Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja súrdeigsbrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Íslenska Gámafélagið seldi hálfa milljón burðarpoka úr maís í mars- mánuði en í dag er fjöldi verslana byrjaður að bjóða slíka poka ýmist í staðinn fyrir eða sem viðbót við plastpoka. En hvað er svona sérstakt við ma- íspokana? „Ég held að fólk taki svona vel í pokana vegna þess að þetta er ódýr, umhverfisvænn kost- ur í stað plastpoka, þó þetta sé eilítið dýrara en plastpokarnir. Flestu fólki líður betur með að nota vörur sem eru umhverfisvænar,“ segir Magnús N. Reykdalsson verkefnisstjóri hjá Íslenska gámafélaginu. Maísinn sem er notaður í fram- leiðsluna er óerfðabreyttur en auk maíss er notuð matarolía. Við fram- leiðslu er einnig hægt að nota kart- öflur, þistil o.fl. Gámafélagið selur íslenskum verslunum þessa poka en á árinu hafa þeir selt milljónir maíspoka til yfir fimmtíu verslana og verslana- keðja á landinu. Alla jafna eru pok- arnir dýrari en hefðbundnir plast- pokar eða um tíu krónum dýrari. Ástæða þess er að framleiðsla pok- anna er dýrari en framleiðsla plast- poka, pokarnir hafa ekki verið jafn lengi á markaðinum, eftirspurnin er mikil og fáir geta framleitt þetta í heiminum. Gámafélagið kaupir þessa poka frá erlenda fyrirtækinu Ceplast, en fyrirtækið hefur hlotið fjölda gæðavottana. Framleiðandi þessara poka heitir MATER-BI. Pokarnir þola 26 kg tog. og eru því sterkari en hefðbundnir plastpokar sem almennt þola 24 kg., þeir eru 26 míkrón að þykkt. Ekki þarf mikið landsvæði til framleiðslunnar en til að framleiða tonn af maíspokum eða um hundrað þúsund poka, þarf um 0,03 hektara lands af maís og 0,14 hektara lands af jurtaolíu. Í þessu samhengi má nefna að þegar tonn af nautakjöti er framleitt getur þurft fjóra hektara lands. „Við gerum ráð fyrir því að maíspokinn verði vin- sælli en hinn hefðbundni plastpoki á næstu misserum. Það skiptir máli að velja rétt í hvert einasta skipti sem fólk er að versla, vaninn er sterkur en maíspokinn er sterkari,“ segir Magnús. brynjadogg@mbl.is Morgunblaðið/Golli Maís burðarpokinn Fáir í heiminum geta framleitt pokann en eftirspurnin er mikil. Margir eru farnir að sniðganga plastpoka. Burðarpokar úr maís sífellt vinsælli  Hálf milljón maís-burðarpoka seld í marsmánuði  Sífellt meiri eftirspurn ÚR BÆJARLÍFINU Birna G. Konráðsdóttir Borgarfjörður Nú styttist í sumardaginn fyrsta. Borgfirðingar hafa ekki farið varhluta af duttlungum Vetr- ar konungs sem fram undir það síðasta hefur hent úr sér snjó og vetrarveðrum af miklu offorsi. Fólk horfir því vonaraugum fram á næstu vikur, að vorið hafi betur og hefji senn innreið sína. Menn ræða að búið sé að leggja inn fyrir góðu sumri eftir leiðinlegt sumar 2014 og verri vetur. Eins og spáin er í dag, er útlit fyrir að víða frjósi saman sumar og vetur. Eftir gam- alli þjóðtrú á það að vita á gott.    Einu sinni höfðu landsmenn ekkert sjónvarp á fimmtudags- kvöldum. Nýttu þá flestir sem vettlingi gátu valdið fimmtudaga fyrir fundi. Nú er öldin önnur og engir sérstakir fundardagar áskapaðir. En oft hefur það verið svo til sveita að mars hefur verið vinsæll aðalfundamánuður. Deild- arfundir hjá kaupfélögunum, veiði- félagafundir, aðalsafnaðarfundir, búnaðarfélagsfundir og svo mætti lengi telja. Ögn hefur þetta breyst en þó eimir af gömlu. Sauðfjár- bændur vilja helst klára alla aðal- fundi áður en undirbúningur sauð- burðar hefst, í byrjun maí. Takist það ekki vilja þeir helst fresta fundum fram yfir sauðburð. En með enn breyttu landslagi koma nýjar óskir inn. Sífellt fleiri þétt- býlisbúar eiga jarðir úti á landi. Þeir þurfa þá að mæta á ýmsa fundi sem tengjast eignarhaldi þeirra. Þessir aðilar vilja þá helst halda fundi sem næst helgum eða helgum dögum, svo hægt sé að nýta ferðina og dvelja um leið í sveitinni.    