Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 SMILE SÓFI 217 CM - FRÁBÆRT ÚRVAL AF ÁKLÆĐUM VERĐ FRÁ KR. 184.900 BETINA EIKARSKENKUR 170X43X72 KR. 142.900 FLINGA 160 CM KR. 16.700 FLINGA 80 CM KR. 9.800 KR. 6.400 35 cm 28 cm 13 cm KR. 6.490 KR. 1.850 FRÁBÆRT ÚRVAL AF PÚĐUM VERĐ FRÁ KR. 4.900 BORĐ 2 SAMAN KR. 36.400 ASYMMETRIC HANGANDI LJÓS KR. 21.800 MINIMAL VEGGKLUKKUR KR. 9.980 BORĐ 2 SAMAN KR. 28.400 Landsbankinn birti heilsíðuauglýsingu eftir að hafa gleypt SparisjóðVestmannaeyja. Þar stóð m.a. þetta: „Reikningar og kort virka líktog áður sem og netbanki en þegar fram líða stundir verða viðskipta-vinir færðir í samsvarandi vörur hjá Landsbankanum.“ Pottfélagi muldraði eitthvað um mannamál og peningaskort Landsbankans þegar kæmi að yfirlestri. Orðin foreldri og foreldrar eru tvær orðmyndir. Foreldri er hvorugkyns, og fleirtalan er foreldri: annað foreldrið, bæði foreldrin. En orðið foreldrar er karlkyns og einungis notað í fleirtölu: báðir foreldrarnir. Ýmis fleiri dæmi eru um mismunandi kyn sama orðsins (eða tveggja afbrigða): vættur (kk og kvk); atgervi (kvk og hk); örn (kk og kvk); (regn)skúr (kvk og kk); fannfergi (hk)/ fannfergja (kvk) o.s.frv. Dægradvöl, ævisaga Benedikts Gröndals Sveinbjarnarsonar, er stór- merkileg heimild um íslenska borgarastétt 19. aldar (einnig um Íslendinga í Kaupmanna- höfn), t.d. drykkjuskap menntamanna. Gröndal ræð- ir líka um mál og stíl. Honum fannst stíll Fjölnismannsins Konráðs Gíslasonar „raunar málfræðislega réttur en þurr og ekki laus við tilgerð eins og flest í Fjölni“. Svo bætti Gröndal við innan sviga: „Konráði hætti til að fara of langt í málinu; þann- ig vildi hann ekki hafa orðið ‚tilgerð‘, þótti það óíslenskt, líklega af því að á dönsku er sagt ‚at gjöre sig til af noget‘“ (1965:210). [Tókuð þið eftir s-inu í mál- fræðislega? Svokallað bandstafs-ess, ekki eignarfalls-ess!] Dönskuáhrifin hafa dofnað í máli okkar miðað við það sem er í Dægradvöl. Gröndal talar um familíunöfn (ættarnöfn), gera áhrif (hafa áhrif), póetískt ele- ment, óska til lukku, til allrar ólukku, gefa illan karakter, examensmann og examensstíl, physik, æsthetik, á fyrsta sal, af prívatmanni að vera o.s.frv. Hvernig er boðháttur af „deyja“? Gefum Gröndal orðið þar sem hann talar um danskan trésmið, búsettan í Reykjavík; hann átti íslenska konu: „Þegar A. lá banaleguna, þá var hann að fárast um að konan sín yrði nú að missa sig, en hún sagði: „dey þú bara, pabbi, ég giftist aftur“; annars er ekki getið um að þeim kæmi illa saman“ (159). Mannlýsingar Gröndals eru óborganlegar. Um skólafélaga sagði hann: „…hann var lítill og ljótur, óþrifalegur og munnstór og slefaði ávallt; hann var fluggáfaður, en gáfurnar voru ófagrar og leiðinlegar“ (101). Fleiri dæmi: „Hann var ekki sjómannslegur, og líklega upprunalega fremur lagaður fyrir bóknám eða málverk, en varð sérvitur og staurslegur af uppfræðingarskorti“ (93). Hann „var lítill maður vexti, veiklegur og óstyrkur að sjá, mjóhljóðaður og skrýtinn, með plástur á höfðinu, fótaveikur og aumingjalegur en ákafamaður“ (244). Fjölmargir „komu að máli við mig“ eftir síðasta pistil (14. mars) og sögðust ekki hafa skilið neitt í fyrirsögninni (Beysi-Kalli). Ég svaraði á þá leið að basi- cally væri Kalli á móti slettum. bæði foreldrin??? báðir foreldrarnir??? „Dey þú bara, pabbi“ Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Það hafa verið tveir meginstraumar á ferð í sam-félagsumræðum á Vesturlöndum frá því að fjár-málakreppan skall á haustið 2008. Annars vegarsú krafa að böndum verði komið á starfsemi fjármálafyrirtækja og að það sé ekki sjálfsagt að skatt- greiðendur taki á sig tapið ef bankar fara í þrot. Hins veg- ar hefur verið áberandi ólga meðal almennings beggja vegna Atlantshafs vegna vaxandi ójöfnuðar í