Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 ✝ Gunnar Þórð-arson fæddist 6. október 1917 á Lóni í Viðvíkur- sveit, Skagafirði. Hann lést á Sjúkra- húsi Skagfirðinga 1. apríl 2015. Foreldrar hans voru Þórður Gunn- arsson bóndi á Lóni, f. 7. desember 1886, d. 4. apríl 1940, og k.h. Anna Björnsdóttir, f. 26. maí 1875 á Hofsstöðum, Akrahreppi, d. 4. október 1933. Systkin Gunnars sem upp komust voru: Björn, f. 1892, Margrét, f. 1896, og Una, f. 1904. Eiginkona Gunnars var Jófríður Björnsdóttir frá Bæ á Höfðaströnd, f. 27.9. 1927, d. 20.12. 2000. Þau bjuggu á Hóla- vegi 17, Sauðárkróki, nær alla sína búskapartíð. Dætur Gunnars og Jófríðar eru: 1) Anna Kristín, MA í menntunarfræðum, deildar- stjóri hjá Mími-símenntun, f. 6.1. 1952, gift Sigurði Jónssyni, kennara á Sauðárkróki. Þeirra börn eru: a) Fríður Finna, f. 1980, læknir, sambýlismaður Jón Rafnar Benjamínsson, kennara. Una systir hans hélt þeim feðgum heimili á Lóni uns hún flutti til Siglufjarðar. Hann sótti Héraðsskólann að Laugar- vatni í tvo vetur. Gunnar ók langferða- og leigubílum á yngri árum. Hann var yfirlögregluþjónn á Sauð- árkróki og prófdómari ökuprófa og bifreiðaeftirlitsmaður á Sauðárkróki. Gunnar var í mörg ár félagi í Rotaryklúbbi Sauðárkróks. Hann var í Veiðifélagi Skaga- fjarðar, Æðarræktarfélagi Skagafjarðar og Bridsfélagi Sauðárkróks, þar sem hann var heiðursfélagi. Átti hann sæti í stjórnum þessara félaga. Hann sat aðalfundi Æðarræktarfélags Íslands í áratugi. Föðurleifð Gunnars, Lón í Viðvíkursveit, var honum afar kær. Þar reistu hjónin sér sum- arbústað, hann sinnti þar æðar- varpi og lax- og silungsveiði til ársins 2014, auk skógræktar og annarra landgræðslustarfa. Gunnar gerði út trillu, var veiðikló og stundaði skot- og stangveiði fram á elliár. Annað áhugamál Gunnars var brids sem hann spilaði með vinum sín- um árum saman og í Bridsklúbbi Sauðárkróks fram á síðasta vet- ur. Gunnar bjó einn frá því eig- inkona hans lést, eða í 15 ár. Útför Gunnars verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 18. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 11. landslagsarkitekt. Þau eiga dóttur f. 2015. b) Gunnar, f. 1983, rafmagns- og tölvuverkfræð- ingur, eiginkona Ásdís Nordal Snæv- arr, lögfræðingur. Þau eiga Beru, f. 2013. c) Kristín Una, f. 1987, MA í menningarfræðum og meistaranemi í skipulagsfræðum við McGill- háskóla í Montreal. d) Sigyn Björk, f. 1990, meistaranemi í efnaverkfræði við DTU í Kaup- mannahöfn. 2) Birna Þóra, hjúkrunar- fræðingur og ljósmóðir, f. 21. júní 1957, gift Sölva Karlssyni, stýrimanni og fiskeldisfr., starfsmanni Ístaks. Þeirra synir eru: a) Gunnar Karl, f. 1986, nemi í pípulögnum. Hann á Emelíu Rut, f. 2008. b) Þórður, f. 1988, nemi í kerfisstjórn. c) Ingi- björn, f. 1991, framhaldsskóla nemi. Gunnar sótti barnaskóla í Viðvíkursveit. Að móður sinni látinni, er hann var tæpra 16 ára, gekk hann í Bændaskólann á Hólum og var undir handar- jaðri Björns bróður síns, yfir- Nú þegar hillir undir komu farfuglanna kvaddi Gunnar, tengdafaðir minn, lífið eftir langa og farsæla ævi. Þær verða því fá- tæklegri móttökurnar við ósinn í vor þegar æðarfuglinn sest upp í Lónshólmann, en þar átti Gunnar marga stundina við umönnun varpsins vor hvert í áratugi. Það var hans ástríða, sem og veiðar af öllu tagi á sjó og landi. Lærdóms- ríkt var að fylgjast með náttúru- barninu sem eins og af eðlis- ávísun las í lífríkið. Við bættist að hann var víðlesinn um náttúruna og kom ég sjaldan að hans borði án þess að þar