Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Lukla. AFP. | Eftirvæntingin er blandin kvíða og ótta meðal fjallgöngumanna í bænum Lukla í Nepal þar sem þeir búa sig undir að klífa Everest-fjall, hæsta tind jarðar, ári eftir að sextán nepalskir leið- sögumenn fórust í snjóflóði í fjallinu. Á meðal fjallgöngumannanna í Lukla eru nokkrir sem ákváðu að reyna aftur að klífa tindinn eftir að hafa þurft að hætta við það vegna snjóflóðsins. „Það var hræðilegt að sjá svona marga farast,“ sagði breski fjallgöngumaðurinn Sam Chappatte, sem sneri aftur í grunnbúðirnar á leiðinni upp Everest nokkrum klukkustundum eftir að leiðsögumenn úr röðum sjerpa urðu fyrir snjóflóði á Khumbu- skriðjöklinum 18. apríl 2014. Sjerparnir voru þá að undirbúa göngu erlendra fjallgöngumanna. Sjerparnir taka mikla áhættu Þessi sorglegi atburður ýtti undir spennu milli erlendu fjallgöngumannanna og fátækra sjerpa sem taka mikla áhættu til að tryggja öryggi göngu- mannanna með því að fara í margar ferðir upp á skriðjökulinn fyrir ofan grunnbúðirnar til að koma fyrir reipum og flytja búnað upp á fjallið. Nokkrir sjerpanna hótuðu að hætta að aðstoða göngumenn- ina nema nepalska ríkið, sem hefur miklar tekjur af Everest-göngunum, hækkaði bæturnar til fjöl- skyldna þeirra sem fórust í snjóflóðinu. Deilan varð til þess að allir helstu skipuleggjendur leiðangranna hættu við göngur upp á fjallið á seinni hluta apr- ílmánaðar og í maí í fyrra, á þeim árstíma þegar flestir leggja á Everest. Yfirvöld í Nepal hafa reynt að auka öryggi göngumannanna með því breyta leiðinni upp Khumbu-skriðjökulinn, bæta veðurspár og senda lækna í grunnbúðirnar. „Missti alla félaga mína“ Ferðamálaráðuneyti Nepals segir að 335 manns hafi fengið leyfi til að klífa fjallið í ár, þeirra á meðal 118 sem fengu leyfið í fyrra en ákváðu að fresta göngunni vegna snjóflóðsins. Nokkur fyrirtæki, sem skipuleggja Everest- göngur, hafa flutt leiðangrana til norðurhluta Eve- rest-fjalls í Kína. Nokkrir þaulreyndir leið- sögumenn úr röðum sjerpa hafa ákveðið að fara ekki í fleiri ferðir upp á fjallið, þ.á m. Lakpa Rita. „Ég missti alla félaga mína, vini mína. Ég dró lík þeirra úr snjónum. Ég hef verið heppinn hingað til, en ætla ekki að treysta á heppnina áfram.“ Yfirvöld vöktu reiði meðal leiðsögumannanna með því að bjóða fjölskyldum þeirra sem fórust bætur að andvirði 400 Bandaríkjadala, jafnvirði 54.000 króna. Ákveðið var síðar að hækka bæt- urnar í 5.000 dali, tæpar 680.000 krónur. Leiðsögumenn og burðarmenn úr röðum sjerpa segja að stjórnin hafi hunsað beiðni þeirra um að 30% af tekjum ríkisins af gönguleyfunum renni í styrktarsjóð fyrir fjölskyldur þeirra. „Við eigum svo fárra kosta völ að við þurfum að taka að okkur störf sem geta kostað okkur lífið,“ sagði sjerpinn Sange sem missti marga vini í snjó- flóðinu mannskæða fyrir ári. „Þegar upp var staðið töpuðum við á hléinu sem varð á fjallgöngunum. Á venjulegu ári þéna ég 3.000 til 4.000 dali [400.000 til 540.000 krónur] á Everest-göngum. Á síðasta ári voru launin mín 1.500 dalir [rúmar 200.000 krón- ur].“ Göngur upp á Everest hafnar aftur ári eftir að sextán sjerpar fórust í snjóflóði á fjallinu Heimildir : 8000ers/RichardSalisbury/HimalayanDatabase Sextán nepalskir leiðsögumenn fórust í snjóflóði í Everest-fjalli fyrir ári, mannskæðasta slysi sem orðið hefur á fjallinu Everest-fjall Búðir I 6.035 m Búðir III 7.158 m Khumbu- skriðjökull Búðir IV 7.906 m Grunnbúðir 5.270 m Everest- tindur 8.848 m Nuptse 7.861 m Katmandú Everest- fjall INDLAND KÍNA 60 km NEPAL Lhotse 8.516 m Búðir II 6.474 m 200 300 400 500 600 700 1953 60 65 70 75 80 85 90 95 2000 05 2010 Fjöldi Everest-fara á ári Fjöldi þeirra sem komust á tindinn 1953-2014: meira en 4.000 Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og sjerpinn Tenzing Norgay klifu tindinn fyrstir manna 29. maí 1953 2014 100 127 658 633 Fjöldi dauðsfalla 13 aðrir sem