- staf sem og mat á sönnunargögnum. Það er ekkert lík í farteskinu. Það liggur fyrir að við upphaf rann- sóknar gerði Sérstakur og starfs- menn hans sér ekki grein fyrir því hvernig ætti að túlka þessi lög. Það er allt eftirátúlkun eftir að menn fóru að rannsaka það. Þetta var það sem þingmaður (VB) nefndi „skap- andi lögskýring“ í grein nýlega um siðrof og skýrði það út að varðandi löggjöf á fjármálamarkaði væri átt við að reglur séu túlkaðar að þörfum viðkomandi, þ.e. í þessu tilfelli af Sérstökum og dómurum málsins. Það lá ekkert fyrir um það þegar viðskiptin fóru fram að ástæða væri að ætla að um lögbrot hefði verið að ræða. Þá liggur fyrir í grein- argerðum tveggja danskra fræði- manna að túlkun sams konar ákvæða þar í landi sem byggjast á sömu ESB tilskipun leiddu til skil- yrðislausrar sýknunar Aldrei áður hafði verið getið um fjármögnun í hlutabréfaviðskiptum í Kauphöll Íslands. Það er óbreytt framkvæmd í dag. Eftir hrun bank- anna voru tugir einkahlutafélaga settir í gjaldþrot vegna þess að þau áttu ekki fyrir skuldum sem voru til- komnar af sömu ástæðu, þ.e kaupa á hlutabréfum eins og hjá Al-Thani, þ.e. að veð var tekið í hlutabréfum viðkomandi banka. Þetta þóttu sjálf- sögð viðskipti. Enginn dreginn fyrir dóm. Að róa þjóðina Ég hef þá bjargföstu skoðun að dómarar bæði í héraðsdómi og í Hæstarétti hafi hér haft að leið- arljósi þá hugarfarsbreytingu að róa áfram þjóðina með því að dæma þá seka og setja á þá þessa ómann- eskjulegu dóma miðað við alla aðra milda dóma eins og er varðandi al- varleg ofbeldi, s.s. kynferðisbrot og þjófnaði svo ekki sé talað um skatt- svikin. Ég efast ekki um hæfni og reynslu þessara dómara en það er hug- arfarið í þjóðfélaginu sem ræður hér ríkjum. Kommentakerfið hefði logað Eftirleikur Al-Thani-málsins: Sakfelling, refsing og fjölskyldan Eftir Guðmund Guðbjarnason »Ég efast ekki um hæfni og reynslu þessara dómara en það er hugarfarið í þjóð- félaginu sem ræður hér ríkjum. Kommentakerf- ið hefði logað og dóm- urum ekki vært í starfi hefðu þeir sýknað sak- borningana. Guðmundur Guðbjarnason Stefna Norðmanna í orkumálum er að auð- lindir þeirra standi undir sem mestri verð- mætasköpun fyrir landið. Þeir selja olíu á alþjóðamörkuðum og sækja nú í auknum mæli inn á evrópskan raforkumarkað með því að leggja sæstrengi frá landinu. NorNed sæstreng- urinn milli Noregs og Hollands er lengsti sæstrengur í heimi, 580 km. Hann var opnaður 2008 eftir rúm- lega tveggja ára framkvæmdatíma. Fjórir sæstrengir liggja frá Noregi til Danmerkur og sá nýjasti þeirra var vígður í mars síðastliðnum. Dan- ir hafa byggt upp mikið af vind- orkugörðum og þegar logn er í Dan- mörku (og takmörkuð orkuvinnsla) eru Noregsstrengirnir notaðir til að flytja vatnsorku á milli landanna. Þrír sæstrengir á áætlun Norðmenn hafa nú þrjá sæstrengi á áætlun. Stærsta verkefnið er NSN strengurinn til Bretlands sem nær yfir 700 km og verður því lengsti sæ- strengur heims þegar hann verður tekinn í gagnið árið 2020. NordLink strengurinn til Þýskalands verður 570 km og er einnig áætlað að hann tengi löndin árið 2020. Þriðja verk- efnið er NorthConnect sem er annar strengur til Bretlands. Norska rík- isorkufyrirtækið Statkraft gerir nú ráð fyrir að annað eins af strengjum verði lagt til viðbótar fyrir árið 2025. Lagning sæstrengjanna er flókið mál vegna þess svæðis sem farið er um. Þannig þarf NSN strengurinn að fara yf- ir a.m.k. 14 gasleiðslur sem liggja frá borpöll- um á Norðursjó. Strengirnir liggja auk þess um fjölfarnar skipaflutningsleiðir og fiskveiðisvæði. Raforkuverð í Noregi Norsk heimili eru mjög háð rafmagni því flest hús eru rafkynt. Í þurrum árum þegar vatn vantar í uppistöðulón getur raforkuverð sveiflast mikið. Það kann að hljóma sérkennilega en Norðmenn hafa ekki síst lagt sæstrengi til að halda aftur af rafmagnsverði, sérstaklega í kjölfar mikilla hækkana þurrkaárið 2003. Norsk stjórnvöld segja að raf- magnsverð sé lægra í landinu eftir að NorNed sæstrengurinn komst í gagnið árið 2008 en það hefði verið án strengsins. Danskur sæstrengur Nýlega tilkynntu Danir áform um að leggja sæstreng til Bretlands. Hugmyndin að baki því verkefni er að flytja vindorku frá Danmörku til Bretlands, en auk þess ætla Danir að nota tengingar sínar við Noreg og Svíþjóð til þess að flytja sveigj- anlega vatnsorku þaðan inn á Bret- landsmarkað. Sæstrengir Norðmanna Eftir Björgvin Skúla Sigurðsson Björgvin Skúli Sigurðsson »Norðmenn hafa nú þrjá sæstrengi á teikniborðinu. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun. Reykjavík London Osló Edinborg Sæstrengir á áætlun Núverandi sæstrengir Amsterdam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.