væru uppi bækur um dýrafræði og brids. Kynnin af Gunnari kenndu mér að dável getur farið saman að vera sannur dýravinur og dugandi veiðimað- ur. Gunnar var með eindæmum vinnusamur og vílaði ekki fyrir sér að stunda erfiðisvinnu fram á tíræðisaldur og átti því láni að fagna að halda þreki og góðri heilsu allt fram undir hin síðustu ár. Vinnustundir hans á föður- leifðinni voru margar orðnar við hlunnindanýtingu, byggingu sumarhúss, skógrækt og önnur uppgræðslustörf. Nú síðast í haust hafði hann forgöngu um sandgræðslutilraun í Lónslandi og allt fram á síðustu ævidagana fylgdist hann með ísa- lögum við varphólmann í því skyni að koma stórgrýti úr hon- um til varnar. En hlýviðri komu í veg fyrir að hann fengi að lifa þau áform sín. Gunnar kom allvíða við á sín- um starfsferli og varð mörgum minnisstæður af þessum störfum, enda tilsvörin oft hressileg og án allrar tæpitungu. Starfsaðstæður voru ekki á nútímavísu; bifreiða- skoðun úti í veðri og vindum, bók- legu ökuprófin haldin í sparistofu heimilisins og einkabifreiðin not- uð til fangaflutninga og annarra þarfa áður en embættið eignaðist eigin lögreglubifreið. Enda fannst Gunnari margt hafa breyst til batnaðar er hann minntist starfa sinna í lögregl- unni frá þeim tíma þegar róstu- söm sveitaböll voru viðtekin venja og fangageymslur fullar í Sæluviku strax á þriðjudegi. Aldrei heyrði ég hann æðrast yfir því hlutskipti sínu að þurfa að skakka þessa „leiki“ enda mað- urinn vel á sig kominn og áræð- inn. Oft minntist hann starfs- félaga sinna í lögreglunni og taldi það lán sitt að hafa haft svo öfl- uga menn sér við hlið. Að leiðarlokum vil ég minnast fjölskyldumannsins Gunnars sem síkvikur var til staðar fyrir af- komendur sína og umhyggjan sem hann sýndi mér og börnum mínum verður vart fullþökkuð. Þau eru ófá kvöldin sem ég hef setið að hans matarboði þar sem gamlar matarhefðir voru í heiðri hafðar. Þá var gott að vera lyst- ugur og víla ekki fyrir sér hvort það var súrt, saltað eða sigið! Lagði ég metnað minn í að gera öllu góð skil og mesta viðurkenn- ingin var sá dómur hans að engan þekkti hann annan en mig sem gengi jafn vel að mat sínum og Ólafur gamli á Hellulandi gerði. Ekki arða eftir og beinin sogin! Það var fullkomnun og með slíkri nýtni komst Gunnar í álnir og skorti aldrei neitt. Hann var sjálfum sér nægur og hélt reisn sinni til lokadægurs; ók á bifreið sinni upp á sjúkrahús, ekki til að deyja því heim ætlaði hann aftur að aka. Ekki varð af þeirri öku- ferð. Megi minning um mætan mann lifa. Sigurður Jónsson. Við afi áttum margar góðar stundir saman. Dýrmætar stund- ir sem ég er þakklátur fyrir. Fæddur og uppalinn á Lóni þekkti hann landið og dýralífið eins og sjálfan sig. Hann hafði mikinn áhuga á náttúrunni og var ósjaldan með kíki fyrir augunum til að aðgæta hag dýranna. En hann var ekki bara áhorfandi heldur miklu fremur hluti af nátt- úrunni á Lóni. Ósjaldan höfum við dregið feitan silung úr vötn- unum, vegið að vargi og hlúð að hreiðrum æðarkollunnar. Á þeim stundum fékk ég að vera þátttak- andi í náttúrunni á Lóni með hon- um. Afi vann jafnan af umhyggju og natni. Hann hafði lag á að nýta hlutina vel og kunni vel til verka. Hann lagði mikið upp úr upp- græðslu og ræktun landsins. Uppgræðsla getur tekið langan tíma en afi hafði mikla ánægju af að sjá stráin stingast upp úr harðbala og að lokum grasið ná yfirhöndinni eftir áralanga upp- græðslu. Þegar við unnum saman var oftar en ekki nesti með í för. Ég minnist þess að eftir að nestið var