þessum sam- félögum. Nú er barátta um útnefningu stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna 2016 að hefjast og þá vekur það athygli að eitt fyrsta málið, sem Hillary Clinton tekur upp í baráttu sinni fyrir útnefningu sem frambjóðandi demókrata er þessi ójöfnuður. Hún segir að launakjör forstjóra í Bandaríkjunum séu að meðaltali 300- föld launakjör almennra starfsmanna. Í frétt Reuters-fréttastofunnar um þetta efni sl. mánu- dag kemur fram, að árið 1965 hafi laun forstjóra vestan hafs verið að meðaltali 20-föld laun almennra starfsmanna. Óvísindalegt mat manna á meðal hér á Íslandi á þeim tíma var að ekki væri óalgengt að laun æðstu stjórnenda fyrirtækja væru þrefalt hærri. Ólgan meðal almennings var mest á árunum 2011 og 2012. Hún var talin hefjast á Spáni með svonefndri M-15 hreyfingu eða hreyfingu hinna reiðu, sem á skömmum tíma birtist í mótmælafundum í nær 60 borgum og bæjum á Spáni og breiddist síðan út til Ítalíu og Grikklands og í minna mæli til nokkurra annarra Evrópuríkja. Mesta athygli vakti þó sá angi hennar, sem náði til Bandaríkjanna og gekk þar undir nafninu Occupy Wall Street enda beindist hún mest að fjármálafyrirtækjum vestan hafs. Pólitísk birting þessara mótmæla í Evrópu er að ein- hverju leyti kosningasigur SYRIZA, sem er bandalag vinstri flokka í Grikklandi, fyrir nokkrum mánuðum, og framgangur Podemos, sem er nýr vinstri flokkur á Spáni, svo og velgengni Þjóðfylkingar Marine Le Pen á hægri kantinum í Frakklandi og áþekkra flokka bæði í Ung- verjalandi, Hollandi, Svíþjóð og Finnlandi, svo að dæmi séu nefnd. Þekktasti málsvari þeirra sjónarmiða sem Occupy Wall Street-hreyfingin barðist fyrir í Bandaríkjunum er senni- lega Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður, en margir telja að Hillary Clinton sé nú að láta undir þrýst- ingi frá henni með þeim tón, sem hún er að slá í kosninga- baráttu sinni. Málið kann þó að vera flóknara. Í bók sinni Locked in the Cabinet, gefur Robert Reich, fyrrverandi vinnumála- ráðherra í ríkisstjórn Bill Clintons, til kynna að hann og Hillary hafi verið bandamenn í að reyna að koma böndum á Wall Street en ekki haft erindi sem erfiði. Hér á Íslandi hefur pólitísk ólga brotist fram aftur og aftur á árunum frá hruni, bæði á Austurvelli og kannski að einhverju leyti í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. En segja má að mótmælin á Austurvelli hafi frekar verið eins konar tilfinningaleg útrás fremur en að þau hafi stefnt að einhverju ákveðnu marki. Nú má hins vegar spyrja, hvort við erum að sjá vísbendingar um að undirliggjandi pólitísk ólga frá hruni sé að finna sér ákveðinn farveg. Fyrst má nefna kjaradeilurnar. Auðvitað vita forystu- menn launþegafélaganna og einstakir félagsmenn þeirra að kröfugerðin eins og hún liggur fyrir nú yrði til ófarn- aðar, ef hún kæmi til framkvæmda. En kannski má segja að með henni séu launþegar að segja: hingað og ekki lengra alveg eins og almenningur í Evrópulöndum sem í raun hefur risið upp og knúið ráðandi öfl til að hverfa frá þeirri stefnu að græði bankar komi sá gróði í hlut eigenda og æðstu stjórnenda en tapi þeir eigi almenningur að borga. Hér vísar fólk til þess að ein- stakir hópar opinberra starfs- manna og æðstu stjórnendur fyrirtækja hafi tekið meira til sín en almennum launþeg- um sé ætlað. Þessa tilfinningu má greina í hnotskurn í viðbrögðum við fréttum um arðgreiðslur HB Granda og hækkun á þóknun stjórnarmanna í því fyrirtæki. Það er ekki fráleitt að líta á óraunhæfa kröfugerð laun- þegasamtaka sem úrslitakosti: Ef þið ætlið að haga ykkur svona, gerum við það líka. Í annan stað má líta á samþykktir flokksþings Fram- sóknarflokksins um bann við greiðslu bónusa í bönkum og andstöðu við nýja einkavæðingu Landsbankans sem vís- bendingu um að sá