Flestir landsmenn vita að í Borgafirði eru margar frægustu laxveiðiár landsins. Um 25% af stangaveiddum laxi á Íslandi kem- ur úr Borgarfirði. Móðuráin er Hvítá, í hana renna flestar berg- vatnsár í Borgarfirði. Allur lax sem veiðist í Borgarfirði gengur því um Hvítá fyrst. Um margra ára skeið hafa eigendur borg- firskra bergvatnsáa greitt Hvítár- bændum fyrir að láta net sín liggja á bakkanum á göngutíma laxins. Nú í vor var nýr samningur gerður við bændur við Hvítá sem gildir fyrir komandi veiðisumar. Vonir standa til að nýr samningur til lengri tíma verði gerður í sum- ar.    Karlakórinn Söngbræður verð- ur með tónleika sunnudaginn 19. apríl í Reykholtskirkju til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að Söngfélagið Bræðurnir var stofnað. Það var Bjarni Bjarnason frá Skáney sem stofn- aði og stjórnaði Bræðrunum til ársins 1958. Bjarni var gæddur óvenjumiklum og góðum tónlistar- hæfileikum og lærði ungur orgel- leik. Hann hóf störf sem organisti í Reykholtskirkju skömmu eftir fermingu og starfaði sem organisti og kórstjóri í sjö áratugi, bæði við Reykholtskirkju og fleiri kirkjur í ofanverðum Borgarfirði. Nafnið Bræðurnir kom til af því að fram- an af átti hver einasti söngmaður bróður í kórnum, nema söngstjór- inn sjálfur. Karlakórinn Söngbræður var stofnaður 1978. Er kom að því að velja kórnum nafn, þótti við hæfi að að tengja það hinum fyrri karlakór Borgfirðinga. Í virðingar- skyni við starf hans varð til nafnið Söngbræður. Félagar í Söng- bræðrum koma úr sjö sýslum og munu þeir á sunnudagskvöldið flytja lög sem Bræðurnir fluttu á sínum tíma, auk sönglaga úr eigin söngskrá. Því mun verða flutt fjöl- breytt dagskrá sem samanstendur af hefðbundnum karlakórslögum og léttri dægurtónlist. Netin liggja á bakkanum á göngutíma laxins Morgunblaðið/Golli Stangveiði Veiðimaður við Straumana, vatnaskilin þar sem Norðurá rennur út í Hvítá í Borgarfirði, rammaður inn af fögrum fjallahring Borgarfjarðar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Um 960 hreindýraveiðimenn greiddu veiðileyfi sín áður en greiðslufresturinn rann út kl. 21.00 að kvöldi miðvikudagsins 15. apríl. Úthlutað var 1.412 hreindýraveiði- leyfum fyrir næsta veiðitímabil. Því koma um 450 hreindýraveiðileyfi til endurúthlutunar. Reiknað er með að þeim verði úthlutað í næstu viku. Skil á greiðslum voru nokkuð betri en starfsmenn Umhverfisstofnunar áttu von á, að sögn Bjarna Pálsson- ar, teymisstjóra á Sviði sjálfbærni Umhverfisstofnunar. Í gær var ekki búið að taka saman hvernig greidd veiðileyfi dreifðust á veiðisvæðin sem eru níu talsins. Breytt greiðslufyrirkomulag Þetta var í fyrsta skipti sem greiða þurfti hreindýraveiðileyfin í einu lagi. Greiða þurfti 80.000 kr. fyrir veiðileyfi á kú og 135.000 kr. fyrir tarf. Eldra fyrirkomulag með stað- festingargreiðslu og síðan fullnaðar- greiðslu hefur verið lagt niður. Tals- verð brögð voru að því áður að veiðimenn greiddu staðfestingar- gjaldið en ekki fullnaðargreiðsluna. Því komu veiðileyfi til endurúthlut- unar þegar stutt var til veiðitímans og olli það jafnvel erfiðleikum við að koma leyfunum út. Í vetur bárust 3.635 umsóknir um hreindýraveiðileyfi og var dregið úr þeim 21. febrúar síðastliðinn. Alls höfðu 98 veiðimenn áunnið sér rétt til forgangs vegna svonefndrar fimm skipta reglu þegar dregið var í vetur. Þeir nutu forgangs vegna þess að þeir höfðu ekki verið dregnir út fimm ár í röð. Þeir úr þessum hópi sem ekki voru heppnir í almenna út- drættinum fá nú kost á að kaupa veiðileyfi á því svæði sem þeir sóttu um. Því næst koma þeir sem eru á biðlista eftir veiðileyfi. Um 450 veiðileyf- um endurúthlutað  Um 960 hreindýraveiðimenn borguðu Morgunblaðið/Friðrik Hreindýr Nú nálgast úthlutun veiði- leyfa til veiðimanna á biðlista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.