Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eltu rómantíkina bara uppi ef þér finnst að það séu straumar milli þín og ótil- greindrar manneskju. Farðu þér hægt og vertu ekki með neinar kúnstir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þig dreymir dagdrauma en líklega muntu ekki hafa tíma til þess í eftirmiðdag- inn. Kannski að fallegar hugsanir þínar vísi þeim leiðina heim? 21. maí - 20. júní  Tvíburar Spurðu sjálfan þig að því af hverju þú þarft alltaf að vera að afreka eitthvað. Kímnin getur líka sett bjartan svip á daginn og þannig auðveldað leik og starf. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Kíktu nú á stöðuna í fjármálunum og taktu með í reikninginn að upphæðin á kortareikningnum er farið fé. Framkvæmdu verk lífsins á einfaldan máta. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þér takist ekki að breyta skoð- unum annarra er alveg öruggt að málflutn- ingur þinn fellur í góðan jarðveg. Best er að hafa allan fyrirvara á hlutunum og leyfa þeim að sanna sig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er mikil hætta á misskilningi í dag. Hvað myndi gerast ef þú hættir að berjast? Þú gætir jafnvel lært að meta þennan óstýriláta hluta persónuleika þíns. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þú eigir auðvelt með að hrífa aðra er ekki þar með sagt að allir viðhlæjendur séu vinir. Gerðu tímabundið samkomulag varanlegt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er í mörg horn að líta og þér finnst stundum þú ekki komast yfir allt saman. Auðvitað gleður það þig ekki, en reyndu fyrst og fremst að komast að ástæðunni fyrir því að það var gert. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þig langar að brjóta af þér hlekki vanans. Fólk veitir þér meiri eftirtekt fyrir vikið, einkum stjórnendur og áhrifafólk. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagskrá þín krefst þess að þú gerir margt í einu, en samt ekki alltaf. Haltu þig við efnið og fylgdu málunum til enda. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki ert allt virði verðsins sem á það er sett. Maður þarf líka að tileinka sér sitt einstaka sjónarhorn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ferðaáætlanir eða ráðagerðir tengd- ar útgáfu vekja með þér tilhlökkun. Nú veistu það og berð höfuðið hátt þegar þú ekur ofan í holurnar. Fyrir viku voru laugardags-gáturnar tvær. Svörin voru of mörg til að ég geti gert þeim skil og biðst ég afsökunar á því. Sú fyrri var eftir Guðmund Arnfinnsson: Jarðskjálfti fær raskað ró. Reisu manns á langinn dró. Vegferð stutt í senn á sjó. Sýnir ölvun, væga þó. Svar hans er: Kippur stundum húsin hrærir. Hamlar kippur reisu víst. Kippur er stutt þá fley sig færir. Fljótt af drykkju kippur hlýst. Og lét limru fylgja: Með kippi var Kitti í Slippnum, það kvaldi hann eftir svipnum á honum að dæma og hiksti og ræma. Kitti var alltaf í kippnum. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Þungar gátur, þrautarmein sem þjakar nótt og dag. En svo kemur kannski ein og kippir því í lag. Jarð-kippur valdið getur grandi. Þá glímt við afturkipp. Hann lagði netin kipp frá landi og langar svo í kipp. Þessi var gáta Helga: Við at- og lima- límist hann líka út- og jaka-. Hrelldi forðum hest og mann, en heillar sérhvern maka. Og lausn hans: Seinni liður orða er, okið hrelldi hest og ver. Stoltur faðir brosið ber. Burður gengur, sýnist mér. Þessi er ráðning Árna Blöndal: Lít ég at- og limaburðinn, lengi heyrðist útburðs vælið. Öslaði Kópur klakaburðinn konu í nauð var hjálpin vís, burðurinn í besta lagi barnið fæddist, lof og prís. Og gáta eftir Guðmund Arnfinns- son: Viðurnefni var það Jóns. Vinnutörn þá lokið er. Hergilseyjar heiti flóns. Heilagleika í sér ber. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kippir og burður á víxl Í klípu „ÉG VEIT EKKI AF HVERJU ÞETTA FER SVONA Í TAUGARNAR Á MÉR. ÉG VISSI AÐ HANN VÆRI TÖFRAMAÐUR ÁÐUR EN ÉG GIFTIST HONUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fyrsta ástin þín. ER ÞETTA ALLT SEM ÞÚ ÆTLAR AÐ GERA Í DAG? ÉG ER BÚINN AÐ SÝNA MIG ÞEGAR ÞÚ GENGUR YFIR HÁA BRÚ ÁTTU ALDREI AÐ HORFA NIÐUR... OG EKKI HORFA UPP, HELDUR ÓKEI Ég vona að ég sé ekki meðskemmdar tennur. Ég er pott- þétt með alla vega eina skemmd, hreinn og klár aulaskapur er þetta alltaf hreint hjá þér. Þetta á eftir að kosta eitthvað.“ Þetta er innra tal sem Víkverji átti við sjálfan sig ný- verið. Tekið skal fram að þetta er þó tónað ansi mikið niður því sví- virðingarnar sem Víkverji lætur oft út úr sér eru ekki prenthæfar. x x x Ástæðan fyrir þessu? Jú, að sjálf-sögðu heimsókn til tannlæknis. Víkverji hafði nefnilega ekki hitt ógnvænlega manninn með borinn í annarri og er með töngina í hinni í heil þrjú ár. x x x Óttinn var óþarfur. Þrátt fyrir ár-in þrjú var stellið allt strýheilt í kjafti Víkverja. Það kemur þó ekki á óvart því Víkverji hefur verið býsna bitlaus undanfarið. x x x Eins og flestir sem þekkja til Vík-verja vita er hann gallagripur, bæði til orðs og æðis en þó helst er það hið líkamlega sem hefur stund- um háð Víkverja. Víkverji er þannig af guði gerður að það vantar í hann tvær tennur af náttúrunnar hendi. Í staðinn fékk hann tvær gervitennur í neðrigóm sem voru skrúfaðar ofan í tannbeinið þegar hann var 16 ára gamall. En eftir þá aðgerð upplifði Víkverji vímu í fyrsta skipti á æv- inni og það er hægt að segja sem svo að sem betur fer voru þær ekki fleiri. En ískrúfuðu tennurnar standa sig prýðisvel og passar tannsi að dásama þær í hvert skipti sem Víkverji opnar þverrifuna upp á gátt. x x x Þrátt fyrir þennan æpandi skort átönnum er Víkverji með heila fjóra endajaxla. Fjóra óþarfa enda- jaxla sem eru „mjög ljótir“ að sögn tannlæknisins. Þetta mælti hann þegar hann skoðaði myndir af þess- um ljótu jöxlum Víkverja og benti honum á að panta tíma hjá skurð- lækni sem fyrst. Af hverju er Vík- verji með kjaftinn fullan af ljótum endajöxlum en vantar heilar tvær tennur í hann? víkverji@mbl.is Víkverji Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða. (Markúsarguðspjall 13:31) Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.