flokkur ætli að reyna að sigla á þeim öldufaldi, sem varð til með hreyfingu hinna reiðu á Spáni og þeirra sem ætluðu að hernema Wall Street. Öflugir þingmenn á borð við Ásmund Einar Daðason, Frosta Sigurjónsson, Karl Garðarsson og Vigdísi Hauksdóttur eru þar í forystu. Fólk hugsar ekkert öðru vísi hér á Íslandi en í nálægum löndum. Vandamálin eru þau sömu í stórum dráttum. Tilfinningarnar eru þær sömu. Þessar tilfinningar birtast í stuðningi við flokka lengst til vinstri á Spáni og í Grikklandi. Þær koma fram í stuðn- ingi við Marine Le Pen í Frakklandi. Þær koma fram í stuðningi við Pírata hér á Íslandi. Það er athyglisvert í þessu sambandi að kröfugerð laun- þegafélaganna virðist fremur knúin áfram af grasrótinni en forystunni. Forystumenn ASÍ eru að verulegu leyti á hliðarlínu. Nái forystumenn núverandi stjórnarflokka að skilja þær tilfinningar, sem hér búa að baki hafa þeir enn ráð- rúm til að ná tökum á atburðarásinni. Stjórnmálaflokkar, sem ekki endurspegla með ein- hverjum hætti í sínu starfi eða málflutningi slíka strauma meðal almennings eru á þeirri vegferð að visna upp. Er pólitísk ólga frá hruni að finna sér farveg? Með óraunhæfri kröfugerð eru launþegar að segja: hingað og ekki lengra. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þegar ég dvaldist í Perú á dög-unum leitaði enn á hugann, hvers vegna sumar þjóðir eru fátæk- ar og aðrar ríkar. Þótt Perúmönnum hafi gengið tiltölulega vel síðasta aldarfjórðung eftir miklar umbætur á öndverðum tíunda áratug tuttug- ustu aldar, hafa þeir löngum verið fátækir og eru enn. Eitt skynsam- legasta svarið, sem ég hef fundið við þessari spurningu, er í bókinni Þess vegna vegnar þjóðum illa (Why Nat- ions Fail) eftir Daron Acemoglou í MIT og James Robinson í Harvard, sem út kom 2012. Í fæstum orðum er þetta svar, að gæfumun þjóða geri, hvort skipulagið einkennist af sjálf- töku (extraction) eða þátttöku (inclusion). Höfundar bera saman suður- og norðurhluta þorpsins Nogales á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós. Norðan megin er miklu meiri velsæld. Samt eru íbúar beggja hluta af sama uppruna og steinsnar hverjir frá öðrum. Ástæð- an er sú að Bandaríkin byggðust innflytjendum, sem stofnuðu ríki til að tryggja frelsi sitt og fá að stjórna sér sjálfir. Þar er skipulag þátttöku. Í Mexíkó stóð hins vegar fyrst veldi Asteka, og þegar Spánverjar her- tóku landið, gerðist ekki annað en það, að gamla valdastéttin, sem hafði kúgað íbúana og arðrænt, þokaði fyrir nýrri valdastétt, sem hélt áfram að kúga íbúana og arðræna. Þar er skipulag sjálftöku. Hið sama gerðist í Perú. Þar stóð veldi Inka, og þeir drottnuðu yfir öðrum íbúum landsins, kúguðu þá og arðrændu. Síðan lögðu Spánverjar Inkaveldið undir sig, og þeir tóku sess Inkanna, reyndu að gera allan umframarð upptækan. Acemoglou og Robinson vísa þeirri algengu skoðun á bug, að gömlum breskum nýlendum vegni almennt betur en gömlum nýlendum annarra Evrópuþjóða. Benda þeir á, að allur gangur sé á því. Þeim gömlu bresku nýlendum vegni vel, þar sem landið hafi verið að mestu leyti tómt áður, en byggst innflytjendum og búið við bresk lög, til dæmis Ástra- líu, Nýja Sjálandi og Kanada. Þar myndaðist skipulag þátttöku. En öðrum breskum nýlendum vegni miður, til dæmis Indlandi, Ghana og Nígeríu, þar sem bresku nýlendu- herrarnir hafi lítt hreyft við sjálf- töku hefðbundinna valdastétta. En hvað er til ráða, ef greining Acemog- lous og Robinsons er rétt? Það er ekki að reyna að gera hina fátæku ríkari með því að gera hina ríku fá- tækari, enda mistekst það alltaf, heldur að skapa skilyrði til þess, að allir geti orðið ríkari, líka hinir fá- tæku. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Sjálftaka eða þátttaka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.