reyndu að klífa tind Everest fórust á árunum 1922-1952 2 8 6 6 2 2 3 11 8 7 4 4 10 8 4 2 5 8 5 3 15 9 4 4 2 5 3 4 7 6 11 7 5 33 Sjerpar/nepalskir aðstoðarmenn Erlendir fjallgöngumenn 4 10 8 17 Snjóflóðið 14. apríl 2014 Tilhlökk- unin ótta- blandin Nokkrir danskir fréttaskýrendur hafa varað við því að deila vest- rænna ríkja og Rússa um átökin í Austur-Úkraínu og innlimun Krím- skaga í Rússland geti varpað skugga á ráðherrafund Norðurskautsráðs- ins sem verður haldinn í bænum Izaluit í Kanada á föstudaginn og laugardaginn kemur. Að sögn danska dagblaðsins Politiken skírskota fréttaskýrend- urnir meðal annars til þess að rúss- neska sendiráðið í Kanada hefur til- kynnt að Sergej Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússlands, ætli ekki að taka þátt í fundinum. Ráðherra- fundir Norðurskautsráðsins eru haldnir á tveggja ára fresti og Lavr- ov hefur setið þá alla frá árinu 2004. Í stað hans ætlar rússneska stjórnin að senda umhverfisráðherrann Ser- gej Donskoi. Umdeildur embættismaður fer fyrir norðurslóðanefnd Politiken hefur eftir einum frétta- skýrendanna, Jon Rahbek- Clemmensen, að Rússar telji sig þurfa að sýna vestrænu ríkjunum að þau geti ekki gengið út frá því sem vísu að deilan um Úkraínu hafi ekki áhrif á samstarfið í Norður- skautsráðinu. Rahbek-Clemmensen bendir einnig á að rússneskur „harð- línumaður“, Dmítrí Rogozin að- stoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður formaður nefndar sem fer með málefni norðurslóða fyrir hönd rússnesku stjórnarinnar. Rogozin var á meðal fyrstu rússnesku emb- ættismannanna sem voru settir á lista Bandaríkjanna, Kanada og Evrópusambandsins yfir þá sem refsiaðgerðir þeirra beinast að vegna meintrar þátttöku þeirra í að- gerðum Rússa í Austur-Úkraínu og á Krímskaga. bogi@mbl.is Varpar skugga á norðurslóðafund EPA Lavrov Utanríkisráðherrann mætir ekki á fund Norðurskautsráðsins.  Úkraínudeilan gæti haft áhrif á Norðurskautsráðið Síðastliðinn marsmánuður var sá hlýjasti í heiminum frá því að mæl- ingar hófust árið 1880 og fyrstu þrír mánuðir ársins voru einnig þeir hlýj- ustu í sögunni, að sögn bandarískra vísindamanna í gær. „Í mars var meðalhitinn á landi og yfirborði sjávar 0,85 stigum á Cel- síus yfir meðaltali á tuttugustu öld- inni,“ segir í skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar, NOAA. Meðalhitinn var 0,05 stigum á Cel- síus meiri en í næstheitasta mars- mánuðinum til þessa, árið 2010. Á fyrstu þremur mánuðum ársins var meðalhitinn í heiminum 0,82 stigum á Celsíus yfir meðalhitanum á sama árstíma á öldinni sem leið. Meðalhitinn á fyrsta fjórðungi árs- ins var 0,05 stigum á Celsíus meiri en árið 2002 sem hófst með met- meðalhita í heiminum, að sögn lofts- lagsstofnunarinnar. Heitasti mars frá 1880 Kambódíumenn minntust þess í gær að 40 ár eru liðin frá því að Rauðu khmerarnir réðust inn Phnom Penh og hröktu meira en tvær milljónir manna úr höfuðborg- inni eftir að hafa sigrað her Khmeralýðveldisins í borgarastríði. Talið er að um tvær milljónir manna, eða fjórðungur íbúa lands- ins, hafi verið teknar af lífi eða dáið úr hungri á fjögurra ára valdatíma kommúnistanna sem breyttu land- inu í helvíti á jörðu. AFP Ógnaröld Búddhamunkar minnast grimmdarverkanna í Phnom Penh. Ódæða Rauðra khmera minnst duxiana.com D U X® ,D U XI A N A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n A B 20 12 . Okkar best varðveitta leyndarmál! Allar götur síðan DUX var stofnað 1926 þá hefur það verið metnaður okkar að framleiða heimsins þægilegust rúm, því það er frábær tilfinning að vakna úthvíldur eftir góðan nætursvefn. Til að ná því marki höfum við hjá DUX þróað DUX Pascal system er samanstendur af útskiftanlegu fjaðramottum sem gera þér kleift að sníða rúmið (stífleikann) að þínum þörfum hvenær sem þú vilt, eins oft og þú villt. Það er leyndarmálið að góðum svefni. DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.