snætt tók afi stutta kríu með sixpensarann dreginn fyrir and- litið. Fátt jafnast á við að sofna við ilminn af skógi og grasi og tif- ið í býflugu á rápi. Afi var við góða heilsu fram á seinustu ár. Hann sagði sjálfur að vinnan á Lóni héldi líkamanum í lagi og brids-spilamennskan koll- inum. Mér er minnisstætt atvik úr einni af mörgum ferðum okkar í hólmann á Lóni. Afi var öðrum hvorum megin við nírætt þegar þetta var. Hann réri árabáti sín- um enda ekki við það komandi að ég fengi að taka á árunum. Á miðri leið strandaði báturinn á sandskeri svo við þurftum að stjaka honum úr ógöngunum. Í flumbrugangi bátsmanna hvolfdi bátnum og blotnuðum við báðir og nestið líka. Kenndum við hvor öðrum um. Við rérum í land til að hafa fataskipti áður en lagt var í hann á ný. Að lokum náðum við í hólmann, lukum þar dagsverkinu og borðuðum nesti vætt í Héraðs- vötnunum. Gunnar Sigurðsson. „Þetta er búið.“ Þau sátu alltaf fast í mér, þessi orð sem þú lést falla á kistulagningu ömmu, eig- inkonu þinnar til áratuga. Í dag ert það þú sem ert borinn til hinstu hvílu og allt það sem einu sinni var, er búið. Engar fleiri stundir á Lóni í æðarvarpinu eða skógræktinni. Aldrei framar set- ið í stofunni á Hólaveginum, spjallað saman eða þá ég með handavinnu og þú með blaðið. Engin fleiri örsímtöl þar sem var skipst á helstu fréttum en aldrei lengi í einu – það var nóg annað að gera! Það er svo margs að minnast. Þessi stóri, sterki maður, oft hrjúfur á yfirborðinu og blótsyrð- arunan sem gat verið endalaus ef eitthvað var honum ekki að skapi. Undir lá hins vegar þessi um- hyggjusami maður sem fylgdist grannt með afkomendum sínum, var svo stoltur af afrekum þeirra og studdi við eftir bestu getu. Ég held að afi sé merkilegasti maður sem ég hef þekkt, allt það sem hann hafði upplifað og reynt, og þessi ótrúlega lífssýn sem fylgdi honum allt til enda. Þegar amma dó flutti ég til afa, að mínu og annarra áliti hon- um til stuðnings. Það er að segja, allra nema hans sjálfs sem fylgd- ist grannt með því að barnabarn- ið fengi nóg að borða, og hafði miklar áhyggjur af því að allt of mikið væri að gera. Það var samt eitt sem ég gat gert og það var að kenna honum að baka. Þegar ég svo flutti suður til að hefja há- skólanám fékk ég reglulega sendingar frá honum, nýveiði úr vötnunum og heimabakaðar afa-jólakökur. Það var nefnilega aldrei kom- inn endapunktur. Alla tíð var eitthvað nýtt sem þurfti að læra eða skoða, bakstur til að geta boðið gestum eftir að amma dó, enska til að geta lesið erlend briddsblöð, tölvunotkun svo hægt væri að skrifast á við barnabörnin í útlöndum. Aldrei hræddur við að takast á við nýjar áskoranir eða gera plön fyrir framtíðina og þess vegna var það auðvitað sjálfsagðasti hlutur í heimi að hann skyldi ákveða að halda upp á níræðisafmæli sitt í Kaupmannahöfn hjá barna- barninu. Úr varð að allur afkom- endahópurinn elti hann og var af- mælinu fagnað saman þar. Hálfu ári áður en kom að út- skrift minni í læknanáminu sát- um við saman í bíl á Lóni og horfðum yfir fjörðinn. Skyndi- lega segir þú við mig: „Það eru svona kandídatar að vinna á spít- alanum.“ „Já,“ svara ég. „Getur þú líka gert það?“ var þá spurt. „Jú, það ætti að vera hægt“ segi ég. „Viltu þá ekki gera það?