Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir um 45 árum kvörtuðu nokkrar húsmæður vegna frágangs við Lækinn í Hafnarfirði, sögðu að börnin væru í stöðugri lífshættu auk þess sem mengun væri mikil í Læknum. Sólrún Gunnarsdóttir er ein þess- ara húsmæðra. Hún rifjar upp að á þessum tíma hafi Kinnarnar byggst upp við Lækinn og þegar þær, nokkrar húsmæður við Lækjarkinn, hafi verið búnar að fá nóg af að- gerðaleysinu og vakið athygli á því í viðtali í Vísi hafi verið liðinn tölu- verður tími frá því kirkjan í Hafnar- firði hafi gefið peninga til þess að girða Lækinn af. „Nú er sagt að ekkert slys hafi orðið þarna fyrir slysið í vikunni en það er ekki rétt því nokkrum árum áður en við fórum af stað og kröfðumst bóta drukknaði lítil stúlka í fossinum,“ áréttar hún. Börnin í lífshættu Í frétt í Vísi 6. nóvember 1970 er haft eftir einni húsmóðurinni að nær daglega þurfi að draga barn upp úr Læknum en yfirvöld segi húsmæðrunum að þær verði að passa börnin sín sjálfar. „Allt frá því þetta hverfi byggðist hér, hafa börnin manns verið í lífs- hættu,“ segir meðal annars í fréttinni. Sólrún segir að þegar heilbrigðisfulltrúinn hafi stungið málinu undir stól hafi þær fengið mág hennar til þess að taka sýni úr Læknum og niðurstöðurnar hafi sýnt að mengunin hafi verið á háu stigi. „Börn sækja í vatn og við vorum með mörg börn,“ segir Sólrún. „Maður var úti í glugga allan daginn og hlaupandi út til þess að veiða börnin upp,“ segir Sól- rún. Hún segir að húsmæðurnar hafi verið logandi hræddar um börn sín og því farið fram á það við bæinn að þarna yrði girt.“ Sólrún segir að ekkert hafi verið gert fyrr en eftir viðtalið í Vísi. „Þá var Lækurinn girtur en samt ekki niður fyrir stíflu,“ segir hún. Hún bætir við að vatnið hafi frosið á veturna, börnin leikið sér á svellinu og oft dottið í gegnum ísinn. Girðingin hafi komið í veg fyrir að börnin gætu rennt sér á sleðum frá Kinnunum og endað úti í Læk. Hins vegar hafi aldrei verið girt í kringum fossinn. „Það virðist alltaf þurfa stórslys til þess að eitthvað sé gert,“ segir hún og vill að búið verði svo um hnútana að börn komist ekki að foss- inum. Lækurinn í Hafnarfirði alltaf verið slysagildra  Dauðaslys fyrir um hálfri öld  Mótmæltu ástandinu Frétt Af forsíðu Vísis 6. nóvember 1970. Sólrún Gunnarsdóttir Eigendur Am- erican bar í Austurstræti tóku niður bandaríska fána sem voru fyrir ofan báða innganga veit- ingastaðarins, við Austur- stræti og Aust- urvöll. Er þetta gert í kjölfar kvartana, meðal annars frá þingmönnum. Vil- hjálmur Bjarnason, alþingismaður, sagði það óþolandi, þegar hann gengi inn í skrifstofuhúsnæði Alþingis við Austurstræti, að ganga undir banda- ríska fánann. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tók svo í sama streng og Vilhjálmur. Ingvar Svendsen, eigandi Americ- an Bar, staðfesti í gær að búið væri að taka bandaríska fána sem voru við innganga veitingastaðarins niður. Nokkuð er síðan fáninn sem var Austurvallarmegin á húsinu var fjar- lægður vegna kvartana. Hafa fjarlægt bandaríska fána sem voru við innganga skrifstofuhúsnæðis Alþingis Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ný sending frá Buxur, kjólar, jakkar, toppar og pils Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Túnikur 7.900 kr. M–XXXL Stærðir: Bleikt, svart Litir: Opið 10-16 í dag gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn www.sgs.is SAMEINUÐ BERJUMST VIÐ! KJÓSTU JÁ Sunnudaginn 19. apríl Síðumúla 17 (2. hæð) kl. 13 - 16 Mynt • Seðlar • Minnispeningar Barmmerki • Smáprent • Frímerki Póstkort o.fl. • Sala - Kaup - Skipti MYNTSAFNARAFÉLAG ÍSLANDS Safnaramarkaður www.mynt.is Í S L A N D S • M Y N T S A F N A R A F É L A G • 19. apríl www.banthai.is THAILENSKUR MATUR GÓÐUR w w w . y u m m y . i s www.yummy.is www.yam.is Læknar mæla með selaolíunni Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selaolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Selaolía Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Meiri virkni Einstök olía Nýtt útlit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.