“ kom næst. Og það gerði ég. Í átta mánuði var ég aftur búsett á Króknum og átti hverdag sem þú varst hluti af. Þú varst sjálfum þér lík- ur. Bauðst í mat og passaðir upp á að barnabarnið hefði það gott. Þér fannst alltaf best að hafa fólkið þitt nálægt og ávallt gleði- stundir þegar brott fluttu fugl- unum þínum fjölgaði á Króknum. Þess á milli höfðum við það gott saman og minningarnar frá þess- um tíma eru dýrmætar. Þó það sé svo ótrúlega sárt að hugsa til þess að aldrei framar komi ég í afahús, setjist niður og spjalli um alla heima og geima, þá veit ég að svona vildir þú hafa þetta. Þrekið var farið að minnka, ekki þinn stíll að vera upp á aðra kominn og hvíldin vel- komin. Minningarnar lifa um ókomna tíð. Fríður Finna Sigurðardóttir. Elsku afi okkar er fallinn frá. Upp í hugann koma ótal minn- ingar og þakklæti fyrir allar samverustundirnar. Afi var góð- ur félagi og það var alltaf gaman að bardúsa með honum, hvort sem það var í skógræktinni á Lóni, að vitja um netin eða í eld- húsinu hjá honum við jólaköku- bakstur. Alltaf gaukaði hann ein- hverju að okkur, sama hversu lítið viðvikið var. Margir kaffi- bollar voru drukknir í eldhúsinu hjá honum að verki loknu. Þar var notalegt að sitja og spjalla, færa sig svo inn í stofu, glugga aðeins í blöðin, klappa kisa eða jafnvel fá sér smákríu. Afi sagði okkur margar sögur frá sinni löngu ævi. Þær spönn- uðu allt frá því þegar hann var 7 ára drengur á Lóni með sprung- inn botnlanga og siglt var með frá Lónsósi inn á Krók á opnum árabáti frá Bakka, þegar hann 12 ára gamall og hlustaði í fyrsta sinn á útvarp hjá farandkennara sem bjó á Lóni, eða þegar hann lærði sund á Laugarvatni og spil- aði lomber við danskan kaup- mann um borð í strandferðaskip- inu er hann sigldi norður á Krók eftir námsdvöl á Laugarvatni. Sá varð svo uppnuminn af spilagetu hans að hann bauð honum vinnu við verslun sína í Reykjavík. Sög- urnar sem lýstu tímunum tvenn- um voru fróðlegar og skemmti- legar, ekki síst því afi hafði svo gaman af því að segja þær. Þegar hann sagði dýrasögur úr öllum Gunnar Þórðarson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Útfararþjónusta síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, VALDIMARS TÓMASSONAR, Suðurtúni 19, Álftanesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Neskirkju. . Guðrún Júlíusdóttir, Sólborg Valdimarsdóttir, Einar Ingi Valdimarsson, Alda Ingibergsdóttir, Þórarinn Valdimarsson, Veronica Valdimarsson, Guðrún S. Loftsdóttir, Skarphéðinn Þór Hjartarson, stjúpbörn, tengdafaðir, barnabörn og langafadrengur. Mágur minn, GUÐMUNDUR HEIMIR PÁLMASON, fv. sjómaður, áður til heimilis að Maríubakka 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bænhúsi Fossvogskirkju mánudaginn 20. apríl kl. 13. . Guðrún Árnadóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA SIGÞÓRSDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 12. apríl, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 20. apríl kl. 13. . Kolbrún Bessadóttir, Pétur Jóhannesson, Bjarni Bessason, Guðrún Erna Baldvinsdóttir, Erla Andrea Pétursdóttir, Elísabet Pétursdóttir, Magnús Snorri Bjarnason, Sólveig Bjarnadóttir og barnabarnabörn. Elskulegur sonur okkar og bróðir, HARALDUR SVEINN EYJÓLFSSON, Stigahlíð 10, Reykjavík, lést að morgni 15. apríl. Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 28. apríl kl. 15. . Eyjólfur Þ. Haraldsson, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Eggert Eyjólfsson. Okkar ástkæra, ANNA JÖRGENSEN, Bjargarstíg 6, Reykjavík, lést á páskadag, sunnudaginn 5. apríl, á dvalarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. apríl kl. 13. . Sveinn Steinsson, Erla Hrönn Sveinsdóttir, Steinn Leó Sveinsson, Birgitta